Veður

Enn hætta á vatna­vöxtum en dregur úr rigningunni

Dregið hefur úr rigningu á sunnanverðu landinu en enn má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna hennar. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu.

Veður

Á­fram vætu­samt og skýjað um helgina

Spáð er suðlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s í dag. skýjað að mestu og dálítil væta á víð og dreif. Bætir í rigningu á Suður- og Vesturlandi seinnipartinn. Hiti víða 10 - 15 stig.

Veður

Á­fram rigning í kortunum

Veðurfræðingar spá suðvestlægri átt í dag, dálítilli vætu um mest allt land og rigningu sunnan- og vestanlands eftir hádegi. 

Veður

Kröpp og djúp lægð veldur hvass­viðri

Kröpp og djúp lægð miðað við árstíma er viðvarandi skammt norður af landinu og veldur vestan hvassviðri norðanlands með talsverðri vætu. Hægara og úrkomuminna er á sunnanverðu landinu.

Veður

Vís­bendingar um „þokka­legt“ veður næstu helgi

Vætusamt verður um mestallt landið næstu daga og ljóst að sólin sem lék við höfuðborgarbúa fyrr í vikunni sé ekki komin til að vera. Þó eru vísbendingar um að næstu helgi láti blíðan á sér kræla á nýjan leik. Þetta segir Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu.

Veður

Gul við­vörun í nótt

Gul viðvörun gengur í gildi á miðnætti á Ströndum og Norðurlandi vestra vegna norðvestanáttar og úrhellisrigningar.

Veður

Skúradembur víða um land

Óstöðugt loft er enn þá yfir landinu og má búast við skúradembum nokkuð víða, einkum síðdegis og í kvöld. Hiti ætti að ná um og yfir fimmtán stig þar sem best lætur.

Veður

Eldingar með skúrum síð­degis

Þungbúið er á landinu í dag og væta í flestum landshlutum. Eftir hádegi birtir heldur til en þó eru líkur á skúrum seinnipartinn og jafnvel með eldingum um tíma suðvestanlands.

Veður

Minnkandi líkur á 20 stiga hita

Útlit er fyrir rólegheitaveður og hlýju á öllu landinu í dag, einkum á Norðurlandi en þokubakki er á sveimi úti við norður- og austurströndina og því mun svalara þar.

Veður

Súldin í stutt sumar­frí

Íbúar höfuðborgarsvæðisins fá mögulega að varpa öndinni léttar á morgun því blíðviðri er spáð um land allt, eða hluta úr degi hið minnsta. 

Veður

Gular við­varanir alla helgina

Gular viðvaranir vegna veðurs eru í þremur landshlutum um helgina. Fyrstu viðvaranirnar taka gildi klukkan níu í dag og eru vegna allhvassar sunnanáttar. Annars vegar er viðvörun í Breiðafirði sem stendur yfir til klukkan sjö í kvöld, og hins vegar er viðvörun á Vestfjörðum sem stendur yfir til klukkan níu í kvöld.

Veður

Gul við­vörun á höfuð­borgar­svæðinu um helgina

Gular viðvaranir hafa verið gefnar út vegna veður í Faxaflóa, Breiðafirði og á Vestfjörðum um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu tekur viðvörunin gildi á miðnætti föstudagskvöld og er í gildi til klukkan sex síðdegis á sunnudag.

Veður

Hlýjast á Norð­austur­landi í dag

Í dag má búast við suðvestan fimm til fimmtán metrum á sekúndu með lítilsháttar vætu. Hvassast verður norðvestantil. Það verður að mestu léttskýjað á austanverðu landinu. Hiti verður á bilinu 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins á Norðausturlandi.

Veður

Nokkur um­skipti frá helgarveðrinu

Suðvestur af landinu er hæð sem beinir mildri suðvestlægri átt til okkar. Því verða nokkur umskipti frá helgarveðrinu samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar. Í pistli hans segir að í nótt hafi þykknað upp vestanlands á meðan það létti til eystra.

Veður

Allt að tuttugu stiga hiti í dag

Veður verður með besta móti á Suðurlandi í dag en búist er við því að hitastigið nái allt að 20 gráðum víða á Suðurlandsundirlendinu. Frá og með þriðjudeginum verður best að vera á Austurlandi að mati veðurfræðings. 

Veður

Viðrar vel til há­tíða víðs vegar um helgina

Stór ferðahelgi er í vændum á Íslandi og eru margir að undirbúa sig fyrir ferðalag um þessar mundir. Mikið er um að vera víðs vegar á landinu en þar má helst nefna Írska daga á Akranesi, fjölskylduhátíðina Allt í blóma á Hveragerði og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum.

Veður

Besta veðrið á­fram á Suð­vestur­landi

Norðlæg átt verður ráðandi í dag, víða gola eða kaldi. Dálítil súld eða rigning á Norður- og Austurlandi og hiti þar fimm til ellefu stig. Bjart verður með köflum suðvestantil, en líkur eru á stöku skúrum síðdegis. Hiti ellefu til sextán stig að deginum.

Veður