Viðskipti erlent

Annað hrun á mörkuðum í Japan

Annað hrun á rúmri viku varð á mörkuðum í Japan í nótt. Nikkei vísitalan í Tókýó féll um rúm 5%. Ástæðan var einkum veiking á gengi dollarans gagnvart jeninu sem hefur áhrif á útfluting Japana.

Viðskipti erlent

Moody´s setur Alcoa í ruslflokk

Matsfyrirtækið Moody's lækkaði lánshæfiseinkunn bandaríska álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaáls, niður í ruslflokk í gær eða úr Baa3 og í Ba1 með stöðugum horfum. Ástæðan er linnulaus verðlækkun áls á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar offramboðs og miklar skuldir félagsins.

Viðskipti erlent

Snjallsímaloftnetin misgóð

Fjarskiptaeftirlitsstofnanir Norðurlanda og Eystrasaltsríkja hafa með bréfi til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins farið fram á að innleiddar verði merkingar á farsímtækjum með tilliti til hæfni þeirra til að nema merki frá fjarskiptasendum.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur farið hækkandi frá því í gærdag. Tunnan af Brent olíunni er komin í tæpa 104,5 dollara og hefur hækkað um tæp 2% síðasta sólarhringinn. Bandaríska léttolían hækkar ekki eins mikið. Tunnan af henni hefur hækkað um tæpt prósent frá í gær og stendur í tæpum 95 dollurum.

Viðskipti erlent

Geimflaugaskotpallur NASA til leigu í Flórída

Einn af geimflaugaskotpöllum NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, á Canaveral höfða í Flórída er til leigu. Um sögufrægan skotpall er að ræða því hann var notaður til að skjóta á loft fyrstu mönnuðu geimflaugunum sem fóru til tunglsins.

Viðskipti erlent