Innherji
„Ég held að enginn vilji snúa aftur til Verbúðardaganna"
„Sjávarútvegur dagsins í dag snýst um svo margt annað og fleira en bara veiðar, vinnslu og þras á göngum Alþingis um veiðigjald," segir Agnes Guðmundsdóttir, hjá Icelandic Asia og formaður félagsins Konur í sjávarútvegi. Hún ræðir Verbúðina, veiðigjöld og nýja rannsókn um stöðu kvenna í greininni.
Þorgerður fékk loðin svör frá Svandísi um hækkun veiðigjalda
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kvað sér hljóðs í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag og vildi knýja fram afstöðu ráðherra sjávarútvegsmála, Svandísar Svavarsdóttur, til hækkunar veiðigjalda.
Lífeyrissjóðir samþykkt að leggja Mílu til meira fé til að hraða uppbyggingu innviða
Forsvarsmenn íslensku lífeyrissjóðanna, sem eru að kaupa samanlagt um fimmtungshlut í Mílu, dótturfélagi Símans, eru sammála væntanlegum meirihlutaeigenda fjarskiptafyrirtækisins – franska fjárfestingarsjóðnum Ardian – um að leggja því til meira fjármagn á komandi árum til að hraða uppbyggingu á 5G og ljósleiðarakerfi félagsins.
Ærandi þögn um ofríki í Kanada
Atburðarás síðustu vikna er söguleg og hún er áminning um það hversu brothætt frjálslynda lýðræðissamfélagið er þegar á reynir. Stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að vera talsmenn frjálslyndis, jafnt ráðherrar sem þingmenn, geta því ekki látið hjá líða að tala gegn ofríkinu í Kanada.
Nýsköpunarfyrirtækið Taktikal með nýja lausn í rafrænum undirskriftum
Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Taktikal gaf út fyrr í þessum mánuði nýja lausn í alþjóðlegum rafrænum undirritunum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem ekki hefur verið í boði hér á landi áður. Er lausnin sérstaklega ætluð fyrirtækjum sem eru í viðskiptum við erlenda aðila eða starfa á alþjóða vettvangi.
Dagur í lífi Rósu: Þéttir dagar og engir tveir eins
Rósa Kristinsdóttir er yfirlögfræðingur og regluvörður Akta, sjóðastýringarfélags. Hún segir dagana einkar fjölbreytta en vill helst ekki sleppa morgunbollanum með vinkonunum og auglýsir eftir fleiri stöðum sem opna eldsnemma. Hún segir lífið hafa breyst til hins betra þegar hún eignaðist baðkar.
Bankið í ofninum: Hvað kostar þjóð að framleiða krósant og ís?
Eins dauði er annars brauð. Á Íslandi er það croissant. Það er rammpólitískt bakkelsi.
Sameiningar myndu fækka kjörnum fulltrúum og lækka launakostnað
Kosið er um sameiningu í tíu sveitarfélögum á næstu vikum. Samkvæmt nýrri úttekt Viðskiptaráðs gæti kjörnum fulltrúum fækkað um 27 og hagræðing í launakostnaði numið um 200 milljónum á næsta kjörtímabili ef af sameiningunum verður.
Stórbætt afkoma gerir Landsvirkjun kleift að greiða 15 milljarða króna arð
Stjórn Landsvirkjun mun leggja til að greiddur verði út arður að fjárhæð 15 milljarðar króna eftir umtalsverðan aukningu á bæði tekjum og hagnaði á síðasta ári. Þetta kemur fram í uppgjörstilkynningu Landsvirkjunar fyrir árið 2021.
Eik bindur vonir við að Borgarlínan glæði eftirspurn niðri í bæ
Eftirspurn eftir atvinnuhúsnæði í miðbænum var dræm á síðasta ári samkvæmt nýrri ársskýrslu Eikar fasteignafélags. Forstjóri félagsins segir að tilkoma Borgarlínunnar muni breyta stöðunni til muna.
Fortuna Invest vikunnar: Veist þú hvað er að frétta úr heimi viðskipta?
Fortuna Invest tók saman nokkrar laufléttar spurningar um viðskiptafréttir vikunnar fyrir lesendur í þessari viku.
Væntingar um virði Tempo ýta gengi Origo upp í hæstu hæðir
Hlutabréfaverð Origo hefur rokið upp um 23 prósent eftir að upplýsingatæknifyrirtækið birti ársuppgjör sitt fyrir aðeins tveimur vikum síðan. Markaðsvirði félagsins, sem er á meðal þeirra minnstu á aðalmarkaði Kauphallarinnar, hefur á þeim tíma hækkað um nærri 7 milljarða króna og nemur nú rúmlega 35 milljörðum.
Akta selur þriðjung bréfa sinna í Icelandair eftir tugprósenta verðhækkun
Hlutabréfasjóður í stýringu Akta, sem fór að byggja upp umtalsverða stöðu í Icelandair Group undir lok síðasta árs, seldi í liðinni viku um þriðjung bréfa sinna í flugfélaginu en hlutabréfaverð þess hefur hækkað um liðlega 40 prósent á rúmlega tveimur mánuðum.
Hvernig færðu fólk með eðluheila til að kaupa það sem þú ert að selja?
Þegar fyrirtækjum tekst að koma vörumerkjunum sínum í vana hjá viðskiptavinum lækkar markaðskostnaðurinn mikið. Markaðsfólk þarf jafnframt að átta sig á því að vitund og ásetningur er yfirleitt ekki nóg til að breyta hegðun en það er óþarfi að örvænta.
Eldsneytisverð þrýstir upp kostnaði Icelandair, spá háu verði út árið
Hátt eldsneytisverð er ein helsta skýringin á því að einingakostnaður Icelandair í fyrra var mun hærri en flugfélagið spáði í fjárfestakynningu sem það birti fyrir hlutafjárútboðið 2020. Þetta kemur fram í svari Icelandair við fyrirspurn Innherja.
Frekari bankaskattur kemur atvinnulífinu spánskt fyrir sjónir
Forstöðumaður efnahagssviðs SA og stjórnarformaður Viðskiptaráðs eru sammála um að hugmyndir Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra um að leggja sérstakan, frekari skatt á fjármálafyrirtæki gangi gegn yfirlýstum markmiðum ráðherrans með aðgerðinni. Yfirvöld vilji ólíklega rýra virði eignarhlutar síns í fjármálakerfinu þegar sala á frekari hlut ríkisins í Íslandsbanka er framundan.
Forystu Viðreisnar varð að ósk sinni um slag í borginni
Frestur til að tilkynna um framboð í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík rennur út á morgun og þegar hafa sjö skilað inn framboði.
Haraldur í Ueno og Eldhrímnir á meðal stærstu hluthafa indó
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, og fjárfestingafélagið Eldhrímnir eru á meðal stærstu hluthafa áskorendabankans og sparisjóðsins indó sem hefur nýlega fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á hluthafalista indó sem Innherji hefur undir höndum.
Verðbólga gæti farið í 7 prósent ef ekki tekst að hemja íbúðaverð í bráð
Nýjar tölur um hækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu eru til þess fallnar að „lyfta upp“ verðbólguspám fyrir næstu mánuði og með þessu áframhaldi gæti verðbólga farið upp í 7 prósent áður en hún tekur að hjaðna. Þetta segir Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur sjóðastýringarfélagsins Stefnis.
Pyrrhosarsigur Sólveigar Önnu
Sólveig Anna Jónssdóttir verður formaður Eflingar á ný eftir að hafa tryggt sér nauman meirihluta atkvæða í nýafstöðnu stjórnarkjöri. Hún kemur löskuð út úr hatrammri kosningabaráttu og umboð hennar er mun veikara heldur en það var fyrir fjórum árum síðan. Þetta var sannkallaður Pyrrhosarsigur.
Einingakostnaður Icelandair talsvert hærri en spá félagsins fyrir útboðið
Nokkrar af helstu lykiltölunum í ársuppgjöri Icelandair Group voru undir þeim markmiðum sem sett voru fram í fjárfestakynningunni sem flugfélagið útbjó fyrir hlutafjárútboðið 2020. Einingakostnaður félagsins, helsti mælikvarðinn á samkeppnishæfni flugfélaga, reyndist 15 prósentum hærri en spá.
Kristrún og framtíðin
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er um þessar mundir á ferð og flugi um landið og heldur opna fundi með fólki í þeirra heimabyggð.
Síminn segir framtíð RÚV betur borgið utan samkeppnismarkaðar
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins leggur aftur fram frumvarp um að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Síminn fagnar framkomu málsins í umsögn og segir ánægjulega afleiðingu þess að hið opinbera fari af samkeppnismarkaði verði betra ríkisútvarp. „Ríkisútvarp þar sem dagskrárákvarðanir verða loks teknar af dagskrárstjóra en ekki auglýsingadeild.”
Að blekkja gegn betri vitund
Viðskiptaráðherra væri nær að huga að því að bæta samkeppnisstöðu íslensks fjármálakerfis, sem gæti skilað sér í minnkandi vaxtamun, í stað þess að boða aðgerðir sem allt í þrennt leiða til verri lánakjara, rýra virði eignarhluta ríkisins í bönkunum og vinna gegn peningastefnunni á verðbólgutímum.
Reitir greina hótelmarkaðinn áður en samstarfið við Hyatt verður tekið lengra
Fasteignafélagið Reitir bíður eftir ýtarlegri skýrslu um stöðu íslenska hótelmarkaðarins áður en tekin verður ákvörðun um næstu skref í þróun á gamla sjónvarpshúsinu við Laugaveg 176. Enn er í gildi samkomulag við alþjóðlegu hótelkeðjuna Hyatt Hotels Corporations um opnun á hóteli undir merki keðjunnar. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Reita í morgun.
Fjárfestar róast eftir ólgusaman morgun í Kauphöllinni
Áhyggjur af mögulegum átökum í Úkraínu settu svip á evrópsk hlutabréf í morgun og fór Kauphöllin ekki varhluta af verðlækkunum. Miklar lækkanir gengu þó að nokkru leyti til baka þegar jákvæðar fréttir bárust úr austri.
Daníel hættur hjá Landsbankanum, stýrt hagfræðideild bankans frá 2010
Daníel Svavarsson, sem hefur verið forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans frá árinu 2010, hefur hætt störfum hjá bankanum.
Bankarnir vænta aukinnar verðbólgu í febrúar, Arion með dekkstu spána
Spár greiningadeilda bankanna um næstu verðbólgumælingu liggja á bilinu 5,8 prósent og 6,1 prósent á ársgrundvelli. Útlit er fyrir að innfluttur verðbólguþrýstingur verði þrálátari en áður var talið og að áfram verði spenna á fasteignamarkaði.
Kortavelta Íslendinga ekki aukist minna í meira en ár, netverslun þrefaldast frá 2020
Heildarkortavelta Íslendinga innanlands nam rúmum 66 milljörðum króna í janúar á þessu ári og jókst um 3,4 prósent frá sama tímabili árið áður miðað við breytilegt verðlag. Er þetta minnsti vöxturinn á milli ára frá því í október 2020.
Rekstur borgarinnar háður arðgreiðslum dótturfyrirtækja
Rekstur Reykjavíkurborgar eru háður því að borgin fái arðgreiðslur frá fyrirtækjum í eigu borgarinnar, svo sem Orkuveitu Reykjavíkur, malbikunarstöðinni Höfða og öðrum fyrirtækjum.