Viðskipti erlent

Vogunarsjóðirnir höfðu sigur í Grikklandi

Gríska ríkið vildi kaupa skuldir landsins á markaði með miklum afslætti, eða um 28 til 30 sent fyrir hverja evru, og leysa þar með mikinn vanda sem ríkissjóður glímdi við. Vogunarsjóðir, sem voru eigendur ríkisskuldanna, höfðu sett sér það markmið að fá 34 til 35 sent fyrir hverja evru, en þeir keyptu skuldirnar á slikk, með það að markmiði að endurheimta meira en ráð var fyrir gert þegar þeir eignuðust skuldir.

Viðskipti erlent

Stofnandi Go Pro orðinn milljarðamæringur eftir sölu

Raftækjaframleiðandinn Foxconn frá Tævan gekk á þriðjudaginn frá kaupum á 8,8 prósent hlut í myndavélafyrirtækinu Woodman Labs, fyrir 200 milljónir dala, jafnvirði um 25,4 milljarða króna. Fyrirtækið framleiðir vinsælar myndavélar fyrir útvist og íþróttaiðkun, meðal annars snjóbretti og brimbretti, sem kallast Go Pro.

Viðskipti erlent

Brian Dunn versti forstjóri ársins 2012

Brian Dunn, fyrrverandi forstjóri raftækjaverslanakeðjunnar Best Buy, er versti forstjóri ársins 2012, samkvæmt lista Business Week. Gengi Best Buy var slakt á árinu, félagið tapaði markaðshlutdeild, gengi hlutabréfa félagsins hrundi, og erfilega gekk að nútímavæða verslanirnar og auka sölu á vefnum, eins og keppinautarnir gerðu með góðum árangri.

Viðskipti erlent

Beðið eftir nýju tæki frá Google

Fjárfestar í Bandaríkjunum eru sagðir spenntir fyrir nýjustu afurðinni frá Google sem enn er á vinnslustigi, og hefur gengið undir nafninu X Phone. Um er að ræða blöndu af síma og handtölvu, sem á að henta vel fyrir myndatökur, samfélagsmiðla og ýmsa vinnu, að því er segir í frétt Wall Street Journal.

Viðskipti erlent

Fyrirtæki Murdochs tapar 260 milljörðum

Fjömiðlafyrirtækið News Corporation, sem að stærstum hluta í eigu Rupert Murdoch, tapaði 2,1 milljarði dala á síðasta rekstrarári, eða sem nemur ríflega 260 milljörðum króna. Tekjur félagsins minnkuðu um fimm prósent frá fyrra ári, að því er segir í tilkynningu fyrirtækisins til eftirlitsaðila í Bretlandi, en breska ríkisútvarpið BBC greinir tapi félagsins í dag.

Viðskipti erlent

General Electric kaupir Avio

Bandaríski iðnrisinn General Electric (GE) hefur gengið frá kaupum á ítalska flugiðnaðarfyrirtækinu Avio fyrir um 4,3 milljarða dala, eða sem nemur um 540 milljörðum króna. Seljandi Avio er breskur fjárfestingasjóður, Cinven.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Bankabandalag þvert á landamæri

Í síðustu viku samþykktu leiðtogar Evrópusambandsríkja að koma á fót eftirliti með fjármálastarfsemi þvert á landamæri, og hefur heildarumgjörð þessa eftirlits verið nefnd bankabandalag (Banking union). Tvennt vegur þyngst þegar að þessu yfirþjóðlega eftirliti með fjármálakerfinu kemur.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju og er tunnan af Brentolíunni komin í 109,5 dollara. Á föstudaginn var kostaði tunnan hinsvegar innan við 107 dollara. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 88 dollara og hefur hækkað um 0,5% frá því í gær.

Viðskipti erlent

Samsung vill grafa stríðsöxina

Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur dregið lögbannskröfu sína á vörur Apple til baka. Málið tekur til sölu á vörum Apple í Evrópu. Samsung hélt því upphaflega fram að Apple hefði nýtt sér höfundarréttarvarinn hugbúnað sinn í snjallsímum sínum og spjaldtölvum.

Viðskipti erlent

Himinháar tekjur Hobbitans

Það stefnir allt í það að myndin Hobbitinn: Óvænt ferðalag setji nýtt tekjumet. Tekjur vegna myndarinnar á föstudaginn, fyrsta sýningardegi í Bandaríkjunum, námu 37,5 milljónum dala. Spár gera ráð fyrir því að tekjur yfir helgina verði að minnsta kosti 85 milljónir dala. Sumir telja að tekjurnar geti farið allt upp í 100 milljónir, eða um 12,7 milljarða íslenskra króna. Aldrei hafa tekjur af nokkurri mynd, sem sýnd er í desember, verið jafn háar. Utan Bandaríkjanna hafa tekjur myndarinnar numið um 27 milljónum bandaríkjadala, eða um 3,4 milljörðum króna.

Viðskipti erlent