Fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington höfuðborg Bandaríkjanna voru skotnir til bana í gærkvöldi fyrir utan Gyðingasafnið í borginni. Erlent 22.5.2025 06:41 Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum. Innlent 22.5.2025 06:06 Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Viðskiptaráð birtir kolsvarta skýrslu um áhrif sem rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hefur. Rík uppsagnarvernd komi meðal annars í veg fyrir að stjórnendur hjá hinu opinbera geti brugðist við slakri frammistöðu starfsmanna sem séu jafnvel verndaðir gerist þeir brotlegir í starfi. Þessir svörtu sauðir haldast í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks. Innlent 22.5.2025 06:02 Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Erlent 21.5.2025 23:44 Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónar sem fóru húsavillt í útkalli og skutu mann til bana, hafi ekki brotið af sér í starfi. Þrír lögregluþjónar skutu mann sem kom til dyra seint að kvöldi til með skammbyssu í hendinni og skutu einnig að eiginkonu hans. Erlent 21.5.2025 23:44 Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Erlent 21.5.2025 22:37 Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Skilti sem Borgarverk reisti fyrir Vegagerðina við Dynjandisheiði reyndist innihalda fjölda stafsetningar- og málfarsvillna. Málfræðingur segir ófyrirgefanlega hroðvirknina til skammar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hefur beðist afsökunar á skiltinu og segir það munu verða lagað með límmiða. Innlent 21.5.2025 22:28 EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Ísland, Noregur og Liechtenstein, EFTA-ríkin innan EES, og Evrópusambandið hafa sammælst um að efla samstarf sitt á sviði utanríkis- og öryggismála. Innlent 21.5.2025 21:42 Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna. Erlent 21.5.2025 21:32 Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um konu sem var öskrandi fyrir utan grunnskóla í Reykjavík. Þegar lögregluþjóna bar að garði var konan ber að ofan en lögregluþjónar þekktu hana vegna fyrri afskipta. Kallað var á sjúkrabíl fyrir konuna, þar sem talið var að hún væri í geðrofi. Innlent 21.5.2025 20:38 Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. Innlent 21.5.2025 20:03 Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu á átakasömum blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump því fram að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís og að morðingjarnir kæmust upp með það og lét kollega sinn horfa á myndband sem átti að styðja við falskar yfirlýsingar hans. Erlent 21.5.2025 19:01 Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Þeim hjálpargögnum sem hefur verið hleypt inn á Gaza hefur enn ekki verið dreift og þúsundir barna eru sögð eiga á hættu að deyja vegna vannæringar á næstu dögum. Mótmælendur kölluðu í dag eftir aðgerðum gegn Ísrael. Harðari tónn hefur verið að færast í þjóðarleiðtoga vegna ástandsins og við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 21.5.2025 18:01 Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni inn í Þórsmörk og sneri heill heim Leigubílstjóri sem ók Teslu yfir fjölda lækja inn í Þórsmörk segir nútímarafbíla vel hannaða til að keyra gegnum djúpa polla eða læki. Hann hafi verið meðvitaður um áhættuna en farið varlega og eru engin ummerki eftir svaðilförina á bílnum. Innlent 21.5.2025 16:45 Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem er gunaður um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvik málsins séu óljós. Innlent 21.5.2025 16:12 Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins. Innlent 21.5.2025 16:07 Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. Innlent 21.5.2025 15:59 Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Sigurður Fannar Þórsson, karlmaður á fimmtugsaldri sem sætir ákæru um að hafa ráðið tíu ára dóttur sinni bana í september í fyrra, ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu. Hann er metinn sakhæfur samkvæmt yfirmati geðlæknis. Aðalmeðferð fer fram í júní og verður þinghald lokað. Innlent 21.5.2025 15:48 Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Stjórn Fangavarðafélags Ísland hefur lýst yfir þungum áhyggjum sínum af ofnýtingu fangelsa landsins. Dæmi eru um að fangar sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald án takmarkanna þurfi að gista í einangrunarklefum til lengri tíma vegna plássleysis. Innlent 21.5.2025 14:49 Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust ellefu umsóknir um embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Framhaldsskólans á Húsavík sem auglýstar voru lausar til umsóknar á dögunum. Innlent 21.5.2025 14:45 Haraldur Jóhannsson er látinn Haraldur Jóhannsson, einnig þekktur sem Halli í Nesi, lést á líknardeildinni í Kópavogi 16. maí síðastliðinn, 71 árs að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Innlent 21.5.2025 14:44 Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stefnumála og samskipta hjá atvinnuvegaráðuneytinu, tímabundið til sex mánaða. Innlent 21.5.2025 14:42 Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi. Erlent 21.5.2025 14:30 Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Fyrsta mastur Suðurnesjalínu 2 reis við Kúagerði í morgun. Alls munu 86 mastur rísa vegna lagningar línunnar og markaði framkvæmdin í morgun því tímamót í verkefninu. Innlent 21.5.2025 14:21 Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Hæstiréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af öllum kröfum Innness í búvörulagamálinu. Hæstiréttur hefur því gefið grænt ljós á lögin umdeildu. Ríkisstjórnin hefur þegar boðað breytingu á lögunum til fyrra horfs. Innlent 21.5.2025 14:02 Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. Erlent 21.5.2025 12:34 Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Tveir karlmenn hvor sínum megin við þrítugt hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla kílóum af kókaíni frá meginlandi Evrópu til Íslands með farþegaflugvél. Efnin fundust í ferðatöskum mannanna. Innlent 21.5.2025 12:11 Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Bólusetningar á drengjum gegn HPV-veirunni upp í átján ára aldur hefjast næsta vetur eftir að heilbrigðisráðherra ákvað að veita auknu fjármagni til þess að útvíkka bólusetningarnar. Bóluefni gegn veirunni eykur vörn gegn krabbameinum. Innlent 21.5.2025 12:11 Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra um stýrivaxtalækkunina sem kynnt var í morgun. Innlent 21.5.2025 11:39 Hjalti Snær sá sem fannst látinn Líkið sem fannst í sjónum milli Engeyjar og Viðeyjar að kvöldi 13. maí síðastliðinn er af Hjalta Snæ Árnasyni. Innlent 21.5.2025 11:08 « ‹ 60 61 62 63 64 65 66 67 68 … 334 ›
Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Tveir starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington höfuðborg Bandaríkjanna voru skotnir til bana í gærkvöldi fyrir utan Gyðingasafnið í borginni. Erlent 22.5.2025 06:41
Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Þrír einstaklingar réðust á ungmenni í Hafnarfirði í gærkvöldi eða nótt. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að ungmenninu hafi verið ógnað með hníf og orðið fyrir höggum og spörkum. Í tilkynningu segir að málið sé unnið með barnavernd og foreldrum. Innlent 22.5.2025 06:06
Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Viðskiptaráð birtir kolsvarta skýrslu um áhrif sem rík uppsagnarvernd opinberra starfsmanna hefur. Rík uppsagnarvernd komi meðal annars í veg fyrir að stjórnendur hjá hinu opinbera geti brugðist við slakri frammistöðu starfsmanna sem séu jafnvel verndaðir gerist þeir brotlegir í starfi. Þessir svörtu sauðir haldast í störfum sínum á kostnað skattgreiðenda og samstarfsfólks. Innlent 22.5.2025 06:02
Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Íbúar í bænum Tasiilaq, stærsta bæ Austur-Grænlands, stóðu fyrir fjölmennri kröfugöngu síðastliðinn sunnudag þar sem mótmælt var einangrun og pólitísku afskiptaleysi gagnvart íbúum byggða á austurströnd landsins, þeirra sem næst eru Íslandi. Samtímis var efnt til samstöðugöngu í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni. Erlent 21.5.2025 23:44
Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögregluþjónar sem fóru húsavillt í útkalli og skutu mann til bana, hafi ekki brotið af sér í starfi. Þrír lögregluþjónar skutu mann sem kom til dyra seint að kvöldi til með skammbyssu í hendinni og skutu einnig að eiginkonu hans. Erlent 21.5.2025 23:44
Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Forsvarsmenn heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna hafa að undanförnu skikkað starfsmenn í lygapróf. Það er liður í viðleitni til að bera kennsl á fólk sem hefur rætt við blaðamenn. Erlent 21.5.2025 22:37
Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Skilti sem Borgarverk reisti fyrir Vegagerðina við Dynjandisheiði reyndist innihalda fjölda stafsetningar- og málfarsvillna. Málfræðingur segir ófyrirgefanlega hroðvirknina til skammar. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar hefur beðist afsökunar á skiltinu og segir það munu verða lagað með límmiða. Innlent 21.5.2025 22:28
EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Ísland, Noregur og Liechtenstein, EFTA-ríkin innan EES, og Evrópusambandið hafa sammælst um að efla samstarf sitt á sviði utanríkis- og öryggismála. Innlent 21.5.2025 21:42
Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Alræmdir rússneskir tölvuþrjótar eru sagðir hafa gert umfangsmiklar árásir á samtök, fyrirtæki og stofnanir sem koma að aðstoð Vesturlanda við Úkraínumenn. Eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 jókst umfang þessara árása og hafa þeir meðal annars ráðist á myndavélakerfi á landamærum Úkraínu til að vakta flutninga hergagna. Erlent 21.5.2025 21:32
Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um konu sem var öskrandi fyrir utan grunnskóla í Reykjavík. Þegar lögregluþjóna bar að garði var konan ber að ofan en lögregluþjónar þekktu hana vegna fyrri afskipta. Kallað var á sjúkrabíl fyrir konuna, þar sem talið var að hún væri í geðrofi. Innlent 21.5.2025 20:38
Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Utanríkisráðherra Íslands segir alþjóðasamfélagið þurfa að bregðast harðar við aðgerðum Ísrael ellegar horfa upp á þjóðernishreinsanir á Gasa. Takturinn sé að breytast hjá ríkjum Evrópu en meira þurfti til. Beita þurfi Ísrael þvingunum opni þeir ekki fyrir mannúðaraðstoð. Innlent 21.5.2025 20:03
Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, missti stjórn á skapi sínu á átakasömum blaðamannafundi með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku í Hvíta húsinu í dag. Þar hélt Trump því fram að verið væri að myrða hvíta bændur í massavís og að morðingjarnir kæmust upp með það og lét kollega sinn horfa á myndband sem átti að styðja við falskar yfirlýsingar hans. Erlent 21.5.2025 19:01
Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Þeim hjálpargögnum sem hefur verið hleypt inn á Gaza hefur enn ekki verið dreift og þúsundir barna eru sögð eiga á hættu að deyja vegna vannæringar á næstu dögum. Mótmælendur kölluðu í dag eftir aðgerðum gegn Ísrael. Harðari tónn hefur verið að færast í þjóðarleiðtoga vegna ástandsins og við ræðum við utanríkisráðherra í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 21.5.2025 18:01
Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni inn í Þórsmörk og sneri heill heim Leigubílstjóri sem ók Teslu yfir fjölda lækja inn í Þórsmörk segir nútímarafbíla vel hannaða til að keyra gegnum djúpa polla eða læki. Hann hafi verið meðvitaður um áhættuna en farið varlega og eru engin ummerki eftir svaðilförina á bílnum. Innlent 21.5.2025 16:45
Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók karlmann sem er gunaður um stunguárás í Úlfarsársdal í Reykjavík í dag. Einn var fluttur á sjúkrahús vegna málsins. Í tilkynningu frá lögreglu segir að atvik málsins séu óljós. Innlent 21.5.2025 16:12
Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur ástæðu þess að akkeri Hugins VE festist í innsiglingu Vestmannaeyjahafnar, með þeim afleiðingum að vatnslögn til Eyja fór í sundur, hafi verið að hvorki hafi verið gengið rétt né nægjanlega vel frá akkerisbúnaði skipsins. Innlent 21.5.2025 16:07
Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Grímur Grímsson þingmaður Viðreisnar, áður yfirlögregluþjónn, gerði kynlífskúgun að umtalsefni í ræðustól Alþingis nú fyrir stundu. Innlent 21.5.2025 15:59
Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Sigurður Fannar Þórsson, karlmaður á fimmtugsaldri sem sætir ákæru um að hafa ráðið tíu ára dóttur sinni bana í september í fyrra, ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu. Hann er metinn sakhæfur samkvæmt yfirmati geðlæknis. Aðalmeðferð fer fram í júní og verður þinghald lokað. Innlent 21.5.2025 15:48
Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Stjórn Fangavarðafélags Ísland hefur lýst yfir þungum áhyggjum sínum af ofnýtingu fangelsa landsins. Dæmi eru um að fangar sem úrskurðaðir hafa verið í gæsluvarðhald án takmarkanna þurfi að gista í einangrunarklefum til lengri tíma vegna plássleysis. Innlent 21.5.2025 14:49
Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Mennta- og barnamálaráðuneytinu bárust ellefu umsóknir um embætti skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Framhaldsskólans á Húsavík sem auglýstar voru lausar til umsóknar á dögunum. Innlent 21.5.2025 14:45
Haraldur Jóhannsson er látinn Haraldur Jóhannsson, einnig þekktur sem Halli í Nesi, lést á líknardeildinni í Kópavogi 16. maí síðastliðinn, 71 árs að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum. Innlent 21.5.2025 14:44
Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri stefnumála og samskipta hjá atvinnuvegaráðuneytinu, tímabundið til sex mánaða. Innlent 21.5.2025 14:42
Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi. Erlent 21.5.2025 14:30
Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Fyrsta mastur Suðurnesjalínu 2 reis við Kúagerði í morgun. Alls munu 86 mastur rísa vegna lagningar línunnar og markaði framkvæmdin í morgun því tímamót í verkefninu. Innlent 21.5.2025 14:21
Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Hæstiréttur hefur sýknað Samkeppniseftirlitið af öllum kröfum Innness í búvörulagamálinu. Hæstiréttur hefur því gefið grænt ljós á lögin umdeildu. Ríkisstjórnin hefur þegar boðað breytingu á lögunum til fyrra horfs. Innlent 21.5.2025 14:02
Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir. Erlent 21.5.2025 12:34
Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Tveir karlmenn hvor sínum megin við þrítugt hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að smygla kílóum af kókaíni frá meginlandi Evrópu til Íslands með farþegaflugvél. Efnin fundust í ferðatöskum mannanna. Innlent 21.5.2025 12:11
Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Bólusetningar á drengjum gegn HPV-veirunni upp í átján ára aldur hefjast næsta vetur eftir að heilbrigðisráðherra ákvað að veita auknu fjármagni til þess að útvíkka bólusetningarnar. Bóluefni gegn veirunni eykur vörn gegn krabbameinum. Innlent 21.5.2025 12:11
Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra um stýrivaxtalækkunina sem kynnt var í morgun. Innlent 21.5.2025 11:39
Hjalti Snær sá sem fannst látinn Líkið sem fannst í sjónum milli Engeyjar og Viðeyjar að kvöldi 13. maí síðastliðinn er af Hjalta Snæ Árnasyni. Innlent 21.5.2025 11:08