Rússar ekki í vandræðum með olíuútflutning þrátt fyrir þvinganir

Þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Vesturlanda gagnvart Rússlandi í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu hefur rússneskum olíufyrirtækjum tekist að viðhalda nánast sömu framleiðslu og fyrir stríð. Útflutningur hráolíu mældur í magni er talinn munu dragast saman um sjö til átta prósent á þessu ári, að því er kemur fram í nýlegri greiningu Institute of Energy við Oxford-háskóla í Bretlandi (OIES).