Lífið

Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane

Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona í knattspyrnu og Rob Holding varnarmaður Crystal Palace eru að stinga saman nefjum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Úr gæti orðið sannkallað ofurfótboltapar.

Lífið

Fagnar átta árum án hugbreytandi efna

Tónlistarkonan og Eurovision-farinn, Elín Eyþórsdóttir, fagnaði þeim tímamótum í gær að hafa verið án hugbreytandi efna í átta ár. Elín greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni og hamingjuóskum rignir yfir hana.

Lífið

Skot­heldar hug­myndir fyrir feðradaginn

Feðradagurinn er haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra við feður landsins. Að eiga góðan pabba er svo sannarlega mikið gæfuspor og gerir lífið miklu betra. Í tilefni dagsins má gleðja feður með góðu knúsi, gjöf eða ljúffengum kræsingum.

Lífið

Niðurgangurinn á Þing­völlum þaggaður niður

Halldór Armand Ásgeirsson er að senda frá sér sína fimmtu skáldsögu um þessar mundir,  Mikilvægt rusl, auk þess gaf hann út pistlasafn fyrir Storytel 2022. Talsverð tímamót eru nú hjá Halldóri, bæði er skáldsagan hans sérstök að efni til og svo gefur hann hana út sjálfur. Sem er talsvert stórt skref að stíga. Halldór dregur ekki af sér í höfundatali.

Lífið

Tæki Brynjar Níels með í bú­staðinn

Sanna Magdalena Mörtudóttir leiðtogi Sósíalistaflokksins segist spennt að kynnast nokkrum þingmönnum fari svo að hún komist á þing. Hún segir að líklega væri best að bjóða einum þingmanni úr öllum flokkum í sumarbústaðarferð.

Lífið

„Hann kemur inn með al­ger­lega ein­stakt sánd“

Tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Carl Craig kemur fram í Gamla bíó annað kvöld. Helgi Már Bjarnason, annars stjórnenda Partyzone, dansþáttar þjóðarinnar, segist afar spenntur fyrir komu Craig og að það megi búast við góðu partýi. 

Lífið

„Dagurinn var al­gjör­lega full­kominn“

Hinir nýgiftu Einar Guðmundsson og Aron Freyr eru búnir að vera par í rúm átta ár, eru báðir grafískir hönnuðir og reka saman verslunina Mikado á Hafnartorgi. Þeir trúlofuðu sig í Lissabon og á borgin svo stóran stað í hjarta þeirra að þeir ákváðu að halda brúðkaupið þar sömuleiðis. Blaðamaður ræddi við Einar og Aron um stóra daginn.

Lífið

Aron selur húsið ári eftir kaupin

Aron Pálmarsson, handboltakappi og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins, hefur sett hús sitt við Stekkjarberg í Hafnarfirði á sölu. Ásett verð er 142,8 milljónir. Aron er á leið til Ungverjalands þar sem hann mun spila með ungverska stórliðinu Veszprém.

Lífið

Með 120 þúsund króna Dior der í golfi

Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og áhrifavaldur, nýtur lífsins með fjölskyldunni í sólinni á erlendri grundu. Hún birti mynd á Instagram af sér á golfvelli, klædd í smart golfdress og með blátt der frá franska tískuhúsinu Christian Dior.

Lífið

Gulrótasalat sem rífur í bragð­laukana

Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, jafnan þekkt sem Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum í heilsusamlegri kantinum með fylgjendum sínum á Instagram. Nýlega deildi hún uppskrift að auðveldu gulrótarsalati sem hún segir rífa aðeins í.

Lífið

Versti óttinn að raun­gerast

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata segist hafa mjög takmarkað þol fyrir sterkum mat. Hún segist hinsvegar elska að stíga stundum út fyrir þægindarammann og skellir sér líka í störukeppni á meðan hún smakkar sterkustu sósuna.

Lífið

„Ég er miklu oftar gröð en hann“

Spurning barst frá lesenda: „Hvernig er best að tækla það að vera með ólíkar þarfir í kynlífi. Er búin að vera með manni í fimm mánuði og ég er miklu oftar gröð en hann. Ég upplifi höfnun og hann upplifir að hann sé ekki að standa sig. Sambandið er svo nýtt og mér þætti eðlilegast að stunda fullt af kynlífi. En hann hefur ekki þörf eða löngun eins og ég. Höfum rætt opið um þetta en ekkert breytist,“ - 47 ára kona.

Lífið

Frægt fólk og feimnir karlar leita til Val­gerðar spá­konu

Valgerður Bachmann, spákona og miðill, hefur unnið í andlegum málefnum í næstum tvo áratugi. Hún segir alls konar fólk sækja þjónustu hjá henni; þekkt fólk og óþekkt, gamalt og ungt. Þá sæki karlar einnig mikið í spádóma en fari gjarnan krókaleiðir að því.

Lífið

Þver­tekur fyrir að typpið hafi verið stækkað

Leikarinn Barry Keoghan þvertekur fyrir það að hafa verið með gervityppi við tökur á kvikmyndinni Saltburn. Í lokaatriði myndarinnar dansar Oliver Quick, karakter Keoghan, um nakinn og segir leikarinn að honum hafi ekki þótt það neitt óþægilegt.

Lífið

Finna ger­semar og hand­sama lygaþvælu og rusl

„Við erum náttúrlega komnar á þann aldur að við verðum að vera í tiltekt, innri sem ytri, á bókaskápnum sem er spegill sálarinnar,“ segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og nú hlaðvarpsstjórnandi.

Lífið