Fréttir Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs féllst á beiðni Sigrúnar Huldu Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar, um varanlega lausn frá störfum út kjörtímabilið á fundi sínum á þriðjudag. Hún hefur starfað sem deildarstjóri leikskóladeildar Kópavogsbæjar undanfarin misseri. Innlent 26.9.2025 11:27 Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Mikið magn fíkniefnis greindist í blóði ungs ökumanns sem lést í árekstri tveggja fólksbifreiða á hringveginum við Hraunsnef í Borgarfirði í júní í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur fíkniefnaneyslu ökumannsins meginorsök slyssins. Innlent 26.9.2025 11:08 Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir. Innlent 26.9.2025 11:02 Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist kalla saman þjóðaröryggisráð. Drónar hafa flogið ítrekað yfir flugvelli Danmerkur undanfarna daga. Innlent 26.9.2025 11:01 Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Fyrsta haustlægðin er mætt til landsins í formi gulra veðurviðvaranna sem tóku gildi klukkan sjö í morgun. Veðurstofa Íslands spáir mikilli rigningu og vindhviðum víða um land. Veður 26.9.2025 10:05 „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Gífurlega mikið vatn er í Jökulsá í Lóni, eftir mikla rigningu á svæðinu, og hefur hringvegurinn farið í sundur vestur. Íbúi á svæðinu segist aldrei hafa séð eins mikið vatn í Jökulsá. Innlent 26.9.2025 10:03 Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Birna Óladóttir húsmóðir er látinn 84 ára gömul. Birna var mikill Grindvíkingur eftir að hafa flust þangað sautján ára og vakti athygli í fjölmiðlum á miklum umbrotatímum í bæjarfélaginu þegar jarðskjálftar dundu á Grindvíkingum í Reykjaneseldum hinum síðari. Innlent 26.9.2025 09:57 Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er nú stödd á ráðstefnunni Global Progress Action Summit í Lundúnum, þar sem hún tekur þátt í pallborði ásamt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, og Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Innlent 26.9.2025 09:46 Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, segist ekkert óttast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ákæra hann í gær. Hann sé saklaus og hafi tröllatrú á dómskerfinu. Erlent 26.9.2025 09:11 Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Álaborgarflugvelli var lokað í annað sinn á rúmum sólahring í nótt þegar lögreglumenn töldu sig sjá dróna á flugi við völlinn. Lokunin varði þó aðeins í um klukkustund og nú segir lögregla ekki ljóst hvort um dróna hafi vera ræða í raun og veru. Erlent 26.9.2025 08:13 Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. Erlent 26.9.2025 07:32 Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn er farinn í sundur vegna vatnavaxta. Um fimmtíu mmetra rof er á veginum og er óljóst er hvenær hægt verður að ljúka viðgerð á skemmdinni. Innlent 26.9.2025 07:23 Von á mesta vindinum í marga mánuði Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. Veður 26.9.2025 07:11 Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Hugmyndir um framtíð Toppstöðvarinnar voru lagðar fram á fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar fyrr í mánuðinum en þar stendur til að opna „miðstöð útivistar og jaðaríþrótta“. Innlent 26.9.2025 06:51 Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann „Ég mun ekki leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann. Nei, ég mun ekki leyfa það. Það mun ekki gerast,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í gær. „Það er komið nóg. Það er kominn tími til að stoppa.“ Erlent 26.9.2025 06:50 Telja dagana frá síðasta innbroti Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun. Innlent 26.9.2025 06:46 Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem líkamsárás og fjárkúgun koma við sögu. Óskað var aðstoðar lögreglu vegna málsins í gærkvöldi eða nótt. Innlent 26.9.2025 06:22 Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Lofthelgi yfir flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug yfir flugvellinum. Lofthelgi var lokað yfir Álaborg og víðar í Danmörku í gær. Lofthelgin hefur verið opnuð aftur eftir um klukkutímalokun. Erlent 26.9.2025 00:01 Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Kona sem hlaut alvarlegt höfuðhögg í matarboði og missti hæfileikann til að geta lesið lýsir mikilli skömm í kjölfarið. Hún segist hafa leynt stöðu mála fyrir vinum og vinnufélögum og lýsir úrræða-og áhugaleysi í heilbrigðiskerfinu, þar sem heimilislæknir sagði henni meðal annars að taka D-vítamín. Innlent 25.9.2025 23:35 „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp á þingi um breytingu á mannanafnalögum sem á að gera fólki kleift að taka upp eftirnafn. Frumvarpið er lagt fram af nokkrum þingmönnum Viðreisnar í annað sinn. Innlent 25.9.2025 23:32 James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Ákærudómstóll í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært James Comey, fyrrverandi yfirmann alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI). Ákæran er í tveimur liðum, önnur varðar falskar yfirlýsingar hans og hin að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Báðir ákæruliðir varða rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og meintri aðkomu Trump að þeim. Erlent 25.9.2025 23:03 Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Birna Þórisdóttir, lektor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ, segir skvísur almennt frekar næringarsnauðar og að ekki eigi að gefa börnum of mikið af þeim. Mikilvægt sé að þau læri á mat með því að handleika hann og leika með hann. Birna og Jóhanna E. Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis fóru yfir næringu barna og ungmenna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 25.9.2025 22:55 „Þau eru að herja á börnin okkar“ Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu. Innlent 25.9.2025 21:33 Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Blóðbankinn í Reykjavík hefur verið fluttur á einn fjölfarnarsta stað borgarinnar. Blóðgjafi til fimmtíu ára segir nýtt húsnæði mikla bragarbót og hvetur unga sem aldna til að sinna þessari samfélagsskyldu sinni. Innlent 25.9.2025 21:00 Lægð sem valdi meiri usla Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig. Innlent 25.9.2025 20:34 Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Í ljósi stöðunnar í heimsmálum sér Rauði krossinn á Íslandi tilefni til þess að minna á átakið Vertu klár. Þar er fólk hvatt til þess að hafa vistir og búnað til þriggja daga komi til neyðarástands eins og átaka eða alvarlegrar náttúruvár. Berghildur Erla kannaði málið. Innlent 25.9.2025 20:26 Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af bakslagi í allri mannréttindabaráttu að mati kynjafræðings. Það eigi sér helst stað í svokölluðu hundaflauti sem eigi að ná til þeirra sem nærist á ótta og fordómum. Innlent 25.9.2025 19:35 Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. Veður 25.9.2025 18:41 Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Fleiri flugvöllum í Danmörku var lokað í gærkvöldi og í nótt vegna drónaumferðar. Dönsk stjórnvöld segja ástandið grafalvarlegt og lýsa atvikunum sem skipulagðri fjölþáttaárás. Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem ráðamenn funda nú um málið. Innlent 25.9.2025 18:02 Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. Innlent 25.9.2025 17:02 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Bæjarstjórn Kópavogs féllst á beiðni Sigrúnar Huldu Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Framsóknar, um varanlega lausn frá störfum út kjörtímabilið á fundi sínum á þriðjudag. Hún hefur starfað sem deildarstjóri leikskóladeildar Kópavogsbæjar undanfarin misseri. Innlent 26.9.2025 11:27
Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Mikið magn fíkniefnis greindist í blóði ungs ökumanns sem lést í árekstri tveggja fólksbifreiða á hringveginum við Hraunsnef í Borgarfirði í júní í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur fíkniefnaneyslu ökumannsins meginorsök slyssins. Innlent 26.9.2025 11:08
Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Stefán Blackburn og Lúkas Geir Ingvarsson voru dæmdir í sautján ára fangelsi og Matthías Björn Erlingssyni í fjórtán ára fangelsi fyrir að verða Hjörleifi Hauki Guðmundssyni að bana í Gufunesmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Ekkju hins látna voru dæmdar ellefu milljónir króna í bætur og syni hans sex milljónir. Innlent 26.9.2025 11:02
Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist kalla saman þjóðaröryggisráð. Drónar hafa flogið ítrekað yfir flugvelli Danmerkur undanfarna daga. Innlent 26.9.2025 11:01
Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Fyrsta haustlægðin er mætt til landsins í formi gulra veðurviðvaranna sem tóku gildi klukkan sjö í morgun. Veðurstofa Íslands spáir mikilli rigningu og vindhviðum víða um land. Veður 26.9.2025 10:05
„Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Gífurlega mikið vatn er í Jökulsá í Lóni, eftir mikla rigningu á svæðinu, og hefur hringvegurinn farið í sundur vestur. Íbúi á svæðinu segist aldrei hafa séð eins mikið vatn í Jökulsá. Innlent 26.9.2025 10:03
Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Birna Óladóttir húsmóðir er látinn 84 ára gömul. Birna var mikill Grindvíkingur eftir að hafa flust þangað sautján ára og vakti athygli í fjölmiðlum á miklum umbrotatímum í bæjarfélaginu þegar jarðskjálftar dundu á Grindvíkingum í Reykjaneseldum hinum síðari. Innlent 26.9.2025 09:57
Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra er nú stödd á ráðstefnunni Global Progress Action Summit í Lundúnum, þar sem hún tekur þátt í pallborði ásamt Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, Mark Carney, forsætisráðherra Kanada, og Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu. Innlent 26.9.2025 09:46
Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, segist ekkert óttast eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lét ákæra hann í gær. Hann sé saklaus og hafi tröllatrú á dómskerfinu. Erlent 26.9.2025 09:11
Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Álaborgarflugvelli var lokað í annað sinn á rúmum sólahring í nótt þegar lögreglumenn töldu sig sjá dróna á flugi við völlinn. Lokunin varði þó aðeins í um klukkustund og nú segir lögregla ekki ljóst hvort um dróna hafi vera ræða í raun og veru. Erlent 26.9.2025 08:13
Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Tvær tillögur liggja nú fyrir um framtíð Gasa, önnur studd af Bandaríkjastjórn og hin af Sameinuðu þjóðunum. Tillaga Bandaríkjamanna er sögð fela það í sér að Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, leiði bráðabirgðastjórn á Gasa. Erlent 26.9.2025 07:32
Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hringvegurinn við Jökulsá í Lóni rétt austan við Höfn er farinn í sundur vegna vatnavaxta. Um fimmtíu mmetra rof er á veginum og er óljóst er hvenær hægt verður að ljúka viðgerð á skemmdinni. Innlent 26.9.2025 07:23
Von á mesta vindinum í marga mánuði Veðurstofan gerir ráð fyrir sunnan og suðaustan þrettán til tuttugu metra á sekúndu og rigningu. Spáð er talsverðri eða mikilli úrkomu á suðaustanverðu landinu, en að létti til á Norðausturlandi. Veður 26.9.2025 07:11
Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Hugmyndir um framtíð Toppstöðvarinnar voru lagðar fram á fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar fyrr í mánuðinum en þar stendur til að opna „miðstöð útivistar og jaðaríþrótta“. Innlent 26.9.2025 06:51
Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann „Ég mun ekki leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann. Nei, ég mun ekki leyfa það. Það mun ekki gerast,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti í Hvíta húsinu í gær. „Það er komið nóg. Það er kominn tími til að stoppa.“ Erlent 26.9.2025 06:50
Telja dagana frá síðasta innbroti Íbúar Gamla Garðs, stúdentaíbúða á vegum Háskóla Íslands, hafa sett upp skilti þar sem taldir eru dagarnir síðan að síðast var brotist inn í húsið. Óprúttnir aðilar höfðu gert sig heimakomna þar, ítrekað stolið mat íbúanna og haft uppi ógnandi hegðun. Innlent 26.9.2025 06:46
Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál þar sem líkamsárás og fjárkúgun koma við sögu. Óskað var aðstoðar lögreglu vegna málsins í gærkvöldi eða nótt. Innlent 26.9.2025 06:22
Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Lofthelgi yfir flugvellinum í Álaborg í Danmörku var lokað í annað sinn í vikunni vegna gruns um drónaflug yfir flugvellinum. Lofthelgi var lokað yfir Álaborg og víðar í Danmörku í gær. Lofthelgin hefur verið opnuð aftur eftir um klukkutímalokun. Erlent 26.9.2025 00:01
Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Kona sem hlaut alvarlegt höfuðhögg í matarboði og missti hæfileikann til að geta lesið lýsir mikilli skömm í kjölfarið. Hún segist hafa leynt stöðu mála fyrir vinum og vinnufélögum og lýsir úrræða-og áhugaleysi í heilbrigðiskerfinu, þar sem heimilislæknir sagði henni meðal annars að taka D-vítamín. Innlent 25.9.2025 23:35
„Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur lagt fram frumvarp á þingi um breytingu á mannanafnalögum sem á að gera fólki kleift að taka upp eftirnafn. Frumvarpið er lagt fram af nokkrum þingmönnum Viðreisnar í annað sinn. Innlent 25.9.2025 23:32
James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Ákærudómstóll í Virginíu í Bandaríkjunum hefur ákært James Comey, fyrrverandi yfirmann alríkislögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI). Ákæran er í tveimur liðum, önnur varðar falskar yfirlýsingar hans og hin að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Báðir ákæruliðir varða rannsókn hans á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og meintri aðkomu Trump að þeim. Erlent 25.9.2025 23:03
Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Birna Þórisdóttir, lektor við matvæla- og næringarfræðideild HÍ, segir skvísur almennt frekar næringarsnauðar og að ekki eigi að gefa börnum of mikið af þeim. Mikilvægt sé að þau læri á mat með því að handleika hann og leika með hann. Birna og Jóhanna E. Torfadóttir, lektor við Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ og verkefnisstjóri næringar hjá embætti landlæknis fóru yfir næringu barna og ungmenna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 25.9.2025 22:55
„Þau eru að herja á börnin okkar“ Þingmaður kallar eftir breytingum á lögum um veðmál á erlendum vefsíðum. Óbreytt ástand verði til þess að fleiri lendi í vandræðum með spilafíkn og að ungir karlmenn séu í mestri hættu. Innlent 25.9.2025 21:33
Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Blóðbankinn í Reykjavík hefur verið fluttur á einn fjölfarnarsta stað borgarinnar. Blóðgjafi til fimmtíu ára segir nýtt húsnæði mikla bragarbót og hvetur unga sem aldna til að sinna þessari samfélagsskyldu sinni. Innlent 25.9.2025 21:00
Lægð sem valdi meiri usla Fyrsta haustlægðin nálgast landið óðfluga og segir veðurfræðingur að lægðin, líkt og fyrstu lægðir hvers hausts, valdi meiri usla en þær sem komi seinna. Ástæðan sé sú að fólk festi ekki lausamuni og biðlar hann til fólks um að undirbúa sig. Innlent 25.9.2025 20:34
Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Í ljósi stöðunnar í heimsmálum sér Rauði krossinn á Íslandi tilefni til þess að minna á átakið Vertu klár. Þar er fólk hvatt til þess að hafa vistir og búnað til þriggja daga komi til neyðarástands eins og átaka eða alvarlegrar náttúruvár. Berghildur Erla kannaði málið. Innlent 25.9.2025 20:26
Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Ástæða er til þess að hafa miklar áhyggjur af bakslagi í allri mannréttindabaráttu að mati kynjafræðings. Það eigi sér helst stað í svokölluðu hundaflauti sem eigi að ná til þeirra sem nærist á ótta og fordómum. Innlent 25.9.2025 19:35
Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Gul veðurviðvörun tekur gildi víða um land síðdegis í dag og gildir víðar fram á miðjan dag á morgun. Í tilkynningu frá Veitum segir að samhliða mikilli úrkomu megi gera ráð fyrir auknu álagi á fráveitukerfið sem muni þurfa að taka við miklu vatnsmagni á stuttum tíma. Veður 25.9.2025 18:41
Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Fleiri flugvöllum í Danmörku var lokað í gærkvöldi og í nótt vegna drónaumferðar. Dönsk stjórnvöld segja ástandið grafalvarlegt og lýsa atvikunum sem skipulagðri fjölþáttaárás. Í kvöldfréttum verðum við í beinni frá Kaupmannahöfn þar sem ráðamenn funda nú um málið. Innlent 25.9.2025 18:02
Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Auknar líkur eru á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sundhnúkgsígaröðinni og hefur Veðurstofan hækkað viðvörunarstig. Þetta kemur fram í tilkynningu en þar segir að kvikumagn nái neðri mörkum þess að gos geti hafist eftir tvo daga, á laugardag 27. september. Innlent 25.9.2025 17:02