Viðskipti erlent

Opnað fyrir inngrip ríkisins

Danska þingið samþykkti í vikunni ný lög um viðbúnað banka og ríkis fari svo að stórir bankar lendi í alvarlegum fjárhagsvandræðum. Nýtt fyrirkomulag tekur gildi 1. október í haust, þegar bráðabirgðafyrirkomulag vegna heimskreppunnar rennur úr gildi.

Viðskipti erlent

Telja evruna vera í dauðateygjunum

Evran verður dauð innan fimm ára og myntsamband Evrópu er í dauðateygjunum að mati 25 hagfræðinga sem svöruðu könnun Sunday Telegraph í Bretlandi. Hagfræðingarnir eru meðal fremstu í sinni röð í fjármálalífi Bretlands. Tólf þeirra spáðu því að evran myndi ekki lifa í núverandi mynd á næsta kjörtímabili í Bretlandi, sem eru fimm ár, á móti átta sem töldu að hún myndi lifa af.

Viðskipti erlent

Noda nýr fjármálaráðherra Japans

Naoto Kan, forsætisráðherra Japans, hefur skipað Yoshihiko Noda sem fjármálaráðherra. Hann tekur við af Kan sem tók sjálfur við embætti forsætisráðherra í fyrradag eftir að Yukio Hatoyama sagði óvænt af sér í vikunni eftir deilur um framtíð bandarísku herstöðvarinnar á eyjunni Okinawa.

Viðskipti erlent

Frjáls framlög í ríkissjóð leyfð

Þeir Danir sem telja sig ekki greiða nógu háa skatta hafa nú fengið lausn mála sinna. Danska ríkið hefur opnað bankareikning sem allir geta greitt inn á frjáls framlög í ríkissjóð, telji þeir sig aflögufæra.

Viðskipti erlent

Google gerir 25 ára mann ríkan

Google hefur keypt netfyrirtæki af hinum 25 ára gamla Nat Turner og hermt er að verðið hafi verið um 70 milljónir dollara eða um níu milljarða króna. Þetta kemur fram í frétt Business Insider.

Viðskipti erlent

JP Morgan fær risasekt í Bretlandi

Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur skellt risavaxinni sekt á JP Morgan Securites. Sektarupphæðin nemur 33,3 miljónum punda eða um 6,3 milljörðum kr. Í frétt um málið á BBC segir að þetta sé hæsta sekt sinnar tegundar í sögu Bretlands.

Viðskipti erlent

Næstum hundrað bankar á hliðina

Tryggingasjóður innstæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) tók yfir fimm banka um síðustu helgi. Þrír þeirra eru í Flórída, einn í Nevada og annar í Kaliforníu. Bankarnir höfðu lánað mikið til íbúðakaupa og fóru því illa út úr hruni á fasteignamarkaðinum.

Viðskipti erlent

Herra Dómsdagur vill gjaldeyrishöft

Nouriel Roubini, prófessor í hagfræði við New York-háskóla í Bandaríkjunum, segir stjórnvöld í Brasilíu verða að innleiða gjaldeyrishöft ætli þau að koma í veg fyrir gengishrun brasilíska realsins.

Viðskipti erlent

Toys R Us á hlutabréfamarkað

Eigendur bandarísku leikfangakeðjunnar Toys R Us hyggjast skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað. Vonir standa til að með því safnist 800 milljónir dollara. Ef fram fer sem horfir verður þetta ein stærsta skráning á verslunarfyrirtæki á hlutabréfamarkað á síðustu árum, samkvæmt frétt BBC.

Viðskipti erlent

EasyJet í hópmálsókn vegna eldgossins

Lággjaldaflugfélagið EasyJet hyggst fara í hópmálsókn til þess að fá bætur vegna flugbanns sem flugmálayfirvöld í Evrópu lögðu á í apríl og maí vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. EasyJet á í viðræðum við önnur flugfélögum um að taka þátt í málsókninni gegn flugmálayfirvöldum. Þetta kemur fram í frétt Timesonline.

Viðskipti erlent