Viðskipti erlent Olíuverðið gefur eftir í kjölfar gífurlegrar hækkunnar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur aðeins gefið eftir í morgun en það hækkaði gífurlega seinnipartinn á föstudag. Viðskipti erlent 2.7.2012 07:00 Eignir Batista hrynja í verði Brasilíski milljarðamæringurinn Eike Batista, einn ríkasti maður Brasilíu, hefur tapað helmingnum af auði sínu á síðustu þremur mánuðum, að því er fram kemur á vef Forbes. Þar segir að „ástarsambandi Batista“ við hlutabréfamarkaði sé lokið, en frá því í mars mánuði hefur hann tapað 15,5 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 1.900 milljörðum krónum. Enginn milljarðamæringur í heiminum hefur tapað meiru á árinu en Batista, samkvæmt Forbes. Viðskipti erlent 1.7.2012 22:30 Stjórnarformaður Barclays mun segja upp Marcus Agius stjórnarformaður Barclays mun segja upp vegna vaxtahneykslisins. Bankinn er sakaður um að hafa með markaðsmisnoktun reynt að hafa áhrif á stýrivexti. Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC fullyrðir að Agius muni tilkynna afsögn sína á morgun. Barclays bankinn var sektaður um 290 milljónir sterlingspunda vegna hneykslisins. Royal Bank of Scotland hefur nú þegar rekið fjóra miðlara vegna þáttar þeirra í svindlinu. Viðskipti erlent 1.7.2012 20:39 Bankar fá fé beint úr neyðarsjóðum Leiðtogar ríkjanna á Evrusvæðinu hafa komist að samkomulagi um lausn á vandræðunum með gjaldmiðilinn. Einnig hafa langtímamarkmið verið sett. Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær. Viðskipti erlent 30.6.2012 04:30 Yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit í ESB Seðlabanki Evrópu fær auknar valdheimildir með eins konar yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti yfir bönkum í ríkjunum sautján á evrusvæðinu, en það var meðal þess sem ákveðið var á fundi leiðtoga evruríkjanna í Brussel í dag. Um er að ræða stórt skref í átt til sérstaks bankabandalags evruríkjanna. Þá var samþykkt að veita 100 milljarða evra í endurfjármögnun spænskra banka, en peningarnir verða ekki veittir fyrr en hinu evrópska fjármálaeftirliti hefur formlega verið komið á laggirnar. Markaðir brugðust vel við tíðindunum og gengi evru gagnvart dollar styrktist eftir að tilkynnt var um áformin í dag. Viðskipti erlent 29.6.2012 20:20 Allt á niðurleið hjá RIM Svo virðist sem að dagar Research in Motion, framleiðanda BlackBerry snjallsímanna, séu taldir. Síðasti ársfjórðungur var afar erfiður fyrirtækinu og er talið að um 5 þúsund starfsmönnum verði sagt upp á næstu dögum. Viðskipti erlent 29.6.2012 17:41 Miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum Fjárfestar hafa brugðist einkar vel við fréttum af fundi leiðtoga Evrópusambandsins (ESB), sem nú fer fram í Brussell, og er þar einkum horft til ákvarðana um að björgunarsjóður ESB fái heimildir til þess að endurfjármagna bankakerfi allra landa innan ESB, ef í óefni er komið. Viðskipti erlent 29.6.2012 15:37 Nú er hægt að fá Chrome á iPhone Tæknirisinn Gooogle tilkynnti fyrr í vikunni að Chrome netvafrinn yrði brátt fáanlegur fyrir iOS stýrikerfið. Það var síðan í gær sem að vafrinn vinsæli birtist í smáforrita safni Apple. Viðskipti erlent 29.6.2012 11:31 Fréttaskýring: Fjársjóður og umhverfisvá á Norðurslóðum Landsframleiðsla í Grænlandi mun aukast um 300 prósent á næstu þremur árum ef uppbyggingaráform London Mining og Alcoa ganga eftir. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt The Economist á efnahagslegum tækifærum á Norðurslóðum sem birtist með tölublaði ritsins 16. júní sl. Ritið er 14 síður og er farið ítarlega yfir efnahagsleg og umhverfisleg áhrif þess ef farið verður út í mikla nýtingu á olíuauðlindum svæðisins, sem er raunar þegar komin af stað. Viðskipti erlent 29.6.2012 11:23 Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað nokkuð í morgun. Tunnan af Brent olíunni er komin í 93,5 dollara og hefur hækkað um 1,6%. Viðskipti erlent 29.6.2012 10:28 Evrópumarkaðir í mikilli uppsveiflu Markaðir í Evrópu hafa verið í mikilli uppsveiflu frá því að þeir voru opnaðir í morgun. Viðskipti erlent 29.6.2012 08:03 Neyðarsjóður ESB má lána beint til banka Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að sérstakur neyðarsjóður á vegum sambandsins geti lánað bönkum innan þess beint þannig að það hafi ekki áhrif á ríkisfjármál þeirra landa sem bankarnir eru staðsettir í. Viðskipti erlent 29.6.2012 06:48 Bankahrunin á Íslandi og Írlandi þau allra verstu Ísland og Írland tróna á toppi lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um kostnaðarsömustu bankahrun síðustu áratuga miðað við aukningu í ríkisskuldum. Viðskipti erlent 28.6.2012 21:30 Google kynnir Project Glass og nýja spjaldtölvu Tæknirisinn Google ætlar sér stóra hluti á komandi misserum. Stjórnendur fyrirtækisins opinberuðu helstu nýjunar þessu á I/O ráðstefnunni í San Francisco í gær. Viðskipti erlent 28.6.2012 11:53 New York Times reynir að ná til Kínverja New York Times birti í gær, í fyrsta skipti, fréttavef sinn á kínversku og hyggst framvegis bjóða upp á að skoða fréttir á því tungumáli. Ætlun ritstjórnar fjölmiðilsins er að ná til þess fólks í Asíu og Kína sem hefur tök á því að skoða alþjóðlegar fréttir, og er þar ekki síst horft til ört vaxandi millistéttar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu hjá New York Times. Viðskipti erlent 28.6.2012 09:59 Leiðtogar funda á ný um skuldavanda Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu funda í Brussel í dag og á morgun. Leiðtogarnir funda um sama mál og oftast undanfarin ár, skuldavanda álfunnar og mögulegar lausnir á henni. Viðskipti erlent 28.6.2012 06:45 Barclays greiðir 57 milljarða króna í sekt Barclays bankinn mun greiða 290 milljónir sterlingspunda, jafnvirði 57 milljarða íslenskra króna, í sekt fyrir að hafa haft óeðlileg áhrif á stýrivexti með markaðsmisnotkun. Það eru bresk og bandarísk yfirvöld sem leggja sektina á og segja þau að brotið sé alvarlegt og útbreitt. Umræddir bankavextir hafa áhrif á kostnað við lántöku einstaklinga, eins og húsnæðislán. Bob Diamond, forstjóri Barclays, og þrír aðrir stjórnendur bankans hafa afsalað sér launabónusum sínum í ár vegna þessa. Viðskipti erlent 27.6.2012 15:52 Google kynnir nýja spjaldtölvu Ný tegund spjaltölvu er væntanleg frá Google vörumerkinu og talið er að hún verði kynnt á ráðstefnu sem hefst í San Fransisco í dag. Viðskipti erlent 27.6.2012 14:32 Air Finland gjaldþrota Flugfélagið Air Finland er gjaldþrota. Erlendir fréttamiðlar greina frá því að stutta tilkynningu væri að finna á heimasíðu félagsins sem birtist í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2002 og var með höfuðstöðvar í Helsinki. Viðskipti erlent 27.6.2012 11:53 Allir notendur Facebook fá nýtt netfang Stærsta samskiptasíða heims, Facebook, hefur lengi boðið notendum sínum netföng. Nú hefur facebook hins vegar úthlutað öllum notendum netfang að þeim forspurðum. Viðskipti erlent 26.6.2012 14:42 Microsoft kaupir Yammer fyrir 150 miljarða króna Microsoft hefur keypt samskiptaforritið Yammer fyrir 1,2 miljarða dala sem nemur 150 miljörðum króna. Samskiptasíðan sem ætluð er sem samskiptamáti í fyrirtækjum er fjögurra ára gömul og hefur yfir 5 miljón notendur. Viðskipti erlent 26.6.2012 11:27 Verð á áli hefur lækkað um 20% frá febrúar í ár Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað töluvert á fyrrihluta ársins eins og raunar margar aðrar hrávörur. Viðskipti erlent 26.6.2012 07:43 Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn 28 spænskra banka Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir 28 spænskra banka. Sumar einkunnir voru lækkaðar um allt að 4 stig. Þar að auki voru allar einkunnir bankanna settar á neikvæðar horfur. Viðskipti erlent 26.6.2012 06:42 Spánn óskar formlega eftir fjárhagsaðstoð Spánverjar óskuðu í dag eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bankakerfi landsins frá hruni. Viðskipti erlent 25.6.2012 19:11 Fitch setur Kýpur í ruslflokk Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kýpur niður í svokallaðan ruslflokk eða úr BBB- og niður í BB+. Þar að auki er einkunnin með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 25.6.2012 10:26 Samsung á erfitt með að mæta eftirspurn eftir nýjasta snjallsímanum Talsmaður Samsung raftækja í Suður-Kóreu, stærsta farsímaframleiðanda heims, sagði í dag að áætlað væri að selja nýjasta nýjasta snjallasíma fyrirktækisins Galaxy S III væri 10 miljónum eintaka í júlí. Viðskipti erlent 25.6.2012 09:47 Spánverjar biðja formlega um neyðaraðstoð frá ESB Spánverjar hafa nú formlega farið fram á neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bönkum landsins. Viðskipti erlent 25.6.2012 09:24 Katar vill fjárfesta fyrir 5 milljarða dala í Kína Stjórnvöld í Katar hafa hug á því að fjárfesta í Kína fyrir fimm milljarða dala, eða sem nemur 625 milljörðum króna. Ef þessi áform eiga að ganga eftir þurfa yfirvöld í Katar að falla undir skilyrði sérstakrar áætlunar um erlenda fjárfestingu (China's Qualified Foreign Institutional Investor (QFII) programme) fagfjárfesta. Viðskipti erlent 25.6.2012 09:01 Stjórnarskrá George Washington seld á uppboði Persónulegt eintak George Washington af bandarísku stjórnarskránni var selt á langt yfir matsverði á uppboði hjá Christie´s um helgina. Viðskipti erlent 25.6.2012 07:19 Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir miklar verðlækkanir á undanförnum dögum og vikum. Viðskipti erlent 25.6.2012 06:51 « ‹ 173 174 175 176 177 178 179 180 181 … 334 ›
Olíuverðið gefur eftir í kjölfar gífurlegrar hækkunnar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur aðeins gefið eftir í morgun en það hækkaði gífurlega seinnipartinn á föstudag. Viðskipti erlent 2.7.2012 07:00
Eignir Batista hrynja í verði Brasilíski milljarðamæringurinn Eike Batista, einn ríkasti maður Brasilíu, hefur tapað helmingnum af auði sínu á síðustu þremur mánuðum, að því er fram kemur á vef Forbes. Þar segir að „ástarsambandi Batista“ við hlutabréfamarkaði sé lokið, en frá því í mars mánuði hefur hann tapað 15,5 milljörðum dala, eða sem nemur ríflega 1.900 milljörðum krónum. Enginn milljarðamæringur í heiminum hefur tapað meiru á árinu en Batista, samkvæmt Forbes. Viðskipti erlent 1.7.2012 22:30
Stjórnarformaður Barclays mun segja upp Marcus Agius stjórnarformaður Barclays mun segja upp vegna vaxtahneykslisins. Bankinn er sakaður um að hafa með markaðsmisnoktun reynt að hafa áhrif á stýrivexti. Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC fullyrðir að Agius muni tilkynna afsögn sína á morgun. Barclays bankinn var sektaður um 290 milljónir sterlingspunda vegna hneykslisins. Royal Bank of Scotland hefur nú þegar rekið fjóra miðlara vegna þáttar þeirra í svindlinu. Viðskipti erlent 1.7.2012 20:39
Bankar fá fé beint úr neyðarsjóðum Leiðtogar ríkjanna á Evrusvæðinu hafa komist að samkomulagi um lausn á vandræðunum með gjaldmiðilinn. Einnig hafa langtímamarkmið verið sett. Leiðtogarnir funduðu í Brussel í gær. Viðskipti erlent 30.6.2012 04:30
Yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit í ESB Seðlabanki Evrópu fær auknar valdheimildir með eins konar yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti yfir bönkum í ríkjunum sautján á evrusvæðinu, en það var meðal þess sem ákveðið var á fundi leiðtoga evruríkjanna í Brussel í dag. Um er að ræða stórt skref í átt til sérstaks bankabandalags evruríkjanna. Þá var samþykkt að veita 100 milljarða evra í endurfjármögnun spænskra banka, en peningarnir verða ekki veittir fyrr en hinu evrópska fjármálaeftirliti hefur formlega verið komið á laggirnar. Markaðir brugðust vel við tíðindunum og gengi evru gagnvart dollar styrktist eftir að tilkynnt var um áformin í dag. Viðskipti erlent 29.6.2012 20:20
Allt á niðurleið hjá RIM Svo virðist sem að dagar Research in Motion, framleiðanda BlackBerry snjallsímanna, séu taldir. Síðasti ársfjórðungur var afar erfiður fyrirtækinu og er talið að um 5 þúsund starfsmönnum verði sagt upp á næstu dögum. Viðskipti erlent 29.6.2012 17:41
Miklar hækkanir á hlutabréfamörkuðum Fjárfestar hafa brugðist einkar vel við fréttum af fundi leiðtoga Evrópusambandsins (ESB), sem nú fer fram í Brussell, og er þar einkum horft til ákvarðana um að björgunarsjóður ESB fái heimildir til þess að endurfjármagna bankakerfi allra landa innan ESB, ef í óefni er komið. Viðskipti erlent 29.6.2012 15:37
Nú er hægt að fá Chrome á iPhone Tæknirisinn Gooogle tilkynnti fyrr í vikunni að Chrome netvafrinn yrði brátt fáanlegur fyrir iOS stýrikerfið. Það var síðan í gær sem að vafrinn vinsæli birtist í smáforrita safni Apple. Viðskipti erlent 29.6.2012 11:31
Fréttaskýring: Fjársjóður og umhverfisvá á Norðurslóðum Landsframleiðsla í Grænlandi mun aukast um 300 prósent á næstu þremur árum ef uppbyggingaráform London Mining og Alcoa ganga eftir. Þetta kemur fram í ítarlegri úttekt The Economist á efnahagslegum tækifærum á Norðurslóðum sem birtist með tölublaði ritsins 16. júní sl. Ritið er 14 síður og er farið ítarlega yfir efnahagsleg og umhverfisleg áhrif þess ef farið verður út í mikla nýtingu á olíuauðlindum svæðisins, sem er raunar þegar komin af stað. Viðskipti erlent 29.6.2012 11:23
Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað nokkuð í morgun. Tunnan af Brent olíunni er komin í 93,5 dollara og hefur hækkað um 1,6%. Viðskipti erlent 29.6.2012 10:28
Evrópumarkaðir í mikilli uppsveiflu Markaðir í Evrópu hafa verið í mikilli uppsveiflu frá því að þeir voru opnaðir í morgun. Viðskipti erlent 29.6.2012 08:03
Neyðarsjóður ESB má lána beint til banka Leiðtogar Evrópusambandsins hafa samþykkt að sérstakur neyðarsjóður á vegum sambandsins geti lánað bönkum innan þess beint þannig að það hafi ekki áhrif á ríkisfjármál þeirra landa sem bankarnir eru staðsettir í. Viðskipti erlent 29.6.2012 06:48
Bankahrunin á Íslandi og Írlandi þau allra verstu Ísland og Írland tróna á toppi lista Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um kostnaðarsömustu bankahrun síðustu áratuga miðað við aukningu í ríkisskuldum. Viðskipti erlent 28.6.2012 21:30
Google kynnir Project Glass og nýja spjaldtölvu Tæknirisinn Google ætlar sér stóra hluti á komandi misserum. Stjórnendur fyrirtækisins opinberuðu helstu nýjunar þessu á I/O ráðstefnunni í San Francisco í gær. Viðskipti erlent 28.6.2012 11:53
New York Times reynir að ná til Kínverja New York Times birti í gær, í fyrsta skipti, fréttavef sinn á kínversku og hyggst framvegis bjóða upp á að skoða fréttir á því tungumáli. Ætlun ritstjórnar fjölmiðilsins er að ná til þess fólks í Asíu og Kína sem hefur tök á því að skoða alþjóðlegar fréttir, og er þar ekki síst horft til ört vaxandi millistéttar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þessa breytingu hjá New York Times. Viðskipti erlent 28.6.2012 09:59
Leiðtogar funda á ný um skuldavanda Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna munu funda í Brussel í dag og á morgun. Leiðtogarnir funda um sama mál og oftast undanfarin ár, skuldavanda álfunnar og mögulegar lausnir á henni. Viðskipti erlent 28.6.2012 06:45
Barclays greiðir 57 milljarða króna í sekt Barclays bankinn mun greiða 290 milljónir sterlingspunda, jafnvirði 57 milljarða íslenskra króna, í sekt fyrir að hafa haft óeðlileg áhrif á stýrivexti með markaðsmisnotkun. Það eru bresk og bandarísk yfirvöld sem leggja sektina á og segja þau að brotið sé alvarlegt og útbreitt. Umræddir bankavextir hafa áhrif á kostnað við lántöku einstaklinga, eins og húsnæðislán. Bob Diamond, forstjóri Barclays, og þrír aðrir stjórnendur bankans hafa afsalað sér launabónusum sínum í ár vegna þessa. Viðskipti erlent 27.6.2012 15:52
Google kynnir nýja spjaldtölvu Ný tegund spjaltölvu er væntanleg frá Google vörumerkinu og talið er að hún verði kynnt á ráðstefnu sem hefst í San Fransisco í dag. Viðskipti erlent 27.6.2012 14:32
Air Finland gjaldþrota Flugfélagið Air Finland er gjaldþrota. Erlendir fréttamiðlar greina frá því að stutta tilkynningu væri að finna á heimasíðu félagsins sem birtist í gærkvöldi. Félagið var stofnað árið 2002 og var með höfuðstöðvar í Helsinki. Viðskipti erlent 27.6.2012 11:53
Allir notendur Facebook fá nýtt netfang Stærsta samskiptasíða heims, Facebook, hefur lengi boðið notendum sínum netföng. Nú hefur facebook hins vegar úthlutað öllum notendum netfang að þeim forspurðum. Viðskipti erlent 26.6.2012 14:42
Microsoft kaupir Yammer fyrir 150 miljarða króna Microsoft hefur keypt samskiptaforritið Yammer fyrir 1,2 miljarða dala sem nemur 150 miljörðum króna. Samskiptasíðan sem ætluð er sem samskiptamáti í fyrirtækjum er fjögurra ára gömul og hefur yfir 5 miljón notendur. Viðskipti erlent 26.6.2012 11:27
Verð á áli hefur lækkað um 20% frá febrúar í ár Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað töluvert á fyrrihluta ársins eins og raunar margar aðrar hrávörur. Viðskipti erlent 26.6.2012 07:43
Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn 28 spænskra banka Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir 28 spænskra banka. Sumar einkunnir voru lækkaðar um allt að 4 stig. Þar að auki voru allar einkunnir bankanna settar á neikvæðar horfur. Viðskipti erlent 26.6.2012 06:42
Spánn óskar formlega eftir fjárhagsaðstoð Spánverjar óskuðu í dag eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bankakerfi landsins frá hruni. Viðskipti erlent 25.6.2012 19:11
Fitch setur Kýpur í ruslflokk Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kýpur niður í svokallaðan ruslflokk eða úr BBB- og niður í BB+. Þar að auki er einkunnin með neikvæðum horfum. Viðskipti erlent 25.6.2012 10:26
Samsung á erfitt með að mæta eftirspurn eftir nýjasta snjallsímanum Talsmaður Samsung raftækja í Suður-Kóreu, stærsta farsímaframleiðanda heims, sagði í dag að áætlað væri að selja nýjasta nýjasta snjallasíma fyrirktækisins Galaxy S III væri 10 miljónum eintaka í júlí. Viðskipti erlent 25.6.2012 09:47
Spánverjar biðja formlega um neyðaraðstoð frá ESB Spánverjar hafa nú formlega farið fram á neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bönkum landsins. Viðskipti erlent 25.6.2012 09:24
Katar vill fjárfesta fyrir 5 milljarða dala í Kína Stjórnvöld í Katar hafa hug á því að fjárfesta í Kína fyrir fimm milljarða dala, eða sem nemur 625 milljörðum króna. Ef þessi áform eiga að ganga eftir þurfa yfirvöld í Katar að falla undir skilyrði sérstakrar áætlunar um erlenda fjárfestingu (China's Qualified Foreign Institutional Investor (QFII) programme) fagfjárfesta. Viðskipti erlent 25.6.2012 09:01
Stjórnarskrá George Washington seld á uppboði Persónulegt eintak George Washington af bandarísku stjórnarskránni var selt á langt yfir matsverði á uppboði hjá Christie´s um helgina. Viðskipti erlent 25.6.2012 07:19
Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir miklar verðlækkanir á undanförnum dögum og vikum. Viðskipti erlent 25.6.2012 06:51