Fréttir „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ „Mér finnst í raun eins og ég og mín heilsa skipti bara ekki máli. Öll mín orka hefur farið í þetta mál og ég skal viðurkenna að oft hef ég spáð í því af hverju ég er að standa í því að senda inn þessar kvartanir,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir en hún þurfti að eigin sögn að berjast í átta ár til að fá viðeigandi læknishjálp vegna hnéverkja. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fékk Stefanía ekki tilvísun til bæklunarlæknis fyrr en faðir hennar hringdi og krafðist þess og kom þá í ljós verulegur skaði sem krafðist aðgerðar. Innlent 6.9.2025 07:02 Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna sveitarstjórnina harðlega fyrir að reyna að fá lögheimiliskráningu fólks breytt og afskrá það um leið úr sveitarfélaginu. Innlent 5.9.2025 23:15 Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla þar á síðasta rúma ári. Sjálfsvíg verða rannsökuð afturvirkt til ársins 2000 til að finna rauðan þráð. Innlent 5.9.2025 23:02 Kjölur ekki á dagskrá Vegabætur á Kili eru ekki á áætlun þrátt fyrir að teikningar hafi verið til í nokkur ár. Vegagerðin segir málið snúast um forgangsröðun. Allt að fimm hundruð bílum er ekið daglega yfir Kjöl þegar mest er. Innlent 5.9.2025 22:00 Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Óprúttnir aðilar eru sagðir hafa klippt bremsuvíra á reiðhjólum barna í Stykkishólmi. Lögregla hyggst auka eftirlit við grunnskóla bæjarins vegna þessa og vera þar sýnilegri. Þá hefur verið bætt í öryggismyndavélakerfið á skólalóðinni. Innlent 5.9.2025 21:16 Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Læknir, sem hefur sérhæft sig í málefnum offitu, segir afleiðingarnar af notkun ólöglegra þyngdarstjórnunarlyfja geta verið gríðarlegar. Borið hefur á því að fólk taki sig saman og deili lyfseðli. Hún segir ekki hægt að réttlæta slíka notkun. Innlent 5.9.2025 19:05 Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Læknir, sem hefur sérhæft sig í málefnum offitu segir afleiðingarnar af notkun ólöglegra þyngdarstjórnunarlyfja geta verið gríðarlegar. Borið hefur á því að fólk taki sig saman og deili lyfseðli. Hún segir ekki hægt að réttlæta slíka notkun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 5.9.2025 18:12 Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. Innlent 5.9.2025 17:28 Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson furðar sig á viðbrögðum lögreglu á Siglufirði í gær, þegar fimm voru handteknir vegna ætlaðrar líkamsárásar. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til en Róbert segir að um slys hafi verið að ræða. Lögreglumaður segir þó ljóst að um slagsmál hafi verið að ræða. Innlent 5.9.2025 16:59 Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Samráðsnefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hyggst hefja formlega rannsókn á meintum undirboðum á kísiljárni. Rannsóknin kemur í kjölfar kæru kísilvers sem stöðvaði rekstur í sumar. Innlent 5.9.2025 16:59 Webb smellti af nýburamyndum Nýjar myndir öflugasta geimsjónauka í heimi sem birtar voru í dag sýna þúsundir nýfæddra stjarna í risavaxinni stjörnumyndunarþoku í þúsunda ljósára fjarlægð frá jörðinni. Erlent 5.9.2025 15:56 „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna 78, segir að henni hafi aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu og þegar hún ræddi við Snorra Másson í Kastljósi á mánudag. Innlent 5.9.2025 15:36 Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir gróf brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. Innlent 5.9.2025 15:24 Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. Erlent 5.9.2025 14:46 Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Korpuskóla. Ætlunin er að Korpuskóli taki við nemendum úr Klettaskóla, þar sem færri komast að en vilja. Innlent 5.9.2025 14:38 Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vestfjarðarstofa hefur hrundið af stað átaki til að auka vetrarferðamennsku á svæðinu. Verkefnisstjóri segir fjölmörg tækifæri birtast með vegabótum en framkvæmdir standa yfir víða á vegaköflum sem hingað til hafa verið lokaðir á veturna. Innlent 5.9.2025 14:37 Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Alþjóðlegur leiðangur hefur staðfest að mikið magn ferskvatns er að finna undir hafsbotninum undan norðausturströnd Bandaríkjanna. Slíkir neðanjarðarforðar gætu hjálpað til við að mæta stóraukinni eftirspurn mannkynsins eftir vatni. Erlent 5.9.2025 14:00 Vilja aðgerðir strax Fjöldafundir verða haldnir víða um land á morgun til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast aðgerða til að stöðva þjóðarmorð sem á sér stað í Palestínu. Á annað hundrað félög, samtök og stofnanir standa að fundunum og er búist við fjölmenni. Innlent 5.9.2025 13:02 Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Óprúttnir aðilar hafa gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Dýnur sem fundust í kjallara hússins og þvag á gólfinu bendi til þess að umræddir menn hafi haldið til í húsinu í óleyfi. Innlent 5.9.2025 12:43 „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Forstjóri Lyfjastofnunar varar fólk við aukinni ógn ólöglegra lyfja sem eru auglýst á samfélagsmiðlum sem þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin eru mögulega í umferð hér á landi en dæmi eru um að þyngdarstjórnunarlyf gangi kaupum og sölum á Facebook-síðum innan landsteinanna. Innlent 5.9.2025 12:14 Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Angela Rayner, aðstoðarforsætisráðherra og húsnæðismálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Athugun leiddi í ljós að hún hefði ekki greitt alla þá skatta og gjöld sem hún átti að greiða þegar hún keypti 800.000 punda íbúð í Austur-Sussex. Erlent 5.9.2025 12:02 „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Erlent 5.9.2025 11:56 Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis. Innlent 5.9.2025 11:48 Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Þrenn félagasamtök fengu saman 16,8 milljónir króna í styrki frá ríkinu á sama tíma og þau ráku mál gegn Landsneti vegna framkvæmda við háspennulínur og flutningskerfið. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir skýrslu um hvort opinberir styrkir hefðu verið nýttir til að kosta málarekstur af því tagi. Innlent 5.9.2025 11:44 Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem varar við aukinni ógn af völdum ólöglegra megrunarlyfja. Innlent 5.9.2025 11:36 Hertogaynjan af Kent er látin Buckingham höll hefur kunngjört andlát Katharine Lucy Mary Worsley, hertogaynjunnar af Kent. Hún lést í Kensington-höll í gær, umvafinn ástvinum sínum. Erlent 5.9.2025 11:28 Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur valið stjórnmála- og athafnamanninn Anutin Charnvirakul til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Hann verður þriðji forsætisráðherrann á aðeins tveimur árum. Erlent 5.9.2025 11:06 Konan er fundin Konan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi. Innlent 5.9.2025 10:58 Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Þriggja ára drengur er meðal þeirra sem komst lífs af úr toglestarslysinu sem varð í Lissabon í gær. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í kjölfar slyssins en toglestin fór af sporinu og skall utan í byggingu. Að minnsta kosti átján slösuðust og sextán eru látin. Þau látnu eru frá Portúgal, Bretlandi, Suður-Kóreu, Sviss, Kanada, Þýskalandi og Úkraínu. Erlent 5.9.2025 10:50 Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. Erlent 5.9.2025 10:17 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
„Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ „Mér finnst í raun eins og ég og mín heilsa skipti bara ekki máli. Öll mín orka hefur farið í þetta mál og ég skal viðurkenna að oft hef ég spáð í því af hverju ég er að standa í því að senda inn þessar kvartanir,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir en hún þurfti að eigin sögn að berjast í átta ár til að fá viðeigandi læknishjálp vegna hnéverkja. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fékk Stefanía ekki tilvísun til bæklunarlæknis fyrr en faðir hennar hringdi og krafðist þess og kom þá í ljós verulegur skaði sem krafðist aðgerðar. Innlent 6.9.2025 07:02
Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Íbúar í Grímsnes- og Grafningshreppi gagnrýna sveitarstjórnina harðlega fyrir að reyna að fá lögheimiliskráningu fólks breytt og afskrá það um leið úr sveitarfélaginu. Innlent 5.9.2025 23:15
Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla þar á síðasta rúma ári. Sjálfsvíg verða rannsökuð afturvirkt til ársins 2000 til að finna rauðan þráð. Innlent 5.9.2025 23:02
Kjölur ekki á dagskrá Vegabætur á Kili eru ekki á áætlun þrátt fyrir að teikningar hafi verið til í nokkur ár. Vegagerðin segir málið snúast um forgangsröðun. Allt að fimm hundruð bílum er ekið daglega yfir Kjöl þegar mest er. Innlent 5.9.2025 22:00
Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Óprúttnir aðilar eru sagðir hafa klippt bremsuvíra á reiðhjólum barna í Stykkishólmi. Lögregla hyggst auka eftirlit við grunnskóla bæjarins vegna þessa og vera þar sýnilegri. Þá hefur verið bætt í öryggismyndavélakerfið á skólalóðinni. Innlent 5.9.2025 21:16
Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Læknir, sem hefur sérhæft sig í málefnum offitu, segir afleiðingarnar af notkun ólöglegra þyngdarstjórnunarlyfja geta verið gríðarlegar. Borið hefur á því að fólk taki sig saman og deili lyfseðli. Hún segir ekki hægt að réttlæta slíka notkun. Innlent 5.9.2025 19:05
Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Læknir, sem hefur sérhæft sig í málefnum offitu segir afleiðingarnar af notkun ólöglegra þyngdarstjórnunarlyfja geta verið gríðarlegar. Borið hefur á því að fólk taki sig saman og deili lyfseðli. Hún segir ekki hægt að réttlæta slíka notkun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. Innlent 5.9.2025 18:12
Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Félagsmenn AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) sem starfa í álveri Alcoa á Reyðarfirði munu greiða atkvæði um verkfall. Verkalýðsfélögin hafa átt í kjaradeilu við fyrirtækið um nokkurt skeið og funduðu með félagsfólki sínu og starfsfólki Alcoa síðustu tvo daga. Innlent 5.9.2025 17:28
Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson furðar sig á viðbrögðum lögreglu á Siglufirði í gær, þegar fimm voru handteknir vegna ætlaðrar líkamsárásar. Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til en Róbert segir að um slys hafi verið að ræða. Lögreglumaður segir þó ljóst að um slagsmál hafi verið að ræða. Innlent 5.9.2025 16:59
Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Samráðsnefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hyggst hefja formlega rannsókn á meintum undirboðum á kísiljárni. Rannsóknin kemur í kjölfar kæru kísilvers sem stöðvaði rekstur í sumar. Innlent 5.9.2025 16:59
Webb smellti af nýburamyndum Nýjar myndir öflugasta geimsjónauka í heimi sem birtar voru í dag sýna þúsundir nýfæddra stjarna í risavaxinni stjörnumyndunarþoku í þúsunda ljósára fjarlægð frá jörðinni. Erlent 5.9.2025 15:56
„Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Þorbjörg Þorvaldsdóttir, samskipta- og kynningarstjóri Samtakanna 78, segir að henni hafi aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing í opinberri umræðu og þegar hún ræddi við Snorra Másson í Kastljósi á mánudag. Innlent 5.9.2025 15:36
Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið dæmdur í 2,5 árs fangelsi fyrir gróf brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. Innlent 5.9.2025 15:24
Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna. Erlent 5.9.2025 14:46
Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að hefja innkaupaferli vegna framkvæmda í Korpuskóla. Ætlunin er að Korpuskóli taki við nemendum úr Klettaskóla, þar sem færri komast að en vilja. Innlent 5.9.2025 14:38
Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vestfjarðarstofa hefur hrundið af stað átaki til að auka vetrarferðamennsku á svæðinu. Verkefnisstjóri segir fjölmörg tækifæri birtast með vegabótum en framkvæmdir standa yfir víða á vegaköflum sem hingað til hafa verið lokaðir á veturna. Innlent 5.9.2025 14:37
Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Alþjóðlegur leiðangur hefur staðfest að mikið magn ferskvatns er að finna undir hafsbotninum undan norðausturströnd Bandaríkjanna. Slíkir neðanjarðarforðar gætu hjálpað til við að mæta stóraukinni eftirspurn mannkynsins eftir vatni. Erlent 5.9.2025 14:00
Vilja aðgerðir strax Fjöldafundir verða haldnir víða um land á morgun til að sýna samstöðu með palestínsku þjóðinni og krefjast aðgerða til að stöðva þjóðarmorð sem á sér stað í Palestínu. Á annað hundrað félög, samtök og stofnanir standa að fundunum og er búist við fjölmenni. Innlent 5.9.2025 13:02
Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Óprúttnir aðilar hafa gert sig heimakomna á stúdentagarðana í Gamla Garði við Hringbraut frá því í vor sem valdið hefur íbúum miklu ónæði. Námsmönnum sem búa í húsinu finnst öryggi sínu vera ógnað en mennirnir hafa ítrekað stolið mat og drykkjum frá íbúum, haft uppi ógnandi hegðun og trekk í trekk reynt að brjótast inn í húsið. Dýnur sem fundust í kjallara hússins og þvag á gólfinu bendi til þess að umræddir menn hafi haldið til í húsinu í óleyfi. Innlent 5.9.2025 12:43
„Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Forstjóri Lyfjastofnunar varar fólk við aukinni ógn ólöglegra lyfja sem eru auglýst á samfélagsmiðlum sem þyngdarstjórnunarlyf. Lyfin eru mögulega í umferð hér á landi en dæmi eru um að þyngdarstjórnunarlyf gangi kaupum og sölum á Facebook-síðum innan landsteinanna. Innlent 5.9.2025 12:14
Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Angela Rayner, aðstoðarforsætisráðherra og húsnæðismálaráðherra Bretlands, hefur sagt af sér. Athugun leiddi í ljós að hún hefði ekki greitt alla þá skatta og gjöld sem hún átti að greiða þegar hún keypti 800.000 punda íbúð í Austur-Sussex. Erlent 5.9.2025 12:02
„Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Erlent 5.9.2025 11:56
Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Öllum ungbörnum undir sex mánaða aldri verður boðin forvörn gegn RS veirusýkingu frá og með október næstkomandi. RS-veiran er algeng orsök öndunarfærasýkinga, sem leggst sérstaklega þungt á börn á fyrsta aldursári, og veldur árlega fjölda innlagna á sjúkrahús hérlendis og erlendis. Frá þessu er greint á vef embættis landlæknis. Innlent 5.9.2025 11:48
Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Þrenn félagasamtök fengu saman 16,8 milljónir króna í styrki frá ríkinu á sama tíma og þau ráku mál gegn Landsneti vegna framkvæmda við háspennulínur og flutningskerfið. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir skýrslu um hvort opinberir styrkir hefðu verið nýttir til að kosta málarekstur af því tagi. Innlent 5.9.2025 11:44
Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Í hádegisfréttum verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar sem varar við aukinni ógn af völdum ólöglegra megrunarlyfja. Innlent 5.9.2025 11:36
Hertogaynjan af Kent er látin Buckingham höll hefur kunngjört andlát Katharine Lucy Mary Worsley, hertogaynjunnar af Kent. Hún lést í Kensington-höll í gær, umvafinn ástvinum sínum. Erlent 5.9.2025 11:28
Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Taílenska þingið hefur valið stjórnmála- og athafnamanninn Anutin Charnvirakul til að verða næsti forsætisráðherra landsins. Hann verður þriðji forsætisráðherrann á aðeins tveimur árum. Erlent 5.9.2025 11:06
Konan er fundin Konan sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í morgun er fundin heil á húfi. Innlent 5.9.2025 10:58
Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Þriggja ára drengur er meðal þeirra sem komst lífs af úr toglestarslysinu sem varð í Lissabon í gær. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í kjölfar slyssins en toglestin fór af sporinu og skall utan í byggingu. Að minnsta kosti átján slösuðust og sextán eru látin. Þau látnu eru frá Portúgal, Bretlandi, Suður-Kóreu, Sviss, Kanada, Þýskalandi og Úkraínu. Erlent 5.9.2025 10:50
Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Verði hermenn frá Vesturlöndum sendir til Úkraínu, eftir að friður næst en sérstaklega ef þeir mæta áður en búið er að semja um frið, yrðu þeir lögmæt skotmörk rússneska hersins. Þar að auki yrðu öryggistryggingar handa Úkraínumönnum óþarfar, því Rússum væri treystandi. Erlent 5.9.2025 10:17