Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Hinn 24 ára gamli markvörður Darri Bergmann Gylfason er genginn í raðir Stjörnunnar. Hann gæti því farið frá því að spila í 3. deild síðustu ár í að spila í Evrópukeppni næsta sumar. Íslenski boltinn 10.12.2025 14:13
„Ég var orðinn algjörlega bugaður“ KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands) og SÁÁ (Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann) standa saman að verkefni sem ætlað er að vekja athygli á spilavanda og hvetja einstaklinga sem þurfa á því að halda að leita sér viðeigandi aðstoðar. Íslenski boltinn 10.12.2025 08:01
Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Kantmaðurinn Jónatan Ingi Jónsson hefur framlengt samning sinn við Val út tímabilið 2029. Íslenski boltinn 8.12.2025 20:33
Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Þróttur Reykjavík hefur keypt þriðja markahæsta leikmann Lengjudeildar karla í fótbolta í sumar. Íslenski boltinn 4.12.2025 17:33
Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Ástæðan fyrir því að Þorlákur Árnason er hættur sem þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta er sú að fyrirliði liðsins, Alex Freyr Hilmarsson, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnudeildarinnar. Íslenski boltinn 4.12.2025 09:41
Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þorlákur Árnason verður ekki áfram þjálfari ÍBV í Bestu deild karla í fótbolta þrátt fyrir að hafa framlengt samning sinn í haust. Íslenski boltinn 3.12.2025 22:43
Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna KR-ingar senda þremur leikmönnum meistaraflokks kvenna kveðju á samfélagsmiðlum eftir að þær tilkynntu að þær hefðu ákveðið að leggja skóna á hilluna. Íslenski boltinn 3.12.2025 18:17
Murielle elti Óskar í Garðabæinn Kvennalið Stjörnunnar í fótbolta hefur tryggt sér krafta markahróksins Murielle Tiernan sem kemur til félagsins, líkt og nýr þjálfari liðsins, frá Fram. Íslenski boltinn 3.12.2025 13:39
Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, hefur áhyggjur af stöðu fjármála Knattspyrnusambands Íslands eftir að hafa setið formanna- og framkvæmdastjórnarfund KSÍ um helgina. Íslenski boltinn 2.12.2025 21:17
Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Framarar hafa gert breytingar á þjálfarateymi meistaraflokks karla fyrir baráttuna í Bestu deild karla í fótbolta næsta sumar. Íslenski boltinn 2.12.2025 17:48
Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Í nýjasta Ljósablaðinu er athyglisvert viðtal við efnilegan knattspyrnumann sem fékk miklu stærra og erfiðara próf en flestir fá á táningsaldrinum. Íslenski boltinn 2.12.2025 07:00
Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val „Það eru breyttar forsendur sem ráða þessu,“ segir Jasmín Erla Ingadóttir. Þessi 27 ára fótboltakona hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi við Val og íhugar nú næsta skref. Íslenski boltinn 1.12.2025 12:16
Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Andri Rafn Yeoman hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins. Íslenski boltinn 29.11.2025 15:02
KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Knattspyrnusamband Íslands er að fara í stórar breytingar í skráningu leikja og framsetningunni á heimasíðu sambandsins. Íslenski boltinn 28.11.2025 18:00
Damir Muminovic til Grindavíkur Damir Muminovic spilar ekki í Bestu deildinni í fótbolta næsta sumar en hann hefur samið við Lengjudeildarlið Grindavíkur. Íslenski boltinn 28.11.2025 17:07
Vestramenn sækja son sinn suður Þórður Gunnar Hafþórsson verður með Vestra í Lengjudeildinni í fótbolta næsta sumar en þetta kemur fram á miðlum Vestra í kvöld. Íslenski boltinn 27.11.2025 19:40
Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Þróttarar hafa fengið góða sendingu að austan því hin stórefnilega Björg Gunnlaugsdóttir hefur gert samning við félagið. Íslenski boltinn 27.11.2025 17:02
Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Aron Jóhannsson hefur verið leystur undan samningi hjá Bestu deildar liði Vals í fótbolta. Íslenski boltinn 27.11.2025 13:31
Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Jóhannes Karl Guðjónsson var kynntur til leiks með skemmtilegum hætti í Kaplakrika í gærkvöld, sem nýr þjálfari karlaliðs FH í fótbolta. Íslenski boltinn 27.11.2025 09:33
Atli kveður KR og flytur norður Atli Sigurjónsson hefur yfirgefið KR eftir tólf leiktíðir hjá félaginu. Allar líkur eru á því að hann semji við uppeldisfélag sitt, Þór á Akureyri. Íslenski boltinn 26.11.2025 14:25
Theodór Elmar hættur hjá KR Theodór Elmar Bjarnason er hættur störfum hjá KR eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins í sumar og þjálfað 2. flokk. Íslenski boltinn 25.11.2025 17:25
Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Stjarnan tilkynnti í kvöld að Hrannar Bogi Jónsson hefði verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs félagsins í fótbolta. Íslenski boltinn 24.11.2025 19:15
Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Fótboltaþjálfarinn Halldór Árnason, sem gerði Breiðablik að Íslandsmeistara fyrir rúmu ári síðan, segir það vissulega hafa komið sér á óvart þegar hann var rekinn frá félaginu í haust. Hann hafi hins vegar verið búinn að heyra frá leikmönnum að ákveðinn aðili innan félagsins væri að vinna gegn honum. Íslenski boltinn 24.11.2025 18:46
Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur fengið til sín hægri bakvörðinn Alex Frey Elísson frá Fram. Hann gerði samning sem gildir út árið 2027. Íslenski boltinn 24.11.2025 18:40