Lífið

Tók sófann í andlitslyftingu

Þar býr hún með unnusta sínum og barni og unir sér vel. "Við erum búin að gera mikið fyrir þessa íbúð og hún er orðin mjög krúttleg. Við tókum til dæmis eldhúsið allt í gegn og ég handmálaði flísarnar sjálf í innréttingunni." Bryndís er ekki í vanda þegar hún er spurð um uppáhaldshúsgagnið. "Maðurinn minn er uppáhaldshúsgagnið mitt. Hann fellur svo afskaplega vel inn í umhverfið," segir Bryndís og hlær en segir svo að númer tvö á listanum sé sófinn hennar. "Ég á alveg frábæran, eldgamlan sófa sem er cappucino-brúnn á litinn og úr gervileðri. Mér brá alveg svakalega þegar faðir unnusta míns gaf okkur þetta ferlíki því mér fannst hann svo voðalega ljótur," segir Bryndís en bætir svo við að hún hafi dubbað aðeins upp á sófann og tekið hann í smá andlitslyftingu. "Ég ætlaði mér fyrst að klæða sófann sem hefði náttúrulega kostað mig morðfjár og því hætti ég snarlega við þá hugmynd. Í staðinn skellti ég mér í IKEA, keypti tvö teppi og nokkra púða og nú er sófinn voða fínn og mér dettur ekki í hug að losa mig við hann."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.