Erlent Þrettán konur saka Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni Þrettán konur hafa sakað franska leikarann Gerard Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni. Að minnsta kosti ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún var áreitt á tökustað af leikaranum. Erlent 12.4.2023 18:55 Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. Erlent 12.4.2023 17:39 Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. Erlent 12.4.2023 15:53 Verkföll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir áratuga doða Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar. Erlent 12.4.2023 14:40 Musk tilbúinn að selja Twitter „réttum“ aðila Elon Musk sagði að yfirtaka Twitter hafi verið „frekar sársaukafull“ og líkti rekstri miðilsins við „rússíbanareið“ í viðtali við BBC í morgun. Hann hafi einungis keypt Twitter af því dómari ætlaði að þvinga hann til þess og segist tilbúinn að selja hann ef réttur aðili hefur áhuga. Erlent 12.4.2023 14:38 Höfðar mál gegn meðlimi Backstreet Boys fyrir nauðgun Nick Carter, einum meðlimi hljómsveitarinnar Backstreet Boys, hefur verið stefnt fyrir nauðgun. Söngkonan Melissa Schuman sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi fyrir tuttugu árum. Hún steig fyrst fram með ásökunina árið 2017. Þá neitaði Carter sök og gerir hann það enn samkvæmt lögmanni hans. Erlent 12.4.2023 12:00 Starship gæti flogið í næstu viku Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna á að skjóta geimfarinu Starship á braut um jörðina á næstunni og mögulega strax í næstu viku. Eldflaug sem kallast Super Heavy á að koma geimfarinu út í geim en þegar af geimskotinu verður, mun eldflaugin verða sú stærsta sem notuð hefur verið hér á jörðinni. Erlent 12.4.2023 11:45 Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. Erlent 12.4.2023 10:37 Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. Erlent 12.4.2023 08:32 Biden heimsækir Norður-Írland Mikil öryggisgæsla er nú á Norður-Írlandi en Joe Biden Bandaríkjaforseti komar þangað í opinbera heimsókn í gærkvöldi. Erlent 12.4.2023 07:37 Sérsveitahermenn frá NATO að störfum í Úkraínu Sérsveitahermenn frá nokkrum NATO ríkjum hafa undanfarið starfað í Úkraínu. Erlent 12.4.2023 07:33 Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. Erlent 12.4.2023 07:19 Samstarfsmennirnir voru skotmark árásarinnar Bankastarfsmaður sem skaut fimm manns til bana í Louisville í Kentucky á öðrum degi páska ætlaði sér að myrða samstarfsfélaga sína sérstaklega, að sögn lögreglu. Lögreglumenn felldu byssumanninn. Erlent 11.4.2023 18:57 Sundlaugar ríka fólksins mikil umhverfisógn Ríkt fólk notar um fimmtíu sinnum meira vatn en fátækt fólk. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við Reading háskóla í Bretlandi. Vatnsnotkun ríka fólksins hefur verið alvarlega vanmetin umhverfisógn. Erlent 11.4.2023 09:45 Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. Erlent 11.4.2023 09:06 Eldgos á Kamtsjaka gæti raskað flugi Eldgos er hafið í eldfjallinu Shiveluch á Kamtsjaka, austast í Rússlandi, og hefur öskustrókurinn náð tíu kílómetra hæð. Búist er við að gosið gæti raskað flugsamgöngum í heimshlutanum, en síðat gaus í Shiveluch árið 2007 og leiddi það til mikilla samgöngutruflana. Erlent 11.4.2023 07:53 Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. Erlent 11.4.2023 07:50 Ítalska strandgæslan kemur 1200 til bjargar Ítalska strandgæslan er nú í tveimur aðskildum aðgerðum þar sem reyn er að bjarga samtals 1200 manns á yfirfullum bátum undan ströndum Sikileyjar. Erlent 11.4.2023 07:36 Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. Erlent 11.4.2023 07:04 Glæpahringur sem svindlaði á túristum upprættur Spænska lögreglan handtók 29 manns í vikunni sem hafa stundað að leigja útlendum ferðamönnum íbúðir til lengri og skemmri tíma. Fólkið greiðir leiguna fyrir fram og svo grípur það í tómt þegar það kemur til Spánar. Erlent 10.4.2023 16:00 Árásarmaðurinn fyrrverandi starfsmaður bankans Lögreglan í borginni Louisville í Kentucky fylki hefur staðfest að „fjöldi manns“ hafi fallið í skotárás. Búið er að loka af götunni East Main í miðborg Louisville og fólk beðið að halda sig fjarri. En árásin átti sér stað í banka nálægt Slugger Field hafnaboltavellinum og Kentucky International ráðstefnuhöllinni. Erlent 10.4.2023 14:44 Gítarleikari Mötley Crüe lögsækir félaga sína Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum. Erlent 10.4.2023 12:20 Minnst fjórir látnir eftir sprenginguna í Marseille Minnst fjórir eru látnir eftir að tvö hús hrundu eftir sprengingu í Marseille aðfaranótt sunnudags. Erlent 10.4.2023 11:12 Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna Tenzin Gyatso, hinn helgi Dalai Lama í tíbetskum búddisma, hefur beðist afsökunar á óviðeigandi framkomu sinni gagnvart ungum dreng á viðburði í Indlandi. Dalai Lama kyssti drenginn á munninn og bað hann um að sjúga á sér tunguna. Erlent 10.4.2023 09:28 Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Erlent 10.4.2023 08:58 Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. Erlent 9.4.2023 22:21 Íranir setja upp eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með konum Írönsk yfirvöld hafa komið upp eftirlitsmyndavélum á almenningssvæðum til að bera kennsl á og sekta konur sem nota ekki höfuðslæður. Aðgerðirnar eiga að fækka fjölda þeirra kvenna sem brjóta í bága við ströng lög landsins um höfuðslæðunotkun. Erlent 9.4.2023 18:07 Fjögur látin eftir snjóflóð í frönsku Ölpunum Minnst fjórir eru látnir eftir að snjóflóð féll í frönsku Ölpunum. Enn er talin hætta á frekari snjóflóðum. Erlent 9.4.2023 16:48 Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Erlent 9.4.2023 15:05 Allt að tíu fastir í húsarústum eftir sprengingu Talið er að allt að tíu manns séu fastir í rústum tveggja húsa sem hrundu eftir sprengingu í Marseille í Frakklandi í nótt. Erlent 9.4.2023 11:23 « ‹ 174 175 176 177 178 179 180 181 182 … 334 ›
Þrettán konur saka Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni Þrettán konur hafa sakað franska leikarann Gerard Depardieu um kynferðisofbeldi og áreitni. Að minnsta kosti ein kvennanna var undir lögaldri þegar hún var áreitt á tökustað af leikaranum. Erlent 12.4.2023 18:55
Herða lög um herkvaðningu fyrir gagnsókn Úkraínumanna Rússnesk stjórnvöld geta kvatt menn til herþjónustu rafrænt með frumvarpi sem er að verða að lögum áður en væntanleg gagnsókn Úkraínumanna hefst. Með þeim verður erfiðara fyrir menn að komast undan herþjónustu. Gagnrýnendur frumvarpsins segja skref í átt að „stafrænum fangabúðum“. Erlent 12.4.2023 17:39
Sat fyrir lögregluþjónum eftir að hann skaut samstarfsmenn sína Lögreglan í Louisville í Kentucky hefur birt myndband sem sýnir hvernig fyrstu tveir lögregluþjónarnir sem mættu á vettvang mannskæðar skotárásar í banka í borginni voru særðir af árásarmanninum, sem lét skothríðina dynja á þeim. Fimm dóu og átta særðust í árásinni sem framin var af fyrrverandi starfsmanni bankans. Erlent 12.4.2023 15:53
Verkföll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir áratuga doða Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar. Erlent 12.4.2023 14:40
Musk tilbúinn að selja Twitter „réttum“ aðila Elon Musk sagði að yfirtaka Twitter hafi verið „frekar sársaukafull“ og líkti rekstri miðilsins við „rússíbanareið“ í viðtali við BBC í morgun. Hann hafi einungis keypt Twitter af því dómari ætlaði að þvinga hann til þess og segist tilbúinn að selja hann ef réttur aðili hefur áhuga. Erlent 12.4.2023 14:38
Höfðar mál gegn meðlimi Backstreet Boys fyrir nauðgun Nick Carter, einum meðlimi hljómsveitarinnar Backstreet Boys, hefur verið stefnt fyrir nauðgun. Söngkonan Melissa Schuman sakar hann um að hafa beitt sig ofbeldi fyrir tuttugu árum. Hún steig fyrst fram með ásökunina árið 2017. Þá neitaði Carter sök og gerir hann það enn samkvæmt lögmanni hans. Erlent 12.4.2023 12:00
Starship gæti flogið í næstu viku Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX stefna á að skjóta geimfarinu Starship á braut um jörðina á næstunni og mögulega strax í næstu viku. Eldflaug sem kallast Super Heavy á að koma geimfarinu út í geim en þegar af geimskotinu verður, mun eldflaugin verða sú stærsta sem notuð hefur verið hér á jörðinni. Erlent 12.4.2023 11:45
Segir aftökumyndband sýna hið raunverulega Rússland Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir að myndband sem sýnir rússneskan hermann skera höfuðið af úkraínskum hermanni í haldi Rússa, sé til marks um hvernig Rússland sé. Ódæðið muni aldrei gleymast og að Úkraínumenn þurfi aðstoð til að reka Rússa á brott. Erlent 12.4.2023 10:37
Stjórnendur lyfjafyrirtækja fylkja sér að baki FDA Fleiri en 400 stjórnendur lyfjafyrirtækja hafa lýst yfir þungum áhyggjum af ákvörðun dómara í Texas sem komst að þeirri niðurstöðu að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjann (FDA) eigi að afturkalla markaðsleyfi vegna þungunarrofslyfsins mifepristone. Erlent 12.4.2023 08:32
Biden heimsækir Norður-Írland Mikil öryggisgæsla er nú á Norður-Írlandi en Joe Biden Bandaríkjaforseti komar þangað í opinbera heimsókn í gærkvöldi. Erlent 12.4.2023 07:37
Sérsveitahermenn frá NATO að störfum í Úkraínu Sérsveitahermenn frá nokkrum NATO ríkjum hafa undanfarið starfað í Úkraínu. Erlent 12.4.2023 07:33
Búið að greina mögulegar afleiðingar andláta Pútín og Selenskí Meðal þeirra skjala sem lekið var á netið í umfangsmiklum gagnaleka innan úr bandaríska stjórnkerfinu er greining sem unnin var af leyniþjónustu varnarmálaráðuneytisins, þar sem fjallað er um fjóra ófyrirsjáanlega atburði sem gætu haft áhrif á stöðuna í Úkraínu. Erlent 12.4.2023 07:19
Samstarfsmennirnir voru skotmark árásarinnar Bankastarfsmaður sem skaut fimm manns til bana í Louisville í Kentucky á öðrum degi páska ætlaði sér að myrða samstarfsfélaga sína sérstaklega, að sögn lögreglu. Lögreglumenn felldu byssumanninn. Erlent 11.4.2023 18:57
Sundlaugar ríka fólksins mikil umhverfisógn Ríkt fólk notar um fimmtíu sinnum meira vatn en fátækt fólk. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við Reading háskóla í Bretlandi. Vatnsnotkun ríka fólksins hefur verið alvarlega vanmetin umhverfisógn. Erlent 11.4.2023 09:45
Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. Erlent 11.4.2023 09:06
Eldgos á Kamtsjaka gæti raskað flugi Eldgos er hafið í eldfjallinu Shiveluch á Kamtsjaka, austast í Rússlandi, og hefur öskustrókurinn náð tíu kílómetra hæð. Búist er við að gosið gæti raskað flugsamgöngum í heimshlutanum, en síðat gaus í Shiveluch árið 2007 og leiddi það til mikilla samgöngutruflana. Erlent 11.4.2023 07:53
Umfangsmikill gagnaleki veldur titringi í Washington Umfangsmikill leki leynilegra skjala hefur valdið titringi í Washington. „Við vitum ekki hver stendur að baki þessu, við vitum ekki hver ástæðan er,“ sagði John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, eftir að greint var frá lekanum í gær. Erlent 11.4.2023 07:50
Ítalska strandgæslan kemur 1200 til bjargar Ítalska strandgæslan er nú í tveimur aðskildum aðgerðum þar sem reyn er að bjarga samtals 1200 manns á yfirfullum bátum undan ströndum Sikileyjar. Erlent 11.4.2023 07:36
Ákæra gefin út á hendur móður barnsins sem skaut kennarann sinn Kviðdómur í Virginíu í Bandaríkjunum hefur gefið út ákæru á hendur móður sex ára barns sem skaut kennarann sinn með skotvopni. Hún verður meðal annars ákærð fyrir alvarlega vanrækslu barns og brot á skotvopnalögum. Erlent 11.4.2023 07:04
Glæpahringur sem svindlaði á túristum upprættur Spænska lögreglan handtók 29 manns í vikunni sem hafa stundað að leigja útlendum ferðamönnum íbúðir til lengri og skemmri tíma. Fólkið greiðir leiguna fyrir fram og svo grípur það í tómt þegar það kemur til Spánar. Erlent 10.4.2023 16:00
Árásarmaðurinn fyrrverandi starfsmaður bankans Lögreglan í borginni Louisville í Kentucky fylki hefur staðfest að „fjöldi manns“ hafi fallið í skotárás. Búið er að loka af götunni East Main í miðborg Louisville og fólk beðið að halda sig fjarri. En árásin átti sér stað í banka nálægt Slugger Field hafnaboltavellinum og Kentucky International ráðstefnuhöllinni. Erlent 10.4.2023 14:44
Gítarleikari Mötley Crüe lögsækir félaga sína Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum. Erlent 10.4.2023 12:20
Minnst fjórir látnir eftir sprenginguna í Marseille Minnst fjórir eru látnir eftir að tvö hús hrundu eftir sprengingu í Marseille aðfaranótt sunnudags. Erlent 10.4.2023 11:12
Dalai Lama bað ungan dreng að sjúga á sér tunguna Tenzin Gyatso, hinn helgi Dalai Lama í tíbetskum búddisma, hefur beðist afsökunar á óviðeigandi framkomu sinni gagnvart ungum dreng á viðburði í Indlandi. Dalai Lama kyssti drenginn á munninn og bað hann um að sjúga á sér tunguna. Erlent 10.4.2023 09:28
Bannað að kenna á annarri hæð því Kanye er hræddur við tröppur Kennari, sem áður kenndi við skóla sem stofnaður var af rapparanum og athafnamanninum Kanye West, segir börn sem ganga í skólann ekki fá tilhlýðilega menntun. Hún er einn fyrrverandi kennara sem nú standa í málaferlum við skólann. Erlent 10.4.2023 08:58
Karl Bretakonungur fær sinn eigin kórónu-emoji Í tilefni af krýningu Karls þriðja Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi hefur Buckingham-höll greint frá nýju opinberu kórónutjákni (e. emoji) sem verður tekið í gagnið frá morgundeginum. Erlent 9.4.2023 22:21
Íranir setja upp eftirlitsmyndavélar til að fylgjast með konum Írönsk yfirvöld hafa komið upp eftirlitsmyndavélum á almenningssvæðum til að bera kennsl á og sekta konur sem nota ekki höfuðslæður. Aðgerðirnar eiga að fækka fjölda þeirra kvenna sem brjóta í bága við ströng lög landsins um höfuðslæðunotkun. Erlent 9.4.2023 18:07
Fjögur látin eftir snjóflóð í frönsku Ölpunum Minnst fjórir eru látnir eftir að snjóflóð féll í frönsku Ölpunum. Enn er talin hætta á frekari snjóflóðum. Erlent 9.4.2023 16:48
Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Erlent 9.4.2023 15:05
Allt að tíu fastir í húsarústum eftir sprengingu Talið er að allt að tíu manns séu fastir í rústum tveggja húsa sem hrundu eftir sprengingu í Marseille í Frakklandi í nótt. Erlent 9.4.2023 11:23