Skattpíndur sopi Ólafur Stephensen skrifar 16. ágúst 2010 06:00 Það er orðið ljóst að ríkisstjórnin gekk of langt með gífurlegum hækkunum á sköttum á áfenga drykki í fyrra. Niðurstaðan hefur orðið sú sem ýmsir spáðu; sala áfengis í ÁTVR hefur minnkað og þannig hefur tekjustofninn sem ríkisstjórnin hugðist skattpína dregizt saman. Einhverjir kunna að segja að það geri ekkert til; meiri tekjur komi engu að síður í kassann, enda hafa áfengisgjöldin hækkað um 40% og ÁTVR hefur líka hækkað hressilega hjá sér álagninguna. Samdrátturinn í neyzlu hefur ekki vegið upp á móti þessu. Og svo getur ekki verið slæmt að fólk drekki minna, eða hvað? Um það má hins vegar deila, hvort verðhækkunin hafi leitt af sér minni neyzlu. Könnun, sem Félag atvinnurekenda lét gera og sagt var frá fyrir helgi, sýnir að smygl og heimabrugg á áfengi hefur aukizt. Meira en fjórðungur svarenda sagðist verða var við slíkt. Í yngsta hópnum, 18-29 ára, segist helmingur svarenda verða í meira mæli var við smygl og heimabrugg. Þetta er gömul saga og ný. Allt frá því að áfengisbann var afnumið á Íslandi hefur verið fylgt haftastefnu. Reynt hefur verið að takmarka aðgang að áfengi með ríkiseinkasölu og fáránlega háu verðlagi. Áfengisgjöldin voru fyrir þau hæstu í Evrópu, þótt skattlagningin í Noregi slagaði upp í það sem hér gerðist. Smygl, heimabrugg og drykkja á alls konar óþverra var afleiðingin. Nú hefur Ísland tekið afgerandi forystu í skattpíningu neytenda áfengra drykkja og þá er ekki við öðru að búast en að framleiðsla og aðflutningur áfengis færist í enn meiri mæli út fyrir mörk hins löglega. Það vinnur svo á móti því að hér verði til skikkanleg vínmenning, sem þrátt fyrir allt hafði skánað á síðustu árum. Stefán Guðjónsson, rekstrarstjóri Einars Ben og vínáhugamaður, sagði í samtali við helgarblað Fréttablaðsins að það væri sorglegt hvaða áhrif verðhækkanirnar væru farnar að hafa á vínmenninguna. „Þetta eykur ólöglegt brugg á áfengi, smygl og landasölu. Mikið af þessum efnum er mjög hættulegt," sagði Stefán, sem taldi vínmenningu á Íslandi nú á sama stað og hún hefði verið fyrir átján árum. Yngsti hópurinn, sem hefur minnst handa á milli, er einmitt sá sem við viljum sízt að sé að sulla í óþverra. Það er áhyggjuefni að unga fólkið skuli í vaxandi mæli sækja í smygl og heimabrugg, en rökrétt afleiðing af stefnu stjórnvalda. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi lítið lært af misheppnaðri áfengispólitík síðustu áratuga, sem hefur miðazt við að reyna að takmarka alla áfengisneyzlu, í stað þess að beinast að misnotkun áfengis og afleiðingum hennar. Aukin skattpíning er líkleg til að auka enn á vandann. Þá er eftir að nefna aðra afleiðingu skattpíningarstefnu stjórnvalda, áhrifin á vísitöluna. Áfengi er hvort sem fólki líkar betur eða verr hluti af neyzluútgjöldum íslenzkra heimila. Það hækkaði auðvitað vegna hruns krónunnar eins og allar aðrar innfluttar vörur. Þegar skattpíningin bætist við, eru áhrifin á fjárhag heimila, þar með talinn skuldabaggann, umtalsverð. Vonandi hverfur ríkisstjórnin frá þessari fráleitu tilraun til að setja heimsmet í skattlagningu vöru, sem er hluti af daglegu neyzlumynztri vestrænna þjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun
Það er orðið ljóst að ríkisstjórnin gekk of langt með gífurlegum hækkunum á sköttum á áfenga drykki í fyrra. Niðurstaðan hefur orðið sú sem ýmsir spáðu; sala áfengis í ÁTVR hefur minnkað og þannig hefur tekjustofninn sem ríkisstjórnin hugðist skattpína dregizt saman. Einhverjir kunna að segja að það geri ekkert til; meiri tekjur komi engu að síður í kassann, enda hafa áfengisgjöldin hækkað um 40% og ÁTVR hefur líka hækkað hressilega hjá sér álagninguna. Samdrátturinn í neyzlu hefur ekki vegið upp á móti þessu. Og svo getur ekki verið slæmt að fólk drekki minna, eða hvað? Um það má hins vegar deila, hvort verðhækkunin hafi leitt af sér minni neyzlu. Könnun, sem Félag atvinnurekenda lét gera og sagt var frá fyrir helgi, sýnir að smygl og heimabrugg á áfengi hefur aukizt. Meira en fjórðungur svarenda sagðist verða var við slíkt. Í yngsta hópnum, 18-29 ára, segist helmingur svarenda verða í meira mæli var við smygl og heimabrugg. Þetta er gömul saga og ný. Allt frá því að áfengisbann var afnumið á Íslandi hefur verið fylgt haftastefnu. Reynt hefur verið að takmarka aðgang að áfengi með ríkiseinkasölu og fáránlega háu verðlagi. Áfengisgjöldin voru fyrir þau hæstu í Evrópu, þótt skattlagningin í Noregi slagaði upp í það sem hér gerðist. Smygl, heimabrugg og drykkja á alls konar óþverra var afleiðingin. Nú hefur Ísland tekið afgerandi forystu í skattpíningu neytenda áfengra drykkja og þá er ekki við öðru að búast en að framleiðsla og aðflutningur áfengis færist í enn meiri mæli út fyrir mörk hins löglega. Það vinnur svo á móti því að hér verði til skikkanleg vínmenning, sem þrátt fyrir allt hafði skánað á síðustu árum. Stefán Guðjónsson, rekstrarstjóri Einars Ben og vínáhugamaður, sagði í samtali við helgarblað Fréttablaðsins að það væri sorglegt hvaða áhrif verðhækkanirnar væru farnar að hafa á vínmenninguna. „Þetta eykur ólöglegt brugg á áfengi, smygl og landasölu. Mikið af þessum efnum er mjög hættulegt," sagði Stefán, sem taldi vínmenningu á Íslandi nú á sama stað og hún hefði verið fyrir átján árum. Yngsti hópurinn, sem hefur minnst handa á milli, er einmitt sá sem við viljum sízt að sé að sulla í óþverra. Það er áhyggjuefni að unga fólkið skuli í vaxandi mæli sækja í smygl og heimabrugg, en rökrétt afleiðing af stefnu stjórnvalda. Svo virðist sem ríkisstjórnin hafi lítið lært af misheppnaðri áfengispólitík síðustu áratuga, sem hefur miðazt við að reyna að takmarka alla áfengisneyzlu, í stað þess að beinast að misnotkun áfengis og afleiðingum hennar. Aukin skattpíning er líkleg til að auka enn á vandann. Þá er eftir að nefna aðra afleiðingu skattpíningarstefnu stjórnvalda, áhrifin á vísitöluna. Áfengi er hvort sem fólki líkar betur eða verr hluti af neyzluútgjöldum íslenzkra heimila. Það hækkaði auðvitað vegna hruns krónunnar eins og allar aðrar innfluttar vörur. Þegar skattpíningin bætist við, eru áhrifin á fjárhag heimila, þar með talinn skuldabaggann, umtalsverð. Vonandi hverfur ríkisstjórnin frá þessari fráleitu tilraun til að setja heimsmet í skattlagningu vöru, sem er hluti af daglegu neyzlumynztri vestrænna þjóða.