Viðskipti erlent

Herra Dómsdagur vill gjaldeyrishöft

Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Brasilíu verða að innleiða gjaldeyrishöft ætli þau að koma í veg fyrir gengishrun brasilíska realsins.

Viðskipti erlent

Toys R Us á hlutabréfamarkað

Eigendur bandarísku leikfangakeðjunnar Toys R Us hyggjast skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað. Vonir standa til að með því safnist 800 milljónir dollara. Ef fram fer sem horfir verður þetta ein stærsta skráning á verslunarfyrirtæki á hlutabréfamarkað á síðustu árum, samkvæmt frétt BBC.

Viðskipti erlent

EasyJet í hópmálsókn vegna eldgossins

Lággjaldaflugfélagið EasyJet hyggst fara í hópmálsókn til þess að fá bætur vegna flugbanns sem flugmálayfirvöld í Evrópu lögðu á í apríl og maí vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. EasyJet á í viðræðum við önnur flugfélögum um að taka þátt í málsókninni gegn flugmálayfirvöldum. Þetta kemur fram í frétt Timesonline.

Viðskipti erlent

Ætlar að breyta öryggisstillingum á Fésbókinni

Mark Zuckerberg, stofnandi Fésbókarinnar, segist ætla að breyta öryggisstillingum á vefsíðunni. Tilgangurinn er að bregðast við gagnrýni frá notendum. Zuckerberg viðurkennir að öryggisstillingarnar séu orðnar of flóknar. Nauðsynlegt sé að einfalda þær. Hann sagðist, í samtali við

Viðskipti erlent

Sumir sjá tækifæri í fallinu

Helstu hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Asíu og Evrópu leituðu upp á við í gær. Netútgáfa Börsen segir fjárfesta hafa séð tækifæri í hagstæðu gengi eftir verðfall síðustu daga.

Viðskipti erlent

Aalborg Portland í Danmörku fékk ólöglegan ríkisstyrk

Framkvæmdastjórn ESB metur það svo að tveggja ára gömul löggjöf sé í raun ólöglegur ríkisstyrkur til sementframleiðandans Aalborg Portland í Danmörku. Aalborg Portland muni hagnast um 100 milljónir danskra kr. eða tæpa 2,2 milljarða kr. þar sem löggjöfin losaði fyrirtækið undan greiðslum á mengunargjöldum.

Viðskipti erlent

Seðlabankar verða að vera sjálfstæðir

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að seðlabankar hvarvetna í heiminum verði að geta tekið ákvarðanir um stýrivexti án afskipta stjórnmálamanna. Hann segir að ef sjálfstæði seðlabanka sé skert leiði það til efnahagslegs óstöðugleika.

Viðskipti erlent

Blóðbað á Wall Street

Hlutabréf hafa lækkað mikið á mörkuðunum á Wall Street frá því þeir opnuðu nú eftir hádegið. Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 3% og Nasdag er 3,2% í mínus í fyrstu viðskiptum dagsins.

Viðskipti erlent

Straumur selur 10% í viðbót í West Ham

Straumur hefur selt þeim félögum David Sullivan og David Gold 10% hlut í enska úrvaldsdeildarliðinu West Ham og eiga þeir því nú 60% í félaginu. Sullivan og Gold borguðu 8 milljónir punda eða rúman 1,5 milljarð kr. fyrir 10% að því er segir í frétt í Guardian um málið.

Viðskipti erlent

Lego veðjar á Prince of Persia í Bandaríkjunum

Lego í Danmörku, stærsti leikfangaframleiðandi Evrópu, ætlar að veðja á kvikmyndina Prince of Persia til að tvöfalda sölu sína á Bandaríkjamarkaði á næstu fimm árum. Ætlunin er að setja Legokubbasett á markaðinn í Bandaríkjunum sem yrði byggt á myndinni.

Viðskipti erlent

Norðursjávarolían undir 70 dollara á tunnuna

Verð á Norðursjávarolíunni fór undir 70 dollara á tunnuna í morgun en það hefur ekki gerst síðan í febrúar s.l. Verðið stendur nú í 69,7 dollurum sem er lækkun um 2,1%. Bandaríska WTI olían selst nú á 68,6 dollara tunnan en verið á henni fór undir 70 dollara fyrir helgina.

Viðskipti erlent