Fréttir

Diddy ætlar ekki að bera vitni

Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni.

Erlent

Verður nýr skóla­meistari á Húsa­vík

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað Halldór Jón Gíslason í embætti skólameistara Framhaldsskólans á Húsavík til fimm ára frá 1. ágúst næstkomandi.

Innlent

Rigning víða í dag

Í dag verður austanátt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, og rigning. Þurrt verður að mestu norðanlands þar til síðdegis þegar fer að væta. Hýjast verður á Norðurlandi þar sem hitinn getur farið upp í fimmtán stig.

Veður

Senda þjóðinni „skýr skila­boð“ á óróatímum

Aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu og varnarsamningurinn við Bandaríkin verða áfram grunnstoðir í utanríkisstefnu Íslands og ekki verður eðilsbreyting á sambandi Íslands og NATO. Þá verður ráðist í að styrkja innviði hér á landi sem styðja við öryggi og varnir landsins og er markmiðið að árið 2035 verði 1,5 prósent af vergri landsframleiðslu varið til að styðja við öryggi og varnir landsins á ýmsan hátt.

Innlent

Slags­mál á hóteli í mið­borginni

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um slagsmál á hóteli í miðborg Reykjavíkur. Þegar lögreglu bar að garði var einn maður sagður mjög æstur og hafði hann, að sögn vitna, verið aðalvandamálið á svæðinu.

Innlent

Æsi­spennandi for­val: Fram­tíð Demó­krata­flokksins gæti ráðist í New York

Demókratar í New York ganga að kjörborðinu í dag í æsispennandi forvali fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í haust. Helstu tveir frambjóðendurnir eru hnífjafnir í könnunum en niðurstöður forvalsins gætu haft mikla þýðingu fyrir framtíð Demókrataflokksins, sem hefur verið í naflaskoðun frá því að Kamala Harris tapaði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta síðasta nóvember.

Erlent

Margir í vand­ræðum vegna of skyggðra rúðna

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í dag afskipti af minnst þremur ökumönnum sem keyrðu bíla með of skyggðar rúður. Voru þeir sektaðir og bílarnir boðaðir í skoðun. Einn hafði áður ekki sinnt því að fara í skoðun vegna sama atriðis og voru því skráningarmerki bílsins fjarlægð.

Innlent

Reiður Trump, fiskeldisáform í Eyja­firði og fjölbragðaglíma

Stjórnvöld í Íran og Ísrael hafa sakað hvort annað um brot á vopnahléi í dag en mikil óvissa ríkir um hvort vopnahlé muni halda. Í kvöldfréttum Sýnar á eftir verður rætt við íslenskan prófessor í sagnfræði Miðausturlanda sem segir að öllum yfirlýsingum stjórnvalda í Íran, Ísrael og í Bandaríkjunum beri að taka með miklum fyrirvara.

Innlent

Vilja bjóða út eftir­lit en meiri­hlutanum líst ekkert á það

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn vilja að ráðherra breyti lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að unnt verði að bjóða út lögbundið heilbrigðiseftirlit. Meirihlutinn í borgarstjórn vill það aftur á móti ekki. Oddviti Sjálfstæðismanna segir veitingamönnum hafa verið sendar kaldar kveðjur úr borgarstjórnarsalnum.

Innlent

„Honum fylgir auð­vitað á­kveðinn ófyrir­sjáan­leiki“

Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun. Hann er haldinn í skugga áframhaldandi stríðsátaka í Úkraínu og ástandsins í Miðausturlöndum. Búist er við að samþykkt verði að bandalagsríki skuldbindi sig til að auka framlag til öryggis- og varnarmála.

Erlent

Ekki um sama þvott að ræða í Björg og Fönn

Mikið tjón varð eftir eldsvoða í efnalaug Bjargar við Háaleitisbraut í síðustu viku. Fjallað hefur verið um að þvottur sem hafi verið í húsnæði Bjargar hafi verið í húsnæði efnalaugarinnar Fannar þar sem kviknaði í í gærkvöldi en samkvæmt eiganda Fannar er það ekki rétt. Samt sem áður hafi þvottur sem sóttur hafi verið fyrr um daginn til rekstraraðila Bjargar verið í hreinsun hjá þvottahúsi Fannar.

Innlent

Ó­breyttir borgarar féllu í á­rásum Rússa á úkraínskar borgir

Að minnsta kosti sextán óbreyttir borgarar eru sagðir hafa látist og hátt í hundrað til viðbótar særst í árásum Rússa á úkraínskar borgir síðasta sólarhringinn. Forseti Úkraínu freistar þess að fá bandamenn landsins til þess að veita því frekari hernaðaraðstoð á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem fer fram í dag.

Erlent

Páll skip­stjóri krefur Ríkis­út­varpið um milljónir króna

Páll Steingrímsson skipstjóri hefur stefnt Ríkisútvarpinu ohf. til heimtu miskabóta vegna meintra brota starfsmanna Rúv á friðhelgi einkalífs hans. Hann krefst fjögurra milljóna króna. Rannsókn lögreglu vegna málsins var felld niður þar sem málið þótti ekki líklegt til sakfellingar.

Innlent

Eldur í tveimur taugrindum

Betur fór en á horfðist er kviknaði í þvotthúsinu Fönn við Klettháls í Reykjavík seint í gærkvöldi. Verkstjórinn segir eldsvoðann ekki hafa haft áhrif á starfsemi þvottahússins.

Innlent