Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Það var líf og fjör hjá skvísum landsins síðastliðinn fimmtudag þegar sænski tískurisinn Gina Tricot opnaði nýja og enn stærri verslun í Kringlunni. Meðal gesta voru áhrifavaldarnir Sunneva Einars og Jóhanna Helga en DJ Guðný Björk spilaði grípandi tóna. Tíska og hönnun 7.10.2025 17:00
Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Það var mikil gleði um helgina í verslun 66°Norður á Hafnartorgi þegar fyrirtækið hélt hlaupaviðburð ásamt vörumerkinu R8iant sem er í eigu tónlistarmannsins Aron Can. Frægir feður, hlaup og nóg af söltum og steinefnum einkenndu þessa morgunstund. Tíska og hönnun 7.10.2025 14:02
Skilnaðar-toppur í París Nicole Kidman mætti með glænýjan topp og dætur sínar tvær á tískuvikuna í París þar sem hún var tilkynnt sem nýr sendiherra fyrir Chanel. Kidman bar sig vel þrátt fyrir að standa í miðjum skilnaði við Keith Urban, eiginmann sinn til tuttugu ára. Tíska og hönnun 7.10.2025 13:43
Heklaði á sig forsýningarkjólinn „Ég í raun gekk frá síðustu saumum rétt áður en ég mætti niður í Háskólabíó, ákveðinn stemning í því,“ segir leikkonan Hera Hilmar sem mætti á forsýningu Reykjavík Fusion í splunkunýjum kjól sem hún byrjaði að hekla í tökum í Búdapest í sumar. Tíska og hönnun 16.9.2025 14:04
Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Stærstu sjónvarpsstjörnur í heimi komu saman í gærkvöldi á Emmy verðlaunahátíðinni. Þau rokkuðu að sjálfsögðu hátískuflíkur en tóku þó minna af sénsum en gengur og gerist. Tíska og hönnun 15.9.2025 12:01
Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi „Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir, sem er hönnuðurinn á bak við nýjan FO-bol UN Women á Íslandi. Tíska og hönnun 12.9.2025 10:02
Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum, vakti athygli á þingsetningu í gær fyrir mjög einstakan klæðaburð. Hún var ólíklega í hættu á að rekast á annan þingmann í svipaðri múnderingu þar sem klæðin eru þrjátíu ára gömul. Tíska og hönnun 10.9.2025 09:31
Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Ein stærsta tískustund haustins er runnin upp. Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tíska og hönnun 9.9.2025 14:32
Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt „Mér finnst mjög gaman að nota fötin mín á alls konar vegu,“ segir Hekla Nína Hafliðadóttir, 25 ára gömul leirlistakona sem rekur Stúdíó Hekla Nína og hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir hönnun sína. Tíska og hönnun 8.9.2025 20:01
Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Það var líf og fjör á Þjóðminjasafninu um helgina þar sem fjöldi fólks kom saman að fagna Þjóðbúningadeginum með stæl. Tíska og hönnun 8.9.2025 15:02
Fáklædd og flott á dreglinum Margar af heitustu stjörnum tónlistarbransans komu saman í New York gærkvöldi á verðlaunahátíðinni VMA. Svo virðist sem Bianca Censori hafi haft mikil áhrif á tískuna á dreglinum eftir að hún mætti svo gott sem nakin á Grammy verðlaunin fyrr á árinu þar sem margar stjörnurnar leyfðu holdinu að njóta sín í gær. Tíska og hönnun 8.9.2025 13:01
„Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ „Ég held sérstaklega mikið upp á skósafnið mitt. Þetta eru skór sem ég hef keypt á nytjamörkuðum víða um heiminn og aðrir skór frá merkjum sem ég held upp á,“ segir hin 21 árs gamla Aníta Ósk, fyrirsæta, sporðdreki og tískudrottning. Aníta hætti í viðskiptafræði og ákvað að elta drauminn en hún flytur til Mílanó í október og hefur nám í skartgripahönnun við listaháskólann IED. Tíska og hönnun 3.9.2025 20:02
Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Í samfélaginu ríkir ákveðið þjóðbúningaæði og segja sumir tískuspekingar að slík flík sé ómissandi í fataskápinn fyrir þau sem kjósa að kalla sig alvöru skvísur. Þjóðbúningadagurinn verður haldinn hátíðlegur á Þjóðminjasafninu laugardaginn 6. september og blaðamaður tók í tilefni af því púlsinn á Kristínu Völu formanni Heimilisiðnaðarfélags Íslands. Tíska og hönnun 3.9.2025 07:02
Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Ólafía Sigurrós Jónsdóttir er aðalfyrirsæta í nýjustu herferð 66°Norður. Það er ekki í frásögur færandi nema hvað Ólafía er 99 ára gömul sem gerir hana að elstu fyrirsætu landsins og án efa eina af elstu fyrirsætum heims. Tíska og hönnun 2.9.2025 19:01
Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tískuheimurinn logaði þegar ritstjórinn Anna Wintour tilkynnti fyrr í sumar að hún hefði sagt upp starfi sínu hjá tímaritinu Vogue en blaðið er jafnan kallað tískubiblían. Aðdáendur tímaritsins hafa beðið í ofvæni eftir að arftaki Wintour verði kynntur til sögunnar og hafa jafnvel lagt töluverðar fjárhæðir í veðmál um það. Tíska og hönnun 2.9.2025 13:26
Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum „Mér finnst það eigi ekki að vera nein bönn þegar það kemur að klæðaburði, allir eiga rétt á að klæða sig eins og þeir vilja,“ segir Nína Rajani Tryggvadóttir Davidsson sem fer eigin leiðir í klæðaburði. Hún ræddi við blaðamann um persónulegan stíl, fataskápinn og ógleymanleg stúdentspróf úr MR. Tíska og hönnun 27.8.2025 20:04
Stígur út fyrir ramma raunveruleikans „Tíska við kemur okkur öllum, sama hvort fólk átti sig á því eða ekki, og er svo fallegt tjáningarform á það hver við viljum vera,“ segir Íris Ólafsdóttir, nýútskrifaður fatahönnuður sem sér um búninga fyrir stóra leiksýningu í Tjarnarbíói. Blaðamaður ræddi við hana um persónulegan stíl og sköpunargleðina. Tíska og hönnun 27.8.2025 10:01
Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur „Haustið er uppáhalds árstíðin mín sem yfirleitt skín smá í gegnum klæðaburðinn minn þótt það sé sumar,“ segir hin 21 árs gamla Anna Lísa Hallsdóttir, tískudrottning og grafískur hönnuður. Anna Lísa er alltaf með eindæmum smart og vekur athygli hvert sem hún fer en hún ræddi við blaðamann um tískuna og fataskáp sinn. Tíska og hönnun 20.8.2025 20:01
Breyta merki Eurovision Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa ráðist í talsverðar breytingar á merki og ásýnd Eurovision í tengslum við sjötíu ára afmæli söngvakeppninnar á næsta ári. Á miðvikudag verður tilkynnt í hvaða austurrísku borg næsta keppni fer fram. Tíska og hönnun 18.8.2025 11:28
Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr „Ég á margar flíkur sem mér þykir vænt um en sú sem ég held mest upp á er Juicy Couture galli sem besti vinur minn Jón Breki átti. Hann var með flottasta fatastíl sem ég hef séð, var skærasta stjarnan í herberginu og óttaðist aldrei að taka pláss,“ segir hin 21 árs gamla Dúa Landmark. Tíska og hönnun 30.7.2025 07:02
Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Gervigreindin teygir anga sína sífellt víðar og nú síðast inn í heim hátískunnar. Lesendur Vogue ráku nýverið upp stór augu þegar ein opna tímaritsins innihélt fagra ljóshærða fyrirsætu sem reyndist eintómt gervigreindarfals. Tíska og hönnun 26.7.2025 15:17
Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Fatahönnuðurinn Guðmundur Magnússon stofnaði hlaupafatamerkið Vecct í fyrra ásamt tveimur vinum sínum. Samhliða rekstrinum hafa hlaup heltekið líf Guðmundar sem er kominn í fremstu röð hlaupara og æfir nú fyrir maraþon. Tíska og hönnun 26.7.2025 12:10
Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Ég elska að klæða mig upp. Það er einn skemmtilegasti hluti dagsins og er mín leið til að vera skapandi og prófa eitthvað nýtt,“ segir tískudrottningin Daníella Saga Jónsdóttir sem kemur sömuleiðis úr mikilli hátískufjölskyldu. Hún ræddi við blaðamann um fataskápinn og persónulegan stíl. Tíska og hönnun 24.7.2025 07:00
„Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ „Eftir því sem maður eldist þá lærir maður betur hvað klæðir mann og pikkar út það sem hentar manni,“ segir Gerður G. Árnadóttir, miðbæjarmeyja með sveitahjarta. Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á tísku og er einstakur fagurkeri en Gerður ræddi við blaðamann um persónulegan stíl og fataskápinn. Tíska og hönnun 21.7.2025 20:03