Viðskipti erlent

Bretar lækka bensínskattinn og breyta fyrirkomulaginu

Bíleigendur í Bretlandi fengu góðar fregnir í gær þegar tilkynnt var um skattalækkun á eldsneyti. Fjármálaráðherrann George Osborne kynnti fjárlög næsta árs í breska þinginu í gær þar sem hann greindi frá þeirri ákvörðun sinni að lækka skattinn sem nemur einu pensi á lítrann eða um 1,8 krónur íslenskar.

Viðskipti erlent

Hættur að rannsaka Kaupþing

Mick Randall, yfirmaður hjá efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, SFO, sem stýrir rannsókninni á hruni Kaupþings hefur sagt upp störfum. Þetta kemur fram á fréttavef Financial Times. Einungis tvær vikur eru síðan Randall stýrði handtökum á bræðrunum Robert og Vincent Tchenguiz og fimm öðrum mönnum í Bretlandi í þágu rannsóknar málsins.

Viðskipti erlent

Líbíumenn eiga 180 milljarða geymda í Svíþjóð

Muammar Gaddafi, einræðisherra í Líbíu, og samverkamenn hans eiga um 10 milljarða sænskra króna geymda í Svíþjóð. Stjórnvöld þar hafa fryst eignirnar á grundvelli Evróputilskipunar. Enn er hart barist í Líbíu þrátt fyrir flugbannið sem sett var fyrir helgi.

Viðskipti erlent

Michelin heiðrar danska smurbrauðsstofu

Michelin bókin, biblía allra matarunnenda, er loksins komin á bragðið hvað danskt smurbrauð verðar. Í nýjustu útgáfu Michelin er danska smurbrauðsstofan Restaurant Schönnenmanns sérstaklega heiðruð með lofsamlegri umfjöllun.

Viðskipti erlent

Irma skilar besta uppgjöri í 124 ár

Danska dagvörukeðjan Irma skilaði besta ársuppgjöri sínu, fyrir árið í fyrra, í 124 ára gamalli sögu sinni. Hagnaður af rekstrinum nam tæpum 80 milljónum danskra kr. eða um tæpum 1,6 milljarði kr. af veltu sem nam 2,2 milljörðum danskra kr.

Viðskipti erlent

FIH var peningabaukur fyrir milljarðaklúbbinn

Meðan að FIH bankinn í Danmörku var í íslenskri eigu virðist bankinn hafa virkað sem peningabaukur fyrir áhættufjárfestingar á vegum manna sem almennt gengu undir nafninu Milljarðamæringaklúbburinn. Þessir menn eru flestir orðnir gjaldþrota í dag eða á leið í þá stöðu.

Viðskipti erlent

Gaddafi situr ofan á gullfjalli

Þrátt fyrir að alþjóðasamfélagið hafi skorið Muammar Gaddafi og stjórn hans í Líbíu frá fjármunum sínum erlendis og fryst bankareikninga hefur Gaddafi enn aðgang að miklum fjármunum heima fyrir enda má segja að hann sitji á gullfjalli. Með því getur hann fjármagnað her sinn og málaliða jafnvel árum saman.

Viðskipti erlent

Roman Abramovich elskar stangarstökk

Milljarðamæringurinn Roman Abramovich er þekktur fyrir áhuga sinn á fótbolta en hann er eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Abramovich virðist einnig elska stangarstökk og aðrar frjálsíþróttagreinar.

Viðskipti erlent

Könnun: Stóriðja ekki brýnasta atvinnumálið

Í nýrri netkönnun sem Miðlun ehf. hefur unnið kemur fram að almenningur telur ekki að stóriðja sé það brýnasta í atvinnumálum Íslendinga. Í fyrsta sæti er uppbygging á innlendum iðnaði (30,8%), í öðru sæti er aukinn stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki (18,1%) og í þriðja sæti er samkomulag um starfsumhverfi sjávarútvegsins (14,7%).

Viðskipti erlent

Vikutilboð í Netto: Geimferð fyrir 10 milljónir

Tilboðabæklingur verslunarkeðjunnar Netto í Danmörku fyrir þessa viku er með nokkuð óvenjulegu sniði. Á milli auglýsinga um að kassinn af dósaöli sé á tæpar 80 danskra kr. og stór flaska af gosdrykkjum á 12 kr. danskar er að finna tilboð um geimferð á rúmlega hálfa milljón danskra kr. eða rúmlega 10 milljónir kr.

Viðskipti erlent

AGS óttast nýja kreppu á Vesturlöndunum

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) óttast að ný fjármálakreppa skelli bráðlega á Vesturlöndunum ef ekki verður gripið strax í taumanna. Það eru gríðarlegar opinberar skuldir þróuðustu ríkja heims sem valda ótta AGS en í fyrsta sinn í sögunni frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar eru þessar skuldir að meðaltali orðnar yfir 100% af landsframleiðslu þessara ríkja.

Viðskipti erlent

Árásin gæti haft áhrif á olíuverð

Markaðir tóku að róast í lok vikunnar eftir stormasama daga vegna jarðskjálftanna og flóðbylgjunnar í Japan. Stærstu sjö iðnríki í heimi, svokölluð G7 ríki, gripu til aðgerða í fyrsta sinn í áratug. Talið er að þær aðgerðir hafi valdið því að japanska jenið féll um 3% gagnvart bandaríkjadal, úrvalsvísitalan í japan hækkaði um 2,7% og heimsmarkaðsverð á olíutunnunni lækkaði um 0,3%.

Viðskipti erlent

Svalasti Porsche heimsins til sölu

Það er erfitt að ímynda sér svalari Porsche en þann sem settur verður á uppboð í Kaliforníu í sumar. Um er að ræða Porsche 911 S sem leikarinn Steve McQueen ekur í upphafsatriði myndarinnar Le Mans sem frumsýnd var árið 1971.

Viðskipti erlent

Verðbólgan hérlendis enn undir meðallaginu á evrusvæðinu

Verðbólgan hér á landi miðað við samræmda vísitölu neysluverðs á evrusvæðinu mældist 2,3% í febrúar og hækkar lítillega frá því í janúar en þá var hún 2,2%. Þetta er í annar mánuðurinn í röð síðan í janúar árið 2008 sem verðbólgan hér á landi mælist undir meðalverðbólgu í ríkjum EES.

Viðskipti erlent

Tchenguiz tapaði milljörðum

Vincent Tchenguiz, sem handtekinn var í síðustu viku vegna rannsóknar efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar á hruni Kaupþings, tapaði 43 milljónum sterlingspunda í fyrra. Upphæðin nemur um átta milljörðum.

Viðskipti erlent