Gagnrýni

Uppgjör dóttur

Hin órólegu er frásögn skáldkonunnar Linn Ullmann af foreldrum sínum, leikstjóranum Ingmar Bergman og leikkonunni Liv Ullmann. Ingibjörg Eyþórsdóttir þýðir verkið með miklum ágætum.

Gagnrýni

Hetjur PoppTíví kynslóðarinnar

Það voru fataskipti og gítarsóló og trommusóló, danssporin hennar Birgittu og þrettán ár af spennu aðdáenda sem fengu útrás í hrópum eins og "Ég elska þig Birgitta!“ og "Viggi þú ert bestur!“

Gagnrýni

Rambó skellir sér í skautbúning

Sjáið þessa mynd, látið heillast og fellið nokkur tár. Ef Kona sem fer í stríð hreyfir ekki við ykkur mæli ég með að þið pantið tíma hjá Lækna-Tómasi og biðjið hann um að finna í ykkur hjartað.

Gagnrýni

Slappiði af, Han Solo getur ekki klikkað

Fyrsta sjálfstæða Stjörnustríðsmyndin, Rogue One: A Star Wars Story, heppnaðist gríðarlega vel og sýndi fram á að í raun eru möguleikarnir óteljandi fyrir skemmtileg ævintýri í Star Wars-heiminum með frelsinu sem fylgir því að þurfa ekki að spinna söguna innan ramma ættarsögu Geimgenglanna.

Gagnrýni

 Í leit að betri heimi

Hvað sem fólki kann að finnast um þá bræður, John Fitzgerald Kennedy og Robert Francis Kennedy, er óhætt að mæla eindregið með þessum þáttum á Netflix

Gagnrýni

Sök bítur seka...

Fyrir áratug eða svo skrifaði ég bók um nafntoguðustu vændiskonu landsins. Hún sat þá í Kvennafangelsinu í Kópavogi og afplánaði þungan dóm fyrir hórmang, ofbeldisbrot, brot gegn valdstjórninni og síðast en alls ekki síst fyrir tilraun til stórfellds innflutnings á kókaíni frá Hollandi til Íslands.

Gagnrýni

Adam er enn í Paradís

Bíó Paradís er lítið en mikilvægt tannhjól í gangverki kvikmyndalífsins á Íslandi. Kvikmyndahúsið við Hverfisgötuna lýtur öðrum lögmálum en hin bíóhúsin í borginni.

Gagnrýni

Ekki bara spilað heldur dansað líka

„Börn eiga að vera séð, ekki heyrð.“ Þetta var algeng skoðun í gamla daga. Segja má að því sé öfugt farið um barokkdansa á tónleikum nútímans. Þeir eru heyrðir, ekki séðir.

Gagnrýni

Ótakmarkað ímyndunarafl, meðalgóður Spielberg

Ready Player One gerist í dystópískri framtíð þar sem nánast takmarkalaus sýndarveruleiki er orðinn að stærstu fíkn mannkynsins. Þetta framtíðarlega nostalgíupartí Spielbergs er bæði töfrandi og tómlegt, en almennt flott.

Gagnrýni

Meira en bara trix og takkaskór

Það má oft spyrja sig hvers vegna við framleiðum ekki meira af alíslenskum barna- og fjölskyldumyndum með krökkum í aðalhlutverki, fyrst við höfum sýnt fram á fína getu með fáeinum sigurvegurum í gegnum árin.

Gagnrýni

Grafir og bein með engu kjöti á

Frá upphafi tölvuleikja hafa fá nöfn grafið sig jafn djúpt í kúltúrinn og Lara Croft; grafræninginn sem frá upprunalegri sköpun sinni hefur eflaust skotið ófáum táningum hraðar á kynþroskaaldurinn.

Gagnrýni

Hera og fúli hershöfðinginn

Ben Kingsley sýnir sínar traustari hliðar en Hera Hilmar er annars vegar sú sem sér um að græja mestan púls í myndina. Hún heldur sínu striki og slær karlinn út.

Gagnrýni

Gúmmítöffarar á sponsi

Yfirleitt er alvarleikinn allsráðandi í íslenskum glæpamyndum, sem á góðum degi getur leitt til bitastæðra verka en á versta tíma framkallað hlátursköst óviljandi, sem er því miður algengara tilfellið.

Gagnrýni

Þunnildi frekar en þrumandi skemmtun

Um síðustu helgi frumsýndi Þjóðleikhúsið söngleikinn Slá í gegn eftir Guðjón Davíð Karlsson sem einnig leikstýrir, en sýningin er smíðuð að stórum hluta úr lögum Stuðmanna. Verkefnið er eitt það stærsta sem Þjóðleikhúsið framleiðir á leikárinu en stór leikarahópur kemur fram í sýningunni ásamt bæði dönsurum og sirkuslistafólki.

Gagnrýni

Eldtungur stigu næstum því upp úr fiðlunni

Frammistaðan olli ekki vonbrigðum. Spilamennskan var mjúk en breið, hljómurinn fallega mótaður, hraðar tónarunur fullkomlega af hendi leystar. Styrkleikajafnvægið á milli píanósins og strengjahljóðfæranna var auk þess prýðilegt.

Gagnrýni

Ferðalag í þokunni

Síðastliðinn sunnudag frumsýndi Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði fjölskyldusöngleikinn Í skugga Sveins þar sem Ágústa Skúladóttir, í samvinnu við tónlistarmanninn Eyvind Karlsson og leikskáldið Karl Ágúst Úlfsson, sviðsetur nýja og músíkalska túlkun á Skugga-Sveini eða Útilegumönnunum eftir Matthías Jochumsson sem má teljast til hornsteins í íslenskri leikhússögu.

Gagnrýni