Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. nóvember 2025 13:03 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var í Sprengisandi í morgun. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra telur það ósanngjarnt að kólnun húsnæðismarkaðsins bitni á fyrstu kaupendum. Tækifæri landsmanna á húsnæðiskaupum ættu ekki að ráðast af því hvaða manna þeir eru. Markmið ríkisstjórnarinnar sé að koma til móts við fyrstu kaupendur með ívilnunum. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fór yfir vendingar síðasta árs í Sprengisandi á Bylgjunni en eitt ár er liðið síðan að landsmenn fóru í kjörklefana og greiddu atkvæði í þingkosningum. Til umræðu voru meðal annars húsnæðismálin. Kristrún telur að húsnæðisverðhækkanir hafi verið stór drifkraftur verðbólgu í landinu en núna séu vísbendingar í kólnun. „Það sem er ósanngjarnt og erfitt við þetta er að kólnunin er kannski einmitt að eiga sér stað á þeim hluta markaðarins sem við síður myndum vilja sjá hann, hjá fyrstu kaupendum, hjá fólki sem hefur minnst á milli handanna,“ segir hún. Markmið ríkisstjórnarinnar með nýjum húsnæðispakka sé að kæla þann hluta markaðarins þar sem íbúðir eru keyptar sem fjárfestingarvara og beina þeim fjármunum frekar í atvinnugreinar sem skapi verðmæti. Með því að veita fyrstu kaupendum ívilnanir sé ríkisstjórnin að uppfylla hlutverk sitt um að skapa öryggi í lífi fólks. „Um leið og vextir lækka, þá er auðveldara fyrir fólk að komast á markaðinn og þá skiptir máli að þær reglur sem séu til staðar séu þannig að þær hygli frekar fyrstu kaupendum frekar en öðrum,“ segir hún. „Það er auðvitað þannig, þú ert að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði þar sem þú ert að reyna að koma einhverjum inn á markaðinn á hagkvæmara verði, þá mun einhver annar líða aðeins fyrir það eðli málsins samkvæmt.“ Kristrún lýsir yfir áhyggjum af aukningu greiðslu fyrirframgreidds arfs, þar sem möguleikar landsmanna til að komast á húsnæðismarkaðinn ættu ekki að ákvarðast af hverra manna þeir eru. „Ég skil fólk á einstaklingsbundnum basis. Ég myndi gera þetta fyrir mitt eigið barn ef það væri í vanda, skiljiði. En ef þróunin verður í auknum mæli um þetta, þá verðum við ekki eins samfélag og við, held ég, viljum vera. Þannig að við verðum aðeins að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Kristrún. „Mér finnst bara allt í lagi að stjórnvöld hafi skoðun á því að það sé tiltölulega mikill jöfnuður þegar kemur að fyrstu stigum lífs fólks. Þetta snýst bara um jöfn tækifæri. Ég veit ekki betur en að flestir íslenskir stjórnmálamenn hafi trú á þeirri setningu.“ Barnaskapur að styrkja ekki samninginn Talið barst einnig að verndartollum Evrópusambandsins á járnblendi en íslensk fyrirtæki fengu ekki undanþágu frá tollunum. Kristrún segist hafa herjað mikla verndarbaráttu og það hafi verið sárt að horfa upp á niðurstöðuna. „Okkur fannst þetta ekki í takt við hvernig samskiptin hafa verið. Okkur fannst ekki vera innistæða fyrir þessu, bæði út frá tæknilegum forsendum. Við erum að skoða á hvaða forsendum okkar framleiðsla á járnblendi hefur verið á markaðnum og Ísland er sannarlega ekki landið sem er að halda niðri verði innan Evrópusambandsins. Okkur fannst þetta líka vond pólitík,“ segir hún. Hins vegar megi niðurstaðan ekki bitna á EES-samningnum. „Það breytir því ekki að EES-samningurinn, er einn besti og frábærasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert. Við verðum að vernda þennan samning og þetta er ástæðan fyrir því að það var öflug hagsmunagæsla í aðdraganda þessarar ákvörðunar,“ segir Kristrún. „Þannig að erum við súr út af þessu? Já. Ætlum við að gefast upp og berjast á móti með því að reyna að loka landinu, kannski frekar með því að veikja EES-samninginn? Það kemur ekki til greina. Þannig það er eitt að vera ósáttur, en það væri barnaskapur að halda ekki áfram að reyna að styrkja þennan samning og það er það sem við gerum.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sprengisandur Bylgjan Húsnæðismál Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Smáeldar víða í gámum og tunnum Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fór yfir vendingar síðasta árs í Sprengisandi á Bylgjunni en eitt ár er liðið síðan að landsmenn fóru í kjörklefana og greiddu atkvæði í þingkosningum. Til umræðu voru meðal annars húsnæðismálin. Kristrún telur að húsnæðisverðhækkanir hafi verið stór drifkraftur verðbólgu í landinu en núna séu vísbendingar í kólnun. „Það sem er ósanngjarnt og erfitt við þetta er að kólnunin er kannski einmitt að eiga sér stað á þeim hluta markaðarins sem við síður myndum vilja sjá hann, hjá fyrstu kaupendum, hjá fólki sem hefur minnst á milli handanna,“ segir hún. Markmið ríkisstjórnarinnar með nýjum húsnæðispakka sé að kæla þann hluta markaðarins þar sem íbúðir eru keyptar sem fjárfestingarvara og beina þeim fjármunum frekar í atvinnugreinar sem skapi verðmæti. Með því að veita fyrstu kaupendum ívilnanir sé ríkisstjórnin að uppfylla hlutverk sitt um að skapa öryggi í lífi fólks. „Um leið og vextir lækka, þá er auðveldara fyrir fólk að komast á markaðinn og þá skiptir máli að þær reglur sem séu til staðar séu þannig að þær hygli frekar fyrstu kaupendum frekar en öðrum,“ segir hún. „Það er auðvitað þannig, þú ert að grípa til aðgerða á húsnæðismarkaði þar sem þú ert að reyna að koma einhverjum inn á markaðinn á hagkvæmara verði, þá mun einhver annar líða aðeins fyrir það eðli málsins samkvæmt.“ Kristrún lýsir yfir áhyggjum af aukningu greiðslu fyrirframgreidds arfs, þar sem möguleikar landsmanna til að komast á húsnæðismarkaðinn ættu ekki að ákvarðast af hverra manna þeir eru. „Ég skil fólk á einstaklingsbundnum basis. Ég myndi gera þetta fyrir mitt eigið barn ef það væri í vanda, skiljiði. En ef þróunin verður í auknum mæli um þetta, þá verðum við ekki eins samfélag og við, held ég, viljum vera. Þannig að við verðum aðeins að grípa til einhverra aðgerða,“ segir Kristrún. „Mér finnst bara allt í lagi að stjórnvöld hafi skoðun á því að það sé tiltölulega mikill jöfnuður þegar kemur að fyrstu stigum lífs fólks. Þetta snýst bara um jöfn tækifæri. Ég veit ekki betur en að flestir íslenskir stjórnmálamenn hafi trú á þeirri setningu.“ Barnaskapur að styrkja ekki samninginn Talið barst einnig að verndartollum Evrópusambandsins á járnblendi en íslensk fyrirtæki fengu ekki undanþágu frá tollunum. Kristrún segist hafa herjað mikla verndarbaráttu og það hafi verið sárt að horfa upp á niðurstöðuna. „Okkur fannst þetta ekki í takt við hvernig samskiptin hafa verið. Okkur fannst ekki vera innistæða fyrir þessu, bæði út frá tæknilegum forsendum. Við erum að skoða á hvaða forsendum okkar framleiðsla á járnblendi hefur verið á markaðnum og Ísland er sannarlega ekki landið sem er að halda niðri verði innan Evrópusambandsins. Okkur fannst þetta líka vond pólitík,“ segir hún. Hins vegar megi niðurstaðan ekki bitna á EES-samningnum. „Það breytir því ekki að EES-samningurinn, er einn besti og frábærasti viðskiptasamningur sem Ísland hefur gert. Við verðum að vernda þennan samning og þetta er ástæðan fyrir því að það var öflug hagsmunagæsla í aðdraganda þessarar ákvörðunar,“ segir Kristrún. „Þannig að erum við súr út af þessu? Já. Ætlum við að gefast upp og berjast á móti með því að reyna að loka landinu, kannski frekar með því að veikja EES-samninginn? Það kemur ekki til greina. Þannig það er eitt að vera ósáttur, en það væri barnaskapur að halda ekki áfram að reyna að styrkja þennan samning og það er það sem við gerum.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sprengisandur Bylgjan Húsnæðismál Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Smáeldar víða í gámum og tunnum Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira