Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju og er tunnan af Brentolíunni komin í 109,5 dollara. Á föstudaginn var kostaði tunnan hinsvegar innan við 107 dollara. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 88 dollara og hefur hækkað um 0,5% frá því í gær.

Viðskipti erlent

Samsung vill grafa stríðsöxina

Suður-kóreski tæknirisinn Samsung hefur dregið lögbannskröfu sína á vörur Apple til baka. Málið tekur til sölu á vörum Apple í Evrópu. Samsung hélt því upphaflega fram að Apple hefði nýtt sér höfundarréttarvarinn hugbúnað sinn í snjallsímum sínum og spjaldtölvum.

Viðskipti erlent

Himinháar tekjur Hobbitans

Það stefnir allt í það að myndin Hobbitinn: Óvænt ferðalag setji nýtt tekjumet. Tekjur vegna myndarinnar á föstudaginn, fyrsta sýningardegi í Bandaríkjunum, námu 37,5 milljónum dala. Spár gera ráð fyrir því að tekjur yfir helgina verði að minnsta kosti 85 milljónir dala. Sumir telja að tekjurnar geti farið allt upp í 100 milljónir, eða um 12,7 milljarða íslenskra króna. Aldrei hafa tekjur af nokkurri mynd, sem sýnd er í desember, verið jafn háar. Utan Bandaríkjanna hafa tekjur myndarinnar numið um 27 milljónum bandaríkjadala, eða um 3,4 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Bakreikningur ógnar framtíð FIH bankans

Dómsmál sem er í uppsiglingu gegn Bankaumsýslu Danmerkur (Finansiel Stabilitet) gæti endað með stórum bakreikningi til FIH bankans. Þar með myndu minnka enn frekar möguleikar Seðlabanka Íslands á að fá helminginn af söluverðinu fyrir FIH bankann endurgreiddan.

Viðskipti erlent

HSBC greiðir 240 milljarða í sekt

HSBC bankinn mun greiða bandarískum stjórnvöldum 1,9 milljarð dala, eða um 240 milljarða króna, í sekt vegna peningaþvættismáls. Þetta er sagt vera hæsta sekt sem nokkur banki hefur greitt vegna slíkra mála. Bankinn var grunaður um að hafa aðstoðað við að þvo peninga í eigu eiturlyfjahringja og ríkja sem bandarísk stjórnvöld höfðu beitt viðskiptaþvingunum.

Viðskipti erlent