Fréttir

Dæmdur fyrir sér­stak­lega hættu­lega líkams­á­rás

Kristján Markús Sívarsson hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og vörslu og vopna og fíkniefna. Konunni sem varð fyrir árásinni voru dæmdar 800 þúsund krónur í miskabætur en hún hlaut höfuðkúpubrot og mar á heila.

Innlent

Ferðaðist frá Flat­eyri til Ísa­fjarðar til að fylla á vatns­flöskur

Skrúfað verður fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðuföll næturinnar og eru íbúar í Bolungarvík hvattir til að sjóða vatn fyrir neyslu þar sem það er drullugt. Þá liggur matarvinnsla niðri á svæðinu. Íbúi á Flateyri greip til þess ráðs að fylla á vatnsflöskur á Ísafirði vegna vatnsskorts.Töluverð skriðuhætta er enn á Vestfjörðum. Elísabet Inga.

Innlent

Fjölgar hratt í ríkis­stjórn Trumps

Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, virðist ekki vera að sóa tíma við að skipa menn í ríkisstjórn sína. Á síðustu dögum hefur hann tilkynnt hverja hann vill í þó nokkur embætti og eru þó nokkrir þingmenn úr Repúblikanaflokknum þar á meðal.

Erlent

Ganga til kosninga í febrúar

Þjóðverjar munu ganga til kosninga til sambandsþings þann 23. febrúar næstkomandi, eftir að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn ríkisstjórn Olaf Scholz, kanslara, fer fram í desember. Sú tillaga verður að öllum líkindum samþykkt.

Erlent

Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna

Móðir sem dæmd var í átján ára fangelsi á dögunum fyrir að myrða sex ára son sinn og gera tilraun til að bana eldri syni sínum var þjökuð af alvarlegu þunglyndi en ekki geðveiki að mati dómkvaddra matsmanna. Hún tilkynnti lögreglu sjálf um andlát sonarins. Hinn sonurinn segir mömmu sína hafa spurt þegar hún reyndi að kæfa hann hvort hann vildi ekki deyja áður en hann næði tilteknum aldri því þá færi hann í „góða heiminn“.

Innlent

Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýr­landi

Bandarískir flugmenn framkvæmdu í gær loftárásir á níu skotmörk tengd vígahópum á vegum íranska byltingarvarðarins í Sýrlandi. Yfirmenn herafla Bandaríkjanna á svæðinu segja árásirnar hafa verið gerðar vegna ítrekaðra árása á bandaríska hermenn í austurhluta Sýrlands.

Erlent

Hrafnar opna lokaðan póst­kassa eins og ekkert sé

Nokkrir hrafnar hafa gert sér að leik að opna póstkassa á sveitabæ í Árborg og tekið öll gluggaumslögin í kassanum og rifið þau niður eða farið með þau eitthvað í burtu. Þeir neita þó að borga reikningana í umslögunum.

Innlent

„Gæsa­húð, án gríns“

Ný sýning verður opnuð á laugardaginn, degi íslenskrar tungu, í Eddu, húsi íslenskunnar, en þar munu sum af verðmætustu handritum Íslendinga vera til sýnis. Fréttastofa fékk forskot á sæluna þegar að handritin voru flutt á milli húsa í dag.

Innlent

Sagði að Þór­dís myndi undir­rita vegna tengsla Bjarna við Hval

Sonur Jóns Gunnarssonar á að hafa sagt á upptöku að faðir sinn hafi tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í skiptum fyrir að komast í að­stöðu til að veita veiði­leyfi til Hvals hf. Þá hafi hann sagt að utanríkisráðherra muni undirrita útgáfu leyfisins vegna hagsmunatengsla forsætisráðherra.

Innlent