Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Vesturlönd í vanda en Asía dregur vagninn

Á meðan staða efnahagsmála á Vesturlöndum, þ.e. í Evrópu og Bandaríkjunum, einkennist af erfiðleikum og veikum eða neikvæðum hagvexti, er staðan að lagast víða í Asíu. Þetta sýnir ítarleg umfjöllun The Economist, en sérrit blaðsins um horfur í efnhagsmálum og stjórnmálum á alþjóðavísu fyrir árið 2013, kom út í vikunni.

Viðskipti erlent

Apple í hart við Samsung

Barátta tæknirisanna Apple og Samsung virðist engan endi ætla að taka. Apple hefur nú bætt sex nýlegum spjaldtölvum og snjallsímum Samsung á lista yfir raftæki sem sögð eru brjóta á hugverkarétti.

Viðskipti erlent

Cisco að kaupa Meraki fyrir 152 milljarða

Cisco systems, sem er stærsti framleiðandi hugbúnaðar fyrir netið á heimsvísu, er að ganga frá kaupum á bandaríska hugbúnaðarfyrirtækinu Meraki fyrir um 152 milljarða króna (1,2 ma. dala), en það fyrirtæki einblínir á þjónustu sem hjálpar fyrirtækjum að stýra netnotkun. Meraki hefur vaxið hratt en að sögn breska ríkisútvarpsins BBC, er litið til þess að sú starfsemi sem Meraki hefur boðið upp muni vaxa hratt á næstu árum.

Viðskipti erlent

Helmingslíkur á að hægt verði að bjarga SAS

Fundað er um það í kvöld hvort hægt verði að bjarga SAS flugfélaginu frá gjaldþroti. Fram kemur á viðskiptavefnum epn.dk að von sé á niðurstöðu um klukkan ellefu í kvöld að íslenskum tíma. Forstjóri félagsins hefur sagt að það séu um helmingslíkur á því að hægt verði að bjarga félaginu. Áður en niðurstaða liggur fyrir þurfa stjórnendur SAS og starfsmenn að vera sammála um niðurskurðaraðgerðir. Þar er meðal annars um að ræða lækkun launa og skerðingu á lífeyrisréttindum. Stjórnendur SAS segjast ætla að senda tilkynningu þegar niðurstaða hefur fengist.

Viðskipti erlent

JP Morgan og Credit Suisse greiddu 55 milljarða í sektir

Tveir af stærstu bönkum heims, JP Morgan Chase og Credit Suisse, greiddu samtals 417 milljónir dala, jafnvirði um 55 milljarða króna, í sektir til fjármálaeftirlitsins í New York, vegna sölu bankanna á skuldatryggingum er tengjast húsnæðislánum til fjárfesta, en eignirnar reyndust því sem næst verðlausar eignir.

Viðskipti erlent