Menning Hefði ekki gefið bókina um Armstrong út "Maður getur ekki sagt til um það hvernig maður hefði hugsað fyrir sjö árum, en ég hefði að öllum líkindum ekki gefið út bók eftir mann sem er stimplaður svindlari, þá hefur bókin auðvitað misst allan trúverðugleika," segir Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands og útgefandi bókarinnar Þetta snýst ekki um hjólið eftir Lance Armstrong. Rúnar Helgi lýsti því yfir á Facebook að hann hefði aldrei gefið bókina út hefði honum verið kunnugt um lyfjaneyslu hjólreiðakappans. Menning 21.1.2013 13:00 Borgað fyrir að hanga "Ég viðurkenni að fyrst þegar ég prófaði þetta fékk ég smá fiðring en ég treysti strákunum á sviðinu vel svo það er ekkert að óttast," segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson sem þarf að fara út fyrir þægindarammann er hann tekst á við hlutverk sótarans Berts í leikritinu Mary Poppins. Menning 21.1.2013 06:00 Umhverfislist og málningadropar í Hafnarhúsinu Tvær sýningar opna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag klukkan fjögur. Annars vegar sýning á verkum Roberts Smithsons, eins áhrifamesta myndlistamanns á síðari hluta 20. aldar og hins vegar sýning Ívars Valgarðssonar. Menning 19.1.2013 10:01 Dan Brown skrifar um Gleðileik Dante Kemur út á íslensku fljótlega eftir ensku útgáfunni. Dulmálsfræðingurinn Robert Langdon snýr aftur. Menning 18.1.2013 16:00 XL er saga alkóhólískrar þjóðar "Maður hefði getað tekið mynd um stjórnmálamann og alkóhólista og gert leiðinda Bergman-drama sem enginn hefði nennt að horfa á," segir hann. "Í staðinn vildi ég gera hálfgerða "aksjón"-mynd úr þessu þar sem alltaf er eitthvað í gangi," segir leikstjórinn Marteinn Þórisson. Menning 18.1.2013 15:00 Spagettívestri sem fjallar um erfiða sögu Bandaríkjanna Kvikmyndin Django Unchained er frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er sú nýjasta frá leikstjóranum Quentin Tarantino, en hann skrifar einnig handritið. Tarantino endurnýjar hér samstarf sitt við leikarana Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. Menning 17.1.2013 06:00 Tökur á Vonarstræti í febrúar Undirbúningur er í fullum gangi fyrir nýjustu kvikmynd Baldvins Z. Menning 15.1.2013 08:30 Gaman að horfa á gömlu karlana Sýningin Ég var einu sinni frægur hefur fallið vel í kramið á Akureyri. Menning 15.1.2013 08:15 Of mikil frekja til að verða leikari Egill Heiðar Anton Pálsson er einn okkar best menntaði og víðförlasti sviðslistamaður. Hann hefur starfað sem leikstjóri víða um Evrópu, er prófessor í leikstjórn við Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn, kennir við Listaháskóla Íslands og leikstýrði eigin leikgerð af kvikmynd eftir Kaurismäki hjá LA í haust. Hann er nú í Berlín að setja upp sýningu sem tengist matarást Leonardos da Vinci. Menning 15.1.2013 06:00 Gamanleikur með broddi Í leikritinu Nanna systir koma upp málefni á borð við barnaníðinga, kvótamál, eignahlut í litlum plássum og presta. "Verkið sló í gegn árið 1996 og var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu sama ár. Þetta er skemmtilegt verk sem ég tel eiga erindi við samfélagið í dag," segir Rúnar Guðbrandsson leikstjóri. Menning 11.1.2013 13:30 Keppnismaður og gefst ekki upp Djúpið fékk ekki tilnefningu til Óskarsverðlauna. Baltasar hefði viljað ná lengra. Menning 11.1.2013 10:30 Tengdir fjölskylduböndum Kvikmyndirnar Amour og The Intouchables eru framlög Austurríkis og Frakklands til Óskarsverðlaunanna í ár. Aðalleikarar myndanna, Jean-Louis Trintignant og François Cluzet, eru tengdir fjölskylduböndum. Cluzet á soninn Paul með Marie Trintignant, dóttur Jean-Louis. Marie var þekkt leikkona og leikstjóri en lést eftir að kærasti hennar, franski söngvarinn Bertrand Cantat, hafði barið hana ítrekað í höfuðið eftir rifrildi. Menning 10.1.2013 20:30 Amour frumsýnd á Íslandi annað kvöld Kvikmyndin Amour er fimmta myndin í sögunni sem er bæði tilnefnd sem besta mynd og sem besta erlenda mynd á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hún er einnig tilnefnd fyrir leikstjórn, handrit og aðalleikkonu. Hún segir frá Georges, sem þarf að endurmeta framtíð sína þegar eiginkona hans veikist mjög alvarlega. Menning 10.1.2013 19:30 Keppa í snjóskúlptúrakeppni í BNA Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir eru meðlimir í Snjóhöggvurum Íslands. Þrátt fyrir litla reynslu munu þau taka þátt í snjóskúlptúrakeppni í Colorado. Menning 10.1.2013 16:00 Lincoln með 10 Bafta-tilnefningar - Bond með átta Lincoln fékk flestar tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna, eða tíu talsins, þar á meðal fyrir bestu myndina og besta leikarann, Daniel Day-Lewis. Athygli vekur að leikstjóri myndarinnar, Steven Spielberg, hlaut ekki tilnefningu sem besti leikstjórinn. Menning 10.1.2013 12:30 Leikið með tímann Tíminn er viðfangsefni sýningarinnar Stundarbrot sem frumsýnd verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leikstjóri verksins, segir vangaveltur um tímann vekja upp spurningar um líf og dauða. Menning 10.1.2013 06:00 Rannsakar tímann - og það þarf meira en stofudrama til Stundarbrot er nýtt íslenskt verk eftir Leif Þór Þorvaldsson og verður frumsýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu næstkomandi fimmtudag. Um er að ræða nokkurskonar samspil vísinda, leikhúss og dans. Menning 9.1.2013 13:21 Framhaldið af Breaking Dawn verst allra - Razzie tilnefningarnar í heild sinni Líklegt þykir að framhald myndarinnar The Twilight Saga: Breaking Dawn fái flest verðlaunin á Razzie verðlaunahátíðinni sem fram fer í næsta mánuði. Þetta eru umdeild hlutskipti því að um er að ræða skammarverðlaun fyrir verstu mynd. Búið er að kynna tilnefningar en myndin er tilnefnd í flokknum Versta mynd, versti leikari, versta leikkona og versti leikstjóri svo dæmi séu tekin. Óskarsverðlaunin verða svo afhent nokkrum dögum eftir að Razzie verða afhent, en tilnefningar til þeirra verðlauna verða kynntar á morgun. Menning 9.1.2013 10:01 Leikstýrir þýskri poppsöngkonu Helgi Jóhannsson gerir Eurovision-myndband fyrir söngkonuna Saint Lu. Menning 4.1.2013 08:00 Tíu heitustu kvikmyndirnar 2013 Margar áhugaverðar kvikmyndir eru væntanlegar frá Hollywood árið 2013. Eins og oft áður eru framhaldsmyndir áberandi, þar á meðal Hangover Part III og sjötta Súperman-myndin. Menning 4.1.2013 08:00 DreamWorks tekur upp hér á Íslandi Mynd um Julian Assange tekin upp hér í janúar. Menning 3.1.2013 08:00 Nýtt nám hjá LHÍ í samstarfi við atvinnuleikhúsin í Reykjavík Listaháskóli Íslands byrjar með diplómanám á meistarastigi í leiktúlkun í haust. Menning 3.1.2013 08:00 Lék yfirmann konu sinnar "Hún gaukaði hinu og þessu að mér,“ svarar Jóhannes Haukur Jóhannesson sem lék Már Guðmundsson, seðlabankastjóra, með einstaklega eftirminnilegum hætti í áramótaskaupinu. Menning 2.1.2013 10:33 Endurfæðing Köngulóarmannsins Nýjasta hefti teiknimyndaseríunnar um Köngulóarmanninn markar kaflaskil í lífi persónunnar en þessi langlífa Marvel-hetja lætur lífið í tölublaðinu. Það er sjálfur erkióvinurinn, Doctor Octopus, sem tekur við. Menning 31.12.2012 06:00 Þrífa upp blóðið eftir Macbeth Jólasýningin Macbeth ein mesta þvottasýning Þjóðleikhússins frá upphafi. Menning 29.12.2012 08:00 Þátturinn sem allir horfa á Einn af hátindum íslenska sjónvarpsársins er Áramótaskaup Sjónvarpsins, en þar er gert grín að fréttnæmum atburðum líðandi árs. Skaupið er sýnt klukkan 22.30 á gamlárskvöld og eftirvæntingin er mikil, enda horfa um 80% þjóðarinnar á þáttinn. Menning 29.12.2012 08:00 Veit allt um Vafninga Það er hægara sagt en gert að skrifa brandara sem höfða til allrar þjóðarinnar. Anna Svava Knútsdóttir hefur haft það hlutverk undanfarin fjögur ár, en hún segir starf handritshöfundar vera draumastarfið. Menning 29.12.2012 08:00 Leikhúsárið 2012: Íslenskur veruleiki á upp á pallborðið Ýmissa grasa kenndi á leikhúsárinu sem er að líða. Meðal þess sem upp úr stendur að mati Elísabetar Brekkan er leikur Unnar Aspar Stefánsdóttur í Eldhafi og velgengni íslenskra verka, svo sem Tengdó, Gullregns og Jónsmessunætur. Menning 28.12.2012 14:00 Bókaárið 2012: Ár Gyrðis, Gísla og grárra skugga Bókaárið 2012 var gjöfult, þótt ekki drægi til neinna stórtíðinda. Maður ársins í bókmenntaheiminum var tvímælalaust Gyrðir Elíasson sem sendi frá sér hvert meistaraverkið af öðru. Friðrika Benónýsdóttir stiklar á stóru yfir útgáfufljótið sem bar með sér Menning 24.12.2012 06:00 Óhugnaður í jólaös borgarinnar „Við erum báðir krónískir óþekktarangar svo maður heldur oftast með vonda karlinum í kvikmyndum,“ segir Snorri Ásmundsson sem fer með aðalhlutverk í óhugnanlegu jólastuttmyndinni Santa‘s Night Out. Menning 22.12.2012 11:00 « ‹ 157 158 159 160 161 162 163 164 165 … 334 ›
Hefði ekki gefið bókina um Armstrong út "Maður getur ekki sagt til um það hvernig maður hefði hugsað fyrir sjö árum, en ég hefði að öllum líkindum ekki gefið út bók eftir mann sem er stimplaður svindlari, þá hefur bókin auðvitað misst allan trúverðugleika," segir Rúnar Helgi Vignisson, dósent í ritlist við Háskóla Íslands og útgefandi bókarinnar Þetta snýst ekki um hjólið eftir Lance Armstrong. Rúnar Helgi lýsti því yfir á Facebook að hann hefði aldrei gefið bókina út hefði honum verið kunnugt um lyfjaneyslu hjólreiðakappans. Menning 21.1.2013 13:00
Borgað fyrir að hanga "Ég viðurkenni að fyrst þegar ég prófaði þetta fékk ég smá fiðring en ég treysti strákunum á sviðinu vel svo það er ekkert að óttast," segir leikarinn Guðjón Davíð Karlsson sem þarf að fara út fyrir þægindarammann er hann tekst á við hlutverk sótarans Berts í leikritinu Mary Poppins. Menning 21.1.2013 06:00
Umhverfislist og málningadropar í Hafnarhúsinu Tvær sýningar opna í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi í dag klukkan fjögur. Annars vegar sýning á verkum Roberts Smithsons, eins áhrifamesta myndlistamanns á síðari hluta 20. aldar og hins vegar sýning Ívars Valgarðssonar. Menning 19.1.2013 10:01
Dan Brown skrifar um Gleðileik Dante Kemur út á íslensku fljótlega eftir ensku útgáfunni. Dulmálsfræðingurinn Robert Langdon snýr aftur. Menning 18.1.2013 16:00
XL er saga alkóhólískrar þjóðar "Maður hefði getað tekið mynd um stjórnmálamann og alkóhólista og gert leiðinda Bergman-drama sem enginn hefði nennt að horfa á," segir hann. "Í staðinn vildi ég gera hálfgerða "aksjón"-mynd úr þessu þar sem alltaf er eitthvað í gangi," segir leikstjórinn Marteinn Þórisson. Menning 18.1.2013 15:00
Spagettívestri sem fjallar um erfiða sögu Bandaríkjanna Kvikmyndin Django Unchained er frumsýnd í kvikmyndahúsum annað kvöld. Myndin er sú nýjasta frá leikstjóranum Quentin Tarantino, en hann skrifar einnig handritið. Tarantino endurnýjar hér samstarf sitt við leikarana Christoph Waltz og Samuel L. Jackson. Menning 17.1.2013 06:00
Tökur á Vonarstræti í febrúar Undirbúningur er í fullum gangi fyrir nýjustu kvikmynd Baldvins Z. Menning 15.1.2013 08:30
Gaman að horfa á gömlu karlana Sýningin Ég var einu sinni frægur hefur fallið vel í kramið á Akureyri. Menning 15.1.2013 08:15
Of mikil frekja til að verða leikari Egill Heiðar Anton Pálsson er einn okkar best menntaði og víðförlasti sviðslistamaður. Hann hefur starfað sem leikstjóri víða um Evrópu, er prófessor í leikstjórn við Statens Teaterskole í Kaupmannahöfn, kennir við Listaháskóla Íslands og leikstýrði eigin leikgerð af kvikmynd eftir Kaurismäki hjá LA í haust. Hann er nú í Berlín að setja upp sýningu sem tengist matarást Leonardos da Vinci. Menning 15.1.2013 06:00
Gamanleikur með broddi Í leikritinu Nanna systir koma upp málefni á borð við barnaníðinga, kvótamál, eignahlut í litlum plássum og presta. "Verkið sló í gegn árið 1996 og var einnig sýnt í Þjóðleikhúsinu sama ár. Þetta er skemmtilegt verk sem ég tel eiga erindi við samfélagið í dag," segir Rúnar Guðbrandsson leikstjóri. Menning 11.1.2013 13:30
Keppnismaður og gefst ekki upp Djúpið fékk ekki tilnefningu til Óskarsverðlauna. Baltasar hefði viljað ná lengra. Menning 11.1.2013 10:30
Tengdir fjölskylduböndum Kvikmyndirnar Amour og The Intouchables eru framlög Austurríkis og Frakklands til Óskarsverðlaunanna í ár. Aðalleikarar myndanna, Jean-Louis Trintignant og François Cluzet, eru tengdir fjölskylduböndum. Cluzet á soninn Paul með Marie Trintignant, dóttur Jean-Louis. Marie var þekkt leikkona og leikstjóri en lést eftir að kærasti hennar, franski söngvarinn Bertrand Cantat, hafði barið hana ítrekað í höfuðið eftir rifrildi. Menning 10.1.2013 20:30
Amour frumsýnd á Íslandi annað kvöld Kvikmyndin Amour er fimmta myndin í sögunni sem er bæði tilnefnd sem besta mynd og sem besta erlenda mynd á Óskarsverðlaunahátíðinni. Hún er einnig tilnefnd fyrir leikstjórn, handrit og aðalleikkonu. Hún segir frá Georges, sem þarf að endurmeta framtíð sína þegar eiginkona hans veikist mjög alvarlega. Menning 10.1.2013 19:30
Keppa í snjóskúlptúrakeppni í BNA Hálfdan Pedersen og Sara Jónsdóttir eru meðlimir í Snjóhöggvurum Íslands. Þrátt fyrir litla reynslu munu þau taka þátt í snjóskúlptúrakeppni í Colorado. Menning 10.1.2013 16:00
Lincoln með 10 Bafta-tilnefningar - Bond með átta Lincoln fékk flestar tilnefningar til bresku Bafta-verðlaunanna, eða tíu talsins, þar á meðal fyrir bestu myndina og besta leikarann, Daniel Day-Lewis. Athygli vekur að leikstjóri myndarinnar, Steven Spielberg, hlaut ekki tilnefningu sem besti leikstjórinn. Menning 10.1.2013 12:30
Leikið með tímann Tíminn er viðfangsefni sýningarinnar Stundarbrot sem frumsýnd verður á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Leifur Þór Þorvaldsson, höfundur og leikstjóri verksins, segir vangaveltur um tímann vekja upp spurningar um líf og dauða. Menning 10.1.2013 06:00
Rannsakar tímann - og það þarf meira en stofudrama til Stundarbrot er nýtt íslenskt verk eftir Leif Þór Þorvaldsson og verður frumsýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu næstkomandi fimmtudag. Um er að ræða nokkurskonar samspil vísinda, leikhúss og dans. Menning 9.1.2013 13:21
Framhaldið af Breaking Dawn verst allra - Razzie tilnefningarnar í heild sinni Líklegt þykir að framhald myndarinnar The Twilight Saga: Breaking Dawn fái flest verðlaunin á Razzie verðlaunahátíðinni sem fram fer í næsta mánuði. Þetta eru umdeild hlutskipti því að um er að ræða skammarverðlaun fyrir verstu mynd. Búið er að kynna tilnefningar en myndin er tilnefnd í flokknum Versta mynd, versti leikari, versta leikkona og versti leikstjóri svo dæmi séu tekin. Óskarsverðlaunin verða svo afhent nokkrum dögum eftir að Razzie verða afhent, en tilnefningar til þeirra verðlauna verða kynntar á morgun. Menning 9.1.2013 10:01
Leikstýrir þýskri poppsöngkonu Helgi Jóhannsson gerir Eurovision-myndband fyrir söngkonuna Saint Lu. Menning 4.1.2013 08:00
Tíu heitustu kvikmyndirnar 2013 Margar áhugaverðar kvikmyndir eru væntanlegar frá Hollywood árið 2013. Eins og oft áður eru framhaldsmyndir áberandi, þar á meðal Hangover Part III og sjötta Súperman-myndin. Menning 4.1.2013 08:00
DreamWorks tekur upp hér á Íslandi Mynd um Julian Assange tekin upp hér í janúar. Menning 3.1.2013 08:00
Nýtt nám hjá LHÍ í samstarfi við atvinnuleikhúsin í Reykjavík Listaháskóli Íslands byrjar með diplómanám á meistarastigi í leiktúlkun í haust. Menning 3.1.2013 08:00
Lék yfirmann konu sinnar "Hún gaukaði hinu og þessu að mér,“ svarar Jóhannes Haukur Jóhannesson sem lék Már Guðmundsson, seðlabankastjóra, með einstaklega eftirminnilegum hætti í áramótaskaupinu. Menning 2.1.2013 10:33
Endurfæðing Köngulóarmannsins Nýjasta hefti teiknimyndaseríunnar um Köngulóarmanninn markar kaflaskil í lífi persónunnar en þessi langlífa Marvel-hetja lætur lífið í tölublaðinu. Það er sjálfur erkióvinurinn, Doctor Octopus, sem tekur við. Menning 31.12.2012 06:00
Þrífa upp blóðið eftir Macbeth Jólasýningin Macbeth ein mesta þvottasýning Þjóðleikhússins frá upphafi. Menning 29.12.2012 08:00
Þátturinn sem allir horfa á Einn af hátindum íslenska sjónvarpsársins er Áramótaskaup Sjónvarpsins, en þar er gert grín að fréttnæmum atburðum líðandi árs. Skaupið er sýnt klukkan 22.30 á gamlárskvöld og eftirvæntingin er mikil, enda horfa um 80% þjóðarinnar á þáttinn. Menning 29.12.2012 08:00
Veit allt um Vafninga Það er hægara sagt en gert að skrifa brandara sem höfða til allrar þjóðarinnar. Anna Svava Knútsdóttir hefur haft það hlutverk undanfarin fjögur ár, en hún segir starf handritshöfundar vera draumastarfið. Menning 29.12.2012 08:00
Leikhúsárið 2012: Íslenskur veruleiki á upp á pallborðið Ýmissa grasa kenndi á leikhúsárinu sem er að líða. Meðal þess sem upp úr stendur að mati Elísabetar Brekkan er leikur Unnar Aspar Stefánsdóttur í Eldhafi og velgengni íslenskra verka, svo sem Tengdó, Gullregns og Jónsmessunætur. Menning 28.12.2012 14:00
Bókaárið 2012: Ár Gyrðis, Gísla og grárra skugga Bókaárið 2012 var gjöfult, þótt ekki drægi til neinna stórtíðinda. Maður ársins í bókmenntaheiminum var tvímælalaust Gyrðir Elíasson sem sendi frá sér hvert meistaraverkið af öðru. Friðrika Benónýsdóttir stiklar á stóru yfir útgáfufljótið sem bar með sér Menning 24.12.2012 06:00
Óhugnaður í jólaös borgarinnar „Við erum báðir krónískir óþekktarangar svo maður heldur oftast með vonda karlinum í kvikmyndum,“ segir Snorri Ásmundsson sem fer með aðalhlutverk í óhugnanlegu jólastuttmyndinni Santa‘s Night Out. Menning 22.12.2012 11:00