Dansinn dunar á leiksviðinu 14. júní 2004 00:01 "Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu. Hún hefur ásamt Katrínu Ingvadóttur, dansara hjá Íslenska dansflokknum, skipulagt dansleikhúskeppni sem haldin er í annað sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Við höfum lengi haft áhuga á því að leggja saman krafta okkar, Íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur, sem erum saman til húsa í Borgarleikhúsinu. Við erum í samstarfi til dæmis um Línu Langsokk og Chicago, en þetta er meira hugsað fyrir danshöfundana." Samkeppnin var auglýst í lok árs 2003 og í febrúar voru valdar níu hugmyndir til þátttöku í keppninni. Hvert verk má vera tíu mínútur að lengd. "Þessi tíu mínútna verk liggja vel við höggi bæði fyrir Dansflokkinn og Leikfélagið. Þetta er líka spennandi form að glíma við." Verkin í ár og höfundar þeirra eru eftirfarandi: "Dagur í frystihúsinu" er eftir Höllu Ólafsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur, "Sjá augu þín eins og mín, systir" er eftir þær Arnbjörgu Hlíf, Ólöfu Sigríði og Örnu Guðnýju Valsdætur, "Hamlett" nefnist verk eftir Berg Þór Ingólfsson, "Detached" er eftir Peter Anderson, "Flugur" eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, "Bravó elskan" eftir Birnu Hafsteni og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, "Augnablik" er eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, "X2" eftir Rebekku Austmann Ingimundardóttur og loks "Komið og dansið: A Found Object" eftir Stefán Jónsson og Jón Atla Jónasson. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru danshöfundarnir hreint ekki eingöngu fólk sem hefur hingað til verið þekkt fyrir dansfimi eða aðra þátttöku í danslistum af hvaða tagi sem er. "Þarna tekur þátt fólk sem kemur kannski meira úr leiklistaráttinni heldur en dansinum. Ég held að þessi keppni sé einmitt fínt tækifæri fyrir marga til að spreyta sig á þessu." Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira
"Dansleikhús er tiltölulega ung listgrein sem hefur átt auknum vinsældum að fagna úti í hinum stóra heimi, en hefur minna verið sinnt hérna þar sem leikhús og dans hafa meira verið sitt í hvoru lagi," segir Guðrún Vilmundardóttir, dramatúrg í Borgarleikhúsinu. Hún hefur ásamt Katrínu Ingvadóttur, dansara hjá Íslenska dansflokknum, skipulagt dansleikhúskeppni sem haldin er í annað sinn í Borgarleikhúsinu í kvöld. "Við höfum lengi haft áhuga á því að leggja saman krafta okkar, Íslenski dansflokkurinn og Leikfélag Reykjavíkur, sem erum saman til húsa í Borgarleikhúsinu. Við erum í samstarfi til dæmis um Línu Langsokk og Chicago, en þetta er meira hugsað fyrir danshöfundana." Samkeppnin var auglýst í lok árs 2003 og í febrúar voru valdar níu hugmyndir til þátttöku í keppninni. Hvert verk má vera tíu mínútur að lengd. "Þessi tíu mínútna verk liggja vel við höggi bæði fyrir Dansflokkinn og Leikfélagið. Þetta er líka spennandi form að glíma við." Verkin í ár og höfundar þeirra eru eftirfarandi: "Dagur í frystihúsinu" er eftir Höllu Ólafsdóttur og Ilmi Kristjánsdóttur, "Sjá augu þín eins og mín, systir" er eftir þær Arnbjörgu Hlíf, Ólöfu Sigríði og Örnu Guðnýju Valsdætur, "Hamlett" nefnist verk eftir Berg Þór Ingólfsson, "Detached" er eftir Peter Anderson, "Flugur" eftir Aðalheiði Halldórsdóttur, "Bravó elskan" eftir Birnu Hafsteni og Sveinbjörgu Þórhallsdóttur, "Augnablik" er eftir Kolbrúnu Halldórsdóttur, "X2" eftir Rebekku Austmann Ingimundardóttur og loks "Komið og dansið: A Found Object" eftir Stefán Jónsson og Jón Atla Jónasson. Eins og sjá má af þessari upptalningu eru danshöfundarnir hreint ekki eingöngu fólk sem hefur hingað til verið þekkt fyrir dansfimi eða aðra þátttöku í danslistum af hvaða tagi sem er. "Þarna tekur þátt fólk sem kemur kannski meira úr leiklistaráttinni heldur en dansinum. Ég held að þessi keppni sé einmitt fínt tækifæri fyrir marga til að spreyta sig á þessu."
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira