Erlent

Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi
Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar.

Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé
Hamasliðar hafa fallist á að láta fimm ísraelska gísla lausa í skiptum fyrir fimmtíu daga vopnahlé. Haft er eftir leiðtoga innan samtakanna að þau hafi samþykkt vopnahléstillögu sem lögð var fram af Egyptum og Katörum fyrir tveimur dögum síðan.

Mette Frederiksen heldur til Grænlands
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heldur til Grænlands í vikunni sem kemur þar sem hún fer á fund Jens-Frederiks Nielsen, nýs landstjórnarformanns.

Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir
Yfir 1900 manns hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í Tyrklandi eftir að borgarstjóri Istanbúl var handtekinn. Mótmælin hafa staðið í tíu daga og mættu hundruð þúsunda í dag.

Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar
Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað.

Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot
Fyrrverandi kærasta karlrembuáhrifavaldsins Andrew Tate hefur lagt fram stefnu á hendur honum þar sem hún sakar hann um kynferðisofbeldi og líkamsárás. Hún sækir jafnframt um nálgunarbann á hann.

Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi
Utanríkisráðherra segir heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Grænlands og orð hans þar óviðeigandi og óviðunandi. Utanríkisráðherra Danmerkur segir ríki ekki eiga að tala við bandamenn sína líkt og Bandaríkjamenn tala við Dani.

Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“
Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði að ráðamenn Bandaríkjanna eiga ekki að tala við bandamenn sína í þeim tón sem hefur verið gert. Danir séu opnir fyrir nánara samstarfi innan þess ramma sem er til staðar.

Tala látinna komin yfir þúsund
Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur.

Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur segist fagna því að varaforseti Bandaríkjanna hafi tekið það skýrt fram í ræðu sinni á Grænlandi að Bandaríkin virði sjálfsákvörðunarrétt Grænlendinga. Hún segir ummæli hans í garð dönsku þjóðarinnar ósanngjörn.

Á annað hundrað látnir í Mjanmar
Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu.

„Það er skítkalt hérna“
Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna.

Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi
Joakim Medin, blaðamaður hjá dagblaðinu Dagens ETC, hefur verið handtekinn í Tyrklandi. Hann ferðaðist til landsins til að fjalla um fjölmenn mótmæli þarlendis.

Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé
Lofther Ísraelsher gerði fyrstu loftárásina í Beirút, höfuðborg Líbanon, síðan vopnahlé var samþykkt milli Ísrales og Hezbollah samtakanna undir lok síðasta árs.

Óttast að mörg hundruð séu látin
Að minnsta kosti 20 eru látnir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Skjálftarnir hafa valdið gríðarlegri eyðileggingu, bæði í Mjanmar og í Bangkok á Taílandi.

Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð
Egypsk yfirvöld yfirheyrðu áhöfn ferðamannakafbáts sem sökk í Rauðahafi í gær. Enn liggur ekki fyrir hvað olli slysinu sem kostaði sex rússneska ferðamenn lífið, þar á meðal tvö börn. Fjórir eru sagðir þungt haldnir eftir slysið.

Albanese boðar til þingkosninga
Forsætisráðherra Ástralíu hefur boðað til þingkosninga í landinu og munu kjósendur þar ganga að kjörborðinu þann 3. maí næstkomandi.

43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar
Jarðskjálfti af stærðinni 7,7 skók Mjanmar í morgun.

Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gefið út enn eina forsetatilskipunina þar sem hann meðal annars felur varaforsetanum J.D. Vance að uppræta „and-bandaríska hugmyndafræði“ á yfir tuttugu söfnum og rannsóknarstofnunum Smithsonian.

Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið
Kanadamenn þurfa að gera umfangsmiklar breytingar á hagkerfi þeirra og í raun umturna því. Þetta sagði Mark Carney, forsætisráðherra, Kanada í ræðu sem hann hélt í kvöld en hann lýsti því meðal annars yfir að hið gamla samband Kanadamanna við nágranna sína í suðri, Bandaríkjamenn, væri búið.

Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar
Karl III Bretakonungur var lagður inn á sjúkrahús í dag vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar. Hann var útskrifaður stuttu seinna.

Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“
Ísraelskir embættismenn kvörtuðu á dögunum við Hvíta húsið yfir upplýsingum sem send voru í spjallhóp háttsettra bandarískra embættismanna á Signal. Þar kom fram að Bandaríkin hefðu upplýsingar um að eitt helsta skotmark þeirra í nýlegum árásum gegn Hútum í Jemen væri heima hjá kærustu sinni og var sprengjum varpað á húsið.

Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi
Viðræðum um myndun meirihluta á grænlenska þinginu er lokið og koma fjórir fimm flokkanna á þinginu að nýrri ríkisstjórn. Til stendur að undirrita stjórnarsáttmála í hádeginu á morgun.

Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun
Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa sent Úkraínumönnum drög að nýju samkomulagi sem myndu í raun veita Bandaríkjamönnum stjórn á auðlindum Úkraínu. Drögin innihalda þó ekki nokkurs konar öryggistryggingar.

Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að rússneskum hermönnum muni fjölga á norðurslóðum. Á sama tíma gagnrýndi hann aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fyrir meinta vígvæðingu á norðurslóðum. Þetta sagði hann í ræðu sem hann flutti í dag um þau fjölmörgu og stóru tækifæri á þessum slóðum og ætlanir ríkisstjórnar hans til að nýta þau.

Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti
Óvenjuleg segulljós Neptúnusar hafa verið mynduð í fyrsta skipti með James Webb-geimsjónaukanum. Athuganirnar leiddu einnig í ljós að efsti hluti lofthjúps reikistjörnunnar hefur kólnað um hundruð gráða.

Sex taldir af eftir kafbátaslys
Sex létust og fleiri særðust eftir að kafbátur með túristum sökk í Rauða hafinu. Kafbáturinn var að sigla strendur Hurghada í Egyptalandi.

Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir
Stjórnvöld í Moskvu hafa sagt að vopnahléið á Svartahafi sem tilkynnt var á þriðjudag myndi aðeins hefjast þegar vestrænum hömlum á flutningi matvæla og áburðar frá Rússland hefði verið aflétt auk annarra skilyrða. Vólodímír Selenskí, forseti Úkraínu, ákallaði æðri máttarvöld í morgun og vonaði að Bandaríkin létu ekki undan þrýstingi Rússlands.

Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar
Stjórnvöld í Kreml halda því fram að þau ræði nú við Bandaríkjastjórn um að taka Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti aftur í notkun. Evrópuríki hafa miklar efasemdir um það jafnvel þótt friður komist á í Úkraínu.

Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu
Hundruð einstaklinga á Bretlandseyjum virðast hafa verið plataðir til að verja stórum fjárhæðum í kaup á vískitunnum, sem reyndust svo minna virði en fólki hafði verið tjáð eða hreinlega ekki til.