Innlent

„Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úr­bótum hjá borginni

Sjálfboðaliðasamtökin Dýrfinna skora á Reykjavíkurborg að gera úrbætur á hundasvæðinu á Geirsnefi til að koma í veg fyrir frekari slys á dýrum. Hundur sem slapp af svæðinu dó þegar hann varð fyrir bíl á Miklubraut í morgun, en þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist að sögn sjálfboðaliða hjá samtökunum.

Innlent

Bókaþjófur herjar á ís­lenska rit­höfunda á ný

Rithöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson er meðal þeirra sem hafa fengið tölvupóst frá aðila sem girnist óútgefna bók hans. Að sögn útgefanda minna skilaboðin á bókaþjóf sem herjaði á rithöfunda úti um allan heim fyrir nokkrum árum. Kynningarstjóri Forlagsins segir að þjófurinn hefur komist yfir að minnsta kosti tvö óútgefin handrit íslenskra höfunda.

Innlent

Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í saman­burði við þjáningu Palestínu­manna

Margrét Kristín Blöndal, baráttu- og tónlistakona, og fólkið sem var um borð með henni í Frelsisflotanum máttu þola ómannúðlega meðferð í ísraelsku fangelsi. Hún lýsir því hvernig hermenn hafi bundið fyrir augun á fólkinu, það neytt til þess að krjúpa með hendur teygðar fram tímunum saman og að fólki hafi ekki verið hleypt á salerni til gera þarfir sínar. Þá hafi hita- og kuldablæstri í klefum verið beitt til að brjóta fólkið niður.

Innlent

Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vísaði einstaklingi á brott sem hafði komið sér fyrir í gámi og fannst þar sofandi miðsvæðis í Reykjavík í dag. Ekki fylgdi sögunni hvers vegna viðkomandi hafi lagst þar til hvílu eða hvert hann hélt eftir að lögregla vísaði viðkomandi á brott. Þá hefur einn verið vistaður í fangaklefa í dag eftir að veitast að starfsmanni verslunar í borginni.

Innlent

Heim­ferðin frá Tenerife al­gjör mar­tröð

Hjón í Svarfaðardal segja farir sínar ekki sléttar eftir ferðalagið heim úr sólinni á Spáni. Eftir níu klukkustunda bið á flugvellinum á Tenerife sáu Norðanmenn rúmið í hyllingum þegar flugstjórinn tilkynnti um breytingar. Lent yrði á Keflavíkurflugvelli en boðið upp á rútuferðir norður.

Innlent

Enn vesen í Vesturbæjarlaug

Reykjavíkurborg hefur, í samráði við starfsfólk heilbrigðiseftirlitsins, tekið ákvörðun um að loka laugarkari Vesturbæjarlaugar tímabundið á meðan unnið er að lausn á flögnun á málningu. Fólk getur því ekki synt en þó notað heitu pottana, þann kalda og gufuböð.

Innlent

Búið að birta um­hverfis­mats­skýrslu fyrir Sunda­braut

Við lagningu Sundabrautar eru brúarkostir töluvert hagkvæmari í framkvæmd og rekstri en göng og uppfylla markmið framkvæmdarinnar betur. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýútkominni umhverfismatsskýrslu vegna Sundabrautar. Vegagerðin og Reykjavíkurborg standa samanlagt að sex kynningarfundum vegna verkefnisins næstu vikurnar.

Innlent

Fá­mennir hópar sagðir geta skuld­bundið sveitar­fé­lög með frum­varpi ráð­herra

Samband íslenskra sveitarfélaga vill að innviðaráðherra endurskoði ákvæði um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum í frumvarpi að nýjum sveitarstjórnarlögum þar sem þau gefi fámennum hópi íbúa í einu sveitarfélagi vald til þess að skuldbinda annað sveitarfélag til sameiningarviðræðna. Ekki sé heldur einhugur um ákvæði frumvarpsins um sameiningu sveitarfélaga.

Innlent

Styttist í stóra á­kvörðun vegna Sunda­brautar

Formaður verkefnastjórnar hjá Vegagerðinni segir eitt af markmiðum Sundabrautar að auka ekki umferð í íbúagötum. Von er á umhverfismati vegna Sundabrautar á næstu dögum og mun Reykjavíkurborg í kjölfarið auglýsa tillögu að breyttu aðalskipulagi þar sem fram kemur hvort göng eða brú yfir Kleppsvík verður fyrir valinu.

Innlent

Al­gengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf

Niðurstöður samevrópskrar rannsóknar sýna að um 40 prósent Íslendinga hafa fengið lánað eða lánað lyfsseðilsskyld lyf síðasta árið. Algengast var að fólk fengi lánuð eða lánaði verkjalyf eða róandi lyf. Sextán prósent þeirra sem höfðu lánað eða fengið lánað sögðu það hafa verið gert í neyð.

Innlent

„Ís­land fyrst, svo allt hitt“

Ungir Miðflokksmenn tóku upp á að nota nýtt slagorð í aðdraganda landsfundarins sem fór fram um helgina. „Ísland fyrst, svo allt hitt“ er slagorðið og er sótt í smiðju hægriflokka bæði austanhafs og vestan-, og Flokks fólksins.

Innlent

430 sunn­lenskir grunn­skóla­kennarar funduðu á Flúðum

„Gervigreind, netöryggi og skapandi verkefni“ í skólastarfi voru aðal málin á tveggja daga haustþingi kennara á Suðurlandi. Formaður Kennarafélags Suðurlands treystir sér ekki til að segja um hvort banna eigi símanotkun eða ekki í sunnlenskum skólum.

Innlent

Flóð­gáttir þurfi að opnast í Gasa

Framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi segir birgðaflutninga á Gasaströndinni fara of hægt af stað. Flutningabílar eru farnir að berast inn á svæðið en flóðgáttir þurfi að opnast til að bregðast við neyðarástandinu.

Innlent

Odd­vitinn ætlar ekki aftur fram

Vilhjálmur Árnason, ritari Sjálfstæðisflokksins og þingmaður, segist íhuga það alvarlega að gefa kost á sér sem oddvita flokksins í Reykjanesbæ í sveitarstjórnarkosningum í vor. Núverandi oddviti ætlar ekki fram.

Innlent

Í­búar í Laugar­dal uggandi: Vega­gerðin hafi hlaupið á sig vegna Sunda­brautar

Íbúar í Langholtshverfi í Laugardal í Reykjavík hafa áhyggjur af fyrirhuguðum framkvæmdum vegna Sundabrautar og tengingu við Holtaveg. Formaður íbúasamtaka segir Vegagerðina hafa hlaupið á sig með yfirlýsingu um að brú væri fýsilegri kostur en göng, hún hafi tekið sér vald sem hún hafi ekki. Íbúar í hverfinu hafi oft upplifað sig hornreka vegna framkvæmdanna.

Innlent

„Ég hef aldrei skorast undan neinu“

„Ég mun fylkja mér bak við nýjan varaformann. Við erum öll að vinna að því að stækka flokkinn og vonandi verður þetta besta leiðin til þess,“ segir Ingibjörg Davíðsdóttir sem laut í lægra haldi gegn Snorra Mássyni í varaformannskjöri á landsþingi Miðflokksins í dag.

Innlent

Sjö milljarða fram­lög frá alda­mótum: Vill endur­skoða rekstur Húsdýragarðsins

Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Reykjavík hafi ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins. Bein framlög Reykvíkinga til rekstursins hafi numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin að núvirði, og það geti ekki talist góð nýting fjármuna borgarbúa að reksturinn sé með svo miklum halla.

Innlent