Innlent

Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd
Lögregla var kölluð til vegna mótmælafundar Eflingar í Kringlunni í dag. Mótmælin beindust að einum veitingastað. Í kvöldfréttum verður rætt við lögmann Samtaka fyrirtækja í veitingarekstri sem segir mótmælin ólögmæt.

Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær
Sálfræðingar í opinberri þjónustu felldu í gær kjarasamning með 61,2 prósent greiddra atkvæða. Kjörsókn var 76,7 prósent. Pétur Maack Þorsteinsson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir hljóðið þungt í sálfræðingum sem starfa í opinberri þjónustu. Hann segir félagið nú stefna á að ræða við félagsmenn til að ákvarða næstu skref.

Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum
Stjórn Virðingar stéttarfélags mótmælir í yfirlýsingu ósönnum fullyrðingum sem félagið segir sett fram í fjölmiðlum um stofnun félagsins. Fjallað var um það fyrr í dag að lögregla hafi verið kölluð til í Kringlunni þegar forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæða mótmælanna er tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag.

Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar
Björgunarsveitin Tindar Ólafsfirði og Björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði voru kallaðar út á mesta forgangi fyrr í dag þegar neyðarboð barst frá litlum fiskibát sem þá var staddur nærri landi, norðarlega í mynni Ólafsfjarðar, og hafði fengið í skrúfuna.

Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli
Jóhannes Þór Skúlason segir bókunarsvindl sem tröllríða íslenskum ferðamannaiðnaði um þessar mundir flest vera frá asískum ferðamönnum. Ferðamennirnir fari í ferðir og láta svo eins og þeir hafi ekk veitt heimild fyrir greiðslunni sem er þá afturkölluð.

Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni
Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar stóðu að mótmælum við Finnsson Bistro í Kringlunni í hádeginu. Ástæðan eru tengsl staðarins við félagið Virðingu, sem Efling segir gervistéttarfélag. Lögregla var kölluð til vegna mótmælanna.

Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins kemur saman á mánudag, þar sem til umræðu verða umdeildar hugmyndir um að fresta landsfundi. Á sama tíma hafa Framsóknarmenn til umræðu að flýta flokksþingi sínu.

Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump
Hlé hefur verið gert í kjarasamningsviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög. Náist ekki samningar fyrir 1. febrúar hefjast verkföll að nýju.

Þórdís vill ekki fresta landsfundi
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það segir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingkona flokksins, sagði í aðsendri grein í gær að nauðsynlegt væri að slá ekki kynslóðaskiptum í flokknum á frest og að flokkurinn myndi sér stefnu til framtíðar.

Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand
Enn er langt á milli aðila í kjaradeilu kennara við ríki og sveitarfélög hjá ríkissáttasemjara og var tekið ótímabundið hlé í viðræðunum í gær. Verkföll hefjast 1. febrúar náist ekki að semja fyrir það.

Eins og að vera fangi í eigin líkama
Freyja Imsland var að nálgast þrítugt og var við það að ljúka doktorsnámi í Svíþjóð þegar hún byrjaði að þróa með sér einkenni ME sjúkdómsins. Í dag er hún alfarið rúmföst og getur lítið gert án þess að örmagnast.

Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu
Heimilisköttur á Seltjarnarnesi greindist í dag með fuglaflensu. Skæð fuglaflensa H5N5 greindist í fyrsta skipti í ketti sem drapst fyrir jól.

Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga
Árið í ár var það heitasta árið frá upphafi mælinga. Meðalhiti jarðar náði fyrsta skipti neðri þröskuldi Parísarsakomulags um að hnattrænni hlýnun verði haldið innan við eina og hálfa gráðu.

85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki
Íslenskt birki breytist í fallega fugla í höndum 85 ára útskurðarmeistara á Selfossi, sem veit ekkert skemmtilegra en að tálga fugla og mála þá. Lóa, spói, jaðrakan, hrossagaukur og þúfutittlingur eru í mestu uppáhaldi hjá honum.

Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar
Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi.

Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka
Íslendingur sem er búsettur í Los Angeles segir ófremdarástand ríkja í borginni. Útgöngubann er í hluta borgarinnar í nótt en þjófar hafa nýtt sér gróðureldana sem umlykja hana. Minnst tíu eru látnir.

Átta ára fangelsi fyrir að nauðga andlega fatlaðri konu ítrekað
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurjón Ólafsson, karlmann á sextugsaldri, í átta ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað andlegra fatlaðri konu ítrekað og látið aðra menn sem hann var í samskiptum við nauðga henni. Hann var yfirmaður hennar og neyddi son hennar til að fylgjast með kynferðislegum athöfnum þeirra.

Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg
Fulltrúar sveitarfélaga í Rangárvallasýslu lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðu heilbrigðismála í sýslunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar.

Ekkert verður af kaupunum á Krafti
Styrkás og Kraftur hafa komist að samkomulagi um að fallið verði frá kaupum Styrkáss á öllu hlutafé í Krafti. Samkeppniseftirlitið féllst ekki á markaðsskilgreiningar sem félögin töldu að leggja ætti til grundvallar og því var hætt við kaupin og samrunatilkynning afturkölluð.

„Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“
Karlmaður hefur verið dæmdur til níu mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjölda brota í nánu sambandi með því að hafa á endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambúðarkonu sinnar. Hann hótaði meðal annars að myrða foreldra konunnar og dreifa nektarmyndum af henni.

Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd
Heilbrigðisstofnun Norðurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Sæborgar á Skagaströnd frá og með 1. maí 2025.

Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf
Á allra vörum hrindir af stað nýju þjóðarátaki í mars eftir sex ára hlé. Ein forsvarskvenna átaksins segir aukið ofbeldi gegn konum og börnum hafa vakið þær til lífsins - nú þurfi að klára að byggja nýtt Kvennaathvarf.

Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík
Reykjavíkurborg hefur gengið til viðræðna við fasteignafélögin Heima og Laka um uppbyggingu tveggja leikskóla í Reykjavík. Annars vegar nýjan leikskóla í Elliðaárdal og hins vegar stækkun leikskólans Múlaborgar í Ármúla. Leikskólarnir eiga að vera tilbúnir til notkunar í janúar á næsta ári.

Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun
Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um áframhaldandi stuðning til einkarekinna fjölmiðla.

Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á stórum hluta landsins vegna allhvassrar suðaustanáttar og rigningar aðfararnótt sunnudagsins og á sunnudagsmorgun.

Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu
Ökumaður sendibíls sem lést í árekstri við lyftara í Lækjargötu árið 2023 var óhæfur til aksturs vegna áhrifa örvandi fíkniefnis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur það meginorsök slyssins. Þá átti ökumaður lyftarans ekki að aka honum eftir neyslu á slævandi lyfi.

Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina
Í hádegisfréttum verður rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra um fjölgun leikskólarýma í borginni.

Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla
Reykjavíkurborg hyggst ganga til til viðræðna við fasteignafélagið Heima um að stækka húsnæði leikskólans Múlaborgar sem stendur við Ármúla 6. Áætlað er að stækkun leikskólans muni skila sér í fjölgun plássa fyrir 48 til 120 börn.

Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið
Tvær rútur, með um fimmtíu manns innanborðs, skullu saman á þjóðveginu inni á Hellu. Hópslysaáætlun var virkjuð vegna árekstursins. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en síðar afturkölluð þegar í ljós kom að engin alvarleg slys urðu á fólki. Fimm voru þó fluttir á sjúkrahús til skoðunar.

Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur sagt sig úr stjórn samtakanna og þar með frá formennsku.