Erlent

Átta­tíu og fimm prósent vilja ekki til­heyra Trump

Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni.

Erlent

Segir Rússa hafa ætlað að ráða fleiri iðnaðarleiðtoga af dögum

Einn forsvarsmanna Atlantshafsbandalagsins staðfesti í dag að Rússar hafi lagt á ráðin með að myrða Armin Papperger, framkvæmdastjóra þýska hergagnaframleiðandans Rheinmetall. Rússneskir útsendarar hefðu staðið að baki fjölmörgum skemmdarverkum og tilraunum til skemmdarverka í Evrópu á undanförnum árum, auk fleiri banatilræða.

Erlent

Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rán­dýr

Caroline Kennedy, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu og frænka Robert F. Kennedy yngri, sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilnefnt í embætti heilbrigðisráðherra, segir frænda sinn vera rándýr. Hún segir hann einnig vera athyglissjúkan hræsnara og að „krossferð“ hans gegn bóluefnum þjóni þeim tilgangi að gera hann auðugan.

Erlent

Mona Lisa fær sér­her­bergi

Mona Lisa verður færð í sérherbergi í Louvre-safninu í París, og gestir utan Evrópusambandsins munu greiða hærri aðgangseyri. Þetta kom fram á blaðamannafundi Macrons frakklandsforseta um fyrirhugaðar umbætur á safninu.

Erlent

Goog­le breytir nafninu á Mexíkó­flóa

Bandaríski tæknirisinn Google hyggst breyta nafninu á Mexíkóflóa í Ameríkuflóa hjá bandarískum notendum. Þannig mun nýja nafnið, Ameríkuflói (e. Gulf of America), birtast bandarískum notendum á Google Maps.

Erlent

Segja átta látna af þeim 26 gíslum sem láta á lausa

Stjórnvöld í Ísrael segja átta af þeim 26 gíslum sem Hamas hefur skuldbundið sig til að láta lausa í fyrsta fasa vopnahlésis á Gasa séu látnir. Yfirvöld eru sögð hafa fengið lista frá samtökunum í nótt sem staðfesti að átta hafi verið drepnir.

Erlent

Svíar leggja hald á skip vegna skemmda á sæ­streng

Herskip á vegum Atlantshafsbandalagsins komu í gær að þremur skipum sem fluttu farm frá Rússlandi nálægt stað þar sem enn einn sæstrengurinn fór í sundur á Eystrasalti. Sænskir saksóknarar segja að eitt skipanna hafi verið kyrrsett en öll þrjú skipin eru til rannsóknar.

Erlent

Senda Trump skila­boð og auka við­búnað við Græn­land

Ríkisstjórn Danmerkur opinberaði í dag nýja áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Smíða á ný herskip, auka eftirlit með gervihnöttum og kaupa tvo langdræga dróna en áætlað er að verkefnið muni kosta um 14,6 milljarða danskra króna.

Erlent

Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum upp­reisnar­manna

Þúsundir íbúa einnar stærstu borgar Austur-Kongó og nærliggjandi byggða hafa flúið heimili sín eftir að uppreisnarmenn, studdir af yfirvöldum í Rúanda, tóku hana. Leiðtogar uppreisnarhópsins M23 segja Goma hafa fallið í nótt en það er höfuðborg héraðs sem kallast Norður-Kivu.

Erlent

Ísraels­menn saka Hamas um brot á sam­komu­laginu

Fjölskyldur fjögurra kvenna sem sleppt var úr haldi Hamas í dag fögnuðu ákaft og brustu í grát þegar konurnar komu loks heim. Ísraelsmenn saka Hamas um brot á vopnahléssamkomulagi en slepptu þó tvö hundruð Palestínumönnum úr fangelsi.

Erlent

Birta bráða­birgða­skýrslu vegna slyssins

Yfirvöld í Suður-Kóreu munu birta bráðabirgðaskýrslu um flugslysið sem varð á flugvellinum í Muan í landinu í lok síðasta mánaðar, ekki síðar en á mánudag. Slysið er það mannskæðasta sem orðið hefur í landinu en 179 af 181 um borð létu lífið. 

Erlent

Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum

Fjórum ísraelskum gíslum var sleppt úr haldi Hamas í Gasaborg í morgun. Búist er við að tvö hundruð palestínskum föngum í haldi Ísraels verði sleppt síðar í dag. Ísraelar segja Hamas hafa svikið þá um fimmta gíslinn en samtökin segja um tæknileg vandræði að ræða.

Erlent

Til­nefning Hegseth stað­fest með naumum meiri­hluta

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur staðfest tilnefningu Petes Hegseth til embættis varnarmálaráðherra. Tilnefningin var staðfest með eins naumum meiri hluta og hugsast gat, með 50 atkvæðum greiddum á móti og 51 atkvæði greiddu með. 

Erlent