Viðskipti erlent

Marel hagnaðist um 5,4 milljarða

Marel hagnaðist um 34,5 milljónir evra á árinu 2011, eða sem nemur 5,4 milljarða króna. Tekjur félagsins jukust um 15 prósent frá fyrra ári og námu 668 milljónum evra, eða sem nemur 106 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Hagnaður Amazon dregst saman

Hagnaður Amazon, sem hefur tekjur sínar af sölu á varningi á netinu og sölu á Kindle-lestrartölvunni, dróst saman á síðasta ársfjórðungi samanborið við árið á undan. Hlutabréf í Amazon lækkuðu um 8 prósent þegar upplýsingar um samdráttinn lágu fyrir og voru kynntar fjárfestum í kauphöllinni í New York.

Viðskipti erlent

15% vinnandi eru útlendingar

Um það bil 15 prósent af vinnandi fólki í Noregi eru erlendir ríkisborgarar. Þetta kemur fram í fjölmiðlum þar í landi, en samkvæmt upplýsingum frá skattayfirvöldum voru 2.560.000 starfandi í fyrra og þar af voru 387.103 útlendingar.

Viðskipti erlent

Treglega gengur að selja ríkiseignirnar

Grískum stjórnvöldum hefur gengið illa að standa við þá áætlun um samdrátt og aðhald í ríkisrekstri, sem er forsenda frekari fjárhagsaðstoðar frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.Grískum stjórnvöldum hefur gengið illa að standa við þá áætlun um samdrátt og aðhald í ríkisrekstri, sem er forsenda frekari fjárhagsaðstoðar frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Viðskipti erlent

Bjart yfir Evrópu

Það bárust jákvæðar tölur frá hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag. FTSE vísitalan hækkaði um 0,19%, franska CAC 40 vísitalan hækkaði um 1,01% og þýska Dax hækkaði um 0,22%.

Viðskipti erlent

Japan að rétta úr kútnum

Efnahagur Japans heldur áfram að rétta úr kútnum eftir að hafa orðið fyrir miklu höggi er jarðskjálfti skók landið 11. mars í fyrra. Nýjar hagtölur um framleiðslu bílaframleiðenda í landinu þykja sýna að landið er á réttri leið, að því er fram kemur vef breska ríkiútvarpsins BBC

Viðskipti erlent

Rauður dagur á mörkuðum

Það var rauður dagur beggja megin Atlantsála í dag. Vestanhafs lækkaði Nasdaq vísitalan um 0,16%, S&P 500 lækkaði um 0,25% og Dow Jones lækkaði um 0,86%. FTSE vísitalan lækkaði um 1,09%, þýska Dax vísitalan lækkaði um 1,04% og franska Cac 40 lækkaði um 1,60%.

Viðskipti erlent

Osborne fagnar því að bankamaður þiggi ekki bónusinn

George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, segir þá ákvörðun Stephen Hester, forstjóra Royal Bank of Scotland, að þiggja ekki bónusgreiðslu upp á eina milljóna punda, jafnvirði ríflega 190 milljóna króna, vera skynsamlega og rökrétta. "Skattgreiðendur settu milljarða punda inn í rekstur bankans þegar hann var að falla, og það er eðlilegt að þeir njóti forgangs þegar vel gengur," sagði Osborne í viðtali við breska blaðið The Guardian í morgun.

Viðskipti erlent

Forstjóri RBS neitaði að taka við bónusinum

Forstjóri breska bankans Royal Bank of Scotland (RBS), Stephen Hester, hefur ákveðið að þiggja ekki bónusgreiðslur upp eina milljón punda, eða sem jafngildir ríflega 190 milljónum króna, vegna rekstrarársins í fyrra. Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá þessu í morgun.

Viðskipti erlent

Facebook er að breyta heiminum hratt

Facebook er í ótrúlegri stöðu til þess að kortleggja hegðun mörg hundruð milljóna manna um heim allan og nýta sér upplýsingarnar til fjárhagslegs ávinnings. Hópur Facebook notenda fer hratt stækkandi. Fyrirtækið er sífellt að þróa nýja möguleika til þess að nýta sér gríðarlegt magn upplýsinga um þá sem skráðir eru á vefinn.

Viðskipti erlent

Grikkir ósáttir við Þjóðverja

Grískir embættismenn hafa brugðist ókvæða við áformum þýskra stjórnvalda, sem láku í fjölmiðla fyrir helgi, um að leggja til að Evrópusambandið fái synjunarvald yfir skattastefnu og útgjöldum gríska ríkisins.

Viðskipti erlent

Millibankamarkaðir enn frostnir

Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að enn sé langt þangað til fjármagnsmarkaðir komist í það sem talist geti eðlilegt ástand. Þetta kom fram í erindi sem Draghi hélt á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss.

Viðskipti erlent

Nethagkerfið mun tvöfaldast á fjórum árum

Vefhagkerfi heimsins mun tvöfaldast að stærð á næstu fjórum árum samkvæmt skýrslu sem Boston Consulting Group vann fyrir hugbúnaðarrisann Google. Velta þeirrar þjónustu sem boðið er upp á vefnum nemur 2.300 milljörðum dollara á ári eða sem nemum 285 þúsund milljörðum króna. Talið er að veltan muni fara í 4.200 milljarða dollara, yfir 5.000 milljarða króna, á árinu 2016 að því er fram kemur í skýrslunni.

Viðskipti erlent

Rússar neyðast til að lækka skatta á olíu- og gasvinnslu

Það eru ekki aðeins íslensk stjórnvöld sem neyðast til að breyta skattareglum vegna olíu- og gasvinnslu. Nú hafa rússnesk stjórnvöld tilkynnt að endurskoða þurfi rússnesku skattalöggjöfina vegna olíu- og gasvinnslu á hafsbotni. Með því vonast þau til að uppbygging hefjist á rússneska Shtokman-svæðinu í Barentshafi, djúpt norðaustur af Múrmansk.

Viðskipti erlent