Fastir pennar Grillir í sátt? Ólafur Stephensen skrifar Mögulega grillir nú í útlínur sáttar um fiskveiðistjórnunina í starfshópi sjávarútvegsráðherra. Þar mun yfirgnæfandi meirihluti vera fyrir svokallaðri samningaleið, eins og Fréttablaðið hefur sagt frá. Hún felur í sér fráhvarf frá fyrningarleiðinni, sem ríkisstjórnin lagði upp með, en gerir ráð fyrir að veiðiheimildum verði að stærstum hluta endurúthlutað til útgerðarinnar í sömu hlutföllum og nú, en á grundvelli samninga og komi gjald fyrir. Þannig verði undirstrikað að veiðiheimildirnar séu þjóðareign en ekki í einkaeigu og að kvótinn sé afnotaréttur, ekki eignarréttur. Fastir pennar 1.9.2010 07:30 Þjófar sakleysisins Jónína Michaelsdóttir skrifar Sá sem gengur inn á heimili vinar, sér þar dýrgrip sem hann ágirnist, stingur honum inn á sig þegar hann er einn í stofunni og fer með hann heim, er þjófur. Fastir pennar 1.9.2010 06:00 Glæpur og refsing Ólafur Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá athyglisverðum niðurstöðum könnunar, sem gerð var á viðhorfi Norðurlandabúa til refsinga í ýmsum brotamálum. Í íslenzka hluta könnunarinnar, sem Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur stýrði, kom fram að almenningur á Íslandi telur annars vegar að refsidómar séu vægari en þeir raunverulega eru og hins vegar að þær refsingar, sem þátttakendur í könnuninni útdeildu sjálfir eftir að hafa kynnt sér málavöxtu í mismunandi brotamálum, eru vægari en þær sem reyndir dómarar ákveða í sömu málum. Fastir pennar 31.8.2010 07:30 Afneitun stjórnarformanns Steinunn Stefánsdóttir skrifar Eftir fáeinar vikur verða tvö heil ár liðin frá falli íslenska bankakerfisins. Hrun íslenska bankakerfisins var afleiðing alþjóðlegrar fjármálakreppu. Sú kreppa dugir þó ekki ein til útskýringar á því hversu illa fór hér á landi þar sem bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig. Hér koma til viðbótar þættir eins og örsmá mynt og svo gríðarlegur og hraður vöxtur íslenska bankakerfisins sem stundaði viðskipti sín um heim allan en gerði þó alltaf út frá heimahöfninni á Íslandi. Fastir pennar 30.8.2010 06:00 Sápukúlur í valdabaráttu Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tókst í liðinni viku að láta Evrópuumræðuna snúast um þær staðhæfingar Heimssýnar að umsóknarferlið sé aðlögunarferli. Í því felst sú hugsun að Ísland þurfi að innleiða löggjöf Evrópusambandsins áður en þjóðin fær tækifæri til að greiða atkvæði um hugsanlegan samning. Fastir pennar 28.8.2010 08:00 Ég á! Fyrir um viku síðan var lögð hjólarein á Hverfisgötuna. Í þeim tilgangi þurfti að fjarlægja um fjörutíu bílastæði í eigu borgarinnar úr syðri vegkantinum og mála þar græna rönd með hjólamerki. Á norðurakreininni voru málaðir nokkrir svokallaðir hjólavísar en það eru merki sem eiga að minna ökumenn á að þeir deili götunni með hjólreiðamönnum. Fastir pennar 27.8.2010 06:30 Krónan hækkar heita vatnið Gífurlegur fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Fyrirtækið skuldar 240 milljarða króna og afborganir á næstu árum verða tugir milljarða. Fastir pennar 26.8.2010 08:00 ESB og aðlögunin Ólafur Stephensen skrifar Andstæðingar aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið, undir forystu Jóns Bjarnasonar ráðherra, hafa nú fundið sér enn eina ástæðuna til að fara fram á að viðræðunum verði hætt. Það er að í raun sé „aðlögun" Íslands að löggjöf Evrópusambandsins þegar hafin, án þess að þjóðin hafi ákveðið að ganga í sambandið. Jón Bjarnason hefur látið hafa eftir sér að aðildarferlið sé eitthvað allt annað en það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma. Fastir pennar 25.8.2010 06:00 Skalli Þorsteinn Pálsson skrifar Gylfi Magnússon efnahagsráðherra var sakaður um að hafa leynt Alþingi vitneskju um að gengistrygging lána væri ólögmæt. Svo vill til að Alþingi setti lög um bann við slíkri tryggingu árið 2001. Síðan þá hefur það verið opinber staðreynd og birt með lögmætum hætti öllum borgurum þessa lands til eftirbreytni. Fastir pennar 23.8.2010 11:00 Hvernig er hægt að þegja? Ólafur Stephensen skrifar Þjóðkirkjan hefur að undanförnu verið harðlega gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu hart og ákveðið á grun um kynferðisbrot innan stofnunarinnar. Vilji kirkjunnar manna til að bæta um betur hefur þó ekki farið á milli mála og á síðustu dögum hafa verið tilkynntar aðgerðir og gefnar upplýsingar, sem benda eindregið til að kirkjan vilji gera hreint fyrir sínum dyrum. Fastir pennar 23.8.2010 07:15 Kirkjugrið og níðingar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Ætli okkur sé ekki flestum heldur hlýtt til þjóðkirkjunnar? Fólk treystir þessari stofnun til þess að vera vettvangur fyrir mikilvægustu stundir lífsins. Kirkjan er svolítið syfjuleg stundum sem er ágætt, því ekki fer vel á æsingi og hamagangi í trúarefnum. Fastir pennar 23.8.2010 06:30 Meðaltalsuppeldið Menntaráð Reykjavíkur samþykkti fyrr í mánuðinum tillögu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa um að unnið skuli markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Fastir pennar 21.8.2010 08:00 Skólastarf verður að vera öruggt Steinunn Stefánsdóttir skrifar Niðurskurður blasir nú við hvarvetna bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Engin þjónusta sem veitt er af opinberum aðilum mun þar eiga undankomu og skólar eru engin undantekning, leik- og grunnskólar hjá sveitarfélögunum og framhaldsskólar hjá ríkinu. Fastir pennar 20.8.2010 06:00 Lokaðar leiðir, brenndar brýr Þorvaldur Gylfason skrifar Íslendingar notuðu 20. öldina til að ná Dönum í efnahagslegu tilliti. Það tókst. Við upphaf heimastjórnar 1904 var Ísland hálfdrættingur á við Danmörku mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann. Fyrir hrun 2008 virtist Ísland standa jafnfætis Danmörku og hafði gert um alllangt skeið. Þessi samanburður hvílir á tölum um þjóðartekjur og mannfjölda, en hann segir ekki alla söguna. Kaupmannahöfn var um aldamótin 1900 löngu orðin að háreistri heimsborg, en Reykjavík var þá lágreist þyrping og fátækleg, ef frá eru talin fáein glæsileg hús, sem Danir höfðu reist, svo sem Dómkirkjan, Menntaskólinn og Alþingishúsið. Fastir pennar 19.8.2010 06:00 Skuldaþak er skynsamlegt Ólafur Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði í gær frá tillögum, sem meðal annars eru unnar í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ganga út á að þak verði sett á það hversu mikið sveitarfélögum verður heimilt að skuldsetja sig. Rætt er um að horfa þá til allra skulda sveitarfélaganna, bæði A-hlutans, sem tekur til hefðbundins rekstrar og er fjármagnaður með skattfé, og B-hlutans, en í honum eru fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna með sjálfstæða tekjustofna, til dæmis hafnir og orkuveitur. Tillögurnar ganga út frá að skuldaþakið verði 150% af heildartekjum sveitarfélaganna. Fastir pennar 19.8.2010 06:00 Gömlu viðhorfi úthýst Ólafur Stephensen skrifar Umdeild ummæli Björgvins Björgvinssonar, fyrrverandi yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í viðtali í DV komu á óvart, ekki sízt í ljósi þess að Björgvin átti sem yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar sinn þátt í að rannsóknir lögreglunnar á kynferðisbrotum hafa orðið faglegri og fórnarlömbunum er sýnd meiri virðing og nærgætni en algengt var áður. Fastir pennar 18.8.2010 06:00 Harðari heimur Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur nú tekið af skarið og falið réttarfarsnefnd að undirbúa breytingar á lögum, þannig að lögreglan fái heimild til svokallaðra forvirkra rannsókna. Ennfremur vill ráðherra að nefndin geri tillögur að lagasetningu sem kveði á um hvernig stjórnvöld eigi að bera sig að, vilji þau beita heimild stjórnarskrárinnar til að banna félög með ólögmætan tilgang. Báðar þessar tillögur eru umdeildar. Fastir pennar 17.8.2010 06:00 Leiðtogaskortur Þeir sem eru svo lánsamir að fá virkilega góða kennara meðan þeir eru að mótast, hugsa gjarnan til þeirra með þakklæti ævina á enda. Fyrirtæki, sem stjórnað er af traustum forstjóra sem ber hag starfsmanna fyrir brjósti, og er uppörvandi, hreinn og beinn í samskiptum við undirmenn sína, skapar öryggi og vellíðan á vinnustað. Fastir pennar 17.8.2010 06:00 Skattpíndur sopi Ólafur Stephensen skrifar Það er orðið ljóst að ríkisstjórnin gekk of langt með gífurlegum hækkunum á sköttum á áfenga drykki í fyrra. Niðurstaðan hefur orðið sú sem ýmsir spáðu; sala áfengis í ÁTVR hefur minnkað og þannig hefur tekjustofninn sem ríkisstjórnin hugðist skattpína dregizt saman. Fastir pennar 16.8.2010 06:00 Af sama sauðahúsi? Ólafur Stephensen skrifar Staða Gylfa Magnússonar viðskipta- og efnahagsráðherra er býsna erfið eftir það sem komið hefur fram undanfarna daga um svör hans á Alþingi um gengistryggð lán. Fastir pennar 14.8.2010 09:15 Nýskipan stjórnarráðsins Þorsteinn Pálsson skrifar Á undanförnum áratugum hafa flestar ríkisstjórnir rætt breytingar á stjórnarráðinu. Við stjórnarmyndanir hefur ekki unnist tími til lagabreytinga af því tagi. Þegar komið hefur fram á kjörtímabilið hefur ekki verið unnt að hrófla við umsömdum valdahlutföllum. Fastir pennar 14.8.2010 08:00 Mjólkunarkvótar Pawel Bartoszek skrifar skrifar Frjáls markaður er undursamlegt tæki til að koma vörum áleiðis til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Það er enginn einn maður eða ein stofnun sem heldur til dæmis utan um matardreifingu á Vesturlöndum. Samt gengur sú dreifing alveg ótrúlega vel. Fastir pennar 13.8.2010 00:01 Trúnaður verður að ríkja Steinunn Stefánsdóttir skrifar Baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi og barnaníði má aldrei linna. Um aldir lágu kynferðisglæpir í algeru þagnargildi. Þannig sátu þolendur uppi aleinir með afleiðingar þess níðs sem þeir höfðu orðið fyrir og gerendur fengu iðulega að halda áfram iðju sinni óáreittir. Umhverfið snéri sér bara undan og þóttist ekki sjá og vita. Fastir pennar 13.8.2010 00:01 Hverju breyta útlendir eigendur? Ólafur Stephensen skrifar Umræðan um fjárfestingar útlendinga á Íslandi tekur á sig æ skrýtnari myndir. Nú hefur Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra beðið viðskiptaráðherra að láta kanna hvort óbeint eignarhald kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu Stormur Seafood sé í samræmi við lög. Fastir pennar 12.8.2010 08:15 Hvað kostar bensínið? Þorvaldur Gylfason skrifar Sumir undrast, hvers vegna fiskur er ekki ódýrari úti í búð en raun ber vitni. Menn hugsa þá sem svo, að það kosti grásleppukarlana varla mikið að sækja sjóinn til dæmis frá Ægisíðunni í Reykjavík og koma aflanum í land. Hvers vegna fæst soðningin ekki við kostnaðarverði? Það stafar af því, að rétt fiskverð ræðst af framboði og eftirspurn. Fiskimennirnir geta fengið heimsmarkaðsverð fyrir aflann. Fastir pennar 12.8.2010 06:45 Ósvífni ESB Ólafur Stephensen skrifar Evrópusambandið og Noregur hafa nú í hótunum við Ísland og Færeyjar vegna ákvörðunar landanna um að skammta sér einhliða makrílkvóta. Það er gömul saga og ný að skeytin gangi á milli strandþjóðanna við Norður-Atlantshaf vegna deilna um veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum. Þeir, sem setið hafa að veiðum úr stofnunum eins og ESB og Noregur hafa gert í þessu tilfelli, eru tregir til að viðurkenna rétt annarra til hlutdeildar í veiðunum þegar stofninn breytir hegðun sinni og neitar að halda sig þar sem hann er vanur, eins og makríllinn gerir nú. Að lokum munu menn þó verða knúnir til samninga. Fastir pennar 11.8.2010 07:30 Kerfið drepur Ólafur Stephensen skrifar Lýsing Samkeppniseftirlitsins á íslenzkum mjólkurmarkaði sem samansúrruðum samráðshring er raunsönn. Landbúnaðarkerfið gerir nú enn eina atlöguna að mönnum, sem vilja reyna að standa á eigin fótum og framleiða mjólkurvörur handa neytendum án ríkisstyrkja. Fastir pennar 10.8.2010 06:45 Kæruleysið verður að uppræta Þegar HIV-veiran og alnæmið varð fyrst þekkt meðal almennings undir miðjan níunda áratuginn greip um sig hræðsla, ekki síst meðal ungs fólks. Frá frjálsræðisbyltingunni í kynlífsmálum í kringum 1970 og fram að því að HIV-veiran varð þekkt hafði margt ungt fólk iðkað kynlíf sem fráleitt gat talist ábyrgt eftir að HIV-veiran varð þekkt. Fastir pennar 9.8.2010 10:30 Huglæga byltingin mest um verð Steinunn Stefánsdóttir skrifar Í dag er mannréttindum fagnað í Gleðigöngu sem er þjóðhátíð samkynhneigðra og raunar þjóðhátíð allra Íslendinga. Það er enda ástæða til að fagna fjöldamörgum sigrum, stórum og smáum, á leiðinni til fullra mannréttinda samkynhneigðra. Fastir pennar 7.8.2010 06:00 Kögunarhóll: Seta ráðherra á Alþingi Þorsteinn Pálsson skrifar Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á dögunum ályktun um stöðu ráðherra á Alþingi. Þar voru ráðherrum flokksins gefin fyrirmæli um að kalla inn varaþingmenn meðan þeir gegna ráðherraembætti. Í raun er verið að tala um viðbótarþingmenn. Fastir pennar 7.8.2010 06:00 « ‹ 121 122 123 124 125 126 127 128 129 … 245 ›
Grillir í sátt? Ólafur Stephensen skrifar Mögulega grillir nú í útlínur sáttar um fiskveiðistjórnunina í starfshópi sjávarútvegsráðherra. Þar mun yfirgnæfandi meirihluti vera fyrir svokallaðri samningaleið, eins og Fréttablaðið hefur sagt frá. Hún felur í sér fráhvarf frá fyrningarleiðinni, sem ríkisstjórnin lagði upp með, en gerir ráð fyrir að veiðiheimildum verði að stærstum hluta endurúthlutað til útgerðarinnar í sömu hlutföllum og nú, en á grundvelli samninga og komi gjald fyrir. Þannig verði undirstrikað að veiðiheimildirnar séu þjóðareign en ekki í einkaeigu og að kvótinn sé afnotaréttur, ekki eignarréttur. Fastir pennar 1.9.2010 07:30
Þjófar sakleysisins Jónína Michaelsdóttir skrifar Sá sem gengur inn á heimili vinar, sér þar dýrgrip sem hann ágirnist, stingur honum inn á sig þegar hann er einn í stofunni og fer með hann heim, er þjófur. Fastir pennar 1.9.2010 06:00
Glæpur og refsing Ólafur Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá athyglisverðum niðurstöðum könnunar, sem gerð var á viðhorfi Norðurlandabúa til refsinga í ýmsum brotamálum. Í íslenzka hluta könnunarinnar, sem Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur stýrði, kom fram að almenningur á Íslandi telur annars vegar að refsidómar séu vægari en þeir raunverulega eru og hins vegar að þær refsingar, sem þátttakendur í könnuninni útdeildu sjálfir eftir að hafa kynnt sér málavöxtu í mismunandi brotamálum, eru vægari en þær sem reyndir dómarar ákveða í sömu málum. Fastir pennar 31.8.2010 07:30
Afneitun stjórnarformanns Steinunn Stefánsdóttir skrifar Eftir fáeinar vikur verða tvö heil ár liðin frá falli íslenska bankakerfisins. Hrun íslenska bankakerfisins var afleiðing alþjóðlegrar fjármálakreppu. Sú kreppa dugir þó ekki ein til útskýringar á því hversu illa fór hér á landi þar sem bankakerfið hrundi nánast eins og það lagði sig. Hér koma til viðbótar þættir eins og örsmá mynt og svo gríðarlegur og hraður vöxtur íslenska bankakerfisins sem stundaði viðskipti sín um heim allan en gerði þó alltaf út frá heimahöfninni á Íslandi. Fastir pennar 30.8.2010 06:00
Sápukúlur í valdabaráttu Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tókst í liðinni viku að láta Evrópuumræðuna snúast um þær staðhæfingar Heimssýnar að umsóknarferlið sé aðlögunarferli. Í því felst sú hugsun að Ísland þurfi að innleiða löggjöf Evrópusambandsins áður en þjóðin fær tækifæri til að greiða atkvæði um hugsanlegan samning. Fastir pennar 28.8.2010 08:00
Ég á! Fyrir um viku síðan var lögð hjólarein á Hverfisgötuna. Í þeim tilgangi þurfti að fjarlægja um fjörutíu bílastæði í eigu borgarinnar úr syðri vegkantinum og mála þar græna rönd með hjólamerki. Á norðurakreininni voru málaðir nokkrir svokallaðir hjólavísar en það eru merki sem eiga að minna ökumenn á að þeir deili götunni með hjólreiðamönnum. Fastir pennar 27.8.2010 06:30
Krónan hækkar heita vatnið Gífurlegur fjárhagsvandi Orkuveitu Reykjavíkur hefur mikið verið til umfjöllunar að undanförnu. Fyrirtækið skuldar 240 milljarða króna og afborganir á næstu árum verða tugir milljarða. Fastir pennar 26.8.2010 08:00
ESB og aðlögunin Ólafur Stephensen skrifar Andstæðingar aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið, undir forystu Jóns Bjarnasonar ráðherra, hafa nú fundið sér enn eina ástæðuna til að fara fram á að viðræðunum verði hætt. Það er að í raun sé „aðlögun" Íslands að löggjöf Evrópusambandsins þegar hafin, án þess að þjóðin hafi ákveðið að ganga í sambandið. Jón Bjarnason hefur látið hafa eftir sér að aðildarferlið sé eitthvað allt annað en það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma. Fastir pennar 25.8.2010 06:00
Skalli Þorsteinn Pálsson skrifar Gylfi Magnússon efnahagsráðherra var sakaður um að hafa leynt Alþingi vitneskju um að gengistrygging lána væri ólögmæt. Svo vill til að Alþingi setti lög um bann við slíkri tryggingu árið 2001. Síðan þá hefur það verið opinber staðreynd og birt með lögmætum hætti öllum borgurum þessa lands til eftirbreytni. Fastir pennar 23.8.2010 11:00
Hvernig er hægt að þegja? Ólafur Stephensen skrifar Þjóðkirkjan hefur að undanförnu verið harðlega gagnrýnd fyrir að taka ekki nógu hart og ákveðið á grun um kynferðisbrot innan stofnunarinnar. Vilji kirkjunnar manna til að bæta um betur hefur þó ekki farið á milli mála og á síðustu dögum hafa verið tilkynntar aðgerðir og gefnar upplýsingar, sem benda eindregið til að kirkjan vilji gera hreint fyrir sínum dyrum. Fastir pennar 23.8.2010 07:15
Kirkjugrið og níðingar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Ætli okkur sé ekki flestum heldur hlýtt til þjóðkirkjunnar? Fólk treystir þessari stofnun til þess að vera vettvangur fyrir mikilvægustu stundir lífsins. Kirkjan er svolítið syfjuleg stundum sem er ágætt, því ekki fer vel á æsingi og hamagangi í trúarefnum. Fastir pennar 23.8.2010 06:30
Meðaltalsuppeldið Menntaráð Reykjavíkur samþykkti fyrr í mánuðinum tillögu Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur borgarfulltrúa um að unnið skuli markvisst að því að efla námsárangur drengja í grunnskólum. Fastir pennar 21.8.2010 08:00
Skólastarf verður að vera öruggt Steinunn Stefánsdóttir skrifar Niðurskurður blasir nú við hvarvetna bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Engin þjónusta sem veitt er af opinberum aðilum mun þar eiga undankomu og skólar eru engin undantekning, leik- og grunnskólar hjá sveitarfélögunum og framhaldsskólar hjá ríkinu. Fastir pennar 20.8.2010 06:00
Lokaðar leiðir, brenndar brýr Þorvaldur Gylfason skrifar Íslendingar notuðu 20. öldina til að ná Dönum í efnahagslegu tilliti. Það tókst. Við upphaf heimastjórnar 1904 var Ísland hálfdrættingur á við Danmörku mælt í kaupmætti þjóðartekna á mann. Fyrir hrun 2008 virtist Ísland standa jafnfætis Danmörku og hafði gert um alllangt skeið. Þessi samanburður hvílir á tölum um þjóðartekjur og mannfjölda, en hann segir ekki alla söguna. Kaupmannahöfn var um aldamótin 1900 löngu orðin að háreistri heimsborg, en Reykjavík var þá lágreist þyrping og fátækleg, ef frá eru talin fáein glæsileg hús, sem Danir höfðu reist, svo sem Dómkirkjan, Menntaskólinn og Alþingishúsið. Fastir pennar 19.8.2010 06:00
Skuldaþak er skynsamlegt Ólafur Stephensen skrifar Fréttablaðið sagði í gær frá tillögum, sem meðal annars eru unnar í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ganga út á að þak verði sett á það hversu mikið sveitarfélögum verður heimilt að skuldsetja sig. Rætt er um að horfa þá til allra skulda sveitarfélaganna, bæði A-hlutans, sem tekur til hefðbundins rekstrar og er fjármagnaður með skattfé, og B-hlutans, en í honum eru fyrirtæki í eigu sveitarfélaganna með sjálfstæða tekjustofna, til dæmis hafnir og orkuveitur. Tillögurnar ganga út frá að skuldaþakið verði 150% af heildartekjum sveitarfélaganna. Fastir pennar 19.8.2010 06:00
Gömlu viðhorfi úthýst Ólafur Stephensen skrifar Umdeild ummæli Björgvins Björgvinssonar, fyrrverandi yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í viðtali í DV komu á óvart, ekki sízt í ljósi þess að Björgvin átti sem yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar sinn þátt í að rannsóknir lögreglunnar á kynferðisbrotum hafa orðið faglegri og fórnarlömbunum er sýnd meiri virðing og nærgætni en algengt var áður. Fastir pennar 18.8.2010 06:00
Harðari heimur Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur nú tekið af skarið og falið réttarfarsnefnd að undirbúa breytingar á lögum, þannig að lögreglan fái heimild til svokallaðra forvirkra rannsókna. Ennfremur vill ráðherra að nefndin geri tillögur að lagasetningu sem kveði á um hvernig stjórnvöld eigi að bera sig að, vilji þau beita heimild stjórnarskrárinnar til að banna félög með ólögmætan tilgang. Báðar þessar tillögur eru umdeildar. Fastir pennar 17.8.2010 06:00
Leiðtogaskortur Þeir sem eru svo lánsamir að fá virkilega góða kennara meðan þeir eru að mótast, hugsa gjarnan til þeirra með þakklæti ævina á enda. Fyrirtæki, sem stjórnað er af traustum forstjóra sem ber hag starfsmanna fyrir brjósti, og er uppörvandi, hreinn og beinn í samskiptum við undirmenn sína, skapar öryggi og vellíðan á vinnustað. Fastir pennar 17.8.2010 06:00
Skattpíndur sopi Ólafur Stephensen skrifar Það er orðið ljóst að ríkisstjórnin gekk of langt með gífurlegum hækkunum á sköttum á áfenga drykki í fyrra. Niðurstaðan hefur orðið sú sem ýmsir spáðu; sala áfengis í ÁTVR hefur minnkað og þannig hefur tekjustofninn sem ríkisstjórnin hugðist skattpína dregizt saman. Fastir pennar 16.8.2010 06:00
Af sama sauðahúsi? Ólafur Stephensen skrifar Staða Gylfa Magnússonar viðskipta- og efnahagsráðherra er býsna erfið eftir það sem komið hefur fram undanfarna daga um svör hans á Alþingi um gengistryggð lán. Fastir pennar 14.8.2010 09:15
Nýskipan stjórnarráðsins Þorsteinn Pálsson skrifar Á undanförnum áratugum hafa flestar ríkisstjórnir rætt breytingar á stjórnarráðinu. Við stjórnarmyndanir hefur ekki unnist tími til lagabreytinga af því tagi. Þegar komið hefur fram á kjörtímabilið hefur ekki verið unnt að hrófla við umsömdum valdahlutföllum. Fastir pennar 14.8.2010 08:00
Mjólkunarkvótar Pawel Bartoszek skrifar skrifar Frjáls markaður er undursamlegt tæki til að koma vörum áleiðis til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Það er enginn einn maður eða ein stofnun sem heldur til dæmis utan um matardreifingu á Vesturlöndum. Samt gengur sú dreifing alveg ótrúlega vel. Fastir pennar 13.8.2010 00:01
Trúnaður verður að ríkja Steinunn Stefánsdóttir skrifar Baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi og barnaníði má aldrei linna. Um aldir lágu kynferðisglæpir í algeru þagnargildi. Þannig sátu þolendur uppi aleinir með afleiðingar þess níðs sem þeir höfðu orðið fyrir og gerendur fengu iðulega að halda áfram iðju sinni óáreittir. Umhverfið snéri sér bara undan og þóttist ekki sjá og vita. Fastir pennar 13.8.2010 00:01
Hverju breyta útlendir eigendur? Ólafur Stephensen skrifar Umræðan um fjárfestingar útlendinga á Íslandi tekur á sig æ skrýtnari myndir. Nú hefur Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra beðið viðskiptaráðherra að láta kanna hvort óbeint eignarhald kínverskra fjárfesta í fyrirtækinu Stormur Seafood sé í samræmi við lög. Fastir pennar 12.8.2010 08:15
Hvað kostar bensínið? Þorvaldur Gylfason skrifar Sumir undrast, hvers vegna fiskur er ekki ódýrari úti í búð en raun ber vitni. Menn hugsa þá sem svo, að það kosti grásleppukarlana varla mikið að sækja sjóinn til dæmis frá Ægisíðunni í Reykjavík og koma aflanum í land. Hvers vegna fæst soðningin ekki við kostnaðarverði? Það stafar af því, að rétt fiskverð ræðst af framboði og eftirspurn. Fiskimennirnir geta fengið heimsmarkaðsverð fyrir aflann. Fastir pennar 12.8.2010 06:45
Ósvífni ESB Ólafur Stephensen skrifar Evrópusambandið og Noregur hafa nú í hótunum við Ísland og Færeyjar vegna ákvörðunar landanna um að skammta sér einhliða makrílkvóta. Það er gömul saga og ný að skeytin gangi á milli strandþjóðanna við Norður-Atlantshaf vegna deilna um veiðar úr sameiginlegum fiskistofnum. Þeir, sem setið hafa að veiðum úr stofnunum eins og ESB og Noregur hafa gert í þessu tilfelli, eru tregir til að viðurkenna rétt annarra til hlutdeildar í veiðunum þegar stofninn breytir hegðun sinni og neitar að halda sig þar sem hann er vanur, eins og makríllinn gerir nú. Að lokum munu menn þó verða knúnir til samninga. Fastir pennar 11.8.2010 07:30
Kerfið drepur Ólafur Stephensen skrifar Lýsing Samkeppniseftirlitsins á íslenzkum mjólkurmarkaði sem samansúrruðum samráðshring er raunsönn. Landbúnaðarkerfið gerir nú enn eina atlöguna að mönnum, sem vilja reyna að standa á eigin fótum og framleiða mjólkurvörur handa neytendum án ríkisstyrkja. Fastir pennar 10.8.2010 06:45
Kæruleysið verður að uppræta Þegar HIV-veiran og alnæmið varð fyrst þekkt meðal almennings undir miðjan níunda áratuginn greip um sig hræðsla, ekki síst meðal ungs fólks. Frá frjálsræðisbyltingunni í kynlífsmálum í kringum 1970 og fram að því að HIV-veiran varð þekkt hafði margt ungt fólk iðkað kynlíf sem fráleitt gat talist ábyrgt eftir að HIV-veiran varð þekkt. Fastir pennar 9.8.2010 10:30
Huglæga byltingin mest um verð Steinunn Stefánsdóttir skrifar Í dag er mannréttindum fagnað í Gleðigöngu sem er þjóðhátíð samkynhneigðra og raunar þjóðhátíð allra Íslendinga. Það er enda ástæða til að fagna fjöldamörgum sigrum, stórum og smáum, á leiðinni til fullra mannréttinda samkynhneigðra. Fastir pennar 7.8.2010 06:00
Kögunarhóll: Seta ráðherra á Alþingi Þorsteinn Pálsson skrifar Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á dögunum ályktun um stöðu ráðherra á Alþingi. Þar voru ráðherrum flokksins gefin fyrirmæli um að kalla inn varaþingmenn meðan þeir gegna ráðherraembætti. Í raun er verið að tala um viðbótarþingmenn. Fastir pennar 7.8.2010 06:00
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun