Fastir pennar

Hugrekki Ómars

Frásögn Ómars af samskiptum sínum við valdastéttina í landinu, eða öllu heldur afskipti valdastéttarinnar af honum er með ólíkindum. Ég trúi því þó að í frásögninni sé Ómar sá hófsami fréttamaður sem hann hefur verið alla sína starfsævi og dragi frekar úr hótununum en hitt.

Fastir pennar

Lægra matarverð

Samfylkingin vill að teknar verði upp tímabundnar greiðslur til bænda og umhverfisstyrkir. Þegar slíkar tillögur eru kynntar er nauðsynlegt að fram komi hvaða fyrirkomulag verði viðhaft og hve mikið það muni kosta skattgreiðendur. Að því leyti eru tillögur Samfylkingarinnar vanhugsaðar.

Fastir pennar

NFS (2005 2006)

Stöðin fékk aldrei þann byr sem hún átti skilið og var beinlínis lögð í einelti af ákveðnum fjölmiðlum. Ég skildi aldrei hvernig blaðamenn gátu verið á móti sjónvarpsrás sem flutti þjóðfélags­umræðu og fréttir allan sólarhringinn. Aldrei hef ég heyrt nokkurn íþróttamann tala niðrandi um íþróttarásina Sýn. Þórðargleðin sem heyrist nú úr herbúðum sumra yfir látnum félaga lýsir heldur ekki mikilli stórmennsku.

Fastir pennar

Sýnir ógöngur Íraksstefnu Bush

Þessar niðurstöður koma fáum sem fylgjast með alþjóðamálum á óvart. Þær eru hins vegar í augljósri mótsögn við þá mynd sem ríkisstjórn George W. Bush hefur viljað halda fram um afleiðingar innrásarinnar í Írak.

Fastir pennar

Sjómennskan er ekkert grín

Þá helltist yfir mig sjóveiki, alveg hræðileg sjóveiki. Og þá gerði ég mistök. Í stað þess að fara og borða, sem hefði kannski bjargað mér, þá ákvað ég að fara niður í káetu og sjá hvort þetta rjátlaðist ekki af mér. Við tóku tveir ömurlegustu sólarhringar sem ég hafði lifað. Ég man þetta meira og minna í móðu. Ég reyndi að koma mér í vinnu því ég skammaðist mín fyrir vesaldómin.

Fastir pennar

Vændi er neyð

Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem stunda vændi er konur sem eru afar illa staddar félagslega og oft iðka þær þessa atvinnu til að standa straum af kostnaði vegna fíkniefnaneyslu. Það telst í það minnsta áfangasigur að afnema refsingu fyrir þá neyð sem það er að selja líkama sinn.

Fastir pennar

Hagsmunir fólks eða flokka?

Ýmsir merkir alþingismenn greina frá því um þessar mundir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Tilkynningar þar um hafa verið tilefni margvíslegra frásagna af uppruna góðra málefna.

Fastir pennar

Lífið er súludans

Sérhverjum frjálslyndum og þjóðhollum manni hlýtur að renna blóðið til skyldunnar þegar nöldurseggir ætla að vega að frjálsum viðskiptum í frjálsasta landi heimsins og banna atvinnugrein sem felst í því að karlkyns athafnamenn leigi stúlkur til að dilla sér berar upp við súlu og selji öðrum körlum aðgang að gjörningnum. Að sjálfsögðu verður að forðast að umræða um þetta mál sé sett í annarlegt samhengi þar sem hún á ekki heima.

Fastir pennar

Menning og markaðshyggja

Friður er þroskanum nauðsynlegur, en frjáls viðskipti eru friðvænlegri en valdbeiting. Hvort skyldi vera betra að fá eitthvað frá öðrum með verði eða sverði?

Fastir pennar

Tímamót í land- grunnsmálum

Þótt nú hafi tekist samkomulag milli þeirra sem eiga hagsmuna að gæta í suðurhluta Síldarsmugunnar, á málið eftir að fara til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna , sem á að gera tillögur um ytri mörk landgrunnsins. Líklegt er talið að landgrunnið og réttindi yfir því fái aukna þýðingu í framtíðinni, því með meiri og breyttri tækni kunna að finnast þar óþekktar auðlindir.

Fastir pennar

Þriðja stéttin rís upp

Fyrir 250 árum var svo komið fyrir Frökkum, að aðalsmönnum og klerkum, sem voru að sönnu sárafáir, hafði tekizt að skjóta sér að mestu undan skattgreiðslum til konungs. Allur þorri almennings þriðja stéttin bar hins vegar þunga skattbyrði. Að því hlaut að koma, að þriðja stéttin missti þolinmæðina og risi upp gegn ranglætinu. Það gerðist 1789, og hausarnir fuku í allar áttir. Það var fljótlegt að velja hausa í gálgana, því að sjálftekin forréttindi aðalsins og klerkastéttarinnar langtímum saman birtust meðal annars í því, að forréttindastéttirnar voru yfirleitt orðnar höfðinu hærri en þriðja stéttin.

Fastir pennar

Refsilaust að stunda vændi Björgvin guðmundsson skrifar

Vændi fyrirfinnst í öllum stórborgum vestrænna ríkja. Skiptir engu máli hvaða löggjöf er í gildi á hverjum stað - alls staðar má finna þessa starfsemi þótt missýnileg sé. Þeir sem fjalla um vændi og vilja koma í veg fyrir það hljóta að horfa til þessara staðreynda.

Fastir pennar

Samsteypa sigrar stjórnarflokk

Sósíaldemókrataflokkurinn í Svíþjóð er Stjórnarflokkurinn með stórum staf og ákveðnum greini. Hann hefur farið einn með völdin í landinu í 70 ár að undanskildum tveimur kjörtímabilum sem hægri flokkarnir náðu völdum. Ef eitthvað er hæft í þeirri fullyrðingu að kosningar vinnist ekki af stjórnarandstöðu heldur tapist af ríkisstjórnum hefur það átt við um Svíþjóð þangað til núna. Í fyrri skiptin sem sundraðir borgaraflokkar hafa náð að mynda ríkisstjórn hafa þeir skolast upp í valdastólana nánast fyrir tilviljun og verið sjálfum sér sundurþykkir alla sína stjórnartíð.

Fastir pennar

Jákvæður ófriður

Össur Skarphéðinsson og Björn Bjarnason eru með baráttuglöðustu mönnum íslenskra stjórnmála í seinni tíð. Báðir eru í efstu vigt í sínum flokkum og eftir því er tekið þegar þeir tjá sig. Athyglisvert er að bera saman þau ólíku sjónarmið til prófkjara sem þeir hafa viðrað undanfarna daga.

Fastir pennar

Til hamingju, Magni

Þegar þessi orð eru skrifuð er múgur og margmenni í Smáralind að taka á móti Magna, rokkstjörnunni okkar. Giskað er á átta þúsund manns og líklega á sú tala eftir að hækka. Tilsýndar í sjónvarpi ber mest á börnum og unglingum en í aðdáendahópnum er hinsvegar fólk á öllum aldri, af báðum kynjum og úr öllum stéttum.

Fastir pennar

Hófsöm en afgerandi sveifla

Formlegt og málefnalegt bandalag borgaraflokkanna færði sænskum kjósendum þó óneitanlega tvo skýra kosti til þess að velja á milli. Stjórnarandstöðuflokkanir hér hafa ekki viljað ganga jafn langt. Að því leyti verða þeir ekki jafn skýr málefnalegur kostur andspænis ríkisstjórnarflokkunum eins og gerðist í sænsku kosningunum.

Fastir pennar

Markaðsöflin og framhaldsskólar

Þetta minnir á markaðssóknina varðandi fermingarbörn, sem gengið hefur út í öfgar oft og tíðum, og vakið hefur umræður í þjóðfélaginu. Sjálfsagt má leita hliðstæðra dæma víðar, ef vel er að gáð.

Fastir pennar

Bleikt og blátt

Efinn um hlutleysi saksóknarans kviknar þó einkum af þeirri staðreynd að hann starfar of nærri þeim sem fluttu málið í upphafi. Þegar hann tók við málinu setti Sigurður Tómas upp skrifstofu í húsnæði ríkissáttasemjara að Borgartúni 21 og notaði það heimilisfang í bréfhausum sínum. Hér kviknaði von um að þetta leiðindamál væri nú loks komið í sjálfstæðar hendur. Sjálfstæðið varði hinsvegar ekki lengi. Fyrr en varði var saksóknarinn ferski sestur inn til Ríkislögreglustjóra og situr þar enn

Fastir pennar

Almenningur og hlutabréf

Þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði er mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Fyrst ber að líta til þess að ávöxtun hlutabréfa er að jafnaði meiri en annarra fjárfestingakosta, þegar litið er yfir lengra tímabil, enda þótt ávöxtunin geti sveiflast verulega og verið neikvæð á tímabilum.

Fastir pennar

Virkjum kennarana

Ég hef áður bent á hversu rangt það hlýtur að vera að rjúfa að mestu tengsl á milli þess hvernig kennarar standa sig í starfi og hvað þeir fá í laun. Það segir sig sjálft að til langs tíma dregur það úr hvatanum til að standa sig vel ef launin eru þau sömu hvort sem vel er gert eða ekki.

Fastir pennar

Ný fjárfestingarhugsun

Skýrslur OECD um íslenska skóla hafa verið afar gagnlegt framlag til almennrar umræðu um íslenska skólastefnu. Þar hafa verið dregnar fram nokkrar einfaldar staðreyndir í þessum efnum. Ein sú mikilvægasta er að við verjum hærra hlutfalli af þjóðarframleiðslunni í hvern nemanda en aðrar þjóðir.

Fastir pennar

Sjálfshjálp hræddrar þjóðar

Engum hugsandi manni dylst að hér er á ferðinni harkaleg gagnrýni, ef ekki stórskotahríð, á þá stefnu stjórnvalda, sem ráðið hefur för undir nafninu stóriðjustefna. Undirtektir, athygli og sala Draumalandsins segir okkur ekki endilega að þessi stefna hafi verið skotin í kaf.

Fastir pennar

Frelsi til þróunar

Við Íslendingar jusum á sínum tíma fé í Grænhöfðaeyjar, en landið er enn bláfátækt. Þróunaraðstoðarinnar sér vart stað, nema hvað hún hefur auðvitað eflt valdastéttina þar.

Fastir pennar

Allir til ábyrgðar í umferðinni

Samgönguyfirvöld ætla ekki að staðnæmast við hugarfars­átakið, Við segjum stopp, heldur efla eftirlit á vegum og vinna að því að þyngja refsingar við hraðakstursbrotum. Hvort tveggja er gott og gilt. Hitt er ljóst að til viðbótar við ábyrgan akstur hvers og eins þá eru bætur á umferðarmannvirkjum það sem best nýtist í baráttunni gegn umferðarslysum.

Fastir pennar

Álitamál um íslenzkt réttarfar

Fyrir viku rifjaði ég upp fáein atriði úr valdatíð Richards Nixon, forseta Bandaríkjanna 1969-74. Nixon gerði ýmislegt gagn um sína daga, batt til dæmis enda á stríðið í Víetnam og tók upp stjórnmálasamband við Kína, en samskipti landanna höfðu nær engin verið frá 1949, þegar kommúnistar brutust til valda þar eystra.

Fastir pennar

Enn þenslumerki

Verðbólgan virðist vera á undanhaldi, samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í fyrradag. Almennar verðhækkanir náðu hámarki í ágúst og miðað við þróun neysluverðsvísitölunnar í september hægist á hækkununum. Verðbólgutölur eru þó hærri en Íslendingar hafa átt að venjast og langt frá verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands.

Fastir pennar

Möguleg kosningaháttabót

Í tengslum við fund Samfylkingarinnar í Skjólbrekku um síðustu helgi lýsti flokksformaðurinn því yfir að rétt væri að stjórnarandstöðuflokkarnir mynduðu ríkisstjórn að loknm næstu kosningum. En hvað þýðir slík yfirlýsing þegar til kastanna kemur? Hefur hún eitthvert raunverulegt pólitískt gildi?

Fastir pennar

Haust fyrir fimmtíu árum

Nú fimmtíu árum síðar stendur breska stjórnin enn með Bandaríkjunum í öllum málum en önnur leiðandi ríki í Evrópu reyna enn að ná saman um öðru vísi stefnu í vaxandi fjölda alþjóðlegra málefna, allt frá umhverfisvernd til mannréttinda, stríðsglæpa og málefna einstakra heimshluta.

Fastir pennar

Um gönguferð og virkjanaáætlanir

Það er skylda stjórnmálflokka á að upplýsa kjósendur rækilega um hver stefnan er, hvað á að virkja, hverjum á að selja orku og á hvaða verði. Fólk á rétt á því að vita hvaða leið á að fara til komast ekki að því á miðri leið að þeir hefðu kosið aðra, eins og henti okkur hjónakorn í Alfama forðum.

Fastir pennar

Reykvísk börn gjalda

Á tíu árum hafa kynferðisbrotamál gegn börnum sem til rannsóknar koma liðlega tvöfaldast. Þrátt fyrir þetta hefur ákærum í slíkum málum ekki fjölgað og segir það sína sögu um lyktir þessara mála.

Fastir pennar