Viðskipti erlent

Miklar hækkanir á orkureikningum breskra heimila

Milljónir heimila í Bretlandi horfa nú fram á miklar hækkanir á orkureikningum sínum. Í frétt um málið í blaðinu Telegraph segir að reikna megi með að orkureikningar breskra heimila muni hækka að meðaltali um 200 pund eða rúmar 37 þúsund krónur á þessu ári.

Viðskipti erlent

Asda ræður Lazard til að skoða Iceland

Asda önnur stærsta stórmarkaðakeðja Bretlands hefur ráðið fjárfestingarbankann Lazard til að meta möguleikana á að gera kauptilboð í Iceland Foods verslunarkeðjuna. Lazard er framarlega í ráðgjafaþjónustu og eignastýringu í Bretlandi og víðar. Asda er í eigu Wal-Mart stærstu verslunarkeðju heimsins.

Viðskipti erlent

Lykilríki innan OPEC berjast fyrir lækkun olíuverðs

Lykilríki innan OPEC, samtaka olíuframleiðenda, munu berjast fyrir því að olíuframleiðsla á vegum samtakanna verði aukin á næstunni með það fyrir augum að koma heimsmarkaðsverði á olíu aftur niður fyrir 100 dollara. Sem stendur kostar tunna af Brent olíunni tæpa 116 dollara.

Viðskipti erlent

Tískukóngurinn Kevin Stanford klórar í bakkann

Fyrir aðeins tveimur árum horfði tískukóngurinn Kevin Stanford fram á eitt stærsta persónulega gjaldþrot sögunnar í Bretlandi. Þessum fyrrum viðskiptafélaga Baugs og einum af stærstu skuldurum Kaupþings hefur hinsvegar tekist að klóra svo vel í bakkann að hann heldur enn hluta af fyrra veldi sínu.

Viðskipti erlent

Elsta kampavín heimsins sló verðmet

Eftir að hafa legið í 170 ár á botni Eystrasalts var flaska af kampavíni slegin á 30.000 evrur eða 5 milljónir kr. á uppboði í Finnlandi. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir flösku af kampavíni í sögunni.

Viðskipti erlent

Markaðurinn telur 71% líkur á grísku þjóðargjaldþroti

Matsfyrirtækið Moody´s hefur sökkt lánshæfi gríska ríkisins enn dýpra niður í ruslflokk. Moody´s lækkaði lánshæfið um 3 stig niður í Caa1 sem er aðeins fimm stigum frá gjaldþrotseinkunn. Markaðurinn telur 71% líkur á grísku þjóðargjaldþroti en skuldatryggingaálag Grikklands nálgast nú 1.500 punkta.

Viðskipti erlent

Segir Microsoft vera að kaupa Nokia

Sérfræðingur í málefnum tæknifyrirtækja heldur því fram að Microsoft sé að kaupa farsímaframleiðslu Nokia fyrir tæplega 2.200 milljarða kr. Þetta kemur fram á vefsíðunni bgr.com en flestir fjölmiðlar Danmerkur birta fréttir um þetta í dag.

Viðskipti erlent

Áfram kreppa

Landsframleiðsla dróst saman um 0,5 prósent í Danmörku á fyrsta fjórðungi ársins, samkvæmt gögnum hagstofu landsins. Samdrátturinn skýrist helst af því að almenningur hélt fastar um budduna en áður en einkaneysla á tímabilinu dróst saman um 1,9 prósent.

Viðskipti erlent

Walker talinn líklegasti kaupandi Iceland

Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar er talinn líklegasti kaupandi hennar en stefnt er að sölu keðjunnar í ár. Eins og fram hefur komið í fréttum virðist töluverður áhugi á því að kaupa Iceland og er 1,5 milljarður punda, eða rúmlega 280 milljarðar kr. nefndur sem kaupverðið.

Viðskipti erlent

DnB NOR kosinn lélegasti banki Noregs

DnB NOR hefur verið kosinn lélegasti banki Noregs. Það var netbankinn Nordnet sem stóð að kosningunni í samstarfi við Novus. Alls tóku 1.000 Norðmenn þátt í kosningunni og svöruðu spurningum í kringum hana.

Viðskipti erlent

Kreppan aftur skollin á í Danmörku

Landsframleiðsla Danmerkur minnkaði um hálft prósentustig á fyrsta ársfjórðungi ársins. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs dróst landsframleiðslan einnig saman í Danmörku þannig að kreppan er opinberlega aftur skollin á Dani.

Viðskipti erlent

Vilja treysta á vind og sól

„Við þurfum að fara nýja leið,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í gær, þegar hún skýrði frá ákvörðun stjórnar sinnar um að hætta allri kjarnorkuvinnslu í landinu innan ellefu ára.

Viðskipti erlent

Álverðið aftur á uppleið

Heimsmarkaðsverð á áli er aftur á uppleið. Stendur verðið nú í 2.607 dollurum á tonnið á markaðinum í London og hefur hækkað um ríflega 100 dollara frá því í síðustu viku.

Viðskipti erlent