Viðskipti erlent Facebook með yfir þúsund milljarða flettinga í einum mánuði Samskiptavefurinn Facebook stækkar og stækkar með hverjum deginum og fékk í sumar yfir trilljón síðuflettingar í einum og sama mánuðinum, samkvæmt tímaritnu Techland. Viðskipti erlent 26.8.2011 10:00 JP Morgan braut viðskiptabann Bandaríski bankinn JP Morgan Chase hefur gert samkomulag við fjármálaráðuneytið í Bandaríkjunum um að greiða 88 milljóna dala sekt vegna meintra brota á viðskiptabanni á Kúbu, Súdan, Líberíu og Íran. Fjármálaráðuneytið segir að brotin hafi átt sér stað frá árinu 2005 til ársins 2011. Fram kemur á fréttavef BBC að brotin fólust meðal annars í rúmlega 1800 millifærslum þar sem um 180 milljónir dala voru fluttar til Kúbu, þvert á þær reglur sem gilda í Bandaríkjunum. JP Morgan segir að fyrirtækið hafi ekki ætlað sér að brjóta bandarískar reglugerðir. Viðskipti erlent 26.8.2011 09:46 Beðið eftir ræðu seðlabankastjóra Beðið er eftir ræðu Ben Bernake, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, með mikilli eftirvæntingu en hann mun flytja ræðuna síðdegis í dag. Vonast er til þess að hann boði til aðgerða sem komi til með að bæta efnahag landsins. Viðskipti erlent 26.8.2011 08:30 Buffet kaupir í Bank of America fyrir fimm milljarða Milljarðarmæringurinn Warren Buffet hyggst kaupa hlut í Bank of America fyrir fimm milljarða dala í gegnum eignarhaldsfélag sinn, sem heitir Bershire Hathaway. Þetta kom fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í dag. Upphæðin nemur um 570 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða 50 þúsund hluti í bankanum, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Buffet er einn af ríkustu mönnum í heimi. Hann vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar að hann hvatti stjórnvöld í Bandaríkjunum til að hækka skatta á auðmenn. Viðskipti erlent 25.8.2011 13:53 Bréf í Apple hrynja eftir brotthvarf Jobs úr forstjórastóli Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans og hrundu bréf fyrirtækisins í utanmarkaðsviðskiptum á Wall Street í gærkvöldi. Viðskipti erlent 25.8.2011 12:10 Glencore hagnast um 280 milljarða Hrávörurisinn Glencore International skilaði hagnaði upp á tæpa 2,5 milljarða dollara eða um 280 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins. Þetta er 57% aukning á hagnaðinum miðað við sama tímabil í fyrra. Viðskipti erlent 25.8.2011 09:53 Google sektað um 57 milljarða í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað Google leitarvélina um 500 milljónir dollara eða um 57 milljarða kr. fyrir ólöglegar lyfjaauglýsingar á vefsíðum sínum. Viðskipti erlent 25.8.2011 09:20 Ævintýralegur ferill Steve Jobs Ferill Steve Jobs fráfarandi forstjóra Apple er ævintýri líkastur en honum hefur tekist að byggja þetta fyrirtæki upp í að vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Viðskipti erlent 25.8.2011 07:37 Steve Jobs hættur sem forstjóri Apple Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans en mun starfa áfram sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Tilkynnt var um þetta í gærkvöldi. Tim Cook sölustjóri Apple tekur við forstjórastarfinu af Jobs. Viðskipti erlent 25.8.2011 06:56 Krafa Finna setur neyðaraðstoð til Grikkja í uppnám Krafa Finna um að fá veð frá Grikkjum fyrir sínum hluta af nýjustu neyðaraðstoð Evrópusambandsins til Grikklands hefur sett málið í uppnám. Viðskipti erlent 25.8.2011 06:47 Steve Jobs lætur af störfum sem forstjóri Apple Forstjóti Apple, Steve Jobs, hefur látið af störfum og verður stjórnarformaður fyrirtækisins. Í hans stað kemur Tim Cook hefur tekið við sem forstjóri Apple. Viðskipti erlent 24.8.2011 23:17 Gullbólan að springa, verðið hrapar Heimsmarkaðsverð á gulli er í frjálsu falli þessa stundina. Verðið er komið niður fyrir 1.770 dollara fyrir únsuna og hefur því lækkað um tæpa 100 dollara eða nær 5% frá í gærdag. Viðskipti erlent 24.8.2011 14:59 Fundu risavaxna gullæð í Þýskalandi Fundist hefur risavaxin gullæð í héraðinu Lausitz sem áður tilheyrði Austur-Þýskalandi. Talið er að verðmæti gullsins sé um 9 milljarðar punda eða tæplega 1.700 milljarðar kr. Viðskipti erlent 24.8.2011 13:53 Verð á gulli lækkar talsvert Heimsmarkaðsverð á gulli hefur lækkað talsvert í dag og er komið niður í 1.835 dollara fyrir únsuna. Í gærmorgun fór verðið um skamma hríð yfir 1.900 dollara. Viðskipti erlent 24.8.2011 13:23 Hættulegt efni í mörgum þekktum fatamerkjum Hættulegt efni sem veldur truflunum á hormónastarfsemi , fóstursköðum og ófrjósemi er að finna í fötum frá mörgum heimsþekktum fataframleiðendum. Viðskipti erlent 24.8.2011 09:37 Eigendur danskra banka tapa 3.000 milljörðum Gengistap hluthafa í fimm stærstu bönkum Danmerkur frá áramótum nemur um 140 milljörðum danskra kr. eða ríflega 3.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 24.8.2011 09:08 Moody´s lækkar lánshæfismat Japans Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Japans um eitt stig eða úr Aa2 og niður í Aa3. Horfur eru sagðar stöðugar. Samhliða þessu lækkaði Moody´s lánshæfiseinkunnir nokkurra stórra banka í Japan. Viðskipti erlent 24.8.2011 08:12 Citigroup: Brent olían lækkar í 95 dollara Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Viðskipti erlent 23.8.2011 12:16 Olíuverð hækkar að nýju Framganga stuðningsmanna Gaddafis í Líbíu síðastliðinn sólarhring olli því að olíuverð hækkaði á ný eftir að hafa hríðfallið í gær. Styrkur stuðningsmanna Gaddafis kom fjárfestum á óvart og kæfði vonir um að landið byrjaði fljótt að framleiða olíu aftur. "Það gætu verið nokkrir mánuðir í að olía flæði á ný frá Líbíu," sagði stjórnandi á fyrirtækinu Purvin og Gertz. Viðskipti erlent 23.8.2011 11:08 Hagvöxtur eykst í Noregi Hagvöxtur í Noregi jókst þegar leið á sumarið, samkvæmt tölum frá Hagstofunni í Noregi sem norska blaðið e24 vísar til. Á öðrum ársfjórðungi jókst landsframleiðslan í Noregi um 1% ef tekið er tillit til árstíðarsveiflna. Hagvöxturinn á fyrsta ársfjórðungi var hins vegar 0,5%. Aukning landsframleiðslunnar er a miklu leyti skýrð með því að orkuframleiðsla hafi aukist á öðrum ársfjórðungi og skýri hún um fjórðung af hagvextinum. Viðskipti erlent 23.8.2011 10:06 Svindlað á Dönum í gullkaupum Áhugi Dana á að selja gamla gullmuni sína hefur aukist gífurlega vegna mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði á gulli. Hinsvegar er svindlað á þeim Dönum sem selja gull sitt til kaupenda. Viðskipti erlent 23.8.2011 10:02 Nýr iPad á markað næsta sumar Apple verksmiðjurnar vinna nú að næstu útgáfu af iPad, sem verður bæði hraðvirkari og með langlífari rafhlöðu en fyrri kynslóðir. Þetta er vegna nýs örgjörva sem verður í nýju gerðinni. Búist er við því að nýja kynslóðin af iPad komi á markaðinn næsta sumar. Viðskipti erlent 23.8.2011 09:28 Hlutir í Goldman Sachs hröpuðu á Wall Street Markaðir í Bandaríkjunum tóku því illa undir lokin í gærkvöldi þegar ljóst varð að Lloyd Blankfein forstjóri Goldman Sachs hefði ráðið sér stjörnulögfræðing. Hlutabréf í bankanum hröpuðu um 5% á síðustu mínútunum í kauphöllinni á Wall Street og síðan um 1,5% í viðbót í utanmarkaðsviðskiptum eftir lokunina. Viðskipti erlent 23.8.2011 09:24 Uppsveiflan á mörkuðum heldur áfram Uppsveiflan heldur áfram á mörkuðum í dag og eru flestar tölur grænar í kauphöllum Evrópu. Viðskipti erlent 23.8.2011 09:02 Forstjóri Standard & Poor´s rekinn Deven Sharma forstjóri Standard & Poor´s hefur verið rekinn úr starfi. Tískuhúsið McGraw-Hill Companies sem á matsfyrirtækið tilkynnti um þetta í gærkvöldi. Viðskipti erlent 23.8.2011 08:03 Sólin skín á mörkuðum í Evrópu Markaðir í Evrópu hafa verið að rétta verulega úr kútnum í dag. Það eru einkum námufélög, sem vinna gull, og olíufélög sem leiða hækkanir dagsins. Viðskipti erlent 22.8.2011 13:08 Yfir milljarður bíla til í heiminum Fjöldi bíla í heiminum fór í fyrsta sinn yfir milljarðinn á síðasta ári. Þetta kemur fram í útreikningum sem bandaríska bílablaðið Ward´s Auto hefur tekið saman. Viðskipti erlent 22.8.2011 12:47 Gullverðið að rjúfa 1.900 dollara múrinn Ekkert lát er á verðhækkunum á gulli og lítur út fyrir að verðið fari í 1.900 dollara á únsuna í dag eða á morgun ef heldur sem horfir. Viðskipti erlent 22.8.2011 09:14 Evrópsk bankakreppa í uppsiglingu „Ekki er hægt að útiloka að bankakerfi Evrópu verði fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þess óróa sem nú á sér stað á mörkuðum. Ólíkt bankakrísunni 2007-2008 er ekki um eiginlegan eiginfjárvanda að ræða, allavega ekki enn sem komið er. Jafnvel þótt það komi til umtalsverðrar skuldaniðurfærslu hjá PIIGS löndunum þar sem eign evrópska banka á þessum skuldabréfum er ekki mikil í hlutfalli við heildar eigið fé þeirra.“ Viðskipti erlent 22.8.2011 08:35 Ferrari bíll seldur á 1,9 milljarða Ferrari Testa Rossa bifreið frá árinu 1957 var seld á uppboði í Kaliforníu um helgina fyrir 16,4 milljónir dollara eða tæplega 1,9 milljarða króna. Þetta er mesta verð sem borgað hefur verið fyrir bifreið í sögunni. Viðskipti erlent 22.8.2011 08:25 « ‹ 214 215 216 217 218 219 220 221 222 … 334 ›
Facebook með yfir þúsund milljarða flettinga í einum mánuði Samskiptavefurinn Facebook stækkar og stækkar með hverjum deginum og fékk í sumar yfir trilljón síðuflettingar í einum og sama mánuðinum, samkvæmt tímaritnu Techland. Viðskipti erlent 26.8.2011 10:00
JP Morgan braut viðskiptabann Bandaríski bankinn JP Morgan Chase hefur gert samkomulag við fjármálaráðuneytið í Bandaríkjunum um að greiða 88 milljóna dala sekt vegna meintra brota á viðskiptabanni á Kúbu, Súdan, Líberíu og Íran. Fjármálaráðuneytið segir að brotin hafi átt sér stað frá árinu 2005 til ársins 2011. Fram kemur á fréttavef BBC að brotin fólust meðal annars í rúmlega 1800 millifærslum þar sem um 180 milljónir dala voru fluttar til Kúbu, þvert á þær reglur sem gilda í Bandaríkjunum. JP Morgan segir að fyrirtækið hafi ekki ætlað sér að brjóta bandarískar reglugerðir. Viðskipti erlent 26.8.2011 09:46
Beðið eftir ræðu seðlabankastjóra Beðið er eftir ræðu Ben Bernake, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, með mikilli eftirvæntingu en hann mun flytja ræðuna síðdegis í dag. Vonast er til þess að hann boði til aðgerða sem komi til með að bæta efnahag landsins. Viðskipti erlent 26.8.2011 08:30
Buffet kaupir í Bank of America fyrir fimm milljarða Milljarðarmæringurinn Warren Buffet hyggst kaupa hlut í Bank of America fyrir fimm milljarða dala í gegnum eignarhaldsfélag sinn, sem heitir Bershire Hathaway. Þetta kom fram í tilkynningu sem bankinn sendi frá sér í dag. Upphæðin nemur um 570 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða 50 þúsund hluti í bankanum, eftir því sem fram kemur í tilkynningunni. Buffet er einn af ríkustu mönnum í heimi. Hann vakti athygli fyrr í mánuðinum þegar að hann hvatti stjórnvöld í Bandaríkjunum til að hækka skatta á auðmenn. Viðskipti erlent 25.8.2011 13:53
Bréf í Apple hrynja eftir brotthvarf Jobs úr forstjórastóli Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans og hrundu bréf fyrirtækisins í utanmarkaðsviðskiptum á Wall Street í gærkvöldi. Viðskipti erlent 25.8.2011 12:10
Glencore hagnast um 280 milljarða Hrávörurisinn Glencore International skilaði hagnaði upp á tæpa 2,5 milljarða dollara eða um 280 milljarða kr. á fyrri helmingi ársins. Þetta er 57% aukning á hagnaðinum miðað við sama tímabil í fyrra. Viðskipti erlent 25.8.2011 09:53
Google sektað um 57 milljarða í Bandaríkjunum Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur sektað Google leitarvélina um 500 milljónir dollara eða um 57 milljarða kr. fyrir ólöglegar lyfjaauglýsingar á vefsíðum sínum. Viðskipti erlent 25.8.2011 09:20
Ævintýralegur ferill Steve Jobs Ferill Steve Jobs fráfarandi forstjóra Apple er ævintýri líkastur en honum hefur tekist að byggja þetta fyrirtæki upp í að vera annað verðmætasta fyrirtækið á bandaríska hlutabréfamarkaðinum. Viðskipti erlent 25.8.2011 07:37
Steve Jobs hættur sem forstjóri Apple Steve Jobs er hættur sem forstjóri Apple tölvurisans en mun starfa áfram sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Tilkynnt var um þetta í gærkvöldi. Tim Cook sölustjóri Apple tekur við forstjórastarfinu af Jobs. Viðskipti erlent 25.8.2011 06:56
Krafa Finna setur neyðaraðstoð til Grikkja í uppnám Krafa Finna um að fá veð frá Grikkjum fyrir sínum hluta af nýjustu neyðaraðstoð Evrópusambandsins til Grikklands hefur sett málið í uppnám. Viðskipti erlent 25.8.2011 06:47
Steve Jobs lætur af störfum sem forstjóri Apple Forstjóti Apple, Steve Jobs, hefur látið af störfum og verður stjórnarformaður fyrirtækisins. Í hans stað kemur Tim Cook hefur tekið við sem forstjóri Apple. Viðskipti erlent 24.8.2011 23:17
Gullbólan að springa, verðið hrapar Heimsmarkaðsverð á gulli er í frjálsu falli þessa stundina. Verðið er komið niður fyrir 1.770 dollara fyrir únsuna og hefur því lækkað um tæpa 100 dollara eða nær 5% frá í gærdag. Viðskipti erlent 24.8.2011 14:59
Fundu risavaxna gullæð í Þýskalandi Fundist hefur risavaxin gullæð í héraðinu Lausitz sem áður tilheyrði Austur-Þýskalandi. Talið er að verðmæti gullsins sé um 9 milljarðar punda eða tæplega 1.700 milljarðar kr. Viðskipti erlent 24.8.2011 13:53
Verð á gulli lækkar talsvert Heimsmarkaðsverð á gulli hefur lækkað talsvert í dag og er komið niður í 1.835 dollara fyrir únsuna. Í gærmorgun fór verðið um skamma hríð yfir 1.900 dollara. Viðskipti erlent 24.8.2011 13:23
Hættulegt efni í mörgum þekktum fatamerkjum Hættulegt efni sem veldur truflunum á hormónastarfsemi , fóstursköðum og ófrjósemi er að finna í fötum frá mörgum heimsþekktum fataframleiðendum. Viðskipti erlent 24.8.2011 09:37
Eigendur danskra banka tapa 3.000 milljörðum Gengistap hluthafa í fimm stærstu bönkum Danmerkur frá áramótum nemur um 140 milljörðum danskra kr. eða ríflega 3.000 milljörðum kr. Viðskipti erlent 24.8.2011 09:08
Moody´s lækkar lánshæfismat Japans Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Japans um eitt stig eða úr Aa2 og niður í Aa3. Horfur eru sagðar stöðugar. Samhliða þessu lækkaði Moody´s lánshæfiseinkunnir nokkurra stórra banka í Japan. Viðskipti erlent 24.8.2011 08:12
Citigroup: Brent olían lækkar í 95 dollara Citigroup gaf út olíuspá í morgun þar sem Brent-olíunni var spáð verðlækkun niður í 95 dollara á tunnuna fyrir árslok og að meðalverð hennar myndi verða 86 dollarar á tunnu á næsta ári. Viðskipti erlent 23.8.2011 12:16
Olíuverð hækkar að nýju Framganga stuðningsmanna Gaddafis í Líbíu síðastliðinn sólarhring olli því að olíuverð hækkaði á ný eftir að hafa hríðfallið í gær. Styrkur stuðningsmanna Gaddafis kom fjárfestum á óvart og kæfði vonir um að landið byrjaði fljótt að framleiða olíu aftur. "Það gætu verið nokkrir mánuðir í að olía flæði á ný frá Líbíu," sagði stjórnandi á fyrirtækinu Purvin og Gertz. Viðskipti erlent 23.8.2011 11:08
Hagvöxtur eykst í Noregi Hagvöxtur í Noregi jókst þegar leið á sumarið, samkvæmt tölum frá Hagstofunni í Noregi sem norska blaðið e24 vísar til. Á öðrum ársfjórðungi jókst landsframleiðslan í Noregi um 1% ef tekið er tillit til árstíðarsveiflna. Hagvöxturinn á fyrsta ársfjórðungi var hins vegar 0,5%. Aukning landsframleiðslunnar er a miklu leyti skýrð með því að orkuframleiðsla hafi aukist á öðrum ársfjórðungi og skýri hún um fjórðung af hagvextinum. Viðskipti erlent 23.8.2011 10:06
Svindlað á Dönum í gullkaupum Áhugi Dana á að selja gamla gullmuni sína hefur aukist gífurlega vegna mikilla hækkana á heimsmarkaðsverði á gulli. Hinsvegar er svindlað á þeim Dönum sem selja gull sitt til kaupenda. Viðskipti erlent 23.8.2011 10:02
Nýr iPad á markað næsta sumar Apple verksmiðjurnar vinna nú að næstu útgáfu af iPad, sem verður bæði hraðvirkari og með langlífari rafhlöðu en fyrri kynslóðir. Þetta er vegna nýs örgjörva sem verður í nýju gerðinni. Búist er við því að nýja kynslóðin af iPad komi á markaðinn næsta sumar. Viðskipti erlent 23.8.2011 09:28
Hlutir í Goldman Sachs hröpuðu á Wall Street Markaðir í Bandaríkjunum tóku því illa undir lokin í gærkvöldi þegar ljóst varð að Lloyd Blankfein forstjóri Goldman Sachs hefði ráðið sér stjörnulögfræðing. Hlutabréf í bankanum hröpuðu um 5% á síðustu mínútunum í kauphöllinni á Wall Street og síðan um 1,5% í viðbót í utanmarkaðsviðskiptum eftir lokunina. Viðskipti erlent 23.8.2011 09:24
Uppsveiflan á mörkuðum heldur áfram Uppsveiflan heldur áfram á mörkuðum í dag og eru flestar tölur grænar í kauphöllum Evrópu. Viðskipti erlent 23.8.2011 09:02
Forstjóri Standard & Poor´s rekinn Deven Sharma forstjóri Standard & Poor´s hefur verið rekinn úr starfi. Tískuhúsið McGraw-Hill Companies sem á matsfyrirtækið tilkynnti um þetta í gærkvöldi. Viðskipti erlent 23.8.2011 08:03
Sólin skín á mörkuðum í Evrópu Markaðir í Evrópu hafa verið að rétta verulega úr kútnum í dag. Það eru einkum námufélög, sem vinna gull, og olíufélög sem leiða hækkanir dagsins. Viðskipti erlent 22.8.2011 13:08
Yfir milljarður bíla til í heiminum Fjöldi bíla í heiminum fór í fyrsta sinn yfir milljarðinn á síðasta ári. Þetta kemur fram í útreikningum sem bandaríska bílablaðið Ward´s Auto hefur tekið saman. Viðskipti erlent 22.8.2011 12:47
Gullverðið að rjúfa 1.900 dollara múrinn Ekkert lát er á verðhækkunum á gulli og lítur út fyrir að verðið fari í 1.900 dollara á únsuna í dag eða á morgun ef heldur sem horfir. Viðskipti erlent 22.8.2011 09:14
Evrópsk bankakreppa í uppsiglingu „Ekki er hægt að útiloka að bankakerfi Evrópu verði fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þess óróa sem nú á sér stað á mörkuðum. Ólíkt bankakrísunni 2007-2008 er ekki um eiginlegan eiginfjárvanda að ræða, allavega ekki enn sem komið er. Jafnvel þótt það komi til umtalsverðrar skuldaniðurfærslu hjá PIIGS löndunum þar sem eign evrópska banka á þessum skuldabréfum er ekki mikil í hlutfalli við heildar eigið fé þeirra.“ Viðskipti erlent 22.8.2011 08:35
Ferrari bíll seldur á 1,9 milljarða Ferrari Testa Rossa bifreið frá árinu 1957 var seld á uppboði í Kaliforníu um helgina fyrir 16,4 milljónir dollara eða tæplega 1,9 milljarða króna. Þetta er mesta verð sem borgað hefur verið fyrir bifreið í sögunni. Viðskipti erlent 22.8.2011 08:25