Tónlist

Retro Stefson endurgerir slagara Ný danskar

"Ég hef aldrei verið neinn aðdáandi Ný danskar en hef hlustað svo mikið á lög sveitarinnar síðasta hálfa árið að ég er eldheitur aðdáandi núna,“ segir Unnsteinn Manúel Stefánsson, meðlimur Retro Stefson sem endurgerði slagara Ný danskrar, Fram á nótt.

Tónlist

Rokkveisla í Kaplakrika

Stórtónleikarnir Rokkjötnar 2012 verða haldnir í Kaplakrika í september. Bibbi í Skálmöld segir fólk eiga von á fólki á öllum aldri og engu veseni.

Tónlist

Öll flóra raftónlistar undir jökli

„Hinn breski Mixmaster Morris spilar en hann er stórt nafn í þessum geira,“ segir Pan Thorarensen, einn skipuleggjenda raftónlistarhátíðarinnar Extreme Chill Festival – Undir Jökli, sem hefst á morgun og stendur fram á sunnudag á Hellissandi við Snæfellsjökul. Hátíðin er haldin í þriðja sinn í ár í félagsheimilinu Röst og utandyra með lifandi flutningi og plötusnúðum. „Við héldum fyrstu hátíðina árið 2010 en fengum hugmyndina árið 2008 þegar við feðgarnir í hljómsveitinni Stereo Hypnosis vorum við upptökur á plötunni Hypnogogia hér á Hellissandi,“ segir Pan sem spilar bæði með hljómsveit sinni og sem Beatmakin Troopa um helgina.

Tónlist

Klaufalegir hestatextar

Íslenski hesturinn er aðalviðfangsefni textanna á þriðju plötu kántrísveitarinnar Klaufar, Óbyggðir, sem er nýkomin út. Einnig er skírskotað til mannlegs eðlis, ástarinnar og íslenskrar náttúru, hvort sem hún er líffræðilegs eða sjónræns eðlis.

Tónlist

Ólýsanleg stemning á Hellfest

"Stemningin var alveg ólýsanleg. Við vart trúðum okkar augum né eyrum, þetta gekk svo vel,“ segir Jón Björn Ríkharðsson, eða Jónbi, trommari í Brain Police.

Tónlist

Gojira syngur um frelsið

Franska þungarokkssveitin Gojira gefur út sína fimmtu hljóðversplötu eftir helgi. "Þroskaðri en fyrri verk,“ segir forsprakkinn Joe Duplantier.

Tónlist

Lesendur Vísis velja lögin á safnplötu Botnleðju

Í tilefni af endurkomu Botnleðju standa X-ið 977 og Vísir fyrir kosningu um bestu lög Botnleðju. Lesendur eru hvattir til að fara á slóðina visir.is/botnledja og velja þar þau lög sem þeim finnst standa upp úr. Þau lög sem fá flest atkvæði munu síðan prýða safnplötu Botnleðju sem kemur út í haust. Þegar rennt er yfir listann sést hversu glæsilegt lagasafn Botnleðju er og ætti enginn að lenda í vandræðum með að finna sér lög til að kjósa.

Tónlist

Leikur ný lög á Flóru

„Ég spila á flest hljóðfæri á nýju plötunni,“ segir Ólöf Arnalds sem leikur lög af væntanlegri breiðskífu sinni, Sudden Elavation, í bland við tónsmíðar af fyrri plötum og eftir aðra tónlistarmenn á tvennum tónleikum á Café Flóru í Grasagarðinum á morgun og hinn.

Tónlist

Söngvari Bombay Bicycle Club á Hressó

"Við ætlum að fá innblástur frá náttúrunni,“ segir Jack Steadman, söngvari þekktu indírokk-hljómsveitarinnar Bombay Bicycle Club sem heldur tónleika í Hressingarskálanum ásamt tónlistarkonunni Þorbjörgu Ósk Eggertsdóttur annað kvöld. Tónleikarnir verða órafmagnaðir og munu þau flétta tónsmíðar sínar saman. "Svo verður eitthvað óvænt sem kemur út úr æfingaferð til Vestmannaeyja.“

Tónlist

Harma sviðsslys í Toronto

Einn maður lést þegar svið sem hljómsveitin Radiohead átti að leika á í Toronto hrundi til grunna og þrír aðrir slösuðust. Enn er ekki ljóst hvað olli slysinu. Scott Johnson, hljóðmaður í föruneyti Radiohead, lést er sviðið hrundi og var úrskurðaður látinn á staðnum. Meðlimir sveitarinnar sendu frá sér tilkynningu þar sem þeir segjast miður sín vegna slyssins. „Scott var ljúfur maður, ávallt jákvæður og skemmtilegur. Hann var einstaklega hæfileikaríkur og vel liðinn og við munum sakna hans mjög mikið. Hugur okkar er hjá fjölskyldu Scotts,“ stóð í tilkynningunni.

Tónlist

Húsfyllir hjá Helga Björns

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var gríðarlega góð stemning á tónleikum Helga Björns í Hörpu á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Sætin voru þéttsetin og fjölmargir þekktir tónlistarmenn sáu til þess að allir skemmtu sér konunglega. Myndirnar segja allt sem segja þarf.

Tónlist

Stór nöfn á styrktartónleikum

"Við viljum eiga saman ánægjulega kvöldstund og styrkja hann Davíð okkar í leiðinni,“ segir stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson, einn aðstandenda styrktartónleika fyrir Davíð Örn Arnarsson sem berst við krabbamein í hálsi.

Tónlist

Shia LaBeouf í þriðja myndbandi Sigur Rósar

Sigur Rós sendi frá sér þriðja myndbandið í verkefninu "The Valtari mystery film experiment" í dag. Alma Har'el gerir myndbandið, en hún er leikstjóri frá Ísrael og hefur unnið með listamönnum á borð við Beirut og Jack Penate.

Tónlist

Söngvari Bombay Bicycle club á Hressó

Söngvarinn í hljómsveitinni Bombay Bicycle club mun spila á Hressó á miðvikudaginn kemur ásamt Þorbjörgu Ósk Eggertsdóttur. Tónleikarnir verða órafmagnaðir og saman munu þau taka Bombay Bicycle club lög í bland við lög eftir Þorbjörgu.

Tónlist

Björk á plötu Bon Iver

Hljómsveitin Bon Iver gefur út nýja EP-plötu í næstu viku. Hún hefur að geyma sjö lög sem voru tekin upp á tónleikum, þar á meðal útgáfu sveitarinnar á Bjarkarlaginu Who Is It? Meðal annarra laga á plötunni er Holocene sem kom nýlega út á smáskífu. Það er einnig að finna á síðustu plötu Bon Iver sem kom út í fyrra.

Tónlist

Gefur loksins út eigin plötu

„Ég er búinn að gefa út mörg hundruð plötur með öðrum en ég hef ekki áður gefið út plötu með sjálfum mér,“ segir Steinar Berg Ísleifsson.

Tónlist

Söngleikjaplata frá söngvara ársins

Þór Breiðfjörð er með einsöngsplötu í undirbúningi þar sem lög úr söngleikjum verða áberandi. „Mig langar að taka fleiri stór lög sem hafa jafnvel ekki verið sungin inn á plötu, til dæmis Óperudrauginn. Svo verða frumsamin lög eftir góða höfunda sem ég hef verið að skoða. Þetta verður góð blanda,“ segir Þór, sem hyggur einnig á upptökur á hefðbundnari dægurlagaplötu á næsta ári.

Tónlist

Vantar íslenska umboðsmenn

„Okkur vantar fleiri aðila með þekkingu á við erlenda umboðsmenn. Við erum soddan sveitamenn hérna heima,“ segir Tómas Young hjá Útón, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar.

Tónlist

Goðsagnir snúa aftur

Heilmyndir af látnu goðsögnunum Jim Morrison og Jimi Hendrix eru í undirbúningi og því styttist í að haldnir verði tónleikar með þeim. Mikið hefur verið rætt um heilmyndir síðan rapparinn Tupac Shakur steig óvænt á svið á Coachella-hátíðinni í apríl. Það voru félagarnir Dr. Dre og Snoop Dogg sem stóðu á bak við uppátækið.

Tónlist

Fyrsta platan frá In Siren

In Siren hefur gefið út sína fyrstu breiðskífu, In Between Dreams. Hljómsveitin er metnaðarfullt samstarf fimm tónlistarmanna í Reykjavík. Þeir koma úr ýmsum áttum og eru meðal annars kenndir við hljómsveitirnar Árstíðir, Ask the Slave, Momentum og Plastic Gods. Hljómi sveitarinnar má líkja við Trúbrot eða bresk bönd eins og Yes, King Crimson og Queen.

Tónlist

Ummi gefur út sumarlag

Tónlistarmaðurinn Ummi Guðjónsson hefur sent frá sér lagið Sumarið er komið aftur. Þetta er annað lagið sem hann gefur út af væntanlegri plötu sinni sem kemur út síðar á þessu ári.

Tónlist

Ármann úr Who Knew flytur Folding Nicely í Vasadiskó

Á sunnudaginn var mætti söngvarinn Ármann Ingvi Ármannsson í útvarpsþáttinn Vasadiskó. Í liðnum "selebb shuffle" hefur þátturinn hingað til tekið á móti gestum og vasadiskóum þeirra sem hafa svo verið látin renna áfram á "shuffle" á meðan þáttarstjórnandi og gestur spjalla. En auk þess að mæta með mp3-spilarann sinn mætti Ármann vopnaður kassagítar á bakinu.

Tónlist

Hugguleg tónlistarhátíð á Rauðasandi í byrjun júlí

Rauðasandur Festival er tónlistarhátíð sem haldin verður í náttúruparadísinni á Rauðasandi í júlí. Þetta er í fyrsta skipti sem hátíðin er haldin. „Við viljum hafa þetta rólega og huggulega hátíð þar sem fólk getur komið og skemmt sér og notið lífsins í fallegri náttúru,“ segir Björn Þór Björnsson, einn skipuleggjenda nýrrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Rauðasandi á Vestfjörðum 6.–8. júlí næstkomandi.

Tónlist

Múgsefjun notar kirkjuorgel á nýrri plötu

Sala á nýrri plötu hljómsveitarinnar Múgsefjunar hefst á netinu í dag. Platan er svo væntanleg í verslanir 11. júní. Um er að ræða aðra plötu hljómsveitarinnar en sú fyrsta, Skiptar skoðanir, kom út árið 2008.

Tónlist