Fréttir
Jólakindin Djásn á Stokkseyri
Kindinni Djásn á Stokkseyri þykir fátt skemmtilegra en að láta skreyta sig með allskonar jólaskrauti og kippir sér ekkert upp við það þegar skrautið er sett á hana.
Alls kyns jól um allan heim
Jólin voru haldin hátíðleg um allan heim, líka í Damaskus í Sýrlandi og Betlehem, fæðingarstað Jesú Krists. Frans páfi lagði áherslu á frið í prédikun sinni í dag.
Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“
Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina við Hellisheiðina frá því í gær, til að tryggja að ökumenn fari ekki inn á hana. Útlit er fyrir að hún verði lokuð til morguns.
Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag
Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina við Hellisheiðina frá því í gær, til að tryggja að ökumenn fari ekki inn á hana. Útlit er fyrir að hún verði lokuð til morguns. Rætt verður við björgunarsveitarmann sem hefur staðið vaktina í dag, í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Um helmingur farþega komst lífs af
69 farþegar voru innanborðs í farþegaflugvél sem hrapaði í vestur-Kasakstan í morgun. Samkvæmt yfirvöldum létu 38 manns lífið í slysinu en 31 komst lífs af.
Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu
Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega.
Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík
Ein flugvél er farin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og aðrar eru að gera sig klárar, flugferðir frá vellinum hafa legið niðri síðan í morgun vegna veðurs.
Þak fauk nánast af hlöðu
Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli var kölluð út fyrr í dag vegna hættu á að þak á hlöðu á bæ rétt suður af Hvolsvelli myndi fjúka. Vel tókst til að tryggja að þakið lyftist ekki af, en 10 manns komu að verkinu sem var lokið um hálf þrjú í dag.
Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og heiðursborgari í Palestínu, ver jólunum ásamt eiginkonu sinni í Betlehem í Palestínu. Hann segir dýrmætt að fagna jólunum í Fæðingarkirkjunni sjálfri en að hátíðarhöldin séu mikið lituð af átökum og sorg.
Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun
Vegagerðin býst ekki við því að hægt verði að opna Hellisheiði og Þrengsli í dag samkvæmt veðurspá. Hún bendir á Suðurstrandarveg til Grindavíkur sem hjáleið en að þar sé hvasst, hálka og éljagangur.
Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag
Búið er að aflýsa flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli vegna veðurs það sem af er degi, og verður staðan endurmetin í kvöld. Aðeins ein flugvél hefur lent á flugvellinum í dag, flugvél frá Play sem lenti rétt fyrir klukkan 14.
Útköll víða vegna óveðurs
Björgunarfélag Akraness var kallað út undir hádegið vegna báts í Akraneshöfn sem var við það að slitna frá bryggju vegna hvassviðris.
Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans
Guðrún Karls Helgudóttir biskup Íslands segir að árið sem dóttir hennar kom út sem trans stelpa hafi verið mjög erfiður tími, en löng bið var eftir meðferð hjá transteyminu og vanlíðan barnsins mikil. Þá segir hún að kirkjan hafi dregið lappirnar óhóflega í að fagna fjölbreytileikanum og segir hana skulda hinsegin samfélaginu töluvert.
Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“
Um sextíu manns komu í jólamat Hjálpræðishersins í gærkvöldi, og voru allir gestir leystir út með gjöfum. Svæðisforingi hersins segir gleðilegt að geta endurvakið hefðina, eftir nokkurra ára hlé.
Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum
Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu og gular viðvaranir víða annars staðar. Fólk er varað við því að halda í óþarfa ferðalög, sér í lagi milli landshluta, vegna blindhríðar.
Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt
Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast á aðfangadagskvöld og jólanótt, en slæm færð og vonskuveður hefur víða einkennt upphaf jólahátíðarinnar. Lokunarpóstar eru við Hellisheiði, og veðurviðvaranir í gildi inn í morgundaginn.
Þau kvöddu á árinu 2024
Fjöldi þekktra einstaklinga kvöddu á árinu sem senn er á enda.
Dyr Péturskirkjunnar standa opnar
Frans páfi opnaði dyr Péturskirkju í gærkvöldi og ýtti þannig júbileumsári kaþólsku kirkjunnar úr vör. Áætlað er að á fjórða tug milljóna pílagríma muni gera sér ferð til Rómarborgar á næsta ári, sem er svokallað fagnaðarár.
Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan
Farþegaflugvél hrapaði í nágrenni borgarinnar Aktau í Kasakstan í morgun. Fyrstu fréttir gefa til kynna að einhverjir hafi lifað hrapið af.
Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir
Jólahretið er hressilegt þennan jóladagsmorgun. Búast má við suðvestanátt í dag með hvassviðri eða stormi víða með dimmum éljum, einkum um landið sunnan- og vestanvert. 15-25 m/s og frosti frá 0 og upp í 5 stig.
Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa
Tveir gistu fangaklefa á jólanótt og talsvert var um umferðaróhöpp í hálkunni í gærkvöldi. Þetta er meðal þess sem fram kemur í jólanæturdagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Gleðileg jól, kæru lesendur
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sendir lesendum Vísis nær og fjær sínar bestu óskir um gleðileg jól.
Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara
Vegagerðin hefur lýst yfir óvissustigi á vegum víða um landið vegna veðurs. Varað er við því að vegir gætu lokast með litlum fyrirvara.
Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré
Hundruðir mótmælenda marséruðu um kristin hverfi Damaskusborgar í Sýrlandi í dag til að mótmæla því að jólatré hafi verið brennt í norðanverðu landinu. Mótmælendur krefjast þess að ný ríkisstjórn standi vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutatrúarhópa.
Varað við ferðalögum víða um land
Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld vegna veðurs og gular og appelsínugular viðvaranir taka gildi víða í kvöld og í nótt. Sannkallaður jólastormur er í aðsigi og upplýsingafulltrúi Landsbjargar hvetur fólk til að halda sig heima með konfekt í skál í kvöld.
Margir á síðasta snúningi með jólapakkana
Margmenni var í Kringlunni að græja síðustu jólagjafirnar en þar lokar klukkan eitt í dag. Það er hefð margra að skilja allavega einn pakka eftir og klára þannig stússið á sjálfum aðfangadegi jóla.
Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins
Um tvö hundruð borða hádegisverð á Kaffistofu Samhjálpar. Forstöðukona segir þjónustuna mikilvæga enda sé hún hjá mörgum eina hátíðlega stund dagsins, jafnvel eina máltíð dagsins.
Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“
Týnda hálsmen Tolla er komið í leitirnar. Sá sem keypt hafði hálsmenið alls ómeðvitaður um að það væri þýfi hafði samband við Tolla skömmu eftir að greint var frá því og fær Tolli því menið aftur í snemmbúna jólagjöf.
Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi
Varað er við ferðalögum víða um land í kvöld og á morgun vegna veðurs og appelsínugular viðvaranir hafa verið gefnar út. Við förum yfir heldur leiðinlega veðurspá í sjónvarpsfréttum Stöðvar 2 klukkan tólf.
Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur
Kirkjugarðar Reykjavíkur vara við fljúgandi hálku í öllum görðum og hvetja fólk til að fara varlega. Starfsfólk er búið að standa í ströngu í morgun við að salta og sanda helstu leiðir en hálka leynist víða.