Golf

Birgir Leifur lék á 58 höggum á Akranesi!

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, fór hamförum á Garðavelli í dag og lék völlinn á 58 höggum eða 14 höggum undir pari vallarins.

Golf

Singh fékk albatross í Boston

Kylfingurinn Vijay Singh frá Fiji-eyjum fékk albatross á þriðja hring á Deutsche Bank Championship mótinu sem fram fer í Boston á PGA-mótaröðinni.

Golf

Jimenez vann í svissnesku ölpunum

Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez sigraði á Omega European Masters golfmótinu sem lauk á evrópsku mótaröðinni í Sviss í dag. Jimenez lék samtals á 21 höggi undir pari og sigraði mótið með þremur höggum.

Golf

Landsbyggðin mætir Höfuðborgarsvæðinu

KPMG bikarinn 2010 fer fram á Korpúlfsstaðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur dagana 10.-11 september. Í KPMG bikarnum keppir úrvalslið höfuðborgar gegn úrvalsliði landsbyggðar.

Golf

Tiger tók stórt húsnæðislán

Skilnaður Tiger Woods við sænsku skutluna Elin Nordegren kostaði kylfinginn skildinginn. Svo illa kom skilnaðurinn við budduna hjá hinum moldríka Tiger að hann neyddist til þess að taka lán fyrir húsinu sem hann er að byggja.

Golf

15 ára sigurvegari á Hellu

Hin 15 ára gamla Sunna Víðisdóttir stimplaði sig inn í íslenskt kvennagolf með eftirminnilegum hætti í dag er hún sigraði á Egils Gull-mótinu sem fram fór á Strandavelli á Hellu.

Golf

Guðmundur og Sunna leiða á Hellu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Sunna Víðisdóttir, bæði úr GR, leiða eftir fyrri daginn í lokamóti Eimskipsmótaraðarinnar en það fer fram á Strandavelli á Hellu.

Golf

Tiger missti flugið

Tiger Woods missti flugið á öðrum hring á Barclays-mótinu og datt úr toppsætinu niður í það fjórtánda.

Golf

Gamli, góði Tiger er kominn aftur

Það er greinilega þungu fargi létt af Tiger Woods að hafa klárað skilnaðarmálið sitt því hann lék eins og hann á að sér á Barclays-mótinu í gær.

Golf

Í öðru sæti í 259 vikur

Phil Mickelson vonast til þess að hrifsa toppsætið á heimslista kylfinga af Tiger Woods á Barclays-mótinu um helgina.

Golf

Kylfusveinn Tigers óttast ekki um starf sitt

Orðrómur er uppi í golfheiminum þessa dagana að Tiger Woods ætli sér að skipta um kylfusvein. Tiger er ekki að finna sig og vilja einhverjir meina að hann hefði gott af nýjum félagsskap.

Golf

Tiger líklega valinn í Ryder-liðið

Þó svo Tiger Woods sé enn efstur á heimslistanum í golfi þá tókst honum ekki að næla sér í nógu mörg stig til þess að komast í bandaríska Ryder Cup-liðið.

Golf

Birgir Leifur og Valdís Þóra Íslandsmeistarar í holukeppni

Birgir Leifur Hafþórsson (GKG) og Valdís Þóra Jónsdóttir (GL) fögnuðu sigri í dag er úrslitaleikirnir um Íslandsmeistaratitilinn í holukeppni fóru fram á Garðavelli á Akranesi. Þau eru bæði frá Akranesi og ljóst að þeim líður vel á uppeldisvellinum.

Golf