Lífið

Fólk fer of snemma af stað í næsta sam­band

Það er æ algengara að pör búi ekki saman. Sérstaklega þegar þau eru komin yfir miðjan aldur. Þegar pör hætti saman gerist það í langflestum tilvikum að fólk fari of snemma af stað í næsta samband.

Lífið

Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn

Einn þekktasti uppskriftarhöfundur landsins Linda Benediktsdóttir er væntanleg á skjáinn í fyrsta skiptið í kvöld á Stöð 2 í nýrri seríu, Aðventan með Lindu Ben. Linda sem er fyrir löngu orðin landsþekkt fyrir einstakar uppskriftir sínar og bakstursvörur mun í þáttunum deila nokkrum af sínum uppáhalds uppskriftum og gefa góð ráð fyrir aðventuna.

Lífið

Stóð ekki á svörum um vand­ræða­legasta augna­blikið

Arnar Þór Jónsson formaður Lýðræðisflokksins segir það vera alvöru verkefni að fara tvisvar sinnum í framboð á einu ári. Hann er eini leiðtogi stjórnmálaflokkanna sem hefur mætt áður í Af vængjum fram og tók áskoruninni um að borða bara sterkustu sósuna.

Lífið

Rúrik Gísla í glæsi­legu eftirpartýi á Edition

Það var líf og fjör síðastliðið laugardagskvöld á Roof barnum á hótelinu Reykjavik Edition þegar breska danstónlistartvíeykið Joy Anonymous tróð upp. Margt var um manninn og samkvæmt fréttatilkynningu var kvöldið magnað í alla staði.

Lífið

Kynbomban Megan Fox ó­létt

Hollywood-leikkonan Megan Fox og tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, réttu nafni Colson Baker, eiga von á sínu fyrsta barni saman. Fyrir á Fox þrjá drengi og Baker eina dóttur.

Lífið

„Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“

Prófessor Eiríkur Bergmann hefur sent frá sér bókina Óvæntur ferðafélagi en þar gengur hann nær sjálfum sér en hann hefur áður gert. Hann segir frá svæsnu einelti sem hann varð fyrir og óboðnum gesti, fyrirbæri sem heitir Severe Tinnitus Disorder og er ólæknandi suð í eyrum.

Lífið

Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars í­vafi

Í nýjasta þættinum af Skreytum hús fá áhorfendur að fylgjast með breytingu á strákaherbergi. Soffía Dögg Garðarsdóttir stjórnandi þáttarins aðstoðaði Evert sem er níu ára að breyta herberginu úr krakkaherbergi yfir í gauraherbergi með Star Wars ívafi.

Lífið

Haga­skóli vann Skrekk

Hagaskóli bar sigur úr býtum í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík í kvöld. Atriði skólans var ádeila á útlendingamálin.

Lífið

Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni

Stemningin var engri lík á skemmtistaðnum AUTO síðastliðið föstudagskvöld þegar Gugguvaktin var haldin hátíðleg. Er þetta í annað sinn sem viðburðurinn fer fram og segja forsvarsmenn Auto að um sé að ræða alvöru gellukvöld á klúbbnum þar sem herramenn fá ekki að koma inn.

Lífið

Crocs skór nú einnig fyrir hunda

Bandaríski skóframleiðandinn Crocs hóf nýverið sölu á skóm fyrir hunda. Þeir sameinuðu krafta sína við hundavöruframleiðandann Bark og hönnuðu saman nýja línu af svokölluðum Pet Clogs, eða gæludýraklossum, sem er sögð svörun við áralangri eftirspurn hundaeigenda.

Lífið

Fiskikóngurinn kominn í gufuna

Kristján Berg, sem jafnan gegnir nafninu Fiskikóngurinn og hefur mokað út heitum pottum af öllum stærðum og gerðum, hefur nú fært sig yfir í gufubaðið.

Lífið

Hlý­leg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó

Við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ er glæsilegt 250 fermetra einbýlishús á einni hæð, byggt árið 2006. Húsið hefur verið endurnýjað verulega síðustu ár og var innanhússhönnunin í höndum Rutar Káradóttur. Ásett verð er 225 milljónir.

Lífið

Stjörnulífið: „Ein­hver þarna uppi heldur með mér“

Stjörnur landsins nutu liðinnar viku eins og þeim einum er lagið. Feðradagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og sendu fjölmargir Íslendingar fallegar kveðjur á feður í lífi þeirra í tilefni dagsins. Tónleikahald var áberandi um helgina og má þar nefna tónleika Páls Óskar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Airwaves tónleika Emilíönu Torrini í Eldborgarsal Hörpu.

Lífið

Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar

Konur klæddar gömlum flugfreyjubúningum Loftleiða tóku á móti gestum útgáfuhófs ljósmyndabókar um Loftleiðasöguna, sem Sigurgeir Orri Sigurgeirsson gefur út í samvinnu við Sögufélag Loftleiða. Útkomu bókarinnar var fagnað síðdegis í gær, sunnudag, og að sjálfsögðu á Loftleiðahótelinu.

Lífið

Hrafn­hildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth

Hrafnhildur Haraldsdóttir var valin sem ungfrú jarðloft (e. Miss Earth - Air) í gær og hafnaði í öðru sæti í aðalkeppni Miss Earth 2024 sem fór fram í Manila í Filippseyjum. Hrafnhildur stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú Ísland árið 2022, aðeins átján ára gömul, og keppti fyrir Íslands hönd í gærkvöldi.

Lífið

Glæsi­leg folaldasýning í Skála­koti undir Eyja­fjöllum

Folaldasýningar eru alltaf vinsælar í sveitum landsins á þessum árstíma en ein slík var haldin undir Eyjajföllum nýlega þar sem dómarar mátu folöldin og gáfu þeim einkunn. Hestamenn eru sammála um að það sjáist oft strax á folöldunum hvort þau verði efnileg í framtíðinni eða ekki.

Lífið

Bein út­sending: Vikulöng þrek­raun Einars

Í dag hefst átak þar sem Einar Hansberg Árnason hyggst framkvæma röð krefjandi æfinga samtals 500 sinnum, dag og nótt í heila viku. Einar vill með þessu vekja athygli á sjálfsvígstíðni og mikilvægri starfsemi Píeta samtakanna.

Lífið