
Innlent

Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun
Logi Már Einarsson menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um áframhaldandi stuðning til einkarekinna fjölmiðla.

Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar
Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir á stórum hluta landsins vegna allhvassrar suðaustanáttar og rigningar aðfararnótt sunnudagsins og á sunnudagsmorgun.

Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu
Ökumaður sendibíls sem lést í árekstri við lyftara í Lækjargötu árið 2023 var óhæfur til aksturs vegna áhrifa örvandi fíkniefnis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur það meginorsök slyssins. Þá átti ökumaður lyftarans ekki að aka honum eftir neyslu á slævandi lyfi.

Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina
Í hádegisfréttum verður rætt við Einar Þorsteinsson borgarstjóra um fjölgun leikskólarýma í borginni.

Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla
Reykjavíkurborg hyggst ganga til til viðræðna við fasteignafélagið Heima um að stækka húsnæði leikskólans Múlaborgar sem stendur við Ármúla 6. Áætlað er að stækkun leikskólans muni skila sér í fjölgun plássa fyrir 48 til 120 börn.

Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið
Tvær rútur, með um fimmtíu manns innanborðs, skullu saman á þjóðveginu inni á Hellu. Hópslysaáætlun var virkjuð vegna árekstursins. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en síðar afturkölluð þegar í ljós kom að engin alvarleg slys urðu á fólki. Fimm voru þó fluttir á sjúkrahús til skoðunar.

Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hefur sagt sig úr stjórn samtakanna og þar með frá formennsku.

Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir mikilvægt að framtíð forystu Sjálfstæðisflokksins verði ekki slegið á frest. Hún segir mikilvægt að Sjálfstæðismenn taki höndum saman og vinni „farsællega að þeim kynslóðaskiptum sem nauðsynleg eru til að flokkurinn verði á ný öflugasta stjórnmálaafl landsins“. Þetta segir Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi
Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum hefur samþykkt að óska eftir miðstjórnarfundi hjá flokknum í þeim tilgangi að flýta megi flokksþingi.

Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa
Sterk fylgni er sögð á milli fjölda laxalúsa á villtum löxum og fjölda fullorðinna kvenkyns laxalúsa í nálægum sjókvíum.

Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð
Á dögunum var karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að reyna að ráðast á fólk með hníf í byrjun desember. Hann er einnig grunaður um að hafa ráðist á móður sína nokkrum dögum áður.

Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu
Íbúi í Smyrilshlíð í Hlíðarendahverfi hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðu fimm hæða húsi nokkrum metrum frá íbúð hennar. Íbúð sem áður var auglýst sem útsýnisíbúð verði án sólarljóss allan ársins hring breyti borgin ekki áformum.

Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti
Kynningarfundur vegna fyrstu lotu Borgarlínu fór fram síðdegis í dag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Forstöðumaður verkefnastofu Borgarlínu segir glitta í framkvæmdir og að það sé ánægjulegt að verkefnið sé komið svo langt.

„Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“
Bæjarráð Hveragerðisbæjar hefur skorað á Orkuveitu Reykjavíkur að tryggja Hvergerðingum fyrirtækjum og stofnunum í bænum afhendingaröryggi á heitu vatni. Formaður bæjarráðs segir viðvarandi skort verið á heitu vatni frá í byrjun desember.

Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic
Eigendur sveitahótelsins á Hestheimum í Ásahreppi á Suðurlandi vita varla í hvorn fótinn þau eiga að stíga þessa dagana vegna gleði. Ástæðan er sú að hótelið þeirra var valið eitt af hundrað sérstökustu hótelum í heimi í fjögur hundruð síðna bók, sem National Georgraphic var að gefa út.

Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður
Kona sem var á síðasta ári ákærð fyrir fjárdrátt í opinberu starfi þegar hún var skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn er grunuð um að hafa notað peninginn til einkanota, aðallega í greiðslur sem fóru inn á veðmálasíður.

Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð
Íslendingur sem flúði gróðureldana í Los Angeles segir heimili sitt og allt hverfið sem hann bjó í brunnið til grunna. Mikil óvissa ríki um framtíðina og honum líði eins og hann sé staddur í bíómynd. Eldarnir eru þeir mestu á svæðinu í manna minnum og eyðileggingin mikil. Erfiðlega hefur tekist að ná stjórn á þeim þó vind sé tekið að lægja.

Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal
Nýr leikskóli mun rísa við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal og stefnt er á að hann verði tilbúinn til notkunar á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Reykjavíkurborg mun reka leikskólann.

Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi
Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta.

Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar
Borgarráð samþykkti í dag ráðningu Steins Jóhannssonar í starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Steinn hefur gegnt stöðu rektors Menntaskólans við Hamrahlíð undanfarin sex ár.

Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið
Toyota Corolla er heldur illa farin eftir að henni var ekið á vegrið á Eyrarbakkavegi á öðrum tímanum í dag.

Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu
Sóttvarnalæknir segir almenning ekki þurfa að hafa áhyggjur af fuglaflensu. Sú veira sem greindist í kettlingi hér á landi hafi aldrei greinst í fólki og þá smitist veiran ekki á milli manna. Engu að síður sé mikilvægt að þeir sem hafi einkenni og hafa verið í umgengni við dýr sem hafa verið veik vegna fuglaflensu fari í sýnatöku.

Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði
Veðurstofan hefur hækkað vöktunarstig á Ljósufjöllum. GPS og gervitunglagögn sýna enga mælanlega aflögun og eru engar sérstakar vísbendingar um að kvikuhreyfingar séu nærri yfirborði. Skjálfar hafa mælst á svæðinu en þeir eru á „óvenjulegri dýpt“ samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar um málið.

Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum
Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis.

Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi
Í hádegisfréttum fjöllum við um kjarreldana sem loga vítt og breitt um Los Angeles, næst stærstu borg Bandaríkjanna.

Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku
Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón.

Beint streymi: Er Grænland til sölu?
Málþingið „Er Grænland til sölu?“ sem er á vegum Norræna hússins og Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands fer fram í Norræna húsinu frá 12 til 13 í dag. Rætt verður um sjálfstæði Grænlands, áhuga Bandaríkja á landinu og öryggi á norðurslóðum.

Finnar verja Ísland í fyrsta sinn
Finnskir flugmenn eru væntanlegir til Íslands í lok mánaðarins en þá munu þeir taka að sér loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Verður það í fyrsta sinn sem finnskir flugmenn taka að sér loftrýmisgæslu hér á landi, eftir að Finnland gekk í NATO í fyrra.

Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu
Tvö mál komu upp í árslok þar sem einstaklingar urðu uppvísir að því að falsa pappíra til að annars vegar flytja inn kött og hins vegar flytja þrjá ketti úr landi.

Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður
Alls eru 45 prósent hlynnt aðild Íslands að Evrópusambandinu og 58 prósent hlynnt atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Prósent framkvæmdi dagana 17. til 31. desember 2024.