Innlent

Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fugla­tegunda

Þingmenn Framsóknarflokksins og Miðflokksins vilja að reglur um veiðar á nokkrum fuglategundum verði rýmkaðar í því skini að takmarka ágang fuglanna á tún og kornakra. Þá leggja þingmennirnir til að ráðherra geri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir álftir og gæsastofna á Íslandi í samvinnu við hagsmunaaðila og Náttúrufræðistofnun.

Innlent

Hjóluðu 1300 kíló­metra með­fram Dón­á með börnum sínum

Fjölskyldu í Hveragerði finnst fátt skemmtilegra en að fara saman út að hjóla og ekki síst í útlöndum. Fjölskyldan er nýkomin heim úr hjólaferð meðfram Dóná, næst lengstu á í Evrópu en í ferðinni voru hjólaðir um þrettán hundruð kílómetrar og fjölskyldan gisti átján nætur í tjaldi.

Innlent

Hætta á að á­kveðnir staðir þrífist ekki

Fulltrúar verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að grípa til ráðstafana til að tryggja rekstur kjörbúða í minni bæjarstæðum á landsbyggðinni. Um félagslegt byggðarmál sé að ræða. Án þessar grunnþjónustu sé hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki.

Innlent

Þúsundir hafi orðið af milljónum

Bætur fyrir líkamstjón samkvæmt skaðabótalögum hafa ekki verið uppfærðar í 26 ár og halda ekki lengur í við launaþróun á vinnumarkaði. Fyrir vikið hafa þúsundir slasaðra einstaklinga fengið bætur sem endurspegla ekki raunverulegt fjártjón þeirra.

Innlent

Kosningahugur í eig­endum frístundahúsa

Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd í sveitarfélaginu.

Innlent

Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fá­gætur gripur

Frumgerð að íslenskum hönnunarstól sem talið var að væri glötuð fannst í Góða hirðinum. Stólinn hlaut verðlaun á sýningu í Munchen árið 1961 og þykir fundurinn nokkuð merkur. Kaupandinn segist varla þora að setjast í stólinn og hefur hann lokaðan inni á skrifstofu.

Innlent

Óttast að náms­braut verði undir verði af frum­varpinu

Formaður alþjóðanefndar Stúdentaráðs Háskólans á Akureyri segir skiptar skoðanir á drögum að frumvarpi um breytingu á lögum um atvinnuréttindi útlendinga en í þeim felast breytingar á dvalarleyfi námsmanna. Verði frumvarpið að lögum gæti námsbraut við skólann verið undir.

Innlent

Kostnaður við stjórn­sýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið

Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Hann er 10 þúsund krónum hærri á hvern íbúa en landsmeðaltalið og 26 þúsund krónum hærri en á Akureyri. Stjórnsýslufræðingur segir áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhagkvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði.

Innlent

Tveir fá heila­blóð­fall á hverjum degi á Ís­landi

Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins.

Innlent

Sendi síðasta bréfið degi áður en felli­bylurinn gekk yfir

Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að fellibylurinn Melissa gekk yfir Jamaíka á þriðjudag og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1951 lést íslensk kona í fellibyl á eyjunni en hún skrifaði fjölda bréfa til fjölskyldu sinnar hér á landi og það síðasta degi áður en óveðrið skall á.

Innlent

Nokkrar milljónir horfnar á ör­fáum vikum

Steingrímur Óli Fossberg var lífsglaður og atorkusamur maður þar til spilafíkn tók yfir líf hans. Fíknin braut hann niður smátt og smátt, þar til ekkert var eftir nema skömm og vonleysi. Steingrímur svipti sig lífi á seinasta ári, 36 ára að aldri. Fjölskylda hans gagnrýnir harðlega úrræðaleysi hér á landi þegar kemur að málefnum spilafíkla.

Innlent

Til­kynnt um bíl fullan af flug­eldum

Tilkynnt var um bíl sem var fullur af flugeldum í nótt, og fór lögregla á vettvang og kannaði málið. Ekki kemur fram í skýrslu lögreglunnar hvort flugeldar hafi fundist í bílnum.

Innlent