Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Ásta Valdimarsdóttir hláturjógakennari býður fólki að halda upp á alþjóðlegan hláturjógadag á morgun með hláturstund við gömlu þvottalaugarnar í Laugardalnum. Lífið 3.5.2025 20:00
Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Hið margrómaða verk Klukkan eða The Clock var opnað í Listasafni Íslands í gær en um er að ræða sólarhringslangt vídeóverk sem samanstendur af þúsundum myndbrota úr kvikmyndasögunni. Hvert þeirra vísar til ákveðins tíma sólarhringsins og eru tímasetningar sem birtast á skjánum í rauntíma. Lífið 3.5.2025 19:45
Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson hlaut í gær verðlaun sem besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni O (Hringur) á lokaathöfn alþjóðlegu BSFF kvikmyndahátíðarinnar í Brussel í Belgíu. Myndinni er leikstýrt af Rúnari Rúnarssyni og hún framleidd af Heather Millard. Lífið 3.5.2025 17:49
Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Daði Freyr Pétursson og Árný Fjóla Ásmundsdóttir, Eurovisionpar og meðlimir í popphljómsveitinni Daða og gagnamagninu, hafa fest kaup á einbýlishúsi. Fjölskyldan flutti nýverið til Íslands eftir tíu ára dvöl í Berlín. Lífið 2.5.2025 21:29
Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Íslenski Eurovision-hópurinn lagði af stað til Basel í Sviss snemma í morgun, þar sem VÆB munu keppa fyrir Íslands hönd í Eurovision 2025 með laginu „Róa“. Hópurinn safnaðist saman í Efstaleiti klukkan þrjú í nótt og hélt áleiðis til Keflavíkurflugvallar með strætó merktum VÆB. Þrátt fyrir svefnleysi var stemningin góð og Hálfdán og Matti, bræðurnir í VÆB, voru í miklum gír fyrir ferðalagið. Lífið 2.5.2025 20:45
Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Í síðasta þætti af Tilbrigði um fegurð var fylgst með afmæli Viktors sem hann hélt á Hótel Holt. Lífið 2.5.2025 15:01
Verðmiðinn hækkar á höll Antons Verðmiðinn á einbýlishúsi við Haukanes 24 í Garðabæ heldur áfram að hækka. Um er að ræða glæsilegt hús sem enn er í byggingu og í eigu Antons Kristins Þórarinssonar. Ásett verð eignarinnar er 625 milljónir króna, en fasteignamat hennar er 407,4 milljónir. Þegar eignin var fyrst auglýst til sölu í janúar í fyrra var ásett verð 590 milljónir. Lífið 2.5.2025 14:46
Skúli og Gríma fengu sér hund Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen, eru búin að fá sér hund. Gríma birti mynd af nýjasta fjölskyldumeðlimnum á Instagram-síðu sinni í gær. Lífið 2.5.2025 13:53
Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Við Skildingatanga í Skerjafirði stendur einstaklega glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1968. Húsið er 450 fermetrar að stærð, teiknað af Kjartani Sveinssyni, og hefur verið mikið endurnýjað. Óskað er eftir tilboði í eignina. Lífið 2.5.2025 13:08
Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Eva Ruza heldur 80's og 90´s ball þar sem allra bestu lögin verða tekin og þú mátt koma. Sindri hitti Evu og fór yfir málið í Íslandi í dag í vikunni. Lífið 2.5.2025 11:39
Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Erika Nótt Einarsdóttir, átján ára íslensk hnefaleikakona, er rísandi stjarna bæði í hnefaleikaheiminum og á samfélagsmiðlum. Hún hefur vakið mikla athygli á TikTok síðustu misseri, og ekki síst á alþjóðavettvangi eftir að hún tók þátt í streymi bandaríska áhrifavaldsins Adins Ross. Fylgjendahópur hennar hefur vaxið hratt og er hún komin með yfir 47 þúsund fylgjendur á TikTok og yfir 38 þúsund á Instagram. Lífið 2.5.2025 10:12
Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttakona á Ríkissjónvarpinu, slasaðist á fjallaskíðum á Snæfellsjökli um liðna páska, margbraut á sér ökklann og sleit liðband og krossband. Hún bíður nú aðgerðar. Lífið 2.5.2025 07:59
Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Bandaríska söngkonan Jill Sobule, sem þekktust er fyrir lög sín I Kissed a Girl og Supermodel, er látin, 66 ára að aldri. Útgefandi Sobule segir að söngkonan hafi látist í húsbruna í Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum. Lífið 2.5.2025 07:34
Dóttir De Niro kemur út sem trans Airyn DeNiro, dóttir leikarans Roberts De Niro, kom út úr skápnum sem trans kona í vikunni. Leikarinn segist elska og styðja dóttur sína rétt eins og hann gerði áður en hún kom út sem trans. Lífið 1.5.2025 15:03
Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Norður-írsk rapphljómsveit er til rannsóknar hjá hryðjuverkadeild bresku lögreglunnar. Hún er sökuð um að vera hliðholl hryðjuverkasamtökum á borð við Hamas og Hezbollah og hvetja til morðs á embættismönnum. Lífið 1.5.2025 14:59
Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Náttúrufræðingurinn David Attenborough beinir sjónum sínum að höfum jarðar í nýjustu heimildamynd sinni en lítur líka um öxl yfir ævistarf sitt nú þegar hann nálgast „endalok lífs“ síns. Hann segir hafið spila lykilrullu í baráttunni við hamfarahlýnun. Lífið 1.5.2025 11:57
„Þetta er lúmskt skrímsli“ „Ég var svolítið mikið í sviðsljósinu á ákveðnum tímapunkti. Það var gaman þegar það var en svo fylgir því mikill kvíði, samanburður, sjálfsefi og fleira leiðinlegt,“ segir lífskúnstnerinn Donna Cruz en hún hefur komið víða við í íslensku samfélagi og er viðmælandi í Einkalífinu. Lífið 1.5.2025 07:00
Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Bandaríski söngvarinn Michael Bolton glímir við ólæknandi krabbamein í heila. Vegna veikindanna finnur hann nú fyrir minnisleysi, og erfiðleikum með tal og hreyfingu. Lífið 30.4.2025 23:01
Forsalan sögð slá öll fyrri met Forsala í miðasölu á söngleikinn Moulin Rouge! hefur slegið öll fyrri met, að sögn Borgarleikhússins. Aldrei hafi jafn mikill fjöldi miða verið seldur á fyrstu klukkustundum forsölu hjá Borgarleikhúsinu. Þá hafi álagið á miðasölukerfi hússins verið mikið. Lífið 30.4.2025 22:12
„Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Það stendur mikið til á verkalýðsdaginn á Selfossi á morgun, fyrsta maí en þar munu um 230 hljóðfæraleikarar og söngvarar stíga á svið í íþróttahúsi Vallaskóla þar sem yfirskrift tónleikanna er; „Burtu með fordóma“. Lífið 30.4.2025 22:08
Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Í næstsíðasta þættinum af Viltu finna milljón á Stöð 2 var farið yfir það hvernig pörin höfðu náð að auka við ráðstöfunartekjur sínar á fimm mánaða ferli sem keppnin stóð yfir í. Lífið 30.4.2025 16:31
Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Pálmi Gestsson leikari segir að oft hafi Spaugstofumenn klæjað í lófana að komast í hin og þessi málin en sjaldan sem nú. Lífið 30.4.2025 16:18
Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Tónlistarkonan Katy Perry, sem var gagnrýnd fyrir þátttöku sína í ferð geimskutlunnar Blue Origin, segir netverja hafa komið fram við sig eins og mennskt piñata. Netið sé ruslahaugur fyrir vanheila og hún finni styrk í stuðningsríkum aðdáendum. Lífið 30.4.2025 16:17
Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Hver myndi vinna slag milli hundrað gaura og einnar górilla? Þessi spurning hefur tröllriðið netheimum undanfarið. Górillan er margfalt sterkari en meðalmaður en mennirnir eru aftur á móti ansi margir. Sérfræðingar virðast sammála um úrslit bardagans. Lífið 30.4.2025 15:16