„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ekki hefði verið ákært fyrir netverslun með áfengi nema lögregla væri fullviss um að salan væri ólögmæt. Engu máli skipti þótt áfengi sé í eigu erlends fyrirtæki ef það er ekki erlendis þegar það er selt. Viðskipti innlent 27.8.2025 06:45
Hermann tekur við söluarmi Samherja Hermann Stefánsson tók við sem framkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood ehf. í júní þegar Gústaf Baldvinsson lét af störfum eftir að hafa stýrt félaginu frá stofnun, árið 2007. Ice Fresh Seafood er sölu- og markaðsfyrirtæki Samherja. Viðskipti innlent 26.8.2025 15:39
Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er hætt sem upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar eftir sjö ára starf. Skammt er frá því að Kári Stefánsson lét af störfum sem forstjóri fyrirtækisins sem hann stofnaði. Þóra Kristín segist fegin að snúa sér að öðru eftir breytingar sem hafi átt sér stað á vinnustaðnum. Viðskipti innlent 26.8.2025 14:48
Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Vilhjálmur Forberg Ólafsson, forsvarsmaður áfengisnetverslunarinnar Smáríkisins, hefur verið ákærður fyrir að hafa selt eina þriggja lítra belju af chardonnay í lok maí í fyrra. Viðskipti innlent 25.8.2025 11:01
Þrjú ráðin til Landsbyggðar Landsbyggð hefur ráðið þau Andri Þór Arinbjörnsson, Friðjón Sigurðarson og Ragnheiður M. Ólafsdóttir til starfa hjá félaginu til að styðja við áframhaldandi uppbyggingu félagsins. Viðskipti innlent 25.8.2025 07:28
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Forstjóri Póstsins segir breytingar á tollgjöldum Bandaríkjamanna hafa „snúið öllu á hvolf“ en frá og með mánudeginum verður tímabundið ekki hægt að senda vörusendingar vestur um haf. Lausnin felst í tækni sem þurfi sérstaklega að búa til vegna málsins. Hún segir enga aðra lausn fyrir íslensk fyrirtæki nema að hækka vöruverð sitt í Bandaríkjunum. Viðskipti innlent 22.8.2025 17:03
Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Bræðurnir Pétur Alan og Snorri Örn Guðmundssynir, sem seldu fjölskyldufyrirtækið Melabúðina í fyrra, voru með 470 milljónir króna í fjármagnstekjur í fyrra. Viðskipti innlent 22.8.2025 15:07
Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært framkvæmdastjóra félags sem heldur utan um rekstur Icelandic Trading Company b.v, sem rekur netsölu með áfengi undir merkjum Smáríkisins. Viðskipti innlent 22.8.2025 14:08
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Pósturinn hefur ákveðið að loka fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna vegna breytinga sem stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað á tollagjöldum. Viðskipti innlent 22.8.2025 12:18
Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Hjónin fyrrverandi Þorsteinn Már Baldvinsson og Helga S. Guðmundsdóttir, fyrrverandi eigendur Samherja, voru langtekjuhæst Íslendinga í fyrra. Þorsteinn hafði heildartekjur upp á 4,7 milljarða króna og Helga upp á 4,56 milljarða. Viðskipti innlent 22.8.2025 11:48
Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Framkvæmdastjóri Heimildarinnar segir það ekki réttmæta lýsingu á stöðu fjölmiðilsins að hann rói fjárhagslegan lífróður. Engu að síður þurfi að grípa til aðhaldsaðgerða vegna forsendubrests í rekstrinum eftir að Alþingi framlengdi ekki rekstrarstyrki til fjölmiðla. Blaðið kemur héðan í frá út mánaðarlega í stað vikulega áður. Viðskipti innlent 22.8.2025 09:24
Skattakóngurinn flytur úr landi Skattakóngur síðasta árs miðað við launatekjur, Árni Sigurðsson hjá JBT Marel, hyggst flytjast búferlum til Chicago í Bandaríkjunum. Þar eru höfuðstöðvar JBT Marel en félagið er enn með starfstöðvar í Garðabæ eftir samruna John Bean Technologies og Marel í fyrra. Viðskipti innlent 22.8.2025 06:31
Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur gefið vilyrði fyrir að skrá sig fyrir hlutum í Arctic fish fyrir um tvo milljarða króna í hlutafjáraukningu félagsins. Félagið hefur boðað hlutafjáraukninguna til þess að bæta eiginfjárhlutfall sitt, en félagið tapaði um 637 milljónum króna á fyrri hluta þessa árs. Viðskipti innlent 21.8.2025 14:52
„Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Framboð húsnæðis á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa segir fjármálaráðherra. Hann segir húsnæðismál ríkisstjórnar, sem náðu ekki fram á vorþingi, verða í forgangi í haust. Viðskipti innlent 21.8.2025 13:31
Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Einkahlutafélagið Þórsmörk sem á meðal annars útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði um 340 milljónum króna í fyrra. Hlutafé var aukið um rúmar 266 milljónir í fyrra og heimild var nýlega veitt til að auka það um allt að 600 milljónir króna. Viðskipti innlent 21.8.2025 10:28
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Fjármálaráðherra boðar meira aðhald í fjármálafrumvarpi en hjá fyrri ríkisstjórnum. Hann segir ákvörðun seðlabanka um að halda stýrivöxtum óbreyttum hafa verið vonbrigði en gefur lítið fyrir gagnrýni formanns Sjálfstæðisflokks, sem segir ríkisstjórnina skorta slagkraft. Viðskipti innlent 20.8.2025 22:04
Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. Viðskipti innlent 20.8.2025 18:05
Kaupa Gompute Advania hefur fest kaup á Gompute sem stofnað var árið 2002 og hefur verið í eigu hátæknifyrirtækisins atNorth. Frá þessu segir í tilkynningu þar sem fram kemur að Gompute sé leiðandi fyrirtækis á sviði gervigreindarinnviða og reksturs ofurtölva (HPC). Viðskipti innlent 20.8.2025 14:44
„Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Seðlabankastjóri biður almenning að sýna þolinmæði en peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að stýrivextir haldist óbreyttir og verði áfram 7,5 prósent. Seðlabankinn spáir því að verðbólga aukist á næstu mánuðum. Viðskipti innlent 20.8.2025 13:32
Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins er afar ósáttur með ákvörðun peningastefnunefndar. Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hlutina þróast í ranga átt. Viðskipti innlent 20.8.2025 11:57
Muni ekki hika við að hækka vexti Varaseðlabankastjóri peningastefnu segir peningastefnunefnd ekki munu hika við að hækka stýrivexti, ef það er það sem þarf til að ná verðbólgumarkmiði bankans. Viðskipti innlent 20.8.2025 11:29
Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Fjölmiðlanefnd hefur sektað Ríkisútvarpið um hálfa milljón króna vegna of langs auglýsingatíma fyrir Áramótaskaupið árið 2024. Auglýsing fyrir útvarpsstöð fjölmiðilsins varð þeim að falli. Viðskipti innlent 20.8.2025 11:03
Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Félagið Landsbyggð í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og Leós Árnasonar hefur fest kaup á gömlu höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Samkvæmt tilkynningu er kaupverð rúmir 1,2 milljarðar. Landsbyggð keypti fyrr í sumar einnig gamlar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti en félagið hefur komið að uppbyggingu nýs miðbæjar á Selfossi undanfarin ár. Viðskipti innlent 20.8.2025 10:29
Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Veitingastaðurinn Kaffivagninn opnar aftur í dag fyrir gesti og gangandi eftir gagngerar endurbætur, endurhönnun og endursköpun. Veitingastaðurinn hefur verið lokaður frá því í vor vegna endurbótanna. Veitingastaðurinn opnaði árið 1935 og er elsti starfandi veitingastaður á Íslandi. Viðskipti innlent 20.8.2025 09:49