Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Her­mann tekur við söluarmi Sam­herja

Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní þegar Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa st‎ýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hætt hjá Ís­lenskri erfða­greiningu eftir sjö ára starf

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er hætt sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar eftir sjö ára starf. Skammt er frá því að Kári Stefánsson lét af störfum sem forstjóri fyrirtækisins sem hann stofnaði. Þóra Kristín segist fegin að snúa sér að öðru eftir breytingar sem hafi átt sér stað á vinnustaðnum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pósturinn hættir að senda til Banda­ríkjanna: Geti ekki sett fimm­tán prósenta toll á allt

Forstjóri Póstsins segir breytingar á tollgjöldum Bandaríkjamanna hafa „snúið öllu á hvolf“ en frá og með mánudeginum verður tímabundið ekki hægt að senda vörusendingar vestur um haf. Lausnin felst í tækni sem þurfi sérstaklega að búa til vegna málsins. Hún segir enga aðra lausn fyrir íslensk fyrirtæki nema að hækka vöruverð sitt í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Samherjahjónin fyrr­verandi langtekjuhæst

Hjónin fyrrverandi Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eigendur Samherja, voru langtekjuhæst Íslendinga í fyrra. Þorsteinn hafði heildartekjur upp á 4,7 milljarða króna og Helga upp á 4,56 milljarða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skattakóngurinn flytur úr landi

Skattakóngur síðasta árs miðað við launatekjur, Árni Sigurðsson hjá JBT Marel, hyggst flytjast búferlum til Chicago í Bandaríkjunum. Þar eru höfuðstöðvar JBT Marel en félagið er enn með starfstöðvar í Garðabæ eftir samruna John Bean Technologies og Marel í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Keyra á orku­drykkja­markaðinn

Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupa Gompute

Advania hefur fest kaup á Gompute sem stofnað var árið 2002 og hefur verið í eigu hátæknifyrirtækisins atNorth. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að Gompute sé leiðandi fyrirtækis á sviði gervigreindarinnviða og reksturs ofurtölva (HPC).

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kristján og Leó kaupa fyrr­verandi höfuð­stöðvar Lands­virkjunar

Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Endur­bættur Kaffivagn opnar aftur í dag

Veitingastaðurinn Kaffivagninn opnar aftur í dag fyrir gesti og gangandi eftir gagngerar endurbætur, endurhönnun og endursköpun. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður frá því í vor vegna endurbótanna. Veitingastaðurinn opnaði árið 1935 og er elsti starfandi veitingastaður á Íslandi.

Viðskipti innlent