Viðskipti innlent

Heim­sókn í ó­þekkjan­legt Kola­port

Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. 

Viðskipti innlent

Síminn langt kominn með sölu á Mílu til Frakklands

Síminn hefur skrifað undir samkomulag við alþjóðlega franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian France SA sem rekur Ardian Infrastructure Fund V, um einkaviðræður og helstu skilmála í tengslum við mögulega sölu Símans á dótturfélaginu Mílu ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu Símans til Kauphallar hvar bréf félagsins hafa hækkað um fimm prósent það sem af er morgni.

Viðskipti innlent

Netárás truflaði sölu miða á uppistand Ara Eldjárn

Nokkuð öflug netárás var gerð á miðasölusíðuna Tix.is á miðvikudag og stóð hún yfir í um þrjár til fjórar klukkustundir. Um var að ræða svokallaða dreifða álagsárás (e. DDos) þar sem gríðarmikilli netumferð frá hinum ýmsu löndum var beint að netþjónum Tix á sama tíma.

Viðskipti innlent

Útlit fyrir 8,2 milljarða hagnað hjá Arion banka

Samkvæmt drögum að uppgjöri Arion banka fyrir þriðja ársfjórðung hagnaðist bankinn um 8,2 milljarða króna og er reiknuð arðsemi á ársgrundvelli um 17%. Afkoman er umfram fyrirliggjandi spár greiningaraðila en bankinn hagnaðist um 4,0 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi 2020.

Viðskipti innlent

Þrír sérfræðingar ganga til liðs við Attentus

Attentus – mannauður og ráðgjöf hefur fengið til liðs við sig þrjá öfluga sérfræðinga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að mikil aukning hafi verið í úttektum á mannauðsmálum og samskiptum. Nýja fólkið komi inn í öflugt samskiptateymi Attentus, ásamt því að sinna mannauðsráðgjöf og lögfræðiráðgjöf á sviði vinnuréttar.

Viðskipti innlent