Hófsöm en afgerandi sveifla 19. september 2006 00:01 Mála sannast er að sveiflan í sænsku kosningunum var hófsöm breyting en afgerandi. Það var augljóslega vilji til breytinga, að því gefnu að hornsteinar velferðarkerfisins fengju samt sem áður að standa. Borgaraflokkunum tókst að svara þessum sjónarmiðum. Tilfærsla Hófsama flokksins frá hægri nær miðjunni sýnist hafa verið forsenda fyrir því að flokknum tókst að ávinna sér aukinn trúnað kjósenda. Formlegt bandalag borgaraflokkanna með sameiginlegri kosningastefnu sýnist aukheldur hafa verið lykillinn að inngöngu þeirra í stjórnarskrifstofurnar. Andspænis áratuga sósíaldemókratískri kjölfestu urðu borgaraflokkarnir að sýna með skýrum hætti fram á samstöðu í málflutningi. Það tókst. Að þessum forsendum uppfylltum voru sænskir kjósendur fúsir til að gefa sósíaldemókrötunum frí eftir áratuga lítt slitna stjórnarsetu. Með öðrum orðum var það efnisleg breyting á stöðu borgaraflokkanna sem opnaði möguleika þeirra á að nota gömlu kenninguna um að Svíþjóð væri orðin einsflokksríki og breytingar breytinganna vegna væru því nauðsynlegar. Sá boðskapur hefur aldrei dugað einn og sér. Hvað sem öðru líður felur þessi hófsama sænska sveifla í sér veruleg pólitísk tíðindi. Gróska hefur verið í sænsku efnahagslífi. Stjórnarandstaðan flaggaði heldur engum stundarvinsældarmálum. Í þessu viðliti er ákvörðun sænskra kjósenda þeim mun merkilegri. Sænskir kjósendur fengu vaxandi atvinnuleysi ekki til þess að ríma við góðan hagvöxt. Skatta- og atvinnuleysisbótastefna borgaraflokkanna reyndist trúverðugri en skýringar fráfarandi ríkisstjórnar. Spurning er hvort draga megi einhvern lærdóm af þessum sænsku kosningum þegar litið er til komandi kosninga hér. Í því viðfangi er þó ljóst að umhverfið er nægjanlega ólíkt til að gera samanburð erfiðan. Formlegt og málefnalegt bandalag borgaraflokkanna færði sænskum kjósendum þó óneitanlega tvo skýra kosti til þess að velja á milli. Stjórnarandstöðuflokkanir hér hafa ekki viljað ganga jafn langt. Að því leyti verða þeir ekki jafn skýr málefnalegur kostur andspænis ríkisstjórnarflokkunum eins og gerðist í sænsku kosningunum. Ríkisstjórnarflokkarnir hér hafa framkvæmt svipaða pólitík og borgaraflokkarnir í Svíþjóð boða. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort Framsóknarflokkurinn telur vænlegra að veðja á samstöðu um þá hluti eða einhvers konar sérstöðu varðandi ókomna tíð. Eins og sakir standa verða því tæpast dregnar upp pólitískar hliðstæðumyndir af sænsku kosningunum og þeim sem hér eru í vændum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun
Mála sannast er að sveiflan í sænsku kosningunum var hófsöm breyting en afgerandi. Það var augljóslega vilji til breytinga, að því gefnu að hornsteinar velferðarkerfisins fengju samt sem áður að standa. Borgaraflokkunum tókst að svara þessum sjónarmiðum. Tilfærsla Hófsama flokksins frá hægri nær miðjunni sýnist hafa verið forsenda fyrir því að flokknum tókst að ávinna sér aukinn trúnað kjósenda. Formlegt bandalag borgaraflokkanna með sameiginlegri kosningastefnu sýnist aukheldur hafa verið lykillinn að inngöngu þeirra í stjórnarskrifstofurnar. Andspænis áratuga sósíaldemókratískri kjölfestu urðu borgaraflokkarnir að sýna með skýrum hætti fram á samstöðu í málflutningi. Það tókst. Að þessum forsendum uppfylltum voru sænskir kjósendur fúsir til að gefa sósíaldemókrötunum frí eftir áratuga lítt slitna stjórnarsetu. Með öðrum orðum var það efnisleg breyting á stöðu borgaraflokkanna sem opnaði möguleika þeirra á að nota gömlu kenninguna um að Svíþjóð væri orðin einsflokksríki og breytingar breytinganna vegna væru því nauðsynlegar. Sá boðskapur hefur aldrei dugað einn og sér. Hvað sem öðru líður felur þessi hófsama sænska sveifla í sér veruleg pólitísk tíðindi. Gróska hefur verið í sænsku efnahagslífi. Stjórnarandstaðan flaggaði heldur engum stundarvinsældarmálum. Í þessu viðliti er ákvörðun sænskra kjósenda þeim mun merkilegri. Sænskir kjósendur fengu vaxandi atvinnuleysi ekki til þess að ríma við góðan hagvöxt. Skatta- og atvinnuleysisbótastefna borgaraflokkanna reyndist trúverðugri en skýringar fráfarandi ríkisstjórnar. Spurning er hvort draga megi einhvern lærdóm af þessum sænsku kosningum þegar litið er til komandi kosninga hér. Í því viðfangi er þó ljóst að umhverfið er nægjanlega ólíkt til að gera samanburð erfiðan. Formlegt og málefnalegt bandalag borgaraflokkanna færði sænskum kjósendum þó óneitanlega tvo skýra kosti til þess að velja á milli. Stjórnarandstöðuflokkanir hér hafa ekki viljað ganga jafn langt. Að því leyti verða þeir ekki jafn skýr málefnalegur kostur andspænis ríkisstjórnarflokkunum eins og gerðist í sænsku kosningunum. Ríkisstjórnarflokkarnir hér hafa framkvæmt svipaða pólitík og borgaraflokkarnir í Svíþjóð boða. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort Framsóknarflokkurinn telur vænlegra að veðja á samstöðu um þá hluti eða einhvers konar sérstöðu varðandi ókomna tíð. Eins og sakir standa verða því tæpast dregnar upp pólitískar hliðstæðumyndir af sænsku kosningunum og þeim sem hér eru í vændum.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun