Viðskipti erlent

Vilja setja Kaupmannahöfn undir stjórn skilanefndar

Meirihluti er nú fyrir því á danska þinginu að setja höfuðborg landsins, Kaupmannahöfn, undir sérstaka stjórn skilanefndar. Yrði nefndin annað hvort á vegum innanríkisráðuneytisins eða samtaka sveitarfélaga í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni e24.no.

Viðskipti erlent

Lánatregða evrópskra banka kemur yfirvöldum í vandræði

Evrópskir bankar hafa haldið áfram að herða útlánaskilyrði og eru því enn tregir til að lána viðskiptavinum sínum sem gerir yfirvöldum erfitt fyrir í tilraunum sínum til að snúa við þróun efnahagsmála, en þau hafa útvegað bönkunum mikið af ódýru lausafé til að lána viðskiptavinum sínum.

Viðskipti erlent

Millibankavextir undir 0,5% í fyrsta sinn

Vextir sem bankar greiða þegar þeir lána hver öðrum fjármagn, betur þekktir sem LIBOR-vextir (London Interbank Offering Rate), fóru niður fyrir 0,5% í gær ef miðað er við þriggja mánaða LIBOR vexti í Bandaríkjadölum, en þetta ku vera í fyrsta skipti sem það gerist.

Viðskipti erlent

Uppgjör Deutche Bank yfir væntingum

Þýski stórbankinn Deutsche Bank skilaði mjög góðu uppgjöri á öðrum ársfjórðungi, töluvert yfir væntingum sérfræðinga. Hagnaður bankans á tímabilinu nam 1,1 milljarði evra eða rúmlega 180 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

Fasteignaverð á Spáni í frjálsu falli

Fasteignaverð á Spáni er í frjálsu falli þessa stundina og sérfræðingar reikna með að fasteignamarkaðurinn þar sé í hættu á að hrynja saman með allt að 30% lækkun frá því að verðið náði toppnum árið 2007.

Viðskipti erlent

Verð á demöntum hefur hrapað milli ára

Verð á demöntum hrapaði um 50% frá október í fyrra og fram til mars í ár en hefur síðan verið að rétta aðeins úr kútnum. Þetta veldur því að stærsta námuvinnsla heims á demöntum, De Beers, á nú í fjárhagslegum vandræðum.

Viðskipti erlent

AGS lánar Sri Lanka

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að veita Sri Lanka lán að andvirði 2,6 milljörðum bandaríkjadollara til að styðja við efnahagsáætlanir þeirra. Borgarastyrjöld hefur staðið yfir í 37 ár á Sri Lanka og staða ríkisfjármála er slæm, ef marka má lýsingar AFP fréttastofunnar.

Viðskipti erlent