Fastir pennar Tíminn senn á þrotum Ólafur Þ. Stephensen skrifar Enn bætist í þá mynd sem birzt hefur að undanförnu, meðal annars í fréttaskýringum hér í Fréttablaðinu, af umfangsmiklum fyrirtækjarekstri stóru bankanna. Í „mjúkum faðmi bankanna“ hvíla nú 137 fyrirtæki, samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið gaf í svari við fyrirspurn Félags atvinnurekenda. Mörg þeirra hafa verið í fangi fjármálastofnana í 30 mánuði eða meira. Fastir pennar 7.11.2011 06:00 Keppni um að minnka flokk Ólafur Þ. Stephensen skrifar Líklega er það rétt sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem nú hefur tilkynnt að hún sækist eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum, segir í Fréttablaðinu í gær að formannsslagur þeirra Bjarna Benediktssonar snúist fremur um aðferðir og persónur en pólitískar áherzlur. Að minnsta kosti verður ekki séð að neinn grundvallarmunur sé á pólitík formannsins og áskorandans. Fastir pennar 5.11.2011 06:00 Vísir að nýjum öxli í utanríkismálum Þorsteinn Pálsson skrifar Flestir vilja að stjórnmálaflokkar haldi sig við þá stefnu sem þeir boða. Um leið vilja menn að forystumenn þeirra hafi umboð til að semja við aðra um málamiðlanir. Á annan veg verður landinu ekki stjórnað. Fastir pennar 5.11.2011 06:00 Kynlíf með ofurhetjum Sigga Dögg skrifar Hrekkjavakan er í miklu uppáhaldi hjá mér. Undirrituð lætur þetta tilefni til hlutverkaleiks ekki fram hjá sér fara enda er þetta einstakt tækifæri til þess að uppfylla „fantasíur“ um annan veruleika. Það er mín skoðun að það að klæða sig í búning leyfi manni að vera önnur útgáfa af sjálfum sér. Það opnar fyrir einhvern leynilegan hluta af manni sem liggur í dvala alla hina dagana. Fastir pennar 4.11.2011 20:00 Íslenski hrokinn Þorbjörn Þórðarson skrifar Ísland er eins og hverfi í Berlín, að því leyti að við erum svo fá. Við eigum til að gleyma þessu. Í því ljósi er frjór jarðvegur fyrir hjarðhugsun hér á landi. Það þarf ekki nema nokkra spekinga til að lýsa skoðun sinni og þjóðin tekur undir. Fastir pennar 4.11.2011 10:00 Hagsmunaráðuneyti Pawel Bartoszek skrifar Ríkisendurskoðun gerði fyrr á þessu ári úttekt á útvistun opinberra verkefna til Bændasamtakanna. Niðurstöðurnar voru þær að samtökunum væri falið opinbert vald meðan fjárhagslegt og faglegt eftirlit á eftirfylgni samninga við þau skorti. Einnig var mælst til að stjórnvöld söfnuðu sínum eigin tölfræðiupplýsingum um landbúnað í stað þess að reiða sig á gögn hagsmunasamtaka. Fastir pennar 4.11.2011 06:00 Við gerum of lítið Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið segir frá því í dag að formaður flóttamannanefndar velferðarráðuneytisins, Íris Björg Kristjánsdóttir, vonist til að hægt verði að taka á móti flóttafólki á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, svokölluðum kvótaflóttamönnum, á næsta ári. Þó sé óvíst að fjárveitingar fáist til þess. Fastir pennar 4.11.2011 06:00 Peningar í vinnu Ólafur Þ. Stephensen skrifar Skráning smásölufyrirtækisins Haga í Kauphöllina – og fleiri fyrirtækja sem stefna á að sigla í kjölfarið eins og sagt var frá í fréttum Fréttablaðsins í gær – er mikilvægt skref í endurreisn íslenzks efnahagslífs. Fastir pennar 3.11.2011 06:00 Gósentíð og kreppa Jón Ormur Halldórsson skrifar Hefur á nýlegum tíma verið annar eins jarðvegur fyrir nýjar hugmyndir um efnahagslíf og stjórnmál? Og það á heimsvísu. Vestan megin á jörðinni ríkir efnahagskreppa vegna bankaheims sem gekk af göflunum og ærði fólk með sér. Henni fylgir djúpt og almennt vantraust á allar aðferðir síðustu ára við efnahagslegan rekstur og pólitíska stjórn þjóðfélaga. Og algert virðingarleysi fyrir kennivaldi þeirra sem sitja í háum söðlum. Fastir pennar 3.11.2011 06:00 Frjáls för, fáfræði og fordómar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Sú staðreynd að pólskir ríkisborgarar rændu skartgripabúð hefur komið af stað einkennilegri umræðu um þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu, sem kveður á um afnám vegabréfaeftirlits og frjálsa för milli aðildarríkjanna. Fastir pennar 2.11.2011 06:00 Tiltektariðnaður Þórður Snær Júlíusson skrifar Eftir bankahrun þurfti að ráðast í stórkostlega tiltekt á Íslandi. Það þurfti að endurskipuleggja efnahagsstjórnina, fjármálakerfið, atvinnulífið og heimilin. Margir hafa unnið við þessa tiltekt. Til varð nokkurs konar tiltektariðnaður. Enginn velkist í vafa um mikilvægi þess að koma föllnu kerfi aftur á fætur. Margir hafa hins vegar efast um að þeir sem sinna endurskipulagningunni hafi einhvern hvata til að ljúka henni. Fastir pennar 1.11.2011 06:00 Er lögreglu heimilt að hlera samtöl fólks án vitundar þess? Róbert Spanó skrifar Í nýlegu svari innanríkisráðherra á Alþingi kom fram að á árinu 2009 hefðu 173 úrskurðir til símhlerana verið kveðnir upp, einum færri á síðasta ári og 73 úrskurðir það sem af er þessu ári. Á árinu 2010 hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari fengið heimild til símhlerana í 72 tilvikum hvor, þ.e. samtals 144 heimildir. Ekki lægi fyrir á þessu stigi í hversu mörgum tilvikum kröfum lögreglu um símhleranir hefði verið hafnað. Fastir pennar 1.11.2011 06:00 Eigi skal höggva Guðmundur Andri Thorsson skrifar Í síðustu viku voru haldnir í Hörpu heimsleikarnir í hagfræði. AGS kvaddi hingað alls kyns heimsfræga hagfræðinga til að leggja mat á það hvernig til hefur tekist við endurreisn Íslands. Stjórnmálamenn og aðrir gæslumenn hagsmuna eru náttúrlega þegar í óða önn að vinsa úr það sem hentar hverjum og einum að halda á lofti en stinga hinu undir stól. Þannig gengur það - en almennt talað var sláandi hversu ánægðir þessir hagfræðingar voru upp til hópa með árangur Íslendinga eftir hrun: þeir voru hrifnir af krónunni og ómældum möguleikum til að fella hana og skerða þannig kjör almennings án þess að þurfa beinlínis að lækka launin; þeir voru hrifnir af niðurskurðinum á fjárlögunum og þeir voru hrifnir af því hversu atvinnuleysistölur hafa staðið í stað. Fastir pennar 31.10.2011 09:34 Þór er skip nýrra tíma Ólafur Stephensen skrifar Óhætt er að segja að tilkoma nýja varðskipsins Þórs marki kaflaskil hjá Landhelgisgæzlunni. Íslendingar eiga nú loksins gæzlu- og björgunarskip sem stenzt allar nútímakröfur, en Gæzlan fékk síðast splunkuný skip um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Enda segja forsvarsmenn Landhelgisgæzlunnar skipið koma þeim inn í 21. öldina. Fastir pennar 31.10.2011 09:32 Unaðsstundin lengd Sigga Dögg skrifar Mig langaði til að spyrja þig út í endingu karlmanna í rúminu. Kærastinn minn og ég stundum frábært kynlíf en vandamálið er að hann endist mjög stutt í samförum. Í staðinn höfum við oft langan forleik en það þýðir yfirleitt að hann er orðinn mjög spenntur þegar kemur að samförum. Getur þú gefið einhver ráð um að auka endinguna? Fastir pennar 30.10.2011 16:00 Atvinnulausir þurfa skýringar Jón Hákon Halldórsson skrifar Hvarvetna sem farið er kalla menn eftir aukinni fjárfestingu. Ekki skrýtið enda voru tíu þúsund manns atvinnulausir í síðasta mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Fastir pennar 29.10.2011 09:00 Þversögnin í sigri Jóhönnu Þorsteinn Pálsson skrifar Nýleg fylgiskönnun gaf til kynna að nærri tveir þriðju hlutar kjósenda Samfylkingarinnar gætu hugsað sér að kjósa framboð Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar. Þetta er vísbending um þverrandi traust Samfylkingarinnar undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Ástæðan er ugglaust óánægja með stjórnarstefnuna. Fastir pennar 29.10.2011 06:00 Hlustar enginn? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Enn bætast við hrollvekjandi upplýsingar um áhrif fyrirhugaðra breytinga ríkisstjórnarinnar á fiskveiðistjórnarkerfinu á afkomu sjávarútvegsins. Fastir pennar 29.10.2011 06:00 Píkan sem varð útundan Sigga Dögg skrifar Það vantar eitthvað. Píkan er ekki eins og hún á sér að vera. Hún undirbjó sig í níu mánuði undir átök sem aldrei komu. Eins og hlauparinn sem var settur á hliðarlínuna þegar hann var við það að klára maraþonið og fékk svo verðlaunapening sendan í pósti. Píkan undirbjó sig andlega undir útvíkkun, rembing, þrýsting og strekkingu. Hún lærði haföndun, styrkti grindarbotnsvöðvana og æfði stellingar sem opnuðu grindina. Allt kom fyrir ekki. Þessi nýja kunnátta píkunnar fékk ekki að njóta sín og hún er svekkt. Því það vantar eitthvað. Fastir pennar 28.10.2011 20:00 Búskapur í stað veiðimennsku Steinunn Stefánsdóttir skrifar Umgengni Íslendinga við auðlindir hefur fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap. Ef ekki væri fyrir stórhug og einurð fólks eins og Sigríðar Tómasdóttur frá Brattholti og bænda í Mývatnssveit hefði virkjanagleði framkvæmdaglaðra manna á öldinni sem leið líkast til misþyrmt eða gert að engu sumar af stærstu náttúruperlum landsins og þannig hefðu langtímahagsmunir orðið skammtímahagsmunum að bráð. Fastir pennar 28.10.2011 06:00 Stjórnsýsluafrek Staðan sem búið er að koma Bankasýslunni í er ekta íslenzkt stjórnsýsluafrek. Stofnunin hefur enga stjórn, engan forstjóra (nema þennan sem sagði upp í sumar og er á förum), nýtur einskis trúverðugleika lengur og virðist ekki í stakk búin að sinna sínum lögbundnu verkefnum. Fastir pennar 27.10.2011 06:00 Spurning um pólitískan vilja ÓLafur Þ. Stephensen skrifar Við þekkjum orðið vel talið um að allt sé að fara til andskotans á evrusvæðinu, evran muni líða undir lok og allt það. Sumir tala eins og þeir hlakki beinlínis til. Það getur verið gagnlegt að bregða upp samanburði við önnur öflug gjaldmiðilssvæði. Það gerði Tristan Garel-Jones, fyrrverandi Evrópumálaráðherra í ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, í grein í Financial Times í fyrradag. Fastir pennar 26.10.2011 06:00 Óviss vorkoma Ólafur Þ. Stephensen skrifar Víg Muammars Gaddafí, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, í síðustu viku batt enda á fjörutíu og tveggja ára blóðuga harðstjórn í landinu. Að því leyti markar það kaflaskil og hefur orðið mörgum tilefni til að fagna. Fastir pennar 25.10.2011 06:00 Lestur Nýlega kom út skýrsla þar sem fram kom að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Jafnframt kom fram að þeim liði ekki tiltakanlega illa. Það er vísast vegna þess að hvers kyns tækni er víða aðgengileg, ekki síst í tölvum, sem gerir þeim kleift að nálgast þekkingu og styttir þeim leið í námsverkefnum. Hitt er furðulegra, að þessar upplýsingar komi fram svona seint. Fastir pennar 25.10.2011 06:00 Ójafn leikur Ólafur Þ. Stephensen skrifar Bankinn telur sig nú hafa náð tökum á rekstrinum og ætlunin er að selja félagið í byrjun næsta árs, samkvæmt svörum sem Fréttablaðið fékk hjá Arion banka. Fastir pennar 24.10.2011 07:00 Vændismenn Guðmundur Andri Thorsson skrifar Vændi er mjög sérstök tegund af mannlegu samneyti. Þá greiðir ein manneskja annarri manneskju peninga fyrir einhvers konar atlot og aðgang að líkama þeirrar sem greiðsluna fær, og fer eðli atlotanna og aðgangsins eftir því hversu há greiðslan er. Fastir pennar 24.10.2011 06:00 Hjáleið um „hneyksli“ Þorsteinn Pálsson skrifar Athygli vakti þegar formaður efnahagsnefndar Alþingis sagði að ráðning nýs forstjóra Bankasýslu ríkisins væri hneyksli. Ríkisútvarpið greindi frá því í fréttum í byrjun vikunnar að einmitt þau ummæli hefðu breytt stöðunni og að sá sem ráðinn var yrði ekki forstjóri. Hér verður ekki lagður dómur á ákvörðun stjórnar Bankasýslunnar. Engin Fastir pennar 22.10.2011 06:00 Meira en að metta börn Steinunn Stefánsdóttir skrifar Uppeldi barna er verkefni sem nær til allra þátta daglegs lífs. Meðal þess sem þarf að kenna börnum er að næra sig sér til gagns. Þegar farið var að bjóða upp á mat í grunnskólum í stað þess að börnin kæmu með nesti með sér að heiman steig skólinn inn á þetta svið uppeldisins. Næring barna, sem áður var alfarið á ábyrgð heimilisins, er nú að hluta á ábyrgð skóla og þar með menntayfirvalda. Fastir pennar 22.10.2011 06:00 Á pólitískum vígvelli Magnús Halldórsson skrifar Nú er orðið ljóst að eitthvað annað en álver Alcoa mun rísa í nágrenni Húsavíkur. Landsvirkjun á enn í viðræðum við fimm aðila, þar á meðal einn álframleiðanda, kínverska fyrirtækið Bosai Mineral Group. Fastir pennar 21.10.2011 09:12 Ósjálfbært plan Þórður Snær Júlíusson skrifar Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu í vikunni fram tillögur í efnahagsmálum. Bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn halda því fram að tillögurnar eigi á trúverðugan hátt að tryggja sjálfbærni í ríkisrekstri. Af lestri þeirra er vandséð að svo verði. Fastir pennar 21.10.2011 06:00 « ‹ 100 101 102 103 104 105 106 107 108 … 245 ›
Tíminn senn á þrotum Ólafur Þ. Stephensen skrifar Enn bætist í þá mynd sem birzt hefur að undanförnu, meðal annars í fréttaskýringum hér í Fréttablaðinu, af umfangsmiklum fyrirtækjarekstri stóru bankanna. Í „mjúkum faðmi bankanna“ hvíla nú 137 fyrirtæki, samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið gaf í svari við fyrirspurn Félags atvinnurekenda. Mörg þeirra hafa verið í fangi fjármálastofnana í 30 mánuði eða meira. Fastir pennar 7.11.2011 06:00
Keppni um að minnka flokk Ólafur Þ. Stephensen skrifar Líklega er það rétt sem Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem nú hefur tilkynnt að hún sækist eftir formennsku í Sjálfstæðisflokknum, segir í Fréttablaðinu í gær að formannsslagur þeirra Bjarna Benediktssonar snúist fremur um aðferðir og persónur en pólitískar áherzlur. Að minnsta kosti verður ekki séð að neinn grundvallarmunur sé á pólitík formannsins og áskorandans. Fastir pennar 5.11.2011 06:00
Vísir að nýjum öxli í utanríkismálum Þorsteinn Pálsson skrifar Flestir vilja að stjórnmálaflokkar haldi sig við þá stefnu sem þeir boða. Um leið vilja menn að forystumenn þeirra hafi umboð til að semja við aðra um málamiðlanir. Á annan veg verður landinu ekki stjórnað. Fastir pennar 5.11.2011 06:00
Kynlíf með ofurhetjum Sigga Dögg skrifar Hrekkjavakan er í miklu uppáhaldi hjá mér. Undirrituð lætur þetta tilefni til hlutverkaleiks ekki fram hjá sér fara enda er þetta einstakt tækifæri til þess að uppfylla „fantasíur“ um annan veruleika. Það er mín skoðun að það að klæða sig í búning leyfi manni að vera önnur útgáfa af sjálfum sér. Það opnar fyrir einhvern leynilegan hluta af manni sem liggur í dvala alla hina dagana. Fastir pennar 4.11.2011 20:00
Íslenski hrokinn Þorbjörn Þórðarson skrifar Ísland er eins og hverfi í Berlín, að því leyti að við erum svo fá. Við eigum til að gleyma þessu. Í því ljósi er frjór jarðvegur fyrir hjarðhugsun hér á landi. Það þarf ekki nema nokkra spekinga til að lýsa skoðun sinni og þjóðin tekur undir. Fastir pennar 4.11.2011 10:00
Hagsmunaráðuneyti Pawel Bartoszek skrifar Ríkisendurskoðun gerði fyrr á þessu ári úttekt á útvistun opinberra verkefna til Bændasamtakanna. Niðurstöðurnar voru þær að samtökunum væri falið opinbert vald meðan fjárhagslegt og faglegt eftirlit á eftirfylgni samninga við þau skorti. Einnig var mælst til að stjórnvöld söfnuðu sínum eigin tölfræðiupplýsingum um landbúnað í stað þess að reiða sig á gögn hagsmunasamtaka. Fastir pennar 4.11.2011 06:00
Við gerum of lítið Ólafur Þ. Stephensen skrifar Fréttablaðið segir frá því í dag að formaður flóttamannanefndar velferðarráðuneytisins, Íris Björg Kristjánsdóttir, vonist til að hægt verði að taka á móti flóttafólki á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, svokölluðum kvótaflóttamönnum, á næsta ári. Þó sé óvíst að fjárveitingar fáist til þess. Fastir pennar 4.11.2011 06:00
Peningar í vinnu Ólafur Þ. Stephensen skrifar Skráning smásölufyrirtækisins Haga í Kauphöllina – og fleiri fyrirtækja sem stefna á að sigla í kjölfarið eins og sagt var frá í fréttum Fréttablaðsins í gær – er mikilvægt skref í endurreisn íslenzks efnahagslífs. Fastir pennar 3.11.2011 06:00
Gósentíð og kreppa Jón Ormur Halldórsson skrifar Hefur á nýlegum tíma verið annar eins jarðvegur fyrir nýjar hugmyndir um efnahagslíf og stjórnmál? Og það á heimsvísu. Vestan megin á jörðinni ríkir efnahagskreppa vegna bankaheims sem gekk af göflunum og ærði fólk með sér. Henni fylgir djúpt og almennt vantraust á allar aðferðir síðustu ára við efnahagslegan rekstur og pólitíska stjórn þjóðfélaga. Og algert virðingarleysi fyrir kennivaldi þeirra sem sitja í háum söðlum. Fastir pennar 3.11.2011 06:00
Frjáls för, fáfræði og fordómar Ólafur Þ. Stephensen skrifar Sú staðreynd að pólskir ríkisborgarar rændu skartgripabúð hefur komið af stað einkennilegri umræðu um þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu, sem kveður á um afnám vegabréfaeftirlits og frjálsa för milli aðildarríkjanna. Fastir pennar 2.11.2011 06:00
Tiltektariðnaður Þórður Snær Júlíusson skrifar Eftir bankahrun þurfti að ráðast í stórkostlega tiltekt á Íslandi. Það þurfti að endurskipuleggja efnahagsstjórnina, fjármálakerfið, atvinnulífið og heimilin. Margir hafa unnið við þessa tiltekt. Til varð nokkurs konar tiltektariðnaður. Enginn velkist í vafa um mikilvægi þess að koma föllnu kerfi aftur á fætur. Margir hafa hins vegar efast um að þeir sem sinna endurskipulagningunni hafi einhvern hvata til að ljúka henni. Fastir pennar 1.11.2011 06:00
Er lögreglu heimilt að hlera samtöl fólks án vitundar þess? Róbert Spanó skrifar Í nýlegu svari innanríkisráðherra á Alþingi kom fram að á árinu 2009 hefðu 173 úrskurðir til símhlerana verið kveðnir upp, einum færri á síðasta ári og 73 úrskurðir það sem af er þessu ári. Á árinu 2010 hefði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og sérstakur saksóknari fengið heimild til símhlerana í 72 tilvikum hvor, þ.e. samtals 144 heimildir. Ekki lægi fyrir á þessu stigi í hversu mörgum tilvikum kröfum lögreglu um símhleranir hefði verið hafnað. Fastir pennar 1.11.2011 06:00
Eigi skal höggva Guðmundur Andri Thorsson skrifar Í síðustu viku voru haldnir í Hörpu heimsleikarnir í hagfræði. AGS kvaddi hingað alls kyns heimsfræga hagfræðinga til að leggja mat á það hvernig til hefur tekist við endurreisn Íslands. Stjórnmálamenn og aðrir gæslumenn hagsmuna eru náttúrlega þegar í óða önn að vinsa úr það sem hentar hverjum og einum að halda á lofti en stinga hinu undir stól. Þannig gengur það - en almennt talað var sláandi hversu ánægðir þessir hagfræðingar voru upp til hópa með árangur Íslendinga eftir hrun: þeir voru hrifnir af krónunni og ómældum möguleikum til að fella hana og skerða þannig kjör almennings án þess að þurfa beinlínis að lækka launin; þeir voru hrifnir af niðurskurðinum á fjárlögunum og þeir voru hrifnir af því hversu atvinnuleysistölur hafa staðið í stað. Fastir pennar 31.10.2011 09:34
Þór er skip nýrra tíma Ólafur Stephensen skrifar Óhætt er að segja að tilkoma nýja varðskipsins Þórs marki kaflaskil hjá Landhelgisgæzlunni. Íslendingar eiga nú loksins gæzlu- og björgunarskip sem stenzt allar nútímakröfur, en Gæzlan fékk síðast splunkuný skip um miðjan áttunda áratug síðustu aldar. Enda segja forsvarsmenn Landhelgisgæzlunnar skipið koma þeim inn í 21. öldina. Fastir pennar 31.10.2011 09:32
Unaðsstundin lengd Sigga Dögg skrifar Mig langaði til að spyrja þig út í endingu karlmanna í rúminu. Kærastinn minn og ég stundum frábært kynlíf en vandamálið er að hann endist mjög stutt í samförum. Í staðinn höfum við oft langan forleik en það þýðir yfirleitt að hann er orðinn mjög spenntur þegar kemur að samförum. Getur þú gefið einhver ráð um að auka endinguna? Fastir pennar 30.10.2011 16:00
Atvinnulausir þurfa skýringar Jón Hákon Halldórsson skrifar Hvarvetna sem farið er kalla menn eftir aukinni fjárfestingu. Ekki skrýtið enda voru tíu þúsund manns atvinnulausir í síðasta mánuði samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Fastir pennar 29.10.2011 09:00
Þversögnin í sigri Jóhönnu Þorsteinn Pálsson skrifar Nýleg fylgiskönnun gaf til kynna að nærri tveir þriðju hlutar kjósenda Samfylkingarinnar gætu hugsað sér að kjósa framboð Besta flokksins og Guðmundar Steingrímssonar. Þetta er vísbending um þverrandi traust Samfylkingarinnar undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur. Ástæðan er ugglaust óánægja með stjórnarstefnuna. Fastir pennar 29.10.2011 06:00
Hlustar enginn? Ólafur Þ. Stephensen skrifar Enn bætast við hrollvekjandi upplýsingar um áhrif fyrirhugaðra breytinga ríkisstjórnarinnar á fiskveiðistjórnarkerfinu á afkomu sjávarútvegsins. Fastir pennar 29.10.2011 06:00
Píkan sem varð útundan Sigga Dögg skrifar Það vantar eitthvað. Píkan er ekki eins og hún á sér að vera. Hún undirbjó sig í níu mánuði undir átök sem aldrei komu. Eins og hlauparinn sem var settur á hliðarlínuna þegar hann var við það að klára maraþonið og fékk svo verðlaunapening sendan í pósti. Píkan undirbjó sig andlega undir útvíkkun, rembing, þrýsting og strekkingu. Hún lærði haföndun, styrkti grindarbotnsvöðvana og æfði stellingar sem opnuðu grindina. Allt kom fyrir ekki. Þessi nýja kunnátta píkunnar fékk ekki að njóta sín og hún er svekkt. Því það vantar eitthvað. Fastir pennar 28.10.2011 20:00
Búskapur í stað veiðimennsku Steinunn Stefánsdóttir skrifar Umgengni Íslendinga við auðlindir hefur fram til þessa borið meiri svip af veiðimennsku en búskap. Ef ekki væri fyrir stórhug og einurð fólks eins og Sigríðar Tómasdóttur frá Brattholti og bænda í Mývatnssveit hefði virkjanagleði framkvæmdaglaðra manna á öldinni sem leið líkast til misþyrmt eða gert að engu sumar af stærstu náttúruperlum landsins og þannig hefðu langtímahagsmunir orðið skammtímahagsmunum að bráð. Fastir pennar 28.10.2011 06:00
Stjórnsýsluafrek Staðan sem búið er að koma Bankasýslunni í er ekta íslenzkt stjórnsýsluafrek. Stofnunin hefur enga stjórn, engan forstjóra (nema þennan sem sagði upp í sumar og er á förum), nýtur einskis trúverðugleika lengur og virðist ekki í stakk búin að sinna sínum lögbundnu verkefnum. Fastir pennar 27.10.2011 06:00
Spurning um pólitískan vilja ÓLafur Þ. Stephensen skrifar Við þekkjum orðið vel talið um að allt sé að fara til andskotans á evrusvæðinu, evran muni líða undir lok og allt það. Sumir tala eins og þeir hlakki beinlínis til. Það getur verið gagnlegt að bregða upp samanburði við önnur öflug gjaldmiðilssvæði. Það gerði Tristan Garel-Jones, fyrrverandi Evrópumálaráðherra í ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, í grein í Financial Times í fyrradag. Fastir pennar 26.10.2011 06:00
Óviss vorkoma Ólafur Þ. Stephensen skrifar Víg Muammars Gaddafí, fyrrverandi leiðtoga Líbíu, í síðustu viku batt enda á fjörutíu og tveggja ára blóðuga harðstjórn í landinu. Að því leyti markar það kaflaskil og hefur orðið mörgum tilefni til að fagna. Fastir pennar 25.10.2011 06:00
Lestur Nýlega kom út skýrsla þar sem fram kom að fjórðungur fimmtán ára drengja gæti ekki lesið sér til gagns. Jafnframt kom fram að þeim liði ekki tiltakanlega illa. Það er vísast vegna þess að hvers kyns tækni er víða aðgengileg, ekki síst í tölvum, sem gerir þeim kleift að nálgast þekkingu og styttir þeim leið í námsverkefnum. Hitt er furðulegra, að þessar upplýsingar komi fram svona seint. Fastir pennar 25.10.2011 06:00
Ójafn leikur Ólafur Þ. Stephensen skrifar Bankinn telur sig nú hafa náð tökum á rekstrinum og ætlunin er að selja félagið í byrjun næsta árs, samkvæmt svörum sem Fréttablaðið fékk hjá Arion banka. Fastir pennar 24.10.2011 07:00
Vændismenn Guðmundur Andri Thorsson skrifar Vændi er mjög sérstök tegund af mannlegu samneyti. Þá greiðir ein manneskja annarri manneskju peninga fyrir einhvers konar atlot og aðgang að líkama þeirrar sem greiðsluna fær, og fer eðli atlotanna og aðgangsins eftir því hversu há greiðslan er. Fastir pennar 24.10.2011 06:00
Hjáleið um „hneyksli“ Þorsteinn Pálsson skrifar Athygli vakti þegar formaður efnahagsnefndar Alþingis sagði að ráðning nýs forstjóra Bankasýslu ríkisins væri hneyksli. Ríkisútvarpið greindi frá því í fréttum í byrjun vikunnar að einmitt þau ummæli hefðu breytt stöðunni og að sá sem ráðinn var yrði ekki forstjóri. Hér verður ekki lagður dómur á ákvörðun stjórnar Bankasýslunnar. Engin Fastir pennar 22.10.2011 06:00
Meira en að metta börn Steinunn Stefánsdóttir skrifar Uppeldi barna er verkefni sem nær til allra þátta daglegs lífs. Meðal þess sem þarf að kenna börnum er að næra sig sér til gagns. Þegar farið var að bjóða upp á mat í grunnskólum í stað þess að börnin kæmu með nesti með sér að heiman steig skólinn inn á þetta svið uppeldisins. Næring barna, sem áður var alfarið á ábyrgð heimilisins, er nú að hluta á ábyrgð skóla og þar með menntayfirvalda. Fastir pennar 22.10.2011 06:00
Á pólitískum vígvelli Magnús Halldórsson skrifar Nú er orðið ljóst að eitthvað annað en álver Alcoa mun rísa í nágrenni Húsavíkur. Landsvirkjun á enn í viðræðum við fimm aðila, þar á meðal einn álframleiðanda, kínverska fyrirtækið Bosai Mineral Group. Fastir pennar 21.10.2011 09:12
Ósjálfbært plan Þórður Snær Júlíusson skrifar Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir lögðu í vikunni fram tillögur í efnahagsmálum. Bæði Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn halda því fram að tillögurnar eigi á trúverðugan hátt að tryggja sjálfbærni í ríkisrekstri. Af lestri þeirra er vandséð að svo verði. Fastir pennar 21.10.2011 06:00
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun