Viðskipti erlent

Nú getur þú eignast hlut í Facebook

Um 100 þúsund hlutir í rekstrarfélaginu sem rekur samfélagsnetið Facebook verða boðnir upp á næstunni. Hlutirnir verða boðnir upp á vefsíðunni Sharespost, að því er greint er frá á fréttavef Forbes. Lágmarksboð í hlutina verða 23 dalir á hlut. Það er 77% hærra verð fyrir hlutinn en fjárfestir sem festi kaup á hlutum í Facebook greiddi fyrir þá fyrir þremur mánuðum síðan, að því er fram kemur á vef Forbes.

Viðskipti erlent

Þrýsta á umbætur hjá evruþjóðum í vanda

Frekari fjármunir verða ekki lagðir í sjóð til aðstoðar evrulöndum í skuldavanda. Fjármálaráðherrar ESB-landa funduðu í höfuðstöðvum ESB í Brussel á mánudag og þriðjudag. Ný álagspróf verða lögð fyrir evrópska banka í febrúar.

Viðskipti erlent

Ísland nýtur góðs af lækkun færslugjalda Visa

Visa Europe og framkvæmdastjórn ESB hafa náð samkomulagi í málaferlum stjórnarinnar gegn kortafélaginu vegna hringamyndunnar. Samkomulagið felur í sér að Visa mun héðan í frá nota eitt færslugjald fyrir alla kaupmenn og neytendur níu landa í ESB og EES þar á meðal Íslendinga. Gjaldið verður 0,2% af úttektarupphæð héðan í frá.

Viðskipti erlent

Slegist um kaupin á Eik Bank í Danmörku

Mikill áhugi er á því að kaupa Eik Bank í Danmörku en hann var dótturbanki Eik Banki í Færeyjum sem komst í þrot s.l. haust. Samkvæmt frétt í Jyllands Posten munu a.m.k. átta bankar slást um að fá að kaupa Eik Bank.

Viðskipti erlent

Nýir 100 dollara seðlar eyðilögðust í prentun

Svo virðist sem allt hafi farið úr skorðum þegar opinber seðlaprentverksmiðja hóf að prenta nýja 100 dollaraseðla í Bandaríkjunum. Eftir að búið var að prenta yfir milljarð dollara kom í ljós að seðlarnir voru gallaðir. Upplagið hefur verið keyrt í stórum körum til Forth Worth í Texas.

Viðskipti erlent

Raforkuverð í Danmörku nær þrjátíufalt hærra en hér

Raforkuverð til danskra heimila muna fara upp í allt að 15 kr. danskar, eða rúmlega 300 kr., á kílówattstundina milli klukkan fimm og sjö síðdegis í dag. Þetta er nær þrjátíufalt það verð sem íslensk heimili borga fyrir raforkuna í dag en verðið hérlendis er 10,6 kr. á kílówattstundina.

Viðskipti erlent

Gjaldmiðlaórói veldur uppsveiflu á gullverði

Mikil uppsveifla hefur verið á gullverðinu undanfarnar vikur og í gærkvöldi fór það upp í tæpa 1.430 dollara fyrir únsuna. Í morgun hafði það aðeins gefið eftir og stóð í 1.423 dollurum á únsuna. Órói á gjaldmiðlamörkuðum veldur þessari uppsveiflu en fjárfestar eru í auknum mæli að missa trúnna á pappírspeninga hvort sem það eru dollarar eða evrur.

Viðskipti erlent

Google opnar nýja bókaverslun

Google opnaði í dag nýja bókaverslun á netinu í samkeppni við Amazon og fleiri aðila á markaðnum. Nýja vefverslunin heitir Google Editions og eru um þrjár milljónir rafrænna bóka í boði í versluninni. Verslunin er jafnstór Amazon og iBookstore sem Apple fyrirtækið heldur úti. Sífellt fleiri lesa bækur á netinu með hjálp tölva, síma og margvíslegs annars refeindabúnaðar. Talið er að vinsældir slíks lesturs muni aukast enn frekar.

Viðskipti erlent

Wall Street íhugar að sniðganga skattahækkanir

Óttinn við að skattar hækki hjá hátekjufólki í Bandaríkjunum á næsta ári hefur leitt til þess að stór fjármálafyrirtæki á Wall Street eru að íhuga að borga bónusa fyrir árið í ár strax fyrir áramótin. Venjan er að þessir bónusar eru greiddir út eftir áramótin.

Viðskipti erlent

Bandaríkjamenn björguðu Danske Bank frá falli

Danske Bank, stærsti banki Danmerkur, hefði fallið haustið 2008 ef ekki hefði komið til umfangsmikil fjárhagsaðstoð frá bandarískum stjórnvöldum. Á fimm dramatískum dögum þetta haust fékk Danske Bank rúmlega 600 milljarða kr. að láni frá bandaríska seðlabankanum.

Viðskipti erlent