Viðskipti erlent Krugman segir óhætt fyrir Obama að slá billjón dollara mynt Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann er kominn á þá skoðun að Barack Obama Bandaríkjaforseti geti nýtt sér smugu í bandarísku stjórnarskránni og látið slá fyrir sig billjón dollara eða 1.000 milljarða dollara mynt úr platínu. Viðskipti erlent 8.1.2013 06:13 Nóg að gera í App Store - 40 milljarðar smáforrita hlaðið niður Apple tilkynnti í dag að búið sé að hlaða niður yfir 40 milljörðum smáforrita úr netverslunni App Store frá því að hún var sett á laggirnar árið 2008. Yfir 500 milljónir notendur eru með reikning í versluninni. Viðskipti erlent 7.1.2013 15:50 Hlutabréf í bönkum hækka um allan heim Hlutabréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum hafa hækkað mikið á mörkuðum í morgun, eftir að ákveðið var að gefa alþjóðlegum bönkum lengri tíma til þess að styrkja efnahag sinn, en tilkynning þess efnis var birt í gær. Samkvæmt fyrstu drögum nefndar á vegum Alþjóðagreiðslubankans í Basel, sem Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, fer fyrir. Viðskipti erlent 7.1.2013 12:00 Spænsk stjórnvöld tæma varasjóð til kaupa á skuldabréfum Stjónvöld á Spáni hafa nýtt sér einn stærsta varasjóð landsins til kaupa á eigin ríkisskuldabréfum. Sjóð þessum er annars ætlað að tryggja lífeyrisgreiðslur til eldri borgara Spánar í framtíðinni. Viðskipti erlent 7.1.2013 06:47 Atvinnuleysið stendur í stað Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 7,8 prósent í desembermánuði og hefur atvinnuleysið haldist óbreytt frá því í september. Það þykir mikill sigur fyrir Barack Obama, forseta landsins, að atvinnuleysið sé ekki að aukast en um 12,2 milljónir manna eru án atvinnu. Eitt af baráttumálum Obama í forsetakosningunum í haust var að minnka atvinnuleysið. Til samanburðar er atvinnuleysi á Ísland 5,4 prósent en um mitt ár 2009 var atvinnuleysið hér landi um átta og hálft prósent. Viðskipti erlent 6.1.2013 17:06 Verðmet: Túnfiskur seldur fyrir 233 milljónir Verðmet fyrir túnfisk var sett á uppboði í Japan í gærkvöld. Þar var 222 kílóa þungur bláuggatúnfiskur seldur fyrir um 233 milljónir króna eða rúmlega milljón krónur á kílóið. Viðskipti erlent 5.1.2013 09:23 App vikunnar Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma. Viðskipti erlent 5.1.2013 08:00 155 þúsund ný störf í Bandaríkjunum í desember Um 155 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í desember og mælist atvinnuleysi í landinu nú 7,8 prósent, samkvæmt tölum sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í morgun, og New York Times vitnar til á vefsíðu sinni. Viðskipti erlent 4.1.2013 15:09 Warren Buffett fjárfestir í sólarorku Warren Buffett einn af auðugustu mönnum heimsins hefur ákveðið að byggja stærsta sólarsellugarð heimsins. Viðskipti erlent 4.1.2013 07:04 Dagar elsta banka Sviss eru taldir Dagar Wegelin bankans, elsta banka Sviss, eru taldir en bankinn hættir starfsemi sinni um leið og hann hefur gengið frá greiðslu sektar upp á tæplega 60 milljónir dollara í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 4.1.2013 06:47 Allar kortagreiðslur í Páfagarði stöðvaðar Seðlabanki Ítalíu hefur stöðvað allar greiðslur með kortum í Páfagarði. Því verða allir sem þar búa eða koma sem ferðamenn að greiða með reiðufé. Viðskipti erlent 4.1.2013 06:35 iPhone 6 í búðir í maí - verður fáanlegur í öllum litum Það er löngu orðið þekkt að Apple gefur reglulega út nýjar útgáfur af iPhone-símanum vinsæla, sem hefur selst eins og heitar lummur síðustu ár. Viðskipti erlent 3.1.2013 14:48 Erlendar eignir Dana tæplega 14.000 milljarðar Nýjar tölur frá seðlabanka Danmerkur sýna að erlendar eignir Dana nema nú 610 milljörðum danskra kr. eða tæpum 14.000 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að hrunárið 2008 skulduðu Danir 170 milljarða danskra kr. í útlöndum. Viðskipti erlent 3.1.2013 09:37 Eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi bakvið lás og slá Í rammgerðri hvelfingu í borginni Genf í Sviss er að finna eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi en verkin í því munu aldrei koma fyrir augu almennings. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:52 Mesta aðsókn í Tívolí í fimm ár Árið í fyrra var gott fyrir hinn þekkta skemmtigarð Tívolí í Kaupmannahöfn. Rétt rúmlega fjórar milljónir gesta heimsóttu skemmtigarðinn á árinu og er þetta mesta aðsóknin undanfarin fimm ár. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:43 Al Jazeera kaupir bandaríska sjónvarpsstöð Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera hefur fest kaup á sjónvarpsstöðinni Current TV í Bandaríkjunum en þá stöð stofnaði Al Gore fyrrum varaforseti landsins og var einn af eigendum hennar. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:33 AGS segir að meira þurfi til í Bandaríkjunum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að samkomulagið sem kom í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi í Bandaríkjunum nú um áramótin sé ekki nægileg aðgerð til þess að takast á við efnahagsörðugleika landsins og fjárlagahalla þess til lengri tíma. Mun meira þurfi að koma til. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:27 Downton Abbey hefur áhrif á nýríkt fólk Verðlaunaþættir Downton Abbey hefur fengið metáhorf víða um heim. Þættirnir hafa orðið til þess að margir óska nú eftir ekta breskum "butler". Viðskipti erlent 2.1.2013 14:30 Markaðir bregðast vel við samkomulagi í Bandaríkjunum Verðbréfamarkaðir víða um heim hafa brugðist vel við samkomulagi í bandaríska þinginu sem kemur í veg fyrir að svonefnt fjárlagaþverhnípi hafi myndast, en ef samkomulagið hefði ekki náðst hefðu opinber fjármál bandaríska ríkisins komist í uppnám. FTSE vísitalan breska hækkaði um 1,5 prósent, DAX vísitalan þýska um 1,6 prósent og CAC 40 vísitalan franska um 1,4 prósent. Nær allsstaðar hækkuðu vísitölur og má rekja þær til samkomulagsins í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 2.1.2013 09:01 Kínverjar framleiða fleiri bíla en Evrópubúar Í ár mun það gerast í fyrsta sinn í sögunni að Kínverjar munu framleiða fleiri bíla en Evrópubúar. Viðskipti erlent 2.1.2013 06:26 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur snarhækkað frá því í gærkvöldi en ástæðan fyrir þessum hækkunum eru að báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp sem forðaði landinu frá svokölluðu fjárlagaþverhnípi. Viðskipti erlent 2.1.2013 06:18 Fjárlagaþverhnípið blásið af í nótt Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarpið sem kemur í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi í Bandaríkjunum. Öldungadeild þingsins samþykkti þetta frumvarp með miklum meirihluta í gærmorgun. Í fulltrúadeildinni voru 257 meðmæltir frumvarpinu en 167 voru á móti. Viðskipti erlent 2.1.2013 06:15 Milljónir gamalla farsíma safna ryki á dönskum heimilum Mikill meirihluti Dana hendir ekki gamla farsímanum sínum þegar nýr er keyptur. Milljónir gamalla farsíma safna því ryki í geymslum á dönskum heimilum. Viðskipti erlent 2.1.2013 06:10 Verslun að stóreflast í Rússlandi Verslun í Rússlandi hefur stóreflst á skömmum tíma og hafa verslanir sprottið upp, einkum í nágrenni höfuðborgarinnar Moskvu. Stórar verslunarmiðstöðvar hafa verið byggðar á undanförnum árum og sér ekki fyrir endanum á uppbyggingartímabilinu, að því er fram kemur í grein New York Times um verslun í Rússlandi. Viðskipti erlent 1.1.2013 23:50 Fréttaskýring: Þræðir seðlabankamanna liggja víða Þræðir margra af valdamestu seðlabankastjórum heimsins liggja saman í gegnum alþjóðlegt samstarf seðlabanka, sem hefur stóraukist eftir að þrengja tók að fjármálamörkuðum um allan heim, um mitt ár 2007. Frá haustmánuðum 2008 hefur samstarfið aukist jafnt og þétt, ekki síst í gegnum starfsemi Alþjóðagreiðslubankans í Basel. Viðskipti erlent 30.12.2012 23:47 Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. Viðskipti erlent 28.12.2012 12:00 Bankia er minna en einskis virði Virði stærsta banka Spánar, Bankia, er talið vera neikvætt um 4,2 milljarða evra, eða sem nemur um 680 milljörðum króna. Eigið fé bankans er neikvætt um fyrrnefnda fjárhæð, samkvæmt gögnum frá sérstökum björgunarsjóði fyrir bankakerfi Spánar, sem breska ríkisútvarpið BBC vitnar til í frétt um málið Viðskipti erlent 27.12.2012 23:24 Forstjóri Apple fær 4,2 milljónir dala í laun - lækka um 99 prósent milli ára Tim Cook, forstjóri Apple, fékk samtals 4,2 milljónir Bandaríkjadala í launabónus vegna starfsemi Apple á þessu ári. Það er upphæð sem svarar til tæplega 550 milljóna króna. Það er smánarupphæð í samhengi við heildarlaun hans í fyrra, en þá var hann launahæsti forstjóri fyrirtækis í heiminum, fékk samtals 378 milljónir Bandaríkjadala í laun, eða næstum 50 milljarða króna. Laun Cook lækkuðu því um næstum 99 prósent milli ára. Stærsti hluti launa Cook í fyrra voru eignarhlutir í Apple, sem stjórn fyrirtækisins ákvað að afhenda honum fyrir vel unnin störf. Viðskipti erlent 27.12.2012 20:19 Skuldir Bandaríkjanna ná hámarki á nýársdag Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að það verði að grípa til róttækra aðgerða til þess að ríkissjóður geti staðið við skuldbindingar sínar og ríkið fari ekki á hausinn. Að kvöldi nýársdags munu skuldir Bandaríkjanna náð 16400 milljörðum bandaríkjadala, en það var það takmark sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði sagt að það mætti ná. Fari skuldir ríkissjóðs yfir þetta mark mun ríkið þurfa að grípa til alvarlegra aðgerða sem fela sér niðurskurð og skattahækkanir. Viðskipti erlent 27.12.2012 09:55 Toyota greiðir 130 milljarða vegna bilana Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur samþykkt að greiða 1,1 milljarða dala, jafnvirði um 130 milljarða króna, í sektargreiðslu gegn því að fallið verði frá málsóknum á hendur fyrirtækinu, vegna bilana sem komu upp í nokkrum Toyota-bifreiðum árin 2009 og 2010 sem rekja mátti til galla. Þetta leiddi meðal annars til innkallana á mörg hundruð þúsund bílum frá fyrirtækinu um allan heim. Viðskipti erlent 27.12.2012 08:00 « ‹ 152 153 154 155 156 157 158 159 160 … 334 ›
Krugman segir óhætt fyrir Obama að slá billjón dollara mynt Hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Paul Krugmann er kominn á þá skoðun að Barack Obama Bandaríkjaforseti geti nýtt sér smugu í bandarísku stjórnarskránni og látið slá fyrir sig billjón dollara eða 1.000 milljarða dollara mynt úr platínu. Viðskipti erlent 8.1.2013 06:13
Nóg að gera í App Store - 40 milljarðar smáforrita hlaðið niður Apple tilkynnti í dag að búið sé að hlaða niður yfir 40 milljörðum smáforrita úr netverslunni App Store frá því að hún var sett á laggirnar árið 2008. Yfir 500 milljónir notendur eru með reikning í versluninni. Viðskipti erlent 7.1.2013 15:50
Hlutabréf í bönkum hækka um allan heim Hlutabréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum hafa hækkað mikið á mörkuðum í morgun, eftir að ákveðið var að gefa alþjóðlegum bönkum lengri tíma til þess að styrkja efnahag sinn, en tilkynning þess efnis var birt í gær. Samkvæmt fyrstu drögum nefndar á vegum Alþjóðagreiðslubankans í Basel, sem Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, seðlabanka Bretlands, fer fyrir. Viðskipti erlent 7.1.2013 12:00
Spænsk stjórnvöld tæma varasjóð til kaupa á skuldabréfum Stjónvöld á Spáni hafa nýtt sér einn stærsta varasjóð landsins til kaupa á eigin ríkisskuldabréfum. Sjóð þessum er annars ætlað að tryggja lífeyrisgreiðslur til eldri borgara Spánar í framtíðinni. Viðskipti erlent 7.1.2013 06:47
Atvinnuleysið stendur í stað Atvinnuleysi í Bandaríkjunum mældist 7,8 prósent í desembermánuði og hefur atvinnuleysið haldist óbreytt frá því í september. Það þykir mikill sigur fyrir Barack Obama, forseta landsins, að atvinnuleysið sé ekki að aukast en um 12,2 milljónir manna eru án atvinnu. Eitt af baráttumálum Obama í forsetakosningunum í haust var að minnka atvinnuleysið. Til samanburðar er atvinnuleysi á Ísland 5,4 prósent en um mitt ár 2009 var atvinnuleysið hér landi um átta og hálft prósent. Viðskipti erlent 6.1.2013 17:06
Verðmet: Túnfiskur seldur fyrir 233 milljónir Verðmet fyrir túnfisk var sett á uppboði í Japan í gærkvöld. Þar var 222 kílóa þungur bláuggatúnfiskur seldur fyrir um 233 milljónir króna eða rúmlega milljón krónur á kílóið. Viðskipti erlent 5.1.2013 09:23
App vikunnar Á nýju ári strengja margir áramótaheit. Erfitt getur verið að halda þessi áramótaheit og drífa sig út að hlaupa ef engin hvatning er fyrir hendi nema aukakíló og slen. Þá er ráð að kynnast fjölmörgum æfinga- og hlaupaöppum fyrir snjallsíma. Viðskipti erlent 5.1.2013 08:00
155 þúsund ný störf í Bandaríkjunum í desember Um 155 þúsund ný störf urðu til í Bandaríkjunum í desember og mælist atvinnuleysi í landinu nú 7,8 prósent, samkvæmt tölum sem vinnumálastofnun Bandaríkjanna birti í morgun, og New York Times vitnar til á vefsíðu sinni. Viðskipti erlent 4.1.2013 15:09
Warren Buffett fjárfestir í sólarorku Warren Buffett einn af auðugustu mönnum heimsins hefur ákveðið að byggja stærsta sólarsellugarð heimsins. Viðskipti erlent 4.1.2013 07:04
Dagar elsta banka Sviss eru taldir Dagar Wegelin bankans, elsta banka Sviss, eru taldir en bankinn hættir starfsemi sinni um leið og hann hefur gengið frá greiðslu sektar upp á tæplega 60 milljónir dollara í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 4.1.2013 06:47
Allar kortagreiðslur í Páfagarði stöðvaðar Seðlabanki Ítalíu hefur stöðvað allar greiðslur með kortum í Páfagarði. Því verða allir sem þar búa eða koma sem ferðamenn að greiða með reiðufé. Viðskipti erlent 4.1.2013 06:35
iPhone 6 í búðir í maí - verður fáanlegur í öllum litum Það er löngu orðið þekkt að Apple gefur reglulega út nýjar útgáfur af iPhone-símanum vinsæla, sem hefur selst eins og heitar lummur síðustu ár. Viðskipti erlent 3.1.2013 14:48
Erlendar eignir Dana tæplega 14.000 milljarðar Nýjar tölur frá seðlabanka Danmerkur sýna að erlendar eignir Dana nema nú 610 milljörðum danskra kr. eða tæpum 14.000 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að hrunárið 2008 skulduðu Danir 170 milljarða danskra kr. í útlöndum. Viðskipti erlent 3.1.2013 09:37
Eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi bakvið lás og slá Í rammgerðri hvelfingu í borginni Genf í Sviss er að finna eitt besta og verðmætasta listasafn í heimi en verkin í því munu aldrei koma fyrir augu almennings. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:52
Mesta aðsókn í Tívolí í fimm ár Árið í fyrra var gott fyrir hinn þekkta skemmtigarð Tívolí í Kaupmannahöfn. Rétt rúmlega fjórar milljónir gesta heimsóttu skemmtigarðinn á árinu og er þetta mesta aðsóknin undanfarin fimm ár. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:43
Al Jazeera kaupir bandaríska sjónvarpsstöð Arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera hefur fest kaup á sjónvarpsstöðinni Current TV í Bandaríkjunum en þá stöð stofnaði Al Gore fyrrum varaforseti landsins og var einn af eigendum hennar. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:33
AGS segir að meira þurfi til í Bandaríkjunum Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að samkomulagið sem kom í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi í Bandaríkjunum nú um áramótin sé ekki nægileg aðgerð til þess að takast á við efnahagsörðugleika landsins og fjárlagahalla þess til lengri tíma. Mun meira þurfi að koma til. Viðskipti erlent 3.1.2013 06:27
Downton Abbey hefur áhrif á nýríkt fólk Verðlaunaþættir Downton Abbey hefur fengið metáhorf víða um heim. Þættirnir hafa orðið til þess að margir óska nú eftir ekta breskum "butler". Viðskipti erlent 2.1.2013 14:30
Markaðir bregðast vel við samkomulagi í Bandaríkjunum Verðbréfamarkaðir víða um heim hafa brugðist vel við samkomulagi í bandaríska þinginu sem kemur í veg fyrir að svonefnt fjárlagaþverhnípi hafi myndast, en ef samkomulagið hefði ekki náðst hefðu opinber fjármál bandaríska ríkisins komist í uppnám. FTSE vísitalan breska hækkaði um 1,5 prósent, DAX vísitalan þýska um 1,6 prósent og CAC 40 vísitalan franska um 1,4 prósent. Nær allsstaðar hækkuðu vísitölur og má rekja þær til samkomulagsins í Bandaríkjunum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 2.1.2013 09:01
Kínverjar framleiða fleiri bíla en Evrópubúar Í ár mun það gerast í fyrsta sinn í sögunni að Kínverjar munu framleiða fleiri bíla en Evrópubúar. Viðskipti erlent 2.1.2013 06:26
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur snarhækkað frá því í gærkvöldi en ástæðan fyrir þessum hækkunum eru að báðar deildir Bandaríkjaþings hafa samþykkt frumvarp sem forðaði landinu frá svokölluðu fjárlagaþverhnípi. Viðskipti erlent 2.1.2013 06:18
Fjárlagaþverhnípið blásið af í nótt Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í nótt frumvarpið sem kemur í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi í Bandaríkjunum. Öldungadeild þingsins samþykkti þetta frumvarp með miklum meirihluta í gærmorgun. Í fulltrúadeildinni voru 257 meðmæltir frumvarpinu en 167 voru á móti. Viðskipti erlent 2.1.2013 06:15
Milljónir gamalla farsíma safna ryki á dönskum heimilum Mikill meirihluti Dana hendir ekki gamla farsímanum sínum þegar nýr er keyptur. Milljónir gamalla farsíma safna því ryki í geymslum á dönskum heimilum. Viðskipti erlent 2.1.2013 06:10
Verslun að stóreflast í Rússlandi Verslun í Rússlandi hefur stóreflst á skömmum tíma og hafa verslanir sprottið upp, einkum í nágrenni höfuðborgarinnar Moskvu. Stórar verslunarmiðstöðvar hafa verið byggðar á undanförnum árum og sér ekki fyrir endanum á uppbyggingartímabilinu, að því er fram kemur í grein New York Times um verslun í Rússlandi. Viðskipti erlent 1.1.2013 23:50
Fréttaskýring: Þræðir seðlabankamanna liggja víða Þræðir margra af valdamestu seðlabankastjórum heimsins liggja saman í gegnum alþjóðlegt samstarf seðlabanka, sem hefur stóraukist eftir að þrengja tók að fjármálamörkuðum um allan heim, um mitt ár 2007. Frá haustmánuðum 2008 hefur samstarfið aukist jafnt og þétt, ekki síst í gegnum starfsemi Alþjóðagreiðslubankans í Basel. Viðskipti erlent 30.12.2012 23:47
Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. Viðskipti erlent 28.12.2012 12:00
Bankia er minna en einskis virði Virði stærsta banka Spánar, Bankia, er talið vera neikvætt um 4,2 milljarða evra, eða sem nemur um 680 milljörðum króna. Eigið fé bankans er neikvætt um fyrrnefnda fjárhæð, samkvæmt gögnum frá sérstökum björgunarsjóði fyrir bankakerfi Spánar, sem breska ríkisútvarpið BBC vitnar til í frétt um málið Viðskipti erlent 27.12.2012 23:24
Forstjóri Apple fær 4,2 milljónir dala í laun - lækka um 99 prósent milli ára Tim Cook, forstjóri Apple, fékk samtals 4,2 milljónir Bandaríkjadala í launabónus vegna starfsemi Apple á þessu ári. Það er upphæð sem svarar til tæplega 550 milljóna króna. Það er smánarupphæð í samhengi við heildarlaun hans í fyrra, en þá var hann launahæsti forstjóri fyrirtækis í heiminum, fékk samtals 378 milljónir Bandaríkjadala í laun, eða næstum 50 milljarða króna. Laun Cook lækkuðu því um næstum 99 prósent milli ára. Stærsti hluti launa Cook í fyrra voru eignarhlutir í Apple, sem stjórn fyrirtækisins ákvað að afhenda honum fyrir vel unnin störf. Viðskipti erlent 27.12.2012 20:19
Skuldir Bandaríkjanna ná hámarki á nýársdag Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir að það verði að grípa til róttækra aðgerða til þess að ríkissjóður geti staðið við skuldbindingar sínar og ríkið fari ekki á hausinn. Að kvöldi nýársdags munu skuldir Bandaríkjanna náð 16400 milljörðum bandaríkjadala, en það var það takmark sem fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafði sagt að það mætti ná. Fari skuldir ríkissjóðs yfir þetta mark mun ríkið þurfa að grípa til alvarlegra aðgerða sem fela sér niðurskurð og skattahækkanir. Viðskipti erlent 27.12.2012 09:55
Toyota greiðir 130 milljarða vegna bilana Japanski bílaframleiðandinn Toyota hefur samþykkt að greiða 1,1 milljarða dala, jafnvirði um 130 milljarða króna, í sektargreiðslu gegn því að fallið verði frá málsóknum á hendur fyrirtækinu, vegna bilana sem komu upp í nokkrum Toyota-bifreiðum árin 2009 og 2010 sem rekja mátti til galla. Þetta leiddi meðal annars til innkallana á mörg hundruð þúsund bílum frá fyrirtækinu um allan heim. Viðskipti erlent 27.12.2012 08:00