Innherji
Bankarnir hætti frekari greiðslum í Tryggingarsjóð innstæðueigenda
Til stendur að hætta gjaldtöku á innlánsstofnanir, sem eru einkum stóru bankarnir þrír, í Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) og sömuleiðis á ekki að taka upp sérstakt gjald til fjármögnunar á nýjum skilasjóð.
Jón Arnór Stefánsson ráðinn til Fossa markaða
Jón Arnór Stefánsson, sem var besti körfuknattsleiksmaður Íslands um langt árabil, hefur haslað sér völl á nýjum starfsvettvangi og verið ráðinn til verðbréfafyrirtækisins Fossa markaða.
Færeyska samkeppniseftirlitið tók ákvörðun á aðeins einum mánuði
Það er margt áhugavert við sölu Skeljungs á færeyska eldsneytisfyrirtækinu p/f Magni, ekki síst það hversu umfangsmikil hún er á færeyskum skala. Eftir því sem Innherji kemst næst er um að ræða ein stærstu viðskipti með færeyskt fyrirtæki í fimmtán ár. Hefði því ekki komið á óvart ef samkeppnisyfirvöld þar í landi hefðu varið drjúgum tíma í að rannsaka áhrif viðskiptanna.
Veðtökuhlutfallið hefur ekki verið lægra um árabil í Kauphöllinni
Veðsetning hlutabréfa í Kauphöllinni hefur ekki verið minni í meira en fjögur ár ef hún er sett í samhengi við heildarmarkaðsvirði skráðra félaga. Þetta má lesa úr nýbirtum tölum Nasdaq verðbréfamiðstöðvar yfir veðsetningu hlutabréfa.
Birna Ósk um Boga Nils: „Hann tók þetta allt á kassann og hélt áfram“
Við upphaf kórónuveirufaraldursins gat enginn séð fyrir hversu mikil áhrif hann myndi hafa og hversu lengi faraldurinn myndi vara.
Listin að reka velferðarríki
Nútímasamfélög sækjast mörg hver eftir stöðu velferðarríkis, samtryggingu íbúanna. En rekstur þeirra fellur ekki að hvaða pólitísku stefnu sem er.
Sigríður tekur við af Baldri sem mannauðsstjóri Landsbankans
Sigríður Guðmundsdóttir, sem hefur meðal annars starfað um árabil sem fræðslu- og mannauðsstóri hjá Eimskip, hefur verið ráðin mannauðsstjóri Landsbankans.
Hlutabréfasjóður hjá Íslandssjóðum skaraði fram úr með 60% ávöxtun
Sjóðurinn IS EQUUS Hlutabréf, sem er í rekstri Íslandssjóða, var með hæstu ávöxtun allra hlutabréfasjóða á árinu 2021 en hann skilaði sjóðsfélögum sínum tæplega 60 prósenta ávöxtun. Aðrir hlutabréfasjóðir, sem eru einnig opnir fyrir almenna fjárfesta, voru með ávöxtun á bilinu 35 til 49 prósent á síðasta ári.
Hátt hlutfall fjölgunar starfa í ferðaþjónustu byggt á ráðningarstyrkjum
Mikil fjölgun starfa hefur orðið í íslenskri ferðaþjónustu undanfarna mánuði en mjög hátt hlutfall er byggt á ráðningarstyrkjum.
Slagur um oddvitasæti Viðreisnar í borginni?
Stjórn Reykjavíkurráðs Viðreisnar hefur boðað til félagsfundar á mánudaginn, þann 10. janúar, þar sem ákveðið verður hvort farin verði leið prófkjörs eða uppstillingar við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fara í vor.
Birna Ósk: Skortur á fólki með þriggja til fimm ára starfsreynslu
Það er skortur hér á landi á fólki með um þriggja til fimm ára starfsreynslu sem nýst getur í stjórnunar- eða sérfræðistörf eða til þess að þjálfa starfsmenn sem hafa nýlega lokið háskólanámi.
Fjármálastjóri Eskju og eigandi ÞG Verks taka sæti í stjórn Magns
Páll Snorrason, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju, og Þorvaldur Gissurarson, forstjóri og eigandi verktakafélagsins ÞG Verks, hafa tekið sæti í stjórn færeyska félagsins P/F Magn. Þetta kemur fram í frétt færeyska miðilsins KVF.
Stærsti hluthafinn selt í Play fyrir um milljarð en keypt í Icelandair
Akta sjóðir, sem voru á meðal þeirra fjárfesta sem leiddu fjármögnun Play á árinu 2021, hafa á síðustu þremur mánuðum selt yfir þriðjung allra bréfa sinna í flugfélaginu.
Ljós við enda ganganna í ferðaþjónustu en skuldirnar mesta áhyggjuefnið
Tekjur ferðaþjónustu eru áætlaðar um 240 milljarðar króna árið 2021 en tæplega 700 þúsund ferðamenn sóttu landið heim á árinu. Tap greinarinnar er talið nema um 24 milljörðum króna eftir skatta árið 2021.
Ríkisbréfaeign lífeyrissjóða jókst talsvert í fyrra
Lífeyrissjóðir bættu talsvert við hlut sinn í ríkisskuldabréfum á árinu 2021. Sjóðirnir áttu 41 prósenta af markaðsverði útistandandi ríkisskuldabréfa í lok nóvember í fyrra samanborið við 35 prósent í lok nóvember 2020. Þetta kemur fram í nýútgefinni stefnu ríkissjóðs í lánamálum til ársins 2026.
Gildi selur í Eimskip fyrir nærri milljarð
Gildi, þriðji stærsti hluthafi Eimskips, minnkaði hlut sinn í félaginu um tæplega eitt prósent í liðnum mánuði og fer eftir söluna með rúmlega ellefu prósenta eignarhlut.
Fyrrum liðsmenn Samtaka iðnaðarins á þingi tókust á
Áhugavert var að sjá í atkvæðagreiðslu á Alþingi milli jóla og nýárs að fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Jón Steindór Valdimarsson varaþingmaður Viðreisnar kaus gegn áframhaldi á Allir vinna, eins stærsta hagsmunamáls iðnaðarins þessi dægrin.
Sjóðir Akta bæta enn við sig í Sýn og fara með yfir 7 prósenta hlut
Fjárfestingasjóðir í stýringu Akta hafa á innan við þremur mánuðum keypt samanlagt um 7,3 prósenta hlut í fjarskiptafyrirtækinu Sýn og eru nú á meðal allra stærstu hlutahafa félagsins.
Markaðurinn fái ekki „mikla magaverki“ af útgáfu ríkisbréfa í ár
Áform ríkissjóðs um útgáfu mun lengri skuldabréfa en áður eru jákvæðar fréttir að sögn viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði. Löng ríkisskuldabréf gefa lífeyrissjóðum færi á að verja langar skuldbindingar sínar betur en áður og á hærri vöxtum. Auk þess búa þau til raunverulegan viðmiðunarferil fyrir langa vexti og verðbólguvæntingar sem fjármögnun allra annarra í krónum mun taka mið af.
Þjóðarsjóður Kúveit fjárfestir í fasteignafélaginu Eik
Þjóðarsjóður Kúveit, einn stærsti fjárfestingasjóður í ríkiseigu í heiminum, fjárfesti í fasteignafélaginu Eik fyrir vel á þriðja hundrað milljónir króna í síðasta mánuði.
Gefa út ríkisbréf fyrir 160 milljarða og kynna mun lengri flokka
Ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs fyrir árið 2022, sem var birt rétt fyrir áramót, gerir ráð fyrir útgáfu ríkisbréfa fyrir um 160 milljarða króna. Heildarútgáfa ársins verður því 20 milljörðum lægri en árið 2022.
Innflæði í hlutabréfasjóði meira en fjórfaldast á milli ára
Útlit er fyrir að hreint innflæði í innlenda hlutabréfasjóði á síðasta ári verði samtals um 30 milljarðar króna samhliða miklum verðhækkunum flestra skráða félaga í Kauphöllinni en til samanburðar nam það aðeins tæplega 7 milljörðum á öllu árinu 2020.
Dagur í lífi Hönnu Katrínar: Fær mikla orku út úr því að umgangast vinina
Hanna Katrín Friðriksson er þingflokksformaður Viðreisnar. Hún er oftast síðust fjölskyldumeðlima út úr húsinu á morgnana. Hún er dugleg að stunda íþróttir þó hún segi nú orðið fari meira fyrir áhorfi en beinni þátttöku.
Tækifæri kjörtímabilsins
Samkeppnishæfni Íslands, sem segir til um hvernig okkur gengur að sækja betri lífskjör samanborið við aðrar þjóðir, á sitt ekki síst undir umbótum á vinnumarkaði. Það er alls ekki eðlilegt að Samtök atvinnulífsins þurfi að gera hundruði kjarasamninga við verkalýðsfélög, þar sem hver klifrar upp á bakið á hinum til að sækja frekari launahækkanir en þeir sem fyrstir komu.
Stutt skref og risastökk
Samtök iðnaðarins standa að talningu íbúða í byggingu tvisvar á ári. Allt frá árinu 2019 hafa Samtökin varað við því að fækkun íbúða í byggingu gæti leitt til verðhækkana á markaði sem nú hefur raungerst. Staðan nú þarf því ekki að koma neinum á óvart.
Þrjár lexíur á liðnu ári
Kaupmáttur hefur aukist þrátt fyrir efnahagsáfallið og hefur aldrei verið meiri, en undanfarin ár hafa ráðstöfunartekjur aukist mest hjá tekjulægri hópum. Þessa stöðu þurfum við að verja af öllum mætti, bæði í komandi kjaraviðræðum og ákvörðunum um útgjöld hins opinbera næstu misseri.
Of flókið regluverk kemur niður á eftirliti með fjármálakerfinu
Unnur Gunnarsdóttir, varaseðlabankastjóri Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands, segir að regluverkið í kringum fjármálakerfið sé sennilega orðið flóknara en góðu hófi gegnir. Umstangið í kringum innleiðingu á Evrópugerðum kemur niður á getu stofnunarinnar til að sinna mikilvægum eftirlitsstörfum.
Sjálfbær útgáfa jókst um ríflega 40 prósent milli ára
Útgáfa sjálfbærra skuldabréfa á Íslandi nam 173 milljörðum króna á árinu 2021 samanborið við 122 milljarða króna árið 2020 samkvæmt tölum frá sjálfbærniteymi KPMG. Vöxtur í útgáfu sjálfbærra bréfa nam því 42 prósentum á milli ára.
Fortuna Invest vikunnar: Þekkir þú helstu viðskiptafréttir ársins?
Ýmislegt átti sér stað í viðskiptalífinu á árinu.