Aðeins kristnir menn borða mýs 14. júní 2004 00:01 Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum. "Þegar ég bjó í Malaví fór ég með Malövum til Tansaníu og þar var okkur boðið upp á dýrindis risarækjur. Malavarnir höfðu nú ekki mikinn hug á því að borða þennan óþverra en létu til leiðast eftir þrábeiðni mína og smökkuðu rækjurnar og sögðu þá að þær brögðuðust alveg eins og engisprettur. Í framhaldi af því spurðu þeir hvort ég hefði nokkurn tímann smakkað matinn þeirra og áður en ég vissi af var ég búinn að lofa því að borða maura, engisprettur og mýs. En þegar ég kom heim einn daginn með mýs til að láta elda í kvöldmatinn, henti kokkurinn þeim sveiandi í ruslið með þeim orðum að aðeins kristnir menn ætu mýs," segir Tumi. Hann hefur ekki lagt sig eftir því að borða skrýtinn mat á ferðum sínum en segist hinsvegar vera kurteis og því eiga erfitt með að neita þegar menn vilja gefa honum þjóðarrétti að smakka. "Ég hef borðað krókódíl, snák, skjaldböku, sæbjúgu og marglyttur, sem voru mjög góðar. Sérkennilegast var samt að borða lifandi fisk í Kína. Fyrst var okkur sýndur lifandi koli og svo var náð í salatblað og flökin skorin af fisknum lifandi og borin fram á salatblaðinu. Svo horfði fiskurinn á okkur og ranghvolfdi í sér augunum á meðan við gæddum okkur á honum." Tumi segist ekki óttast matareitrun þegar hann snæðir framandi rétti. "Það er alltaf best að borða það sem heimamenn borða því þá eru minnstar líkur á að eitthvað fari úrskeiðis við matreiðslu. Og svæsnasta matareitrun sem ég hef fengið stafaði af samloku sem ég fékk í flugvél á Íslandi." Matur Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Með skottið fullt af próteini Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tumi Tómasson, skólastjóri Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, hefur ferðast um allan heim í leit að efnilegum nemendum í skólann. Á ferðum sínum hefur hann komist í tæri við alls konar matargerð og er löngu hættur að kalla allt ömmu sína í þeim efnum. "Þegar ég bjó í Malaví fór ég með Malövum til Tansaníu og þar var okkur boðið upp á dýrindis risarækjur. Malavarnir höfðu nú ekki mikinn hug á því að borða þennan óþverra en létu til leiðast eftir þrábeiðni mína og smökkuðu rækjurnar og sögðu þá að þær brögðuðust alveg eins og engisprettur. Í framhaldi af því spurðu þeir hvort ég hefði nokkurn tímann smakkað matinn þeirra og áður en ég vissi af var ég búinn að lofa því að borða maura, engisprettur og mýs. En þegar ég kom heim einn daginn með mýs til að láta elda í kvöldmatinn, henti kokkurinn þeim sveiandi í ruslið með þeim orðum að aðeins kristnir menn ætu mýs," segir Tumi. Hann hefur ekki lagt sig eftir því að borða skrýtinn mat á ferðum sínum en segist hinsvegar vera kurteis og því eiga erfitt með að neita þegar menn vilja gefa honum þjóðarrétti að smakka. "Ég hef borðað krókódíl, snák, skjaldböku, sæbjúgu og marglyttur, sem voru mjög góðar. Sérkennilegast var samt að borða lifandi fisk í Kína. Fyrst var okkur sýndur lifandi koli og svo var náð í salatblað og flökin skorin af fisknum lifandi og borin fram á salatblaðinu. Svo horfði fiskurinn á okkur og ranghvolfdi í sér augunum á meðan við gæddum okkur á honum." Tumi segist ekki óttast matareitrun þegar hann snæðir framandi rétti. "Það er alltaf best að borða það sem heimamenn borða því þá eru minnstar líkur á að eitthvað fari úrskeiðis við matreiðslu. Og svæsnasta matareitrun sem ég hef fengið stafaði af samloku sem ég fékk í flugvél á Íslandi."
Matur Mest lesið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Með skottið fullt af próteini Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira