Tónlist

Tækniskólinn

Jóhann Auðunn Þorsteinsson syngur lagið Ég er þinn. Fyrir hönd Tækniskólans.

Tónlist

Borgarholtsskóli

Kristmundur Axel Kristmundsson og Júlí Heiðar Halldórsson flytja lagið Komdu til baka fyrir hönd Borgarholtsskóla.

Tónlist

Menntaskólinn að Laugarvatni

Hörður Már Bjarnarson, Jóhanna Linda Jóhannesdóttir & Kolfinna Kjartansdóttir syngja fyrir hönd Menntaskólans að Laugarvatni lagið Ljáðu mér eyra.

Tónlist

Fínn peningur fyrir að selja lag í Grey‘s Anatomy

„Ég hef aldrei séð þessa þætti. Ég bara vona að þeir séu ekki hræðilegir,“ segir Sindri Már Sigfússon úr hljómsveitinni Seabear sem á lag í læknaþættinum vinsæla Grey"s Anatomy, sem um 15 milljónir Bandaríkjamanna horfa á í hverri viku.

Tónlist

Besta erlenda platan 2009

Þegar Fréttablaðið leitaði til valinna sérfræðinga til að velja bestu erlendu plötur ársins 2009 kom í ljós að lítill samhljómur var meðal sérfræðinganna. Besta platan kom frá bandarísku borginni Baltimore.

Tónlist

Sigur Rós í 36. sæti

Lagið Svefn-G-Englar með Sigur Rós er 36. besta lag tíunda áratugarins samkvæmt lista yfir 500 bestu lögin á bandarísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com.

Tónlist

Dikta skoðar Þýskalandsmarkað

„Þetta er komið svo stutt á veg að það er allt óráðið enn þá,“ segir Haukur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu, um hugsanlega útrás hljómsveitarinnar til Þýskalands. Hann segir óvíst hvort flutningar séu í spilunum, en verið sé að skoða alla möguleika.

Tónlist

Múm fyrst á Gogoyoko

Nýjasta plata hljómsveitarinnar múm, Sing Along to Songs You Don't Know, verður fáanleg á síðunni Gogo­yoko.com frá og með mánudeginum 17. ágúst. Þetta þýðir að platan verður fyrst fáanleg í heiminum á síðunni. Platan kemur formlega út í Evrópu 24. ágúst hjá Morr Music og sama dag hjá Euphoni í Norður-Ameríku.

Tónlist

Ein af plötum ársins til þessa

Önnur sólóplata sellóleikarans Hildar Guðnadóttur, Without Sinking, og hennar fyrsta hjá breska útgáfufyrirtækinu Touch, er í tólfta sæti yfir plötur ársins hingað til á bresku tónlistarsíðunni Factmagazine.

Tónlist

Útgáfudegi flýtt um mánuð

Rokktríóið Yeah Yeah Yeahs hefur ákveðið að flýta útgáfudegi sinnar þriðju plötu, It"s Blitz!, um rúman mánuð. Ástæðan kemur fáum á óvart, eða leki á netinu, sem virðist nánast ómögulegt að koma í veg fyrir.

Tónlist

Pólitískur trommari

Dave Rowntree, trommuleikari bresku hljómsveitarinnar Blur, hyggst endurvekja pólitískan feril sinn þegar hljómsveitin hefur lokið tónleikum sem bókaðir hafa verið í sumar. Eftir að hljómsveitin lagði upp laupana árið 2003 hellti Rowntree sér út í pólitík. Hann bauð sig fram fyrir Verkamannaflokkinn í sveitarstjórnarkosningum árin 2007 og 2008.

Tónlist

Fleet Foxes á Hróarskeldu

Hljómsveitirnar Fleet Foxes og The Mars Volta hafa bæst í hóp þeirra hljómsveita sem spila á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Fleet Foxes frá Bandaríkjunum sló í gegn með samnefndri plötu sinni á síðasta ári sem var ofarlega á mörgum árslistum tónlistargagnrýnenda.

Tónlist