Fréttir

Upp­hæðin kom Þór­arni í opna skjöldu

Fyrrverandi formaður Sameykis segist ekki verða var við mikla gagnrýni eftir að í ljós kom í aðdraganda aðalfundar félagsins að hann hefði gert starfslokasamning við stjórn félagsins sem kvað á um það að hann verði áfram á launum næstu tvö árin og hálft.

Innlent

Vildi af­nema reglur um for­mann en fær tíu mánaða bið­laun

Formaður Félags íslenskra náttúrufræðingar (FÍN) lagði fram tillögu um afnám hámarkssetu í formannsstóli fyrir aðalfund félagsins. Eftir viðbrögð stjórnar dró formaðurinn tillöguna til baka og er nú í námsleyfi til áramóta. Að lokinni tíu ára setu sinni í mars 2026 mun formaðurinn fá tíu mánaða biðlaun. 

Innlent

Samgöngustofa gefur grænt ljós á flug­brautina

Samgöngustofa hefur afturkallað tilskipun um takmarkanir á notkun flugbrautar 13/31, austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar, í þágu flugöryggis, sem tók gildi 8. febrúar síðastliðinn. Því má nota brautina á ný eftir nærri sjö vikna lokun.

Innlent

Frétta­stjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna frétta­flutnings

Fréttastjóri Ríkisútvarpsins segir miður að sjá ófrægingarherferðir á hendur blaðamönnum ná útbreiðslu á samfélagsmiðlum á meðal fólks sem á að vita betur. Fréttamaður RÚV hafi orðið fyrir rætnu og persónulegu áreiti vegna fréttar um samband barnamálaráðherra við táningspilt þegar ráðherrann var 22 ára gömul.

Innlent

Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti

Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða.

Erlent

Sex taldir af eftir kafbátaslys

Sex létust og fleiri særðust eftir að kafbátur með túristum sökk í Rauða hafinu. Kafbáturinn var að sigla strendur Hurghada í Egyptalandi.

Erlent

Bannað að heita Gríndal og Illuminati

Íslendingar mega nú, samkvæmt nýjustu úrskurðum mannanafnanefndar, heita Thiago, Vetle, Dilla, Anteo, Ránar og Heli. Á sama tíma hafnaði nefndin því að fólk megi heita Gríndal og Illuminati. Nýir úrskurðir voru birtir í vikunni.

Innlent

Njósnahópar hafi stór­aukið virkni sína á Ís­landi

Forstöðumaður netöryggissveitar CERT-IS segir netárásum sem stofnunin sinnir árlega fara fjölgandi. Gagnagíslatökur hafi tvöfaldast milli ára, fjórða árið í röð. Stofnunin fylgist með fótsporum njósnahópa sem hafi „stóraukið“ virkni sína undanfarið og beini sjónum sínum að yfirvöldum og framleiðslufyrirtækjum.

Innlent

Biður til Guðs að Banda­ríkin gefi ekki eftir

Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands.

Erlent

Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni

Formaður BSRB segir ekkert eðlilegt við lengd starfslokasamnings fyrrverandi formanns Sameykis, stéttarfélags sem er aðildarfélag BSRB, sem gildir í tvö og hálft ár. Félagsfólk á lágum launum borgi brúsann og fyrrverandi formaður þurfi að eiga það við sjálfan sig hvort hann þiggi launin. 

Innlent

Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu

Hundruð einstaklinga á Bretlandseyjum virðast hafa verið plataðir til að verja stórum fjárhæðum í kaup á vískitunnum, sem reyndust svo minna virði en fólki hafði verið tjáð eða hreinlega ekki til.

Erlent

Nýbakaðir for­eldrar sjúkir í nafnið Aþenu

Aþena og Embla voru vinsælusta nöfnin meðal nýfæddra stúlkna sem fyrsta eiginnafn árið 2024. Alls 22 stúlkum var gefið nafnið Aþena og jafnmörgum nafnið Embla. Nöfnin Emilía, Birta og Sara koma þar á eftir en 20 stúlkum var gefið hvert nafn.

Innlent

Sam­þykkti um­deilt bann við hælisumsóknum

Forseti Póllands hefur staðfest umdeild lög sem veita stjórnvöldum tímabundna heimild til þess að svipta fólk sem kemur yfir landamærin frá Belarús réttinum til að sækja um hæli. Mannréttindasamtök mótmæltu frumvarpinu en pólska stjórnin sakar Belarús um að nota fólksflutninga sem vopn í óhefðbundnum hernaði gegn Póllandi.

Erlent

Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri

Seinni umferð rektorskjörs í Háskóla Íslands stendur nú yfir en kosið er á milli Magnúsar Karls Magnússonar, prófessors við Læknadeild, og Silju Báru R. Ómarsdóttur, prófessors við Stjórnmálafræðideild. Kjörfundi lýkur klukkan 17 í dag. 

Innlent

Stöku skúrir eða slyddu­él sunnan heiða

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustlæga eða austlæga átt í dag, víða kalda, en allhvasst norðvestantil. Þá er útlit fyrir dálitla snjókomu eða él fyrir norðan, en sunnan heiða verða stöku skúrir eða slydduél.

Veður

Trump um Græn­land: „Við verðum að eignast þetta land“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að Bandaríkin eignist Grænland. Þetta hefur hann ítrekað sagt á undanförnum mánuðum og hefur hann meðal annars neitað að útiloka beitingu hervalds og sagt að þeir muni eignast Grænland með einum hætti eða öðrum.

Erlent

„Hann má al­veg reyna að vera fyndinn mín vegna“

Fréttastjóri Ríkisútvarpsins gefur lítið fyrir gjörning tónlistarmannsins og varaþingmannsins Birgis Þórarinssonar, Bigga Veiru, sem mætti með ruslapoka í afgreiðslu RÚV í dag og bað um að honum yrði komið á fréttastofuna. Hann segir Birgi alveg mega reyna fyrir sér í gríni, og að hann hafi séð verri hluti í þessari viku. 

Innlent