Viðskipti erlent

Stærstu evruríkin samþykkja áætlun um að styðja við hagvöxt

Leiðtogar fjögurra stærstu evruríkjanna, Þýskalands, Frakkalands, Ítalíu og Spánar, samþykktu í gær að vinna eftir áætlun til þess að efla og styðja við hagvöxt á evrusvæðinu. Um 130 milljarðar evra, ríflega 21 þúsund milljarðar króna, hafa verið eyrnamerktir í áætlunina, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun.

Viðskipti erlent

Monti óttast „árásir“ fjárfesta á Evrópuríki

Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, óttast að aðilar á markaði, eins og vogunarsjóðir og fleiri fjárfestar, muni stunda það að gera "árásir“ á hagkerfi einstakra þjóða í Evrópu ef þjóðarleiðtogar í álfunni koma sér ekki saman um trúverðugar og almennar aðgerðir til þess að sporna gegn djúpri kreppu í Evrópu.

Viðskipti erlent

Álverð lækkað um 30 prósent á einu ári

Álverð samkvæmt opinberum upplýsingum London Metal Exchange (LME) hefur lækkað um ríflega 30 prósent frá því í júlí í fyrra. Staðgreiðsluverð á markaði fór þá í 2.600 dali á tonnið en verðið er nú 1.879 dalir, samkvæmt upplýsingum um síðasta markaðsverð á vefsíðu LME. (sjá hér).

Viðskipti erlent

Air France segir upp 5.000 starfsmönnum

Franska flugfélagið Air France hyggst segja upp fimm þúsund starfsmönnum á næstunni en aðgerðirnar verða að fullu komnar til framkvæmda fyrir lok árs 2013, að því er segir á vefsíðu Wall Street Journal. Þetta jafngildir um 10 prósent af heildarstarfsmannafjölda flugfélagsins. Rekstur flugfélaga hefur ekki gengið vel undanfarin misser, og hefur gengi hlutabréfa í flugfélögum lækkað á mörkuðum víðast hvar undanfarið ár.

Viðskipti erlent

Telja að Spánn þurfi neyðaraðstoð á næstunni

Þrátt fyrir að fjármálaráðherra Spánar hafi þvertekið fyrir það í gærkvöldi að Spánn þyrfti á neyðaraðstoð að halda frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu eru flestir sérfræðingar sammála um að slíkt muni gerast á næstunni.

Viðskipti erlent

Risaviðskipti hjá lyfjasölurisum

Bandaríski smásölurisinn Walgreen tilkynnti í morgun að félagið hygðist kaupa 45 prósent hlut í fyrirtækinu Alliance Boots, sem rekur meira en þrjú þúsund apótek og verslanir í ellefu löndum. Kaupverðið er 4,3 milljarðar punda, eða sem nemur um 860 milljörðum króna. Um er að ræða ein stærstu kaup í smásölugeiranum á alþjóðavísu undanfarið ár.

Viðskipti erlent

Verðbólgan 2,8 prósent í Bretlandi

Verðbólga heldur áfram að falla í Bretlandi en hún mælist nú 2,8 prósent, samkvæmt tölum sem hagstofan breska birti í morgun. Verðbólgan fór hæst í 5,2 prósent í september í fyrra, sem skýrðist ekki síst af háu hrávöruverði á alþjóðamörkuðum.

Viðskipti erlent

Niðursveifla á mörkuðum í nótt

Niðursveifla varð á mörkuðum í Asíu í nótt. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 0,8% og Hang seng vísitalan í Hong Kong lækkaði um 0,5%. Þá lækkaði tunnan af Brent olíunni um rúman dollar og er komin undir 96 dollara.

Viðskipti erlent

17. júní gæti orðið sögulegur fyrir Færeyjar

Dagurinn 17. júní 2012 gæti orðið söglegur fyrir Færeyjar. Þann dag var borinn settur í færeyska landgrunnið í áttundu tilraun til að finna færeysku olíuna. Þannig hefst frétt á færeyska netmiðlinum oljan.is en kínverski borpallurinn Cosl Pioneer mun bora næstu 4-5 mánuði.

Viðskipti erlent

Fasteignaverð í Kína heldur áfram að lækka

Fasteignaverð í 55 af 70 borum í Kína lækkaði í síðasta mánuði miðað við sama mánuð árið á undan. Áhyggjur fara nú vaxandi af því að stjórnvöld hafi þrengt of mikið að fasteignamarkaðnum með aðgerðum sem í upphafi voru hugsaðar til þess að koma kæla hagkerfið niður, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Viðskipti erlent

Burger King ætlar að opna 1000 staði í Kína

Hamborgarakeðjan Burger King stefnir að því að opna um þúsund veitingastaði í Kína á næstu fimm til sjö árum. Nú þegar eru 60 staðir í landinu en með þessu ætlar keðjan að hasla sér völl á þessum risastóra markaði. Keðjan á þó langt í land samanborið við samkeppnisaðilann McDonalds sem er með 1400 útibú í Kína. Á síðustu mánuðum hefur keðjan opnað hundruði staða í Rússlandi og Brasilíu. Yfir 12.500 Burger King-staðir eru víðsvegar um heiminn, flestir í Evrópu.

Viðskipti erlent

Meiri aðstoð í boði frá Seðlabanka Evrópu

Seðlabanki Evrópu er reiðubúinn til að styðja enn frekar við bankakerfi evrusvæðisins ef nauðsyn ber til. Mario Draghi, seðlabankastjóri segir að evrusvæðið verði enn tilbúið til að "leggja viðkvæmum bönkum til lausafé ef þörf er á."

Viðskipti erlent