Lífið

„Erfitt að koma í veg fyrir slæm sam­skipti ef fólk segir ekki frá“

„Ég tel mig vera góða fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og konur, sjálfsörugga og jákvæða, tilbúna að nota titilinn til að opna umræðu um mín helstu málefni. Keppnin er skemmtilegt og ótrúlega þroskandi ferli og því sækist ég eftir því að verða fyrsta Ungfrú Ísland Teen,“ Dagný Björt Axelsdóttir, nemi og fimleikaþjálfari. Dagný er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen.

Lífið

Ís­lensk kjöt­súpa eins og hún gerist best

Á haustdögum er fátt betra en matarmikil og góð súpa. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir, sem heldur úti uppskriftarsíðunni Döðlur og smjör, deilir hér uppskrift að íslenskri kjötsúpu sem yljar bæði líkama og sál. 

Lífið

Stjörnufans og for­setar á Rauðu myllunni

Söngleikurinn Moulin Rouge! var frumsýndur með pompi og prakt á laugardagskvöld. Stærstu stjörnur leikhúsbransans létu sig ekki vanta og heiðraði Vigdís Finnbogadóttir gesti með nærveru sinni.

Lífið

Ung, upp­rennandi og sjóð­heit stjarna á lausu

Hinn ungi og sjarmerandi leikari Mikael Emil Kaaber er nýlega orðinn einhleypur. Leiðir hans og Svölu Davíðsdóttur skildu í vor eftir fjögurra ára samband. Á sama tíma hefur ferill Mikaels verið á hraðri uppleið, því hann hefur fengið hvert hlutverkið á fætur öðru – nú síðast burðarhlutverk í söngleiknum Moulin Rouge.

Lífið

„Það er ekkert sem læknar þetta al­veg“

Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi forstjóri Dominos og Ikea, segir ekki koma ríkinu við í hvaða meðvitundarástandi fullorðið fólk sé heima hjá sér, á meðan það skaði ekki aðra. Hann hafi sjálfur klesst á vegg fyrir nokkrum og snúið lífi sínu við.

Lífið

Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni

Útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson og sambýliskona hans Thelma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Embla Medical, eiga von á sínu öðru barni í byrjun næsta árs. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

„En áttu ekki dóttur?“

„Ég held að það sé gott að tala aðeins meira um dauðann. Við komumst öll í snertingu við dauðann, sem aðstandendur, á einhverjum tímapunkti í lífinu. Þetta er svo mikilvægur tími í lífi fólks og í flestum tilfellum er án efa eitthvað sem fólk hefði viljað gera öðruvísi. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda sig, gera eins vel og maður getur, og til þess þarf meira samtal og stuðning. Þegar við horfumst í augu við dauðann þá áttum við okkur líka á hversu mikilvægt lífið er- og þá ekki síst samveran með þeim sem maður elskar,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir, höfundur bókarinnar Þegar mamma mín dó sem kom út hjá Forlaginu nú á dögunum.

Lífið

Selena Gomez giftist Benny Blanco

Tónlistar- og leikkonan Selena Gomez og tónlistarframleiðandinn Benny Blanco hafa gift sig. Gomez sagði frá vendingunum á Instagram í gærkvöldi, þar sem hún birti einnig myndir frá athöfninni sem fór fram í Kaliforníu í gær.

Lífið

Krakkatían: Lestrar­keppni, flug­um­ferð og leik­sýning

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið

Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna

Dómari vísaði í gær máli rapparans írska Liam Óg Ó hAnnaidh, betur þekkts sem Mo Chara, frá. Hann myndar ásamt þeim Móglaí Bap og DJ Próvaí rappsveitina Kneecap sem hefur vakið mikla athygli fyrir afdráttarlausan stuðning sinn við frelsi Palestínu og endurnýjun lífdaga írska tungumálsins.

Lífið

Fögnuðu sögu­legum 850 þúsund króna há­talara Ella Egils

Það var margt um manninn á Vinnustofu Kjarval í gærkvöldi þar sem fram fór glæsilegt frumsýningarboð og hulunni var svipt af samstarfi Bang&Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Kynnt var sérútgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir listamanninn en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök (1/50–50/50).

Lífið

Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér

„Þegar ég veiktist hefði ég getað gefist upp, en í staðinn lærði ég að halda áfram, treysta á eigin styrk og finna gleði í hverjum degi. Að geta staðið sterk á eigin fótum eftir slíka reynslu tel ég mikla gæfu,“ segir Sólveig Bech, nemi, þjónn og keppandi í Ungfrú Ísland Teen.

Lífið

Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verð­laun

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut í gær gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins í London. Víkingi var afhent medalían á athöfn í London í gær á opnunartónleikum Fílharmóníunnar en Víkingur er sérstakur gestalistamaður hljómsveitarinnar á 80 ára afmælisári hennar.

Lífið

„Það sýður miklu frekar upp úr við upp­vaskið“

Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc og víóluleikarinn Svava Bernharðsdóttir mynda Dúó Freyju en eru auk þess mæðgur. Fyrir þremur árum fögnuðu þær sextugsafmæli Svövu með plötu með sex nýjum tónverkum eftir konur. Á morgun eru útgáfutónleikar fyrir aðra plötu þeirra sem inniheldur þrjú ný tónverk eftir karla.

Lífið

Elli Egils hannaði há­talara fyrir Bang & Olufsen

Í kvöld fór fram frumsýningarboð á Vinnustofu Kjarval þar sem hulunni var svipt af samstarfi Bang & Olufsen og listamannsins Ella Egilsson Fox. Þar var kynn sérstök útgáfa af Beosound A9 hátalaranum með verki eftir Ella en aðeins voru framleidd 50 númeruð og árituð eintök.

Lífið

Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín

Myndlistamaðurinn Elli Egilsson Fox hélt fyrst að um grín væri að ræða þegar tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör gaf út lag sem heitir eftir honum. Hann er búsettur í Bandaríkjunum og málar íslenskt landslag eftir minni.

Lífið