Innherji
„Vöxtur og kraftur“ Skaga kom Jakobsson á óvart
„Vöxtur og kraftur“ í hinu nýstofnaða félagi Skaga sem varð til við sameiningu Fossa og VÍS var framar vonum Jakobsson Capital. Jafnvel þótt markaðurinn virðist hafa gefist upp og farið í sumarfrí í júní þykir greinanda of snemmt að afskrifa árið á verðbréfamarkaði.
Geta líka miðað við dagslokagengi fyrir útboðslýsingu við sölu á Íslandsbanka
Almennu hlutafjárútboði á hlut ríkisins í Íslandsbanka verður skipt í tilboðsbók A og B. Í tilboðsbók A, sem er ætluð minni fjárfestum, verður annaðhvort miðað við 15 daga meðalverð eða síðasta dagslokagengi áður en útboðslýsing er birt. Um er að ræða breytingu á frumvarpi.
Minni hömlur á afleiður og aukin markaðssetning myndi auka áhuga erlendis
Verði dregið úr takmörkunum á afleiðuviðskiptum með krónu, samhliða markvissri markaðssetningu og aukinni upplýsingagjöf til fjárfesta, má ætla að áhugi erlendra fjárfesta á innlendum skuldabréfamarkaði fari vaxandi, segir fjármálaráðuneytið.
Coripharma eykur hlutafé um 1,8 milljarða króna
Samheitalyfjafyrirtækið Coripharma hefur lokið 1,8 milljarða króna hlutafjáraukningu til að styðja við framtíðarvöxt félagsins með þróun nýrra samheitalyfja. Gert er ráð fyrir að þetta sé síðasta hlutafjáraukning félagsins fram að skráningu í Kauphöll. Horft er til þess að skráningin verði á næsta ári.
Léleg þjónusta á Keflavíkurflugvelli
Þegar komið er að flugstöðvarbyggingunni með rútu er farþegum ætlað að troðast inn í bygginguna í gegnum þröngar dyr, líkt og um einhverskonar bráðabirgðaráðstöfun sé að ræða. Í stuttu máli er einstaklega léleg þjónusta við farþega sem ferðast um Keflavíkurflugvöll.
Raforkuverð hækkaði mikið í útboði Landsnets og SI vill að gripið verði inn í
Verð á rafmagni hækkaði um 34 prósent milli ára í útboði Landsnets til að mæta svokölluðum grunntöpum. Samtök iðnaðarins sendu Raforkueftirliti Orkustofnunar bréf þar sem viðraðar eru áhyggjur af því að Landsnet varpi ábyrgð fyrirtækisins um skilvirkan rekstur alfarið yfir á raforkunotendur. Framkvæmdastjóri Samáls segir að álfyrirtæki greiði hátt verð fyrir flutning á raforku í samanburði við aðra sambærilega framleiðendur í Evrópu.
Hagnaður Kauphallarinnar eykst verulega og greiðir 355 milljónir í arð
Hagnaður Kauphallar Íslands, sem er í eigu Nasdaq samstæðunnar, jókst um 65 prósent milli ára og nam 322 milljónum króna árið 2023. Stjórn félagsins leggur til að greiða 355 milljónir króna í arð eða 110 prósent af hagnaði ársins.
Greinandi er „ekki sérlega“ bjartsýnn á þjónustutekjur Íslandsbanka í ár
Það mun vera þungur róður í fjárfestingarbankastarfsemi. Jakobsson Capital er „ekki sérlega bjartsýnt“ á þjónustutekjur Íslandsbanka í ár. Uppgjör bankans á fyrsta ársfjórðungi var lítillega undir væntingum greiningarfyrirtækisins að teknu tilliti til einskiptisliðar. Engu að síður er nýtt verðmat mun hærra en markaðsverð.
Íslandsbanki lokaði skortstöðu sinni á Kviku
Íslandsbanki hefur lokað skortstöðu í Kviku sem hann tók síðastliðna viku, samkvæmt upplýsingum Innherja. Athygli vekur að Íslandsbanki er með viðskiptavakt á hlutabréf Kviku og lánar að auki fjárfestum meðal annars til að kaup hlutabréf. Frá áramótum hefur gengi Kviku lækkað um ellefu prósent. Það er nokkru lægra en gengi Íslandsbanka sem hefur lækkað um 16 prósent, rétt eins og gengi Arion banka.
„Tryggingastærðfræðingar eru fámennur hópur með mikið áhrifavald“
Sú óvissa sem er uppi um heimildir lífeyrissjóða til að ráðast í tilfærslur á lífeyrisréttindum sjóðsfélaga með hliðsjón af hækkandi lífaldri er „óþolandi,“ að sögn formanns Landssamtaka lífeyrissjóða, og er afleiðing þess að tryggingarstærðfræðingar, sem hafa „mikið áhrifavald,“ gátu ekki komið sér saman um útfærslu á breytingunum. Hann segir lausn varðandi málefni ÍL-sjóðs ekki vera sjáanlega á næstunni þótt „þreifingar“ hafi verið í gangi við ríkið um mögulegt samkomulag.
Skortsalar fá ekki að kaupa í Íslandsbanka í útboði ríkisins
Fjárfestar sem skortselja Íslandsbanka á þrjátíu daga tímabili fyrir almennt útboð ríkisins á hlut sínum í bankanum munu ekki fá að kaupa í útboðinu. Almennt má gera ráð fyrir því að hlutabréfaverð lækki í aðdraganda almenns útboðs.
Kvika stendur vel að vígi samanborið við hina bankana þegar kreppir að
Kvika mun standa vel að vígi eftir sölu á TM samanborið við viðskiptabankana þegar kreppir að í efnahagslífinu og peningamagn í umferð dregst frekar saman. Þótt útlit sé fyrir að róðurinn í efnahagsmálum muni þyngjast í vetur þá hefur spá um hreinar vaxtatekjur Kviku verið endurskoðaðar til örlítillar hækkunar, segir í hlutabréfagreiningu.
Hvers vegna kaupir Sýn ekki eigin bréf?
Stjórn Sýnar fékk heimild hluthafafundar til kaupa á allt að tíu prósent eigin bréfa í apríl síðastliðnum. „Ég tel að stjórnendur hljóti að vera sammála hluthöfum í því að virði undirliggjandi eigna endurspegli ekki markaðsvirði fyrirtækisins,“ segir einn af hluthöfum félagsins í aðsendri grein.
Telja virði Kaldalóns ekki njóta sannmælis á markaði og flýta endurkaupum
Kaldalón hefur óskað eftir því við hluthafa að boðuðum áformum um að hefja kaup á eigin bréfum verði flýtt enda endurspegli markaðsverðmæti félagsins, að mati stjórnarinnar, ekki undirliggjandi virði eigna þess. Bókfært eigið fé Kaldalóns er umtalsvert meira en markaðsvirði fasteignafélagsins sem er niður um nærri átta prósent frá áramótum.
Hótelrekendur vonast til að sala hrökkvi í gang eftir afbókanir
Allir hótelrekendur finna fyrir því að hægst hefur á bókunum og sala á hótelherbergjum verður eitthvað minni í sumar en í fyrra. Salan gengur betur í Reykjavík og á Suðurlandi en annars staðar úti á landi þar sem hótel hafa brugðið á það ráð að bjóða lægri verð til að ná upp sölunni. Spár um fjölda ferðamanna við upphaf árs munu ekki ganga eftir, segja viðmælendur Innherja.
„Nokkuð einhæf“ fjármögnun eykur endurfjármögnunaráhættu bankanna
Markaðsfjármögnun stóru viðskiptabankanna innanlands er enn „nokkuð einhæf“ og eigi að takast að minnka endurfjármögnunaráhættu þeirra er mikilvægt að þeim takist að auka útgáfur ótryggðra skuldabréfa í krónum, að sögn Seðlabankans. Bankarnir hafa hins vegar nýtt sér hagfelldari aðstæður á erlendum mörkuðum á þessu ári til að sækja sér fjármagn á betri kjörum en áður sem ætti að hafa jákvæð áhrif á útlánavexti.
Þétt vaxtaaðhald hefur ekki enn ógnað fjármálastöðugleika
Hátt raunvaxtastig hefur „enn sem komið er“ ekki ógnað fjármálastöðugleika en það má sumpart rekja til aðgerða sem gripið var til þegar allt lék í lyndi. Jafnvel þótt vanskil hafi ekki aukist væri það barnaskapur að halda að það muni ekki gerast, að sögn seðlabankastjóra, núna þegar tekið er að hægja nokkuð á hjólum efnahagslífsins.
Stærsti lífeyrissjóður landsins byggir upp stöðu í Kaldalón
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) byrjaði að byggja upp hlutabréfastöðu í Kaldalón undir lok síðasta mánaðar og er núna kominn í hóp tíu stærsta hluthafa fasteignafélagsins. Hlutabréfaverð Kaldalóns, sem fluttist yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni í fyrra, hækkaði nokkuð eftir að stærsti lífeyrissjóður landsins bættist í eigendahóp félagsins.
Nýtt verðmat Marels nokkru lægra en yfirtökutilboð JBT
Yfirtökutilboð John Bean Technologies er átta prósentum hærra en nýtt verðmat á Marel hljóðar upp á. Jakobsson Capital lækkaði verðmat sitt um níu prósent frá síðasta uppgjöri en fyrsti ársfjórðungur var þungur að mati greinanda; „það mun þurfa að ausa vatni upp úr bátnum til að ná upp í spá“ greiningarfyrirtækisins en gert er ráð fyrir í verðmatinu að rekstur Marel batni hratt á næstu árum.
Arðsemiskrafa á íslensk hlutabréf um einu prósenti hærri en á bandarísk
VH-hlutfallið fyrir íslensku Úrvalsvísitöluna OMXI15 hefur haldist yfir sögulegu meðaltali síðan í júlí í fyrra þrátt fyrir vaxandi raunhagnað félaga vísitölunnar, segir hagfræðingur.
Hagtölur sýna „Gullbrár“-mælingu sem er gott í mjúkri lendingu hagkerfisins
Hagtölur fyrir fyrsta ársfjórðung, þar sem landsframleiðsla dróst saman um fjögur prósent að raunvirði milli ára, voru „hálfgert Rorschach-próf“ að því leytinu til að það er hægt að lesa bæði jákvæð og neikvæð teikn úr þeim, segir aðalhagfræðingur Kviku banka. Fá merki eru í nýjum þjóðhagsreikningum að hagkerfið sé að fara fram af hengiflugi og mælingin núna kemur á góðum tíma þegar Seðlabankinn er að reyna að stýra efnahagslífinu í mjúka lendingu.
Teygist aðeins á að yfirtökutilboð JBT í Marel berist
Gengið hefur verið út frá því að John Bean Technologies (JBT) leggi fram yfirtökutilboð í Marel í lok maí. Það er að teygjast á þeim tímaramma, síðasti dagur maímánaðar er runninn upp, en áfram er miðað við að viðskiptin verði um garð gengin fyrir árslok, samkvæmt uppfærðri fjárfestakynningu frá bandaríska tæknifyrirtækinu. Nú er gert ráð fyrir því að yfirtökutilboð berist hluthöfum Marels í júní.
Gæti hallað undan fæti hjá Arion á næsta ári því viðvörunarljós blikka
Greinandi gerir ráð fyrir „hraustlegri“ virðisrýrnun útlána hjá Arion banka á næsta ári og spáir því að hún verði meiri en í síðasta verðmati. Það blikka viðvörunarljós sem munu grafa undan gengis- og verðstöðugleika hér á landi. Verðmatsgengi Arion lækkaði um nærri fimm prósent frá síðasta mati en er engu að síður 44 prósentum yfir markaðsgengi.
„Sláandi“ verðbólgu má líklega tengja við kjarasamninga
Verðbólgan mældist langt yfir væntingum greinenda í maí en skuldabréfamarkaðurinn tók tíðindunum af stóískri ró. Sjóðstjóri segir að verðbólgan hafi verið á nokkuð breiðum grunni sem líklega megi rekja til kostnaðarhækkana í tengslum við kjarasamninga. Ekki er ólíklegt að verðbólguspár verði í kjölfarið hækkaðar.
Félagið ARMA fær til sín þrjá starfsmenn úr fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka
Hið nýstofnaða fyrirtæki ARMA Advisory, sem er í eigu fyrrverandi stjórnenda Íslandsbanka og Kviku, hefur fengið til liðs við sig þrjá starfsmenn úr fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka. Atli Rafn Björnsson, framkvæmdastjóri ARMA, stýrði ráðgjöfinni um árabil áður en hann lét af störfum þar um mitt árið í fyrra.
Útlit fyrir 200 milljón króna kostnaðarsamlegð á árinu hjá Skaga
Forstjóri Skaga sagði að viðsnúningur í rekstri VÍS á síðasta ári hafi haldið áfram á fyrsta ársfjórðungi og fjármálastarfsemi hafi farið vel af stað á árinu. Útlit sé fyrir að kostnaðarsamlegð verði rúmlega 200 milljónir króna á árinu. Að sama skapi gangi tekjusamlegð vel.
Play sér ekki tilefni til að breyta afkomuspánni þrátt fyrir aukna samkeppni
Mikil samkeppni er frá alþjóðlegum flugfélögum í flugi yfir Atlantshafið í sumar með tilheyrandi þrýstingi til lækkunar á flugfargjöldum, að sögn forstjóra Play, en vegna ýmissa aðgerða sem hefur verið ráðist í til að mæta krefjandi rekstrarumhverfi telur félagið ekki tilefni til að fylgja í fótspor Icelandair og breyta afkomuspá sinni fyrir þetta ár. Hlutabréfaverð Play hefur fallið skarpt síðustu tvo viðskiptadaga og er tæplega fimmtíu prósentum lægra miðað við útboðsgengið í nýlega afstaðinni hlutafjáraukningu.
Félag Róberts fékk um þrjá milljarða með sölu á breytanlegum bréfum á Alvotech
Fjárfestingafélag í aðaleigu Róberts Wessman, forstjóra og stjórnarformanns Alvotech, hefur klárað sölu á hluta af breytanlegum bréfum sínum á líftæknilyfjafyrirtækið fyrir samtals um þrjá milljarða króna. Þrátt fyrir uppfærða afkomuspá Alvotech ásamt jákvæðum viðbrögðum frá erlendum greinendum hefur það ekki skilað sér í hækkun á hlutabréfaverði félagsins.
Fjárfestar leita í erlend fasteignafélög en selja þau íslensku
Gengi fasteignafélaga erlendis hefur hækkað upp á síðkastið. Aukin óvissa í heims- og efnahagsmálum hefur leitt til þess að fjárfestar erlendis hafa leitað á örugg mið og í stöðug arðgreiðslufélög eins og fasteignafélögin. „Á sama tíma eru fasteignafélögin á Íslandi seld sem aldrei fyrr. Enn og aftur eru því fasteignafélögin á meðal vanmetnustu félaga,“ segir í hlutabréfagreiningu en fyrirtæki á markaði hér heima eru að jafnaði undirverðlögð um 38 prósent.
Innlán heimila vaxa sem sýnir að „peningastefnan er að virka“
Innlán heimila halda áfram að vaxa á sama tíma og hlutabréfamarkaður hérlendis hefur verið þungur. Einkaneyslan hóf að gefa eftir um mitt síðasta ár og sparnaður heimilanna jókst á ný enda hafa laun hækkað og innlánsvextir hækkað verulega undanfarin tvö ár. Er þetta til marks um að peningalegt aðhald Seðlabankans hafi ekki einungis áhrif á neysluhneigð almennings heldur ýtir einnig undir sparnað, segja hagfræðingar. Vaxtatekjur heimila eru nú meiri en vaxtagjöld.